Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Umferðarráð með augun á vegunum Ánægja og ör- yggi við stýrið FRAMUNDAN erumestu ferðahelgarársins. Íslendingar eru með eindæmum ferða- glaðir og vilja gjarnan ferðast í bíl um eigið land. Þrátt fyrir miklar vega- bætur um allt land á und- anförnum árum þarf þjóðin að horfa upp á fjölda fólks bíða bana í umferðarslys- um á þjóðvegunum. Um- ferðarráð stendur í miklu upplýsinga- og forvarna- starfi um land allt. Við- fangsefnin eru fjölmörg, eins og sjá má á heimasíð- unni www.umferd.is, en vegna ferðahelganna ræddi Morgunblaðið við Sigurð Helgason, upplýs- ingafulltrúa Umferðar- ráðs, um umferðina á þjóð- vegum landsins. – Hver er helsta orsök slysanna að ykkar mati? „Aukinn hraði á vegum landsins veldur fleiri slysum, það er grund- vallaratriði. Við viljum höfða til skynsemi hvers og eins um að fylgja hraðatakmörkunum, sýna varúð og tillitssemi og fara sér hægt í mikilli umferð. Um leið og einhver ekur of hratt býður hann heim hættunni á alvarlegum slys- um og banaslysum. Einnig eru bíl- beltin algjörlega nauðsynleg, enda sjáum við að þau skipta verulegu máli í alvarlegum slysum. Ölvunin kemur því miður einnig allt of oft við sögu.“ – Hvar má helst sjá ölvunar- aksturinn? „Hann er nú sjáanlegur næstum alls staðar, því miður. Í sumarbú- staðahverfum má víða sjá ölvunar- akstur, og verður fylgst sérstak- lega vel með þeim svæðum núna um helgina, sem og aðrar helgar í sumar. Engu skiptir þótt fjarlægð- irnar séu stuttar, ölvunarakstur á ekki að líðast. Við höfðum bæði til skynsemi þeirra sem setjast undir stýri ölvaðir og þeirra sem fallast á að sitja í bíl með ölvuðum öku- manni.“ – Hvað með framúraksturinn? „Ökumenn verða að sýna tillits- semi og þolinmæði þegar fram- úrakstur er annars vegar. Þeir sem hægja á umferðinni þurfa að vera meðvitaðir um það og víkja út í kant eins og þeir mögulega geta ef þeir valda töfum á veginum. Með þeim hætti má afstýra fram- úrakstri, sem annars væri óum- flýjanlegur og veldur oft mikilli streitu meðal ökumanna. Hins vegar má einnig sjá framúrakstur þar sem ökumenn græða sáralítið á glæfraskapnum og færast ein- ungis fram um einn bíl eða örfáar mínútur í akstri. Oftar en ekki hitt- ast svo allir í næstu vegasjoppu áð- ur en glannaskapurinn hefst á ný.“ – Ökumaður þarf að vera vel upplagður fyrir akstur, ekki satt? „Jú, að sjálfsögðu. Fjöldamörg dæmi eru um að fólk vinni fullan vinnudag, til dæmis á föstudegi, drífi sig úr vinnunni í undirbúning ferðarinn- ar og eigi fyrir höndum margra klukkustunda akstur. Þar er mikil hætta á að ökumaður sé orðinn of þreyttur til að halda fullri einbeitingu á þjóðvegunum. Þess vegna er mjög mikilvægt að vera vel upplagður, stoppa reglulega, teygja úr sér og fara vel með sig.“ – Er ekki lykilatriði að njóta ferðarinnar? „Jú, einmitt. Við hvetjum alla ferðalanga til að njóta ferðalags- ins, ekki eyða því í bölv og ragn vegna umferðarinnar. Skemmtileg bílferð er kjörinn vettvangur til að hafa það skemmtilegt. Streitan sem heltekur þá sem eru að reyna að flýta sér er höfuðóvinur ham- ingjusamrar ferðar fjölskyldunn- ar.“ – Vegabætur hér á landi hafa ef- laust bætt ferðamöguleikana, ekki satt? „Jú, ef við lítum 20-30 ár aftur í tímann sjáum við hvernig aðstæð- ur til ferðalaga hafa gjörbreyst hér á landi. Það ber að þakka og þess ber að njóta með ánægjuríkri ferð um góða vegi. Hins vegar höfum við á Umferðarráði séð að því betri sem vegirnir gerast, því meiri hætta er á hraðakstri. Þar verða ökumenn að halda í við sig og stilla hraða í hóf. Þar er það mannlegi þátturinn sem bregst, fólki bregst bogalistin við aksturinn og slysin gerast. Ef hraðanum er stillt í hóf og allir spenntir í öryggisbelti má fyrirbyggja slysin.“ – Er ekki sérstakt átak núna gegn slysum á vegunum? „Vátryggingafyrirtækin standa fyrir átaki gegn slysum yfir sum- armánuðina sem við styðjum ein- dregið, enda mikilvægt að sem flestir taki þátt í forvörnum og breytingu til hins betra í umferð- armálunum. Umferðarráð fagnar öllu góðu sem styður málstað okk- ar um bætta umferðarmenningu.“ – Hvernig fylgist Umferðarráð með umferðinni á vegunum? „Við vinnum náið með sex umferðar- fulltrúum Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Umferðarráðs, sem staðsettir eru út um landið. Þeir eru okkar helsti tengi- liður við umferðina um allt land og þökkum við eindregið fyrir allar þær upplýsingar sem við fáum frá þeim. Einnig fáum við fjölda sím- tala frá vökulum ökumönnum og einnig mikinn tölvupóst á netfang- ið okkar, postur@umferd.is. Upp- lýsingunum sem við fáum deilum við svo með ökumönnum með pistl- um okkar á helstu útvarpsstöðv- unum í allt sumar.“ Sigurður Helgason  Sigurður Helgason er fæddur í Reykjavík 1954. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1975, stundaði nám í bókasafnsfræði og sagn- fræði við HÍ. Starfaði sem kenn- ari og bókavörður í Fellaskóla 1977 til 1985, var frétta- og dag- skrárgerðarmaður hjá RÚV 1985 og 1986. Framkvæmda- stjóri Fararheillar ’87 sem var samvinnuverkefni bifreiðatrygg- ingafélaganna árið 1987. Hann hefur verið upplýsingafulltrúi Umferðarráðs frá 1. febrúar 1988. Er kvæntur Önnu B. Ólafs- dóttur og eiga þau þrjú börn, Stefán Ólaf, Ölmu og Sigríði. Flýtum okkur hægt – kom- um heil heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.