Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 46

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þingvallavatn og Þingvallasvæðið í heild sinni sem ég kalla sveit- irnar umhverfis vatnið er svæði sem við flest virðum mikils vegna náttúrufegurðar, lífrík- is og fyrir þann mann- auð og gamlar hefðir sem það hefur haft upp á að bjóða. Í þessa þætti þarf að halda sem ósnortnasta í góðri samvinnu við þá sem byggja svæðið, því þeir verða verðmætari með degi hverjum og ég tala nú ekki um fyrir komandi kynslóðir. Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga varðandi framkvæmdir á svæð- inu, en þó með þeim hætti að skerða ekki réttindi og hag þeirra sem þar hafa hagsmuna að gæta og að ásýnd svæðisins breytist sem minnst. Best er að hinn náttúrulegi gróður fái að njóta sín þar sem mest með þeim sígrænu lundum sem þar eru og gefa svæðinu ægifagra ásýnd á sumr- in og þegar snjóbreiða umlykur það á fögrum vetrardögum. Þegar Steingrímsstöð var byggð í Dráttarhlíð við Efra-Sog var þekking manna til lífríkis Þingvallavatns allt önnur en nú er og því uggðu menn ekki að sér gagnvart hinum víðfræga Þingvallaurriða og öðrum fiskistofn- um í vatninu, þótt hyggnir og glöggir bændur við vatnið hafi haft ugg í brjósti vegna þessara framkvæmda, t.d. varðandi náttúrulegar hrygning- arstöðvar og fleiri þætti. Árin þar á eftir voru miklar yfir- borðssveiflur í vatninu þegar það var notað sem miðlunarlón fyrir mikil- væga raforkuframleiðslu. Einnig hefur uppgangur minks á svæðinu haft áhrif á vissar hrygning- arstöðvar og allt fuglalíf umhverfis vatnið. Því hefur verið reynt eftir bestu getu að halda minkastofninum þar í skefjum sem og refastofni. Einnig spilar inn í þessa þætti ríkjandi tíðarfar hverju sinni, framhlaup í ám sem renna í vatnið og fleira. Allt hefur þetta haft áhrif á urriðastofninn og aðra fiskistofna í vatninu og annað lífríki. Frá því að Sogsstöðv- arnar urðu ekki jafn mikilvægar fyrir krefj- andi raforkuframleiðslu allt árið um kring, þá hefur dregið verulega úr yfirborðssveiflum í vatninu og hefur ástandið verið nokkuð gott síðustu 12 árin og árangur þess á fiski- stofna og lífríkið komið greinilega í ljós. Þó verða þeir sem málið varðar að vera vel vakandi fyrir þessum yfir- borðssveiflum sem og sveiflukenndu framrennsli fram í Sog. Veiðifélag Þingvallavatns og Veiði- málastofnun með styrkveitingu og í góðri samvinnu við Landsvirkjun hófu aðgerðir fyrir nokkrum árum til að reyna að efla þennan séríslenska urriðastofn, sem synt hefur tignar- legur um vatnið um aldir og var mikil búbót fyrrum daga fyrir bændur á svæðinu ásamt annarri veiði. Þingvallaurriðinn var veiðitákn margra stórveiðimanna, innlendra sem erlendra, og hjá sumum hverjum svo að þeim varð vart svefnsamt um Vorhugleiðing- ar um Þing- vallasvæðið Ómar G. Jónsson Þingvellir Þeir sem sækja Þingvallasvæðið heim, segir Ómar G. Jónsson, eru hvattir til að sýna því þá virðingu sem því ber og gæta að lífríki þess og náttúru. Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 82 24 07 /2 00 2 20-50% á sportfatna›i afsláttur Allur sundfatnaður 20% afsláttur Speedo, Adidas, Seafolly, Casall, O'Neill, Arena og fl. NIKE sportfatnaður 25% afsláttur fyrir börn og fullorðna ADIDAS sportfatnaður 25% afsláttur fyrir börn og fullorðna CASALL dömu þolfimifatnaður 25% afsláttur PUMA sportfatnaður 25% afsláttur Allir íþróttaskór 25% afsláttur Nike, Adidas, Reebock, Asics Öl l b es tu m er ki n Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 is it Zo dömu og herrafatnaður 40% afsláttur be ZO barnafatnaður 40% afsláttur zo ON golffatnaður 40%afsláttur Matinbleu dömugallar 40% afsláttur O´Neill fyrir börn og fullorðna 50% afsláttur Ú t i l í f - g ó › u r s t a › u r t i l a › g e r a f r á b æ r k a u p Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Vikutilbo› *Innifali›: Flug, skattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. kr. *49.970 Ver› í viku á mann, m.v. a› lágmark tveir fer›ist saman. Ver›: Gistista›ur gefinn upp 2 dögum fyrir brottför. Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 82 39 06 /2 00 2 Mallorca Portúgal 23. júlí. 22. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.