Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 41

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 41 STARFSEMI ís- lenskra fyrirtækja þokast æ meir í átt að alþjóðlegu starfsum- hverfi og margur kann að velta fyrir sér hvernig alþjóðavæðing fyrirtækja hefur farið fram og hvernig ís- lensk fyrirtæki hafa spjarað sig. Fyrir- tækjakaup hafa verið skjótvirkasta leið ís- lenskra fyrirtækja inn á erlenda markaði. Þessi leið er áhættu- söm og erfið og nægir flestum að hugsa til þeirra erfiðleika sem íslensk fyrirtæki hafa þurft að glíma við þegar þau sameinast öðru íslensku fyrirtæki. Þegar samruni eru alþjóðlegur er enn meira í húfi og skaðinn getur orðið enn meiri ef illa tekst til. Markaðsaðgangur eða hagræðing Í mastersritgerð, sem ég skrifaði í samvinnu við kínverskan meðhöf- und, fjölluðum við um yfirtökur ís- lenskra fyrirtækja í Svíþjóð út frá kenningum um menningarlega að- lögun. Menningaárekstrar eru oft nefndir til sem ein af orsökum þess að það slitnar upp úr samstarfi fyr- irtækja. Við komumst að því að þær yfirlýsingar sem gjarnan er slegið fram, um að 50%–80% allra sam- runa séu dæmdir til að mistakast, eiga ekki endilega við um þá tegund fyrirtækjasamruna sem íslensku fyrirtækin hafa valið sér. Íslensku fyrirtækjakaupendurnir hafa kosið að kaupa upp net samstarfsfyrir- tækja og hafa þannig aðlagast starfsvenjum og menningu dóttur- fyrirtækjanna án þess að til sér- stakra árekstra hafi komið. Keyptu fyrirtækjunum er gefið mikið sjálf- stæði og lítið hefur verið um það að íslenskir starfsmenn eða stjórnend- ur starfi í fyrirtækjunum. Þessi stefna hefur reynst íslensku fyr- irtækjunum vel þar sem þau hafa öll verið að sækjast eftir markaðs- aðgangi. Starfsmenn keypta fyrir- tækisins þekkja viðskiptavini og starfsvenjur heimalandsins og það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að blanda sér of mikið í daglega starf- semi. Breytingar hafa þá frekar miðast að því að láta sænsku fyr- irtækin, þ.e. ef fleiri en eitt fyr- irtæki hafa verið keypt, sameinast á heimamarkaðinum. Samþættingin milli íslenskra og sænskra fyrir- tækja hefur þar af leiðandi mest lotið að því að fyrirtækin séu sett undir sömu fjármálastjórn og stefnumörkun. Þegar fram líða stundir ná ís- lensk fyrirtæki vonandi þeirri stærð og styrk sem sum fyrirtæki ná- grannaþjóða okkar geta státað af. Það verður kannski ekki fyrr en þá, og jafnvel ekki fyrr en fer að halla undan fæti á iðnsviðunum (t.d. eins og í bílaiðnaðinum og í stáliðnaðinum), að við förum að sjá Íslend- inga taka frumkvæði í alþjóðlegum fyrir- tækjasamrunum sem hefðu stórfelld hag- ræðingaráform að leið- arljósi. Hagræðingar- samrunar af þessu tagi myndu kalla á að fyr- irtæki skæru upp allan reksturinn, legðu niður deildir, færðu fólk til milli landa o.s.frv. Ef rekstrarhag- ræðing er meginmarkmiðið með uppkaupunum, en ekki markaðsað- gangur eins og fyrirtækjakaup Ís- lendinga í Svíþjóð eru dæmi um, krefst það gríðarlegrar samþætt- ingar á starfsvenjum og menningu fyrirtækjanna sem eiga í hlut. Hættan á menningartengdum árekstrum er því augljóslega miklu meiri við þessa tegund af samruna. Oft hefur samruna fyrirtækja verið líkt við hjónaband þar sem tvær manneskjur gerast einn og sami lögaðili með sameiginlegan fjárhag. Með þessa samlíkingu að leiðarljósi töldum við líklegt að fyr- irtækjum gengi betur að samþætta fyrirtækin menningarlega ef þau þekktu hvert annað og hefðu haft einhver samskipti fyrir giftinguna. Við mælum með að fyrirtæki, sem hyggja á að alþjóðavæðast, skoði það net fyrirtækja sem þau þegar eru hluti af og efli vinsamleg sam- bönd við fyrirtækin innan þess. Þetta ráð er hins vegar erfiðara í framkvæmd ef fyrirtæki hafa hug á að kaupa upp keppinaut. Þrjár röksemdir eru fyrir því að fyrirtæki stuðli að og efli kynni við dótturfélög fyrir sameiningu. Kaup- andi fær í fyrsta lagi dýpri þekk- ingu á starfsvenjum og gildismati keypta fyrirtækisins með því að eiga samskipti við það heldur en ef einhverskonar greining eða könnun væri gerð skömmu áður en kaupin ættu sér stað. Slíkar kannanir gefa aðeins yfirborðslega mynd af menn- ingu fyrirtækisins svo sem eins og hvernig starfsmenn eru klæddir o.s.frv. Slík greining gæti allt eins stuðlað að fordómum og/eða rang- hugmyndum um fyrirtækjamenn- ingu hins keypta. Í öðru lagi má nefna að fyrirtæki hafa tækifæri til að efla og styrkja það sem kalla má heilbrigð samskipti. Heilbrigð sam- skipti einkennast m.a. af því að ein- staklingar eru ekki stöðugt að velkjast í vafa um af hverju þessi eða hinn sagði hlutina. Til einföld- unar má taka dæmi af því, að þegar ég segi vini mínum brandara spáir hann sjaldnast í það af hverju ég sagði brandarann eða hvort ég meinti eitthvað illt með honum. Þegar ég segi annarri manneskju, sem ég þekki lítið, sama brandara kann hún að móðgast heiftarlega og fyllast tortryggni í minn garð. Heil- brigð samskipti geta þá minnkað átök, ótta og óánægju starfsmanna þegar samruni á sér stað. Í þriðja lagi hefur það verið greint að fyr- irtækjum, sem hafa átt í samruna milli ólíkra menningarheima, hefur í flestum tilfellum vegnað betur held- ur en þegar lítill munur er talinn á fyrirtækja- eða þjóðmenningu. Þetta fyrirbæri hefur verið skýrt með hugtaki sem kalla mætti „menningarlega meðvitund“. Fyrir- tæki undirbúa sig betur í þessu til- felli þar sem þau reikna með menn- ingartengdum átökum. Það að efla tengsl og samskipti milli fyrirtækja, áður en mögulegur samruni á sér stað, er að okkar mati ákjósanleg aðferð til að auka menningarlega meðvitund og hefur gefist vel í þeim tilfellum sem við skoðuðum. Lokaorð Frá árinu 1990 til 1998 voru eng- ar fjárfestingar gerðar í Svíþjóð þar til Bakkavör tók stökkið árið 1999 og keypti upp fyrirtæki sem var þrisvar sinnum stærra. Landsteinar og Össur fóru inn á sænska mark- aðinn árið 2000 og í janúar síðast- liðnum gerði Kaupþing slíkt hið sama. Ljóst er að í þessu tilfelli, þar sem íslensk fyrirtæki fara inn á sænskan markað, hefur safnast upp reynsla og þekking sem myndi, þ.e. ef hún væri gerð aðgengileg með einhverjum hætti, nýtast fyrirtækj- um með svipuð útþensluáform í huga. Íslensk fyrirtækja- kaup í Svíþjóð Róbert Örvar Ferdinandsson Fyrirtækjasamruni Þegar fram líða stundir ná íslensk fyrirtæki vonandi þeirri stærð og styrk, segir Róbert Örvar Ferdinandsson, sem sum fyrirtæki nágrannaþjóða okkar geta státað af. Höfundur er M.Sc. í alþjóðlegri stjórnun frá Háskólanum í Gauta- borg. alltaf á föstudögum KRINGLUNNI OG SMÁRALIND ÚTSALAN hefst í dagRyðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.995 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Meðgöngufatnaður meðgöngubelti - brjóstahöld Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.