Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HYDRO Aluminum, álvinnslusvið norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro, hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem fyrirtækið lýsir því yfir að það hafi enn fullan hug á að taka þátt í álverkefni á Íslandi þegar öll skilyrði eru fyrir hendi. Að sögn Thomas Knutzen, upplýs- ingafulltrúa Hydro Aluminum, ákvað fyrirtækið að senda út frétta- tilkynningu þar sem ítrekað er að þeir séu ekki hættir við verkefnið og var það gert í ljósi þess að ýmsir að- ilar hefðu tjáð sig um að fyrirtækið hefði hætt við þátttöku í álverkefn- inu á Reyðarfirði. „Við vildum leiðrétta þennan mis- skilning og ítreka að við værum ekki hættir við þátttöku í álverkefninu þótt endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir,“ segir Knutzen. Aðspurður hvort yfirlýsing banda- rísku náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund, WWF, hafi átt þátt í að Norsk Hydro sendir frá sér tilkynningu nú segir Knutzen að hún hafi augljóslega haft áhrif. Þeir hafi í nýlegri tilkynningu komið fram með fullyrðingar um ástæður þess að fyr- irtækið hafi ákveðið að bíða með ákvörðun og að fyrirtækið hefði í raun hætt við þátttöku sem rétt hafi verið að leiðrétta. Í tilkynningu frá Hydro Alumin- um segir að ýmsar yfirlýsingar hafi komið fram í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu varðandi áhuga Hydro Aluminum á að starfa á Ís- landi. Tekið er fram að fyrirtækið hafi ekki lagt áform um álver á Ís- landi á hilluna. Eins og tilkynnt hafi verið í mars hafi kaup Hydro á þýska fyrirtækinu VAW gert það að verk- um að Hydro þurfi lengri tíma til að meta fjárfestingarstefnu sína til næstu ára og sé því ekki í aðstöðu til að taka endanlega ákvörðun um ál- ver á Íslandi fyrir 1. september 2002. „Við viljum taka þátt í álþróun á Austurlandi þegar öll skilyrði eru fyrir hendi,“ segir í tilkynningunni. Norsk Hydro ítrekar áhuga á þátttöku í álverkefni á Íslandi Telja rétt að leiðrétta yfirlýsingar WWF SAMKVÆMT lögum um meðferð opinberra mála hefur maður sem er dæmdur í héraði fjórar vikur til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ákæruvaldið hefur átta vikna frest. Jakob R. Möller hrl., verjandi Árna Johnsen, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um hvort málinu yrði áfrýjað. „Það er athyglisvert að allir ákæruliðirnir sem hann er sak- felldur fyrir, nema einn, tengjast Þjóðleikhúsinu. Hann er sýknaður af öllum ákæruliðum sem varða Bratta- hlíð og Vestmannaeyjar,“ segir Jak- ob. Einu brotin sem hann hafi verið sakfelldur fyrir sem tengist þing- mennsku hans varði kvittanir vegna veitinga sem hann hafi í raun og veru lagt út fyrir. Þarna sé því um form- brot að ræða frekar en auðgunartil- gang. Bragi Steinarsson, vararíkis- saksóknari, segir að ákæruvaldið muni taka ákvörðun um áfrýjun þeg- ar afstaða Árna til áfrýjunar liggi fyr- ir. Hið sama gildi um afstöðu ákæru- valds til áfrýjunar hvað aðra málsaðila varðar. Helmingur afplánaður sé brotið ekki alvarlegt Skv. upplýsingum frá Fangelsis- málastofnun eru almennar reglur um afplánun dóma þannig að þeir sem dæmdir eru fyrir alvarleg afbrot af- plána almennt 2/3 hluta refsitímans. Alvarleg afbrot eru fyrst og fremst afbrot sem beinast gegn lífi og lík- ama, s.s. líkamsárásir og kynferðis- brot. Þeir sem hafa fengið dóma fyrir önnur afbrot afplána yfirleitt helm- ing refsitímans. Öðru máli gegnir um síbrotamenn en þeir þurfa að afplána stærri hluta dómsins og jafnvel allan. Missir kjörgengi til Alþingis Í lögum um kosningar til Alþingis er kveðið á um að hver sá sem er með kosningarétt sé kjörgengur til Al- þingis, hafi hann óflekkað mannorð. Þetta á þó ekki við um hæstaréttar- dómara og umboðsmann Alþingis sem ekki eru kjörgengir. Í lögunum segir að dómur fyrir refsivert brot hafi ekki flekkun mannorðs í för með sér nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára þegar brotið var framið og refsingin sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða að öryggisgæsla hafi verið dæmd. Ekki verið tekin ákvörðun um áfrýjun HLÝTT og bjart veður var á suðurlandsund- irlendi í gær og bændur þar eru langt komn- ir með fyrsta slátt eða hafa jafnvel þegar lokið honum. Á sama tíma í fyrra voru margir þeirra rétt að byrja að slá þannig að ekki verður annað sagt en heyskapur hafi gengið vel á þessu sumri. Úrkoma í maí og júní var lítil á Suðurlandi og snjóalög í vor sömuleiðis þannig að grunnvatnsborð hefur lækkað talsvert og víða eru skurðir við að þorna upp og sums staðar farið að gæta vatnsskorts. Guttormur Bjarnason, bóndi í Skálholti, og kona hans, Signý Guðmundsdóttir, voru í óða önn að snúa í blíðunni upp úr hádegi í gær. Þau eru að ljúka fyrra slætti en slá síð- an stærsta hluta túnanna aftur. „Nei, nei, við leggjum okkur ekki eftir há- degismatinn í svona bullandi heyskapartíð, það verður að bíða vætunnar, núna sér mað- ur ekki af nokkurri mínútu,“ segir Gutt- ormur. Nokkrir bændur þegar búnir að heyja „Jú, það er mjög sérstakt að fyrri hey- skapur klárist fyrstu vikuna í júlí og ég veit að sumir í nágrannasveitunum kláruðu að heyja fyrir síðustu helgi. Þetta hefur alveg verið einstök tíð. Það er rífandi þurrkur núna og búið að vera alla þessa viku.“ „Þessi Ferguson er sennilega árgerð ’73 eða ’74,“ segir Guttormur, „en hann er líf- seigur þótt hann sé búinn að snúast mikið. Þegar svona veðrátta er vill maður ekki síð- ur vera í opinni vél og njóta þess að finna heitan blæinn leika um sig. Það verður bara molla í vélum með húsi.“ Guttormur er fæddur og uppalinn í Gnúp- verjahreppi en lærði síðan bifreiðasmíði í Reykjavík og vann við það í ein tíu ár áður en sveitin kallaði. „Ég tók við búskap hér 1993 enda var ég farinn að þrá að komast úr þéttbýlinu og okkur líkar ákaflega vel hérna og hér er allt til alls.“ Benedikt bóndi Gústavsson í Miðengi í Grímsnesi lætur sér nægja að slá einu sinni. Hann sagðist vera að slá síðustu heimatúnin en hann ætti eftir að slá á tveimur öðrum jörðum, en það væri mun minna. Benedikt segir mjög misjafnt hvað bændur séu langt komnir með slátt, sauðfjárbændur séu einatt seinni, enda beita þeir túnin meira á vorin. „Við byrjuðum að slá á þessum degi í fyrra þannig að þetta er með besta móti. Og fóðurgildið er meira eftir því sem slegið er fyrr. Hvað tekur svo við? Ætli það verði ekki bara hestaferðir og fyllerí,“ segir Benedikt og glottir. Benedikt segist hafa tekið við búskap af foreldrum sínum fyrir tveimur árum. „Ég bjó í Reykjavík um tíma og starfaði sem kokkur þar en nennti því svo ekki lengur. Ég kann mun betur við mig hér í sveitinni.“ Brakandi þurrkur á Suðurlandi Benedikt í Miðengi hætti að kokka í Reykjavík til þess að taka við búskap af foreldrunum. Guttormur, bóndi í Skálholti, segist ljúka fyrra slætti í vikunni.Morgunblaðið/Jim Smart ÍSTAK hefur sent frá sér yfirlýs- ingu í kjölfar dóms í máli Árna Johnsen. „Svo sem kunnugt er var í dag, hinn 3. júlí 2002, kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Árna Johnsen og öðrum nafngreindum einstaklingum. Hefur nafn Ístaks hf. dregist inn í það mál. Ístak hf. hefur frá upphafi málsins haldið því staðfastlega fram að hvorki það, né starfsmenn þess, hafi átt nokkurn þátt í ólög- mætri eða refsiverðri háttsemi og liggur nú fyrir niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur sem sýknaði starfsmann félagsins af öllum kröfum ákæruvaldsins og stað- festir þannig það sem félagið hef- ur ætíð haldið fram. Hins vegar hefur niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur stað- fest að hluti þeirra verka sem Ís- tak hf. var fengið til að vinna fyrir byggingarnefnd Þjóðleikhússins hafi í raun ekki verið unninn í þágu nefndarinnar. Um er að ræða vöruúttektir og kaup á þjón- ustu beiðna frá Ístaki hf. sem fé- lagið gaf út í góðri trú. Samkvæmt viðskiptavenju reiknaði Ístak hf. sér álag á þá reikninga sem þann- ig voru greiddir, en það álag sem hér um ræðir er innan við 300.000 krónur. Í ljósi þeirrar niðurstöðu lög- reglurannsóknar og Héraðsdóms Reykjavíkur að félagið hafi verið blekkt til að hafa milligöngu um kaup vöru og þjónustu eins og lýst er í dómnum, hafa stjórnendur Ís- taks hf. ákveðið að endurgreiða byggingarnefnd Þjóðleikhússins framangreint álag sem lagt var á þá reikninga sem þannig háttar um.“ Undir þetta skrifar Páll Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri Ís- taks. Ístak endurgreiðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.