Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 48

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Hjalti Elíssonfæddist á Kjar- ansstöðum í Dýra- firði 29. september 1958. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu í Reykjavík hinn 27. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Elís Kjaran Friðfinnsson ýtu- stjóri, f. 19. nóvem- ber 1928, og Karítas Jónsdóttir húsmóðir, f. 19. ágúst 1932. Systkini Jóns eru: Ragnar, f. 31. októ- ber 1953, Guðrún Jóhanna, látin, Hanna Laufey, f. 2. maí 1957, Ósk, f. 3. nóvember 1961, Friðfinnur, f. 15. maí 1963, Þröstur, f. 23. ágúst 1965, og Hugrún, látin. Jón kvæntist Guðnýju Sigurðardótt- ur, f. 23. desember 1961, en þau slitu samvistum. Foreldrar henn- ar eru Sigurður Pálsson, glerslípari og speglagerðar- maður, f. 23. nóvem- ber 1926, og kona hans, Guðrún Páls- dóttir húsmóðir, f. 21. ágúst 1930. Börn Jóns og Guðnýjar eru Elísa Björk, f. 20. janúar 1982, og Hjalti Geir, 18. apríl 1984. Jón Hjalti ólst upp á Kjaransstöðum og síðar á Þingeyri. Hann flutti til Hafn- arfjarðar 1982. Hann vann á mörgum stöðum bæði á sjó og í landi en síðustu 14 árin við húsa- málun. Áhugamál Jóns voru með- al annars ljósmyndun og ættfræði. Útför Jóns Hjalta verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Hvað segirðu kellingin mín?“ Þetta var það fyrsta sem þú sagðir í hvert skipti sem við hittumst. Það er svo erfitt að setjast svona niður og skrifa um þig því ég trúi því ekki enn að þú sért farinn. Margt kemur upp í hugann en erfitt að setja það óruglað á blað. Ég á mynd af þér í hjarta mér sem ég mun alltaf geyma, þú, í rauðu flíspeysunni þinni, í gönguskónum og með myndavélina um hálsinn. Þú fórst ekkert án myndavélarinnar. Og ekki kom maður í heimsókn til þín án þess að þú næðir ekki að smella af manni mynd, einu sinni fékk ég ekki einu sinni að fara úr brettagallanum. Ekki er hægt að segja að mér hafi fundist gaman að láta taka myndir af mér og allra síst þarna, með hárið í óreiðu, ómáluð og ekki alveg að fíla þetta, en þú, þú skemmtir þér kon- unglega. Stóðst þarna hinum megin við vélina og reyndir að fá mig til að brosa. Það var nú ekki erfitt fyrir þig. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sitja fyrir á fleiri myndum hjá þér. Ættarmótið í fyrra. Hvað skiptirðu oft um filmu? Myndirnar voru allavega margar. Þú hafðir gaman af útiveru. Seinasta sumar gekkstu Hornstrandirnar. Aleinn. Eins og þú sagðir: Mig langaði að fara og ég fór bara! Mannstu matarboðið þitt á annan í jólum í fyrra. Þú varst búinn að bjóða mér og Hjalta og Ósk frænku. Ég kom seinust og þegar ég gekk fyrir húshornið, hver stóð þar annar en þú, í íslenska hátíðarbúningnum, við gasgrillið, úti í miðjum snjóskafli. Það eru eflaust margir sem muna eftir þér við grillið. Þú grillaðir í glaðasól og grenjandi rigningu. „Það er bara svo gott að grilla,“ sagðirðu alltaf þegar ég var að stríða þér á grilláráttu þinni. Sveppir með gráð- ost í, það var þín sérgrein. Ég, Hjalti og þú, við slógumst um þá. Ég hitti þig síðast 15. júní. Þú varst búinn að vera að veiða einhvers staðar rétt hjá Selfossi og hringdir í mig. Ég bað þig um að koma og heilsa upp á mig í vinnunni. Ef ég hefði vitað að það yrði í síðasta skipt- ið sem ég myndi hitta þig hefði ég gefið mér meiri tíma, það var bara svo mikið að gera. Hvernig hefði ég svo sem getað vitað það? Mikið er ég fegin að hafa komið heim frá Þýska- landi í staðinn fyrir að vera allt árið. Sælla er að gefa en þiggja. Þér þótti það svo sannarlega. Þú áttir ekki mikið en þú gafst það ef ástæða fannst til og líka án ástæðu. Maður sá sælusvipinn úr andliti þínu þegar þú réttir manni eitthvað. Og þú gafst meira en þú heldur. Þú varst ekki spar á faðmlögin og væntumþykj- una. Ég hef mikið hugsað um eitt. Börnin mín munu aldrei kynnast þér. Þú varðst aldrei afi, þú sem hafðir svo gaman af börnum. Krakk- arnir hans Finna bættu það nú að- eins upp. Þú talaðir alltaf um þau sem afabörnin þín. Þegar þar að kemur verð ég bara dugleg að segja mínum börnum frá þér. Elsku pabbi, ég veit hvar þú ert því við áttum okkar litlu trú alveg ein. Þú átt eftir að klífa mörg fjöll og taka margar myndir þar sem þú ert núna og þú munt geta það með heil- brigt hjarta og sterk lungu. Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötrað leitað á fund guð síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinnn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran.) Góði guð, varðveittu Björgvin frænda sem hefur mátt þola mikið á stuttum tíma og Bjöggi, takk fyrir að hafa verið vinur pabba og fyrir að hafa reynst honum eins vel og þú gerðir. „Aðeins eitt líf sem endar fljótt, en kærleiksverkin standa.“ Pabbi, ég elska þig og þú elskar mig. Þín dóttir Elísa Björk. Elsku pabbi minn, ég skil þetta ekki, af hverju? Ég sem var nýbúinn að vera hjá þér yfir nótt og þú virtist vera frískur. Ég sakna þín svo mikið. Guð geymi þig og ég veit þú gætir okkar Elísu. aðkoman var hrikaleg englar himins flykktust að englar himins grétu í dag allt var brotið, hljótt og kyrrt veröldin sem viti firrt englar himins grétu í dag sorgin bjó sig heiman að allt var kyrrt og allt var hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag, í dag allt var kyrrt og allt var hljótt öllu lokið furðu fljótt englar himins grétu í dag, í dag (KK.) JÓN HJALTI ELÍSSON Góði Guð, varðveittu Björgvin frænda sem hefur mátt þola mikið á stuttum tíma og Bjöggi, takk fyrir að hafa reynst pabba eins vel og þú gerðir. „Aðeins eitt líf sem endar fljótt, en kærleiksverkin standa.“ Ég elska þig, pabbi, þinn sonur, Hjalti Geir. Það er skrítið að þurfa að kveðja góðan vin eins og Jón Hjalta. Það er skrítið að kveðja þig svona fljótt því ég hringdi í þig tveimur dögum fyrr til að segja þér að pabbi minn væri látinn og svo deyrð þú á föstudags- kvöld. Það er sárt að kveðja tvo vini sína sömu vikuna og báða á besta aldri. Ég og þú vorum góðir vinir síð- ustu fjórtán ár, allt frá því að við unnum saman í Skerseyri. Alltaf gát- um við talað um allt þótt við værum ekki á sama aldri og fórum saman í bæinn og alltaf var jafn gaman hjá okkur vinunum, við áttum sama áhugamál, ljósmyndun. Við fórum saman í vor í góðan bíltúr að taka myndir, það var dýrmætur tími þeg- ar ég lít til baka og veit að þér fannst það líka. Ég veit að þú ert á góðum stað og pabbi hefur tekið á móti þér. Elsku Elísa Björk og Hjalti Geir, ég votta ykkur samúð mína, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Björgvin Pálsson. Ekki hefði okkur órað fyrir því, að kveðja tvo fyrrverandi tengdasyni okkar með fárra daga millibili. En sú er raunin. Páll Arnar Guðmundsson lést eftir erfið veikindi en Jón Hjalti Elísson var bráðkvaddur á heimili sínu. Báð- ir í blóma lífsins. Okkur langar að minnast þeirra með þessu ljóði. Góður drengur er genginn, góður maður er dáinn. Minnir hann oft á máttinn maðurinn slyngi með ljáinn. Allra okkar kynna er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum, mannbætandi að kynnast. (Kristján Árnason frá Skálá.) Hafið þökk fyrir allt. Guðrún og Sigurður Pálsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Hjalta Elísson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                                    !   "#$$ %      &        '    &   (  ) &  *+  &      !! "          ',  #$ %& ' ()    *,  &   +   -   .      /    -   ""$$ *+  &    * +,- . ! "                    */  01   (    0+     -     &     1   2 '3    -   "44$ *+  & +  * --! 2 3  !    3  .  * --!  ."                    4 5 2 */  + 6 * 3 7& +& 8  *-- 9)  7       +   5   6   "44$   3- !   3- 8 :&' . 2   * -- 3!   78 8 :&' .  * -- -!  ! 8 :&' !    7. 8 :&'  8 :&' .   &  !  :  :'  . :  :  : " 2,      ,           0 */ /  3 :          & &   1    4$        7     1 +          "#$$    !  78 ; . ;   78.  ,   ! !  -8 78. ! <! !  * +  78.  ,   * !  - ':'  . -  - ': "       ,  ,    ,  +    8 ,  10   /  43 :  )  7& 83  5         - .  &!  -   .  *-<! !   &!  . 7-!  !     .  -  8 .    !    ;"  &!.   2 =>,   2 3 "  &!!   -  ?"  &!. 2 3  !   -,    &!!  / 3 -  &!. 7-! 8 *&' 3 . / 3 -  :' " Sími 562 0200 Erfisdrykkjur EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.