Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Jónssonfæddist í Kal- mannsvík á Akra- nesi 23. janúar 1922. Hann lést í Sunnu- hlíð í Kópavogi 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Diðriks- son, f. í Grashúsum á Álftanesi 5.7. 1875, d. 30.12. 1954, og Guðrún Guðnadótt- ir, f. í Sarpi í Skorra- dal 8.4. 1881, d. 25.2. 1959. Helgi var eitt af 13 börnum þeirra hjóna og komust 12 til fullorðins- ára, af þeim eru nú sjö á lífi. Eig- inkona Helga var Sigríður Hall- dórsdóttir frá Sauðholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, d. 25.5. 1982. Helgi flutti ásamt foreldrum sínum og systkinum að Bjarnastöðum á Álftanesi þegar hann var á öðru ári og þar ólst hann upp en kringum 1950 flutti hann í Melgerði 5 í Kópa- vogi og bjó þar ætíð síðan. Helgi vann í fyrstu ýmis verka- mannastörf, þ. á m. að endurbyggingu húsakosts á Bessa- stöðum. Síðar var hann fiskmatsmaður í Ísbirnin- um en lengst af starfaði hann við blikksmíði í Blikksmiðjunni Vogi. Útför Helga fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar mig að minnast Helga í nokkrum orðum. Það var fyrir 36 árum að móðir mín kynnti Helga fyrir mér sem verðandi eiginmann sinn. Ég var þá rúmlega tvítug og ekki get ég sagt að það hafi vakið hrifningu mína, bæði var ekki langt um liðið frá and- láti föður míns og einnig var Helgi talsvert yngri en móðir mín og það fannst mér á þeim tíma ekki við hæfi. En Helgi kom vel fyrir og gætti þess í hvívetna að troða eng- um um tær, þannig leið ekki á löngu þar til ég gerði mér ljóst hversu heppin móðir mín var að eiga Helga að. Þeim auðnaðist að eiga saman 15 ár og tel ég það hafi verið þeim báð- um góður tími. Þau ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan, og undr- aðist ég stundum þrekið sem þau höfðu til þess, eftir langan vinnudag. Helgi byggði sumarbústað í Gríms- nesi og vandaði vel til verks eins og vænta mátti. Þar undu þau sér vel hvenær sem færi gafst. Eftir að börnin mín komu í heiminn reyndist Helgi þeim hinn besti afi og ófá voru þau skiptin sem þau fóru, annað hvort eða bæði, með í bústaðinn. Virtist Helgi þá aldrei þreytast á að hafa þau á eftir sér daginn út og inn. Þegar móðir mín missti heilsuna annaðist Helgi hana af ástríki til síð- asta dags og fæ ég það ekki full- þakkað. Helgi var vel gefinn maður, ekki með langa skólagöngu að baki frek- ar en margir aðrir af hans kynslóð, en eðlisgreindur og fylgdist vel með mönnum og málefnum líðandi stund- ar allt þar til heilsan gaf sig. Hann var ákaflega vinnusamur, verklag- inn og snyrtimenni hið mesta og veit ég að enginn var svikinn af verkum hans. Hann starfaði lengst af við blikksmíðar og fékk síðan réttindi sem slíkur. Síðustu starfsárin gegndi hann störfum húsvarðar í húsi Íslenskra aðalverktaka við Höfðabakka. Eftir andlát móður minnar hélt Helgi áfram heimili í Melgerði, þar var allt með sömu ummerkjum og meðan hún lifði, tandurhreint og strokið, því Helgi gat allt eins sinnt hinum svokölluðu kvennastörfum og öðru. Fyrir u.þ.b. þremur árum fór heilsu Helga að hraka. Hann stóð þó meðan stætt var og lét engan bilbug á sér finna þótt sannarlega hljóti það að hafa verið erfitt. Þá var Lilja systir hans betri en enginn að eiga að og gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að aðstoða hann. Svo fór þó að Helgi gat ekki lengur dval- ið heima og síðastliðin ár dvaldi hann á heilsustofnunum, nú síðast á Sunnuhlíð. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem ann- aðist hann í veikindunum. Systkinum hans öllum sendi ég samúðarkveðjur og þakkir fyrir vel- vild þeirra í garð fjölskyldu minnar. Helga þakka ég samveruna sem aldrei bar skugga á. Þórdís Andrésdóttir. HELGI JÓNSSON ✝ AðalheiðurLoftsdóttir var fædd á Eyjum í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 16. maí 1910. Hún lést 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gróa Einars- dóttir og Loftur Bjarnason. Eigin- maður Aðalheiðar var Magnús Guð- jónsson, f. 5. júlí 1894, d. í apríl 1975. Börn þeirra eru: Theodór, f. 1929, Gróa, f. 1930, maki Halldór Jón Vigfússon, Loftur, f. 1931, maki Hlín Gunnarsdóttir, Guðjón, f. 1932, sambýliskona Jóna Þórð- ardóttir, Þuríður, f. 1934, d. 1968, maki Sigurjón Jónsson, Þórólfur, f. 1935, maki Þorbjörg Júl- íusdóttir, Ólafur, f. 1936, maki Ásdís Ingimundardóttir, Ingibjörg Magnea, f. 1938, maki Birgir Guðjónsson, Jón Anton, f. 1939, maki Auður Höskulds- dóttir, Einar, f. 1939, sambýliskona Jóhanna Jóakims- dóttir, Anna Val- gerður, f. 1946, maki Ólafur Einars- son, Ásbjörn, f. 1948, maki Valgerður Magnús- dóttir, og Gíslína Guðbjörg, f. 1953, maki Trausti Friðriksson. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekki verður héraðsbrestur þótt gömul kona, sem lengi hefur verið ósjálfbjarga og í umönnun annarra vegna andlegrar og líkamlegrar van- heilsu, kveðji þetta líf. Tengdamóðir mín, Aðalheiður Loftsdóttir, er látin 92 ára að aldri og löngu södd lífdaga. Í mínum huga var hún ein af hversdagshetjum þessa lands. Hún eignaðist þrettán börn sem öll komust upp og urðu nýtir þjóðfélagsþegnar. Tólf af börn- um hennar lifa móður sína. Afkom- endur hennar eru 107. Tíu ára gömul missti hún móður sína úr berklum og var þá tekin í fóstur, fyrst hjá nánum ættingum, en síðan fluttist hún til Ingibjargar Þórólfsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar í Sunndal í Bjarnarfirði. Hjá þeim dvaldist hún áfram og fluttist með fjölskyldunni af Ströndum að Innri-Fagradal í Dalasýslu. Hægt er að ímynda sér að þau bústaðaskipti hafi verið fjöl- skyldunni mikið ævintýri. Í Sunndal er frekar aðkreppt en í Fagradal er eitt fegursta bæjarstæði á landinu. Hafratindur, hæsta fjall Klofnings- skagans, gnæfir yfir bænum í suðri og einnig er þaðan útsýni vítt um all- an Breiðafjörð. Nokkur ár liðu. Svo fór að Heiða og Magnús, næstelsti sonurinn á bænum, felldu hugi sam- an. Þau byrjuðu sinn búskap í Fagradal en fluttust síðan að Mikla- garði í sömu sveit. 1940 höfðu þau enn bústaðaskipti og fluttu nú út í Hrappsey á Breiðafirði. Þá voru börnin orðin tíu. Hrappseyjarárin reyndust fjölskyldunni harðsóttari en vonir stóðu til. Einangrunin var mikil og eyjabúskapurinn var erfið- ur. Afgjaldið, eða leigan fyrir jörð- ina, var samkvæmt gamalli hefð, tuttugu og fjögur kíló af hreinsuðum dún. Það var fráleitt en því fékkst ekki breytt. Þetta meðal annars varð til þess að enn voru höfð bústaða- skipti og nú flutt á fornar heimaslóð- ir að Innra-Ósi við Steingrímsfjörð. Þar bættust þrjú börn í hópinn. Þar bjuggu þau síðan þangað til þau brugðu búi og fluttust til Gróu elstu dóttur sinnar í Reykjavík. Aðrir að- standendur þeirra standa í mikilli þakkarskuld við Gróu og hennar fjölskyldu fyrir umönnun gömlu hjónanna í mörg ár. Árið 1975 lést Magnús. 1991 fluttist Heiða á Sjúkrahúsið á Hólmavík þar sem henni var vel hjúkrað og þar dvaldist hún þangað til yfir lauk. Undirrituð, sem er elsta tengda- barn Heiðu, átti því láni að fagna að kynnast þessari ljúfu, hljóðlátu konu áður en hennar andlegu heilsu hrak- aði að ráði. Líf hennar var aldrei dans á rósum eins og geta má nærri þar sem það varð hennar hlutskipti að ala upp þrettán börn við kröpp kjör. Þeir sem best til þekkja vita að hún skilaði miklu og giftudrjúgu ævistarfi meðan hún hafði heilsu til. Með afkomendum sínum leggur hún fram drjúgan skerf til þeirra kyn- slóða Íslendinga sem í framtíðinni munu byggja þetta land. Starfsfólki Sjúkrahússins á Hólmavík er þökk- uð sú góða aðhlynning sem hún hlaut þar síðustu æviárin. Við andlát hennar votta ég öllum aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning Aðalheiðar Loftsdóttur. Hlín. Ég er svo heppinn að hafa fengið að vera svo mikið með ömmu minni í æsku minni. Hún bjó hjá okkur í kjallaranum, þess vegna fékk ég að alast upp með hana mér við hlið. Mín ástsælasta minning um ömmu er sú að þegar ég kom úr skólanum tók hún alltaf svo hlýlega á móti mér og var glöð að sjá mig. Við áttum þá oft- ast smátíma saman, út af fyrir okk- ur, áður en aðrir úr fjölskyldunni komu heim úr vinnu eða skóla og flýttum okkur venjulega að byrja að spila á spil. En það spil sem við vor- um vön að spila heitir Rakki, við spiluðum af miklu kappi og þótti hvorugu gaman að því að tapa, en það var alltaf bara hláturinn sem varð ofan á enda skemmtum við okk- ur ætíð vel. En það sem fylgdi með spilamennskunni voru langar sam- ræður um allt milli himins og jarðar. Hún sagði mér margar sögur af sínu lífi, ýmsar ýkjusögur, ævintýrasög- ur og margt fleira. Ég gleymi heldur ekki öllum þeim kleinum og pönnu- kökum sem að hún bakaði ofan í okkur systkinin og við hámuðum í okkur með mikilli lyst. Svo þegar hún fór til Hólmavíkur vissi ég að ég ætti eftir að sakna hennar mikið og ég mundi ekki sjá hana eins oft og ég vildi. En eftir að ég fór að heimsækja hana og ég sá hve ánægð hún var þar, innan um góða og gamla vini, þá leið mér strax betur, ég vissi að þarna liði henni best. Amma, þú gafst mér svo marga góða hluti sem munu fylgja mér alla ævi, þú varst yndislega góð kona sem hafði lifað viðburðaríku og góðu lífi. Ég mun sakna þín en minnast þín ávallt með brosi í mínu hjarta. Þinn ömmustrákur Hjalti Þór. AÐALHEIÐUR LOFTSDÓTTIR                    1 /  */  >&!  + 6 %   ' ) /        9   8    !   "#$$ *+  & +     ! " ; 3 ',   3    1 +7 8" :! 3 * -- -      )&      !   "#$$ .    (      *+  &     !  ! . . 7 :'  , -6 " ; 3      ', *  * 2  ;    &       $     &     7,8          !   "!$$ :,         5    5      &   '     ;  ?! *& - .  3   + 3 2 &6!  ;  ?! ;  ." ; 3 ,      ,      * 1B *//  + 6 ?! ,'+    & &   < &  /     -       %,&           "#$$   ; 3!   E  .   2" ; 3!  ! - !. 2 &6 ; 3. *  E 16 ; 3.   * - !  8  ; 3. F ,7 . >.  - ; 3!  3- 16 1 !. 1  @  ; 3!    ;  !. 26  ; 3. * -    !  :  :'  . :  :  :' " 2,      ,     $ 4/  ,&   , - *.-:  6  ! ,.- 9G  7& 83      (          !   "!$$   1  . 1  @  - !  - + 1  . *-  - !  ? ' 1  . :&'  8 ! . :  :' "    ;/ +7  , + 7& 3 * . 3 !   & &    (  (            &     )     1,         "#$$ *+  &    #    -8 #  . #    -8 !."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.