Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 49 ✝ Lára LaufeyLoftsdóttir fædd- ist 10. júlí 1925 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. júní síðastliðinn. Foreldar hennar voru Loftur Sigfús- son sjómaður og Kristín Kristjánsdótt- ir saumakona. Stjúp- faðir Láru var Run- ólfur Runólfsson. Etirlifandi systkini Láru sammæðra eru Hrefna Sigríður, Ing- unn Bryndís, Kristján og Jónas Runólfsbörn. Eftirlifandi systur Láru af föðurnum eru Jóhanna og Steinunn. Lára giftist 1943 Óskari S. Ólafssyni bifvélavirkja, f. 9. jan- úar 1917, d. 27. mars 1990. Börn þeirra eru: 1) Guðmunda Hjördís húsmóðir, f. 20.1. 1941, maki Hilmar Kristjánsson, þau eiga sjö börn, fimmtán barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Sólveig Mar- grét sjúkraliði, f. 25.4. 1943, hún á fimm börn, tíu barnabörn og eitt langömmubarn. 3) Ólafur Kristján hús- gagnasmíðam., f. 19.11. 1944, maki Unnur Hauksdóttir. Ólafur á tvö börn og fjögur stjúpbörn. 4) Anna Edda húsmóð- ir, f. 9.12. 1945, maki Birgir W. Steinþórs- son, þau eiga fimm börn og tólf barna- börn. 5) Sigrún sjúkraliði, f. 25.3. 1947, maki Skæring- ur Georgsson, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 6) Guðríður Ósk húsmóðir, f. 11.6. 1948, hún á sex börn, tólf barnabörn og eitt langömmubarn. 7) Kjartan offsetprentari, f. 23.3. 1951, d. 23.8. 1999. Óskar og Lára bjuggu lengst af í Reykjavík, en síðustu árin í Fann- borg 1 í Kópavogi. Lára dvaldist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi síðustu mánuðina. Útför Láru fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma, mig langar að þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Það varð hlutverk þitt að vera heima og hugsa um okkur systkinin. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur öll, hvort sem það var í gleði eða sorg, ást þín og umhyggja gaf okkur styrk og þrek, og glettni þín og bros var aldrei langt undan. Bara að vita af þér var okkur svo mikils virði. Ég gæti reynt að segja svo margt um þig, til þess að láta þig vita hvers virði þú varst mér og mínum en mestu máli skiptir að ég vil að þú vit- ir að ég þakka þér alla ást þína og umhyggju og við geymum fjársjóð minninganna um ókomna tíð. Þótt erfitt verði að heyra ekki rödd þína framar eða sjá þig þökkum við að þú þurfir ekki að þjást meira og við vit- um að núna líður þér vel. Þín dóttir, Sólveig Margrét og fjölskylda. Lára var gift móðurbróður mín- um, móðir mín Sigríður, f. 1912, d. 1978, og Óskar voru einu lifandi fædd börn sinna foreldra. Mjög kært var með fjölskyldunum alla tíð og samgangur mikill, því er eðlilegt að minningar mínar séu samofnar minningu þeirra hjóna. Lára var ung er leiðir þeirra Ósk- ars lágu saman, ég man eftir henni úr æsku minni, ungri og fallegri með litlu börnin sín sem komu hvert á eftir öðru. Oft var þröngt í búi hjá hjónunum ungu. Erfiðir tímar hafta og skömmtunar, húsnæði af skornum skammti og ekki alltaf næg atvinna. Vinnudagar Óskars gátu þó orðið langir þótt daglaunin væru rýr í krónum talið en hans er minnst fyrir einstaka hlýju og greiðasemi við skylda sem óskylda. Þrátt fyrir allt var heimili þeirra öllum opið, gesta- gangur mikill og vel tekið á móti þeim er að garði bar. Hjartarýmið alltaf stærra en það veraldlega. Auð- ur þeirra var ást þeirra og börnin, þótt slæmar aðstæður um tíma yllu því að tvö barna þeirra eignuðust aðra uppeldisforeldra. Enginn nema sá er reynir getur sett sig í spor þeirra er verða að af- henda börnin sín til ókunnugra og trúa því að það sé þeim fyrir bestu, eins og Lára og Óskar urðu að reyna, sársaukann huldu þau í amstri lífsbaráttunnar sem hélt áfram. Sá tími kom að þessi börn komu aftur í opinn faðm þeirra. Einu sinni, já, þau fóru aðeins einu sinni á ævinni barnlaus saman í sumar- ferðalag. Þau fóru með móður minni og fóstra, Páli M. Ólafssyni múrara. Lára varð þrítug í ferðinni og voru þau þá í heimsókn á Ytri-Rauðamel hjá móðursystur Páls, Ólöfu Svein- bjarnardóttur, sem fannst ekki ann- að koma til greina en hringja kirkju- klukkunum í Rauðamelskirkju fyrir afmælisbarnið. Þessarar ferðar var alla tíð minnst með mikilli ánægju. Í sjötugsafmælisgjöf fékk Lára frá börnum sínum ferð til Hollands, sem hún fór með systrum sínum Steinunni og Jóhönnu og hennar manni Lárusi. Þetta var ævintýri sem svo var endurtekið tveimur ár- um síðar, Lára var himinlifandi og naut þessara ferða í ríkum mæli. Snemma varð Lára að ganga í gegnum mikil veikindi og varð hún aldrei heil heilsu, það var alveg með ólíkindum hvað hún stóð alltaf upp af sjúkrabeð og gat sinnt heimili sínu. Samlíf þeirra hjóna var farsælt þegar til baka er litið, þau héldu allt- af saman þrátt fyrir margvíslega erfiðleika. Á tímum ósamlyndis í fjölskyldum og tíðra hjónaskilnaða þar sem börnin eru fórnarlömbin eru börn Láru og Óskars einstak- lega lánsöm að hafa átt þau, þau voru fasti punkturinn, alltaf til stað- ar, þau voru hetjur. Hetjur hversdagsins sem skiluðu sínu til samfélagsins og gott betur alla tíð. Orðuveitingar fyrir ævistarfið fel- ast í afkomendum þeirra, 94 talsins. Það hefur alltaf verið talað um þau hjónin í sama orðinu, því varð það Láru mikill og sár missir er Ósk- ar lést snögglega 1990. Þá kom í ljós innri styrkur hennar og hve þakklát hún var fyrir árin öll sem þau höfðu átt saman. Börnin hennar fylktu liði um hana í ást og umhyggju, heilsu hennar hrakaði en alltaf hélt hún ró sinni og vonaði það besta. Sá yngsti af barnahópnum, hann Kjartan hafði nýlega keypt sér íbúð í nágrenni við móður sína til að vera henni nær þegar hann lést skyndi- lega 1999 langt um aldur fram. Þetta áfall varð Láru þungt og hrakaði heilsu hennar nú hratt. Það er á eng- an hallað þó minnst sé á þátt Guð- mundu Hjördísar til að létta móður sinni lífið síðustu árin, en systkinin öll, tengdabörnin og barnabörnin voru samtaka í að umvefja Láru kærleika sínum og umhyggju til hennar síðasta dags. Lára dvaldi að lokum í Sunnuhlíð þar sem hún naut heimilislegs and- rúmslofts og alúðar starfsfólks. Að leiðarlokum þakka ég Láru ævilanga samfylgd, þakka henni hve vel hún reyndist mér þegar móðir mín féll frá. Þakka elsku hennar og áhuga á velferð sona minna og fjölskyldu. Þór búsettur í Bandaríkjunum, Páll og fjölskylda búsett í Danmörku senda hlýjar kveðjur og þakka Láru allt sem hún var þeim. Við Örn sendum einnig öllum að- standendum nær og fjær hlýjar samúðarkveðjur. Við minnumst góðrar konu sem nú hefur fengið kærkomna hvíld og sameinast ást- vinum sem farnir voru. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hulda og fjölskylda. Fimmtudagurinn 28. júní sl. var einn af okkar bestu sólskinsdögum ársins, hiti og logn. Á slíkum dögum á okkur að líða vel. Það má líkja þessu við það að þú hittir og kynnist einhverjum á lífsgöngu þinni sem vekur með þér vellíðan og eftir að hafa hitt eða verið nálægt líði þér betur. Ein þeirra sem hafði slík áhrif á mig var Lára L. Loftsdóttir sem var jarðsungin þennan góða sól- skinsdag. Skap hennar og lundarfar var eins og það væri alltaf sól og blíða nálagt henni. Þegar Lára lést lét hún eftir sig 94 afkomendur, þessir afkomendur voru auður henn- ar, hún var stolt af sínu ríkidæmi, og hún var orðin langalangamma, svo kynslóðirnar voru orðnar fimm. Allt fram á síðustu daga, reyndi hún að fylgjast með þeim öllum, gladdist með þeim sem vel gekk, og vildi reyna að létta undir ef eitthvað var að. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Láru fyrir nokkrum árum, og þegar ég nú hugsa til hennar kemur upp í hug minn ljóðlínur eftir Guð- mund Inga Kristjánsson. Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er huga þínum heilagt og hjarta þínu kært. Þetta var það sem hennar líf sner- ist um. Lára fór ekki víða en heimili hennar var eins og miðstöð, fólkið hennar leit inn, hittist og hún fékk fréttir af sínum. Þessi ár síðan ég kynntist Láru hafa, því miður, fleiri verið henni erfið en góð, hún hefur átt við mikill veikindi að stríða, og 23. ágúst 1999 varð Kjartan sonur hennar bráð- kvaddur. Þau voru mjög náin og leið ekki sá dagur að hann hefði ekki samband og liti inn til hennar. Eftir það var eins og lífsviljinn og kraft- urinn dvínaði og þrátt fyrir að öll fjölskylda hennar gerðu það sem þau gátu fyrir hana, bæði til að létta henni sorgina og aðstoða hana í veik- indum hennar, náði hún sér aldrei og varð ekki sú sama á eftir. Ég veit að það verður ekki á neinn hallað þó sagt sé að Hjördís elsta dóttir hennar hafi verið henni eins mikið og hún frekast gat. Dísa var tilbúin jafnt að nóttu sem degi til að hjálpa henni og hugsa um hana, og margar voru ferðirnar sem Dísa fór eftir að Lára flutti í mars sl. í Sunnu- hlíð, til að stytta henni stundirnar og hjálpa. Hinn 21. júní sl. fékk Lára hægt andlát. Hún yfirgaf þennan heim með sömu ró og virðuleika og hafði einkennt allt hennar líf. Lára eftirlét Kjartani legstað sinn við hlið manns síns, Óskars Ólafs- sonar, og lét fjölskyldu sína vita að það væri vilji hennar að bálför skyldi fara fram og hún kysi að hvíla milli þeirra. Það er eitt sem víst ég veit að þeir hafa báðir tekið á móti henni þegar hún yfirgaf þetta jarðlíf og nú eru þau saman. Elsku Dísa, Gréta, Sigga og þið öll, þið eigir góðar og ljúfar minn- ingar sem munu ylja ykkur um ókomna tíð, og það verður ekki frá ykkur tekið. Það eru forréttindi að fá að kynnast og umgangast konu eins og Láru. Ég þakka henni fyrir allt og sömuleiðis vil ég þakka fjöl- skyldu hennar fyrir veitta vináttu, og hlýhug. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning Láru L. Loftsdóttur. Elín. LÁRA L. LOFTSDÓTTIR  ,      ,   3      0 ? *  / + 6 6 + -- 3  - , - 6 ,&   , -        (+          "#   *&  !     . 4-:.  *&  !      . *&' 3  !   @ #:. .    . !3 ; !  .  + 7 />    - . . :  :  :' "                  ?1  #; --6 A 2!> 8.      9      !   "44$ :,        5   5      &   '  2  ,  ''  3     "" 1 8    :&'  ; !!  &  ?. ! .  +6 ?. ! . . +&'-7- " ; 3                 ',  2  # /B - :3-&!  + 6 4  - 1 - :  (C  -&       1 8     ( '  4$        :       !   "$4$ .    :  ',   *, &  2  3  - 2&  !  ?.   4 * --! . 5  4 - 2&  .* + * -- 3!  :  :'  :  :  :'  . 7"       ,     ,      52 #DD /  ;-+    AC * + +       -       (         !   "44$   D6-. 6 * --  !   &!    . *& - * +  . !,  1  @  !  !,  1  @ &' !-+! " ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.