Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Björn RE og Mermaid. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag fara út Ostankino og Prizzvanie. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9 leikfimi, almenn, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan og handavinnustofan. Kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð í Valhöll. Vinsamlega greiðið ferðina í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudag- inn 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568- 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfa frá 4. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Athugið, ekki verður spilað brids á fimmtu- dögum í júlí. Hálendisferð 8.–14. júlí, 7 dagar. Ekið norður Sprengisands- leið, fjölmargir áhuga- verðir staðir skoðaðir, t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl., ek- ið suður um Kjöl. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Athugið vinsamlegast fullgreiðið fyrir 5. júlí nk. Fundur vegna ferðarinnar verður haldinn í Ás- garði föstudaginn 5. júlí kl. 15. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerð- isbræðrum, Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí Flúð- ir-Tungufellsdalur- Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Lauga- vatn-Þingvellir. Kaffi- hlaðborð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferð- ir til Portúgals og Tyrklands í haust, fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, tak- markaður fjöldi. Nán- ari upplýsingar á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. glerskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 14 myndlist- arsýning. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakenn- ari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðsla Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.–5. júlí. Mötuneyti, handa- vinnustofa og hár- greiðslustofa eru opin eins og venjulega. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Fótaað- gerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofurnar verða lokaðar vegna sumarleyfa fram í ágúst. Kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 og Furugerði 1. Sum- arferð. Fimmtudaginn 11. júlí verður ekið í Fljótshlíðina að Odda og Bergþórshvoli. Súpa og brauð í hádeginu á Hvolsvelli. Leið- sögumaður er Tómas Einarsson. Lagt verður af stað frá Norðurbrún kl. 9.30, síðan teknir farþegar í Furugerði. Nánari upplýsingar í Norðurbrún í síma 568 6960 og Furugerði í síma 553 6040. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna. Vitatorg. Hárgreiðsla kl. 9. Fótaaðgerð- arstofan kl. 10. Smiðj- an og bókbandið komið í sumarleyfi. Kl. 9.30 morgunstund og hand- mennt, kl. 10 leikfimi, boccia kl. 10.45, kl. 13 brids, frjálst. Farið verður í Land- mannalaugar 10. júlí. Lagt af stað kl. 8 f.h. Upplýsingar í síma 561-0300. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. 4 daga ferð verður farin á Vestfirðina 22.–25. júlí. Vinsamlegast látið vita fyrir 10. júlí. Ferða- nefndin. Nánar auglýst í Suðurnesjafréttum. Gjábakki. Kl. 20–21 gömlu dansarnir, kl. 21–22 línudans. Minningarkort Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565- 5727. Allur ágóði renn- ur til starfsemi félags- ins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnu- tíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Hrafnkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Minningarkort, Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrif- stofunni Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Írisi í Miðgarði. Í dag er fimmtudagur 4. júlí, 185. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða. (Matt. 23,12.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ofurlítill, 8 ber birtu, 9 kyrrði, 10 espa, 11 treg, 13 flot, 15 lýsa heilagt, 18 slöngva, 21 frístund, 22 telji úr, 23 skellur, 24 banamein. LÓÐRÉTT: 2 geta á, 3 ákveð, 4 mas, 5 gróði, 6 riftun, 7 tvístígi, 12 ótta, 14 hress, 15 at- hvarf, 16 smá, 17 bardag- anum, 18 lítið, 19 stétt, 20 kjáni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: – 1 hyrna, 4 subba, 7 góðir, 8 jafna, 9 sjá, 11 arna, 13 trén, 14 syrgi, 15 fork, 17 nóta, 20 gat, 22 karpa, 23 íhuga, 24 aurar, 25 næddi. Lóðrétt: – 1 hægja, 2 ráðin, 3 aurs, 4 stjá, 5 bifar, 6 ap- ann, 10 jarða, 12 ask, 13 tin, 15 fokka, 16 rýrar, 18 ólund, 19 apaði, 20 gaur, 21 tían. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI eignaðist nýlega ein-tak af geisladisknum „Á flugi yf- ir Íslandi“ sem Landmælingar Ís- lands gáfu út. Á disknum er þrívíddarlíkan af Íslandi og í tölvunni er hægt að fljúga yfir landið og skoða frá öllum mögulegum sjónarhornum. Notandinn getur ráðið hraða, hæð og stefnu „flugvélarinnar“ og getur t.d. flogið í kringum fjöll, eftir dölum og meðfram strandlengjunni. Líkanið er sett saman úr landhæðarlíkani og gervitunglamyndum og er býsna gott. Nákvæmnin minnkar þó um- talsvert þegar nær dregur jörðu en það horfir væntanlega til bóta í næstu útgáfum á disknum enda fleygir tækninni sífellt fram. Það er skemmst frá því að segja að Víkverji er afar ánægður með diskinn og notar hann óspart þegar hann hyggur á ferðalög um landið. Fyrst í stað gekk reyndar erfiðlega að hemja flugvélina sem ýmist fór of hratt eða of hægt og stefndi annaðhvort upp í himinhvolfin eða beinustu leið til jarð- ar. Aðeins tók þó nokkrar mínútur að læra á stjórntækin. Þess ber að geta að Víkverji las ekki leiðbeiningar sem fylgdu með disknum enda hefur hann takmarkaða trú á leiðbeiningum í slíkum tilfellum, telur miklu betra að reyna sig áfram sjálfur. x x x LANDSLAG og landakort eru of-arlega í huga Víkverja þessa dagana en hann er um það bil að leggja í leiðangur um hálendi Íslands. Þrívíddarlíkanið hefur komið í góðar þarfir við undirbúning en ekkert jafn- ast þó á við nákvæm landakort þegar gengið er um óbyggðir. Festi Víkverji því kaup á nákvæmustu landakortum af svæðinu sem völ er á, svokölluðum staðfræðikortum í mælikvarðanum 1:50.000. Á kortunum kemur fram að þau eru gerð af kortagerðastofnun banda- ríska varnarmálaráðuneytisins í sam- vinnu við Landmælingar Íslands. Bera kortin þess glögg merki að þau voru upphaflega gerð í hernaðarleg- um tilgangi en á þau er ritað á ensku, í lauslegri þýðingu: „Takmörkuð dreifing. Eyðileggið kortið þegar þess er ekki lengur þörf.“ Sem betur fer er ekki lengur þörf á slíku leyni- makki með landakort af Íslandi og því geta ferðalangar notið þeirrar vinnu sem bandarísk hernaðaryfirvöld lögðu í kortagerð hér á landi. STAÐFRÆÐIKORTIN eru afarnákvæm og þægileg í notkun. Á kortunum er svonefnt UTM-net sem gerir mönnum kleift að staðsetja kennileiti með mikilli nákvæmni. Staðsetninguna er síðan hægt að slá inn í GPS-tæki og þar með er illmögu- legt að villast. Víkverji hafði ekki áður notast við UTM-netið og taldi öruggast að leita leiðbeininga um notkun þess (fyrr- nefnd vantrú Víkverja á leiðbeining- um nær ekki til rötunar á fjöllum). Það gekk hins vegar heldur erfiðlega að nálgast leiðbeiningarnar og kunn- áttumenn sem Víkverji ræddi við könnuðust ekki við að slíkar leiðbein- ingar væru til á bók. Menn hefðu ým- ist kennt sér notkun þess sjálfir eða lært það af einhverjum öðrum. Vík- verji fékk loks tilsögn í notkun á UTM-netinu sem reyndist vera hið einfaldasta í notkun og mælir hann eindregið með því við göngumenn að þeir tileinki sér þetta kerfi, sérstak- lega ef þeir notast við GPS-tæki. Ennfremur skorar hann á sérfræð- inga á þessu sviði að setja saman leið- beiningar um notkun UTM-kerfisins sem og önnur atriði sem lúta að rötun og gefi út í bók. Þökkum fyrir stuðninginn VIÐ undirritaðar héldum utan til Lúxemborgar mánudaginn 21. maí sl. þar sem landsliðið tók þátt í Evrópukeppni kvenna í blaki (C-riðli). Keppnin fór fram dagana 22.-27. maí. Liðið spilaði 5 leiki og voru margir þeirra æsispennandi og enduðu þeir á eftirfar- andi hátt: Ísland – San Mar- ínó 0:3, Ísland – Liechten- stein 0:3, Ísland – Kýpur 2:3, Ísland –Lúxemborg 3:1, Ísland – Malta 3:0. Eftir óvæntan sigur hjá Lúxemborg gegn Kýpur fór svo að við lentum í 4. sæti í stað 3. sætis. Þar sem allir leikmenn liðsins þurftu að fjármagna ferð sína sjálfir ákváðum við stöllur úr KA að ganga í fyr- irtæki á Akureyri og athuga hvort þau ættu ekki eitthvað óvænt í pokahorninu fyrir okkur. Undantekningalaust var tekið vel á móti okkur og viljum við þakka kærlega fyrir allan þann stuðning sem við fengum, jafnt stór- an sem smáan. Við sendum öllum eftir- farandi fyrirtækjum stóran fingurkoss: Toyota, Heild- verslun Amaro, Húsasmiðj- an, Möl og sandur, Bautinn, VÍS, Vörður, Matur og mörk, Búnaðarbankinn, Tryggingamiðstöðin, Kjarnafæði, Landsbankinn, Sparisjóður Norðlendinga, Líkamsræktarstöðin Bjargi, Útgerðarfélag Ak- ureyringa, Norðlenska, Kjörís og Sjóvá-Almennar. Kveðja, Birna Baldursdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir. Þakkir fyrir frábæra ferð VIÐ viljum þakka fyrir frá- bæra ferð með Hallgríms- kirkju 25. júní. Ferðin hófst með heimsókn í Sólheimum, góð leiðsögn um staðinn. Þaðan til Skálholts, síðan til afburða veitinga að Iðufelli við Iðu. Þá lá leiðin í Eden í Hveragerði og heim. Allan heiður af þessari ferð á Dag- björt Theódórsdóttir, góð og ábyrg. Svo afbragðs bíl- stjóri og langferðabíll nýr og fullkominn. Takk fyrir. Eldri borgari. Tapað/fundið Barnaregnjakki týndist DÖKKBLÁR barnaregn- jakki, með stöfunum BEZO týndist sl. föstudag líklega á Laugavegi eða Lækjartorgi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 557 1688 og 698 6047. Nokia-sími týndist NOKIA 6110 gsm-sími týndist laugardaginn 29. júní á svæði við vegkantinn frá Strandaseli um Skógar- sel inná Breiðholtsbraut og innað Mjódd. Loftnet sím- ans er lítið eitt flagnað við samskeytin. Fundarlaun í boði. Skilvís finnandi hafi samband við Hjalta í síma 553 2077. Lyklakippa í óskilum HJÁ okkur í Pfaff Borgar- ljósum hf. hefur fundist lyklakippa með mörgum lyklum. Eigandi getur vitjað hennar og fengið afhenta gegn góðri lýsingu á henni hjá Pfaff Borgarljósum hf., Grensásvegi 13, sími 533 2222. Dýrahald Púki er týndur PÚKI er 12 ára gamall svartur/gráleitur persnesk- ur köttur. Hann hvarf af heimili sínu af Grenimel 40 að kvöldi 1. júlí s.l. Púki er inniköttur og er ómerktur. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við Púka vinsamlegast hafið samband í síma 892 0145 eða 693 1158. Fuglabúr óskast FUGLABÚR óskast gefins. Þeir sem gætu gefið búr hafi samband í síma 567 0992. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG varð vitni að því að bóksölukona hringdi í aldraðan mann minn til að selja honum bækur og hætti hún ekki fyrr en henni hafði tekist að fá hann til að samþykkja kaupin. Fannst mér þetta mjög óviðeigandi því hann getur ekki einu sinni munað kennitöluna sína og hefði það átt að segja sölumanninum að hann væri ekki hæfur til að samþykkja svona kaup. Ég kunni ekki við að skipta mér af samtalinu því þá er eins og maður taki ráðin af viðkomandi. Fannst mér þetta bæði gróft af sölukonunni og alls ekki viðeigandi. Maki ellilífeyrisþega. Ekki viðeigandi Karen Björg Gunnars- dóttir og Birna Bald- ursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.