Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN gera að meðaltali ráð fyrir að heildar- hagnaður félaganna fimmtán sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Ís- lands (ICEX-15) verði 14,7 milljarð- ar króna á fyrri árshelmingi, en hann var 2,2 milljarðar króna á sama tíma- bili í fyrra. Gangi þetta eftir mun heildarhagnaðurinn á tímabilinu nær sjöfaldast á milli ára og verða tæplega einn milljarður króna að meðaltali á hvert félaganna fimmtán. Athyglisvert er að engu félaganna er spáð taprekstri nú, hvorki fyrir af- skriftir né eftir skatta. Þetta er óvenjulegt, en um mitt ár í fyrra voru fjögur fyrirtæki rekin með tapi. Spárnar gera ráð fyrir mestum hagnaði af rekstri Eimskipafélags Íslands á tímabilinu, eða á bilinu 2,3– 3,8 milljörðum króna, og af rekstri Íslandsbanka verði 1,8–2,4 milljarða króna hagnaður. Vert er að geta þess að 1,4 milljarða tap varð af rekstri Eimskipafélagsins á sama tímabili í fyrra. Er því gert ráð fyrir miklum bata, en félagið hefur tekið veruleg- um breytingum frá í fyrra. Spá sjöföldun hagnaðar fyrir- tækja í Úrvalsvísitölunni  Miklum afkomubata/C12 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Árna Johnsen, fyrrver- andi alþingismann, í 15 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik. Björn Kristmann Leifsson, Gísli Haf- liði Guðmundsson, Stefán Axel Stef- ánsson og Tómas Tómasson voru allir sýknaðir af ákæru ríkissaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað, hvorki af hálfu Árna né ríkissaksókn- ara. Í niðurstöðu dómsins segir að brot Árna hafi verið mörg og alvarleg. Auðgunarbrotin hafi numið samtals 3,2 milljónum, auk annarra brota, en Árni hefur endurgreitt mikinn hluta af þeim verðmætum sem hann dró sér eða sveik út á annan hátt. Brotin voru öll framin í opinberu starfi og var það virt honum til refsiþyngingar. „Fyrir svo alvarleg brot í opinberu starfi sem ákærði er dæmdur fyrir þykir hvorki fært að skilorðsbinda refsingu að öllu leyti né að hluta,“ segir í dómnum. Árni játaði 12 ákæruliði af þeim 27 sem beindust gegn honum og var sak- felldur fyrir sex til viðbótar en sýkn- aður af níu ákæruliðum. Árni hafði játað á sig flest ákæruatriðin sem sneru að fjárdrætti hans og umboðs- svikum í opinberu starfi sem formað- ur byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins, m.a. óðalssteina, flísar, hurðir og karma, verkpalla og hreinlætistæki. Til viðbótar var hann dæmdur fyrir að draga sér þjóðfána og -veifur, byggingarvörur fyrir um 400.000 krónur og þéttidúk hjá Fagtúni. Hann var aftur á móti sýknaður af að hafa dregið sér jólaljósaseríur, þétti- dúk frá öðru fyrirtæki og bygging- arvörur fyrir eina milljón króna. Í einu tilviki var hann sakfelldur fyrir að gefa út tilhæfulausan reikning vegna veitinga en sýknaður af tveim- ur slíkum ákæruliðum. Héraðsdómur sýknaði Árna af öll- um ákæruatriðum sem lutu að for- mennsku hans í Brattahlíðarnefnd en hann var sakfelldur fyrir rangar skýrslur til yfirvalda með því að framvísa tilhæfulausum greiðslu- kvittunum til þess að fá tekjuskatt- stofn sinn lækkaðan. Þá var hann sýknaður af að hafa tekið við mútum frá Ístaki hf. en á hinn bóginn sakfelldur fyrir mútu- þægni, fyrir að hafa tekið við 650.000 krónum úr hendi Gísla Hafliða Guð- mundssonar sem þá starfaði hjá Þjóðleikhúskjallaranum. Í dómnum segir að því verði ekki slegið föstu að greiðslan hafi tengst því að Árni sam- þykkti reikning frá Þjóðleikhúskjall- aranum fyrir rúmlega 3,1 milljón. Hann hafi á hinn bóginn tekið við greiðslunni vegna opinberra starfa sinna sem formaður byggingarnefnd- ar Þjóðleikhússins og þar með brotið gegn lögum. Árni þarf að greiða 2⁄3 hluta af réttargæslu- og málsvarnarlaunum verjanda síns, Jakobs R. Möller, en ríkissjóður greiðir 1⁄3. Málsvarnarlaun verjenda hinna fjögurra eru öll greidd úr ríkissjóði, samtals 1,4 millj- ónir króna. Guðjón St. Marteinsson kvað dóm- inn upp en Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða fangelsi  Sakfelldur fyrir/30–35  Ekki verið/6 MANNBJÖRG varð í gær þegar handfærabátnum Ásu SU-91 hvolfdi um tvo km frá Breiðdalsvík. Einn var um borð, Steingrímur Jóhannesson, skipstjóri á Votabergi, og tókst hon- um að komast upp á kjöl bátsins og vekja á sér at- hygli. Steingrím- ur segist í samtali við Morgunblaðið hafa verið kominn með um það bil fimm til sex hundruð kíló af fiski í bátinn þeg- ar lítill straum- hnútur hafi komið á bátinn með þeim afleiðingum að hann fylltist af sjó og honum hvolfdi. „Ég náði strax að klifra upp á kjölinn en báturinn flaut vel vegna þess að í honum eru þrjú loftrými.“ Steingrím- ur segir að bátinn hafi rekið í átt að landi og að fljótlega hafi vegfarendur tekið eftir honum og gert Fáskrúðs- fjarðarlögreglunni viðvart. Þá var klukkan u.þ.b. 15. Lögreglan hafði samband við Landhelgisgæsluna en afturkallaði aðstoð þyrlu þegar björgunarmenn voru komnir á vettvang. Þegar til Steingríms sást var hann undan bæn- um Snæhvammi á Breiðdalsvík. Gott veður var á þeim slóðum, sól en dálítill vindur og nokkur sjór. Steingrímur segir aðspurður að sér hafi þó ekki orðið meint af volkinu. „Ég blotnaði en var ekki svo kaldur þar sem ég sat það hátt á kilinum.“ Óskar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði, segir að fólkið sem hafi gert lögreglunni viðvart hafi talið að þarna væri kajak- ræðari í einhverjum vanda. „Við höfð- um strax samband við björgunar- sveitarmenn í Breiðdalsvík sem gripu næsta tiltæka bát, skemmtibátinn Áka, og hröðuðu sér á vettvang,“ seg- ir hann. „Kominn leiðinlega nálægt klöppunum“ Um borð í Áka voru þeir Ingólfur Finnsson, formaður Slysavarnadeild- ar Einingar á Breiðdalsvík, og Elís P. Sigurðsson, skipstjóri Áka, sem sigldu á fullri ferð út að slysstað. „Þegar við vorum komnir út hjá Snæ- hvammstanga sáum við manninn strax á kilinum og báturinn var kom- inn leiðinlega nálægt klöppunum,“ sagði Elís. Vel gekk að ná Steingrími um borð í Áka. Þegar honum hafði verið bjargað ákváðu þeir að reyna að bjarga Ásu og tókst það. Báturinn var dreginn til hafnar á Breiðdalsvík. Mannbjörg er báti hvolfdi við Breiðdalsvík Sat á kili báts síns er hjálpin barst Steingrímur Jóhannesson BLÁA lónið nýtur sívaxandi vinsælda, ekki síst á góðviðrisdögum eins og í gær. Maðurinn á myndinni virðist slaka vel á, enda í góðum hönd- um starfsmanns lónsins sem er að nudda hann. Böð í lóninu hófust árið 1978 þegar starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi, sem var með húðsjúkdóminn psoriasis, prófaði að baða sig í lóninu. Í kjölfarið komu fleiri psoriasis- sjúklingar sem töldu að böð í lóninu hefðu græð- andi áhrif. Aðsókn að lóninu hefur aukist jafnt og þétt allar götur síðan og þjónustan þar hefur verið bætt til muna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slakað á í Bláa lóninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.