Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 2

Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÖrn Arnarson ekki meðal keppenda á EM í Berlín /B1 Fylkir, ÍBV, KA og Keflavík áfram í bikarnum /B2 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F ÍSLANDSPÓSTUR hækkaði í gær póstgjaldskrár um 8½ prósent að meðaltali. Þá hefur fyrirtækið auk þess lagt niður sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit og mun breyt- ingin hafa í för með sér umtalsverðar hækkanir á dreifingarkostnaði blaða og tímarita með pósti. Forsvars- menn Íslandspósts segja að með breytingunum sé verið að tengja gjaldskrár betur við þann kostnað sem hlýst af hverri þjónustugrein fyrir sig. Að sögn Áskels Jónssonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- og sölu- sviðs hjá Íslandspósti, er um að ræða gjaldskrárhækkanir sem áttu upp- haflega að taka gildi 1. janúar sl. Í ljósi efnahagsástands í þjóðfélaginu á þeim tíma ákvað stjórn Íslands- pósts að fresta þeim um ótiltekinn tíma. Vegin meðaltalshækkun á gjald- skrám, sem gildi tóku í gær, er 8½ prósent, að sögn Áskels, þar af 7 pró- senta hækkun á einkaréttarpósti, þ.e. almennum bréfpósti í innan- landssendingum upp að 250 g og 5–6 prósenta hækkun á sendingum utan- lands. Þá hækkar samkeppnispóstur um 10–12% að meðaltali, en til sam- keppnispósts teljast bréf þyngri en 250 g auk blaða, tímarita og böggla- pósts. Að sögn Áskels er með breyting- unum verið að tengja gjaldskrár við kostnað sem hlýst af hverri þjón- ustugrein fyrir sig. Þá leggur Íslandspóstur niður sér- staka gjaldskrá yfir blöð og tímarit sem Áskell segir að sé gamall arfur frá fyrri tíð. „Í eldri lögum var gert ráð fyrir að til væri sérstök gjaldskrá fyrir blöð og tímarit sem ráðherra gat á hverj- um tíma niðurgreitt ef svo bar undir. Nú er þetta ósköp einfaldlega farið úr lögunum þannig að við erum að bregðast við því,“ segir Áskell. Með breytingunum fara blaða- og tímaritasendingar inn í hefðbundna bréfagjaldskrá. Dreifingarkostnaður á eintak úr 30 krónum í 65 kr. Áskell viðurkennir að um verulega breytingu á gjaldskrá sé að ræða á þessum tilteknu sendingum, sem hafi áður farið allt niður í þriðjung af hefðbundinni bréfagjaldskrá. Sú verðlagning hafi hins vegar verið barn síns tíma og í engu samræmi við tilkostnað. „Við getum ekki verið með svona gjaldskrá sem gæti hugsanlega verið litið á sem samkeppnishindrandi vegna þess hversu lág hún er,“ segir Áskell Jónsson. Að sögn Gísla Valtýssonar, fram- kvæmdastjóra vikublaðsins Frétta í Vestmannaeyjum, kostar gjald- skrárhækkunin útgefendur blaðsins um 950 þúsund krónur aukalega á ári. Með breytingunum fer dreifingar- kostnaður á hvert eintak, miðað við 500 eintök, úr 30 kr. í 65 kr., að sögn Gísla. Hann segir hækkunina um- talsverða fyrir lítið fyrirtæki á borð við Fréttir. Gísli segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvernig þessum aukna kostnaði verði mætt. Hins vegar blasi við að þrautalendingin sé sú að bæta kostnaðinum inn í áskriftarverðið. Fréttir koma út vikulega í 2.000 eintökum. Blaðburðarbörn sjá um dreifinguna í Eyjum en milli fimm og sex hundruð áskrifendur eru á meg- inlandinu og fá þeir blaðið sent til sín með pósti. Íslandspóstur afnemur sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit Gjaldskrá hækkuð um 8,5% að meðaltali SKOSKA hljómsveitin Travis komhingað til lands í gær, miðviku-dag, en hún mun eins og kunnugt er halda tónleika í Laugardalshöll- inni í kvöld. Þeir Fran Healy, Douglas Payne, Neil Primrose og Andrew Dunlop voru kampakátir við kom- una í gær. Þeir félagar dvelja hér í þrjá daga og voru greinilega búnir að skipuleggja ferðina vel. „Við ætlum að fara að sjá jökla og hveri og fara á hestbak. Einnig ætlum við að heimsækja eld- fjallaeyjarnar Vestmannaeyjar,“ sagði söngvarinn Healy við kom- una. Fjórmenningarnir í Travis sögð- ust aldrei hafa séð aðra eins nátt- úru og blasti við þeim við komuna til Íslands og líktu upplifun sinni af landslaginu við komu til tungls- ins. Þeir sögðust vera mjög spenntir að fá að spila fyrir Íslendinga og sögðu einu vænting- arnar sem þeir hafa gert til ferð- arinnar vera að fá að kynnast skemmtilegu fólki. Eins og að lenda á tunglinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Andrew Dunlop, Douglas Payne, Fran Healy og Neil Primrose á blaðamannafundi í Bláa lóninu við komuna í gær. GRUNSAMLEGUR pakki varð þess valdandi að varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli var lokað í tæpa þrjá tíma í gærdag. Pakkinn, sem barst inn á svæðið, þótti grun- samlegur þar sem hann var stíl- aður á rangt heimilisfang og var viðtakandi hans ekki nægilega skil- greindur, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Í kjölfarið ákvað póstmeistarinn á varnarsvæðinu að kalla á örygg- isverði sem rýmdu bygginguna þangað sem pakkinn barst og var síðan haft samband við Landhelg- isgæsluna sem sér um sprengju- eyðingu fyrir varnarliðið. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar rannsökuðu pakk- ann með gegnumlýsingu auk þess sem þeir óskuðu eftir upplýsingum um sendandann. Lögreglunni í Bandaríkjunum tókst að hafa uppi á honum og í framhaldi af því var pakkinn opnaður með sérstakri tækni. Innihald pakkans, tímarit, súkkulaði og kökur, var afhent herlögreglunni á Keflavíkurflug- velli sem fer með rannsókn máls- ins. Varnarsvæðið á Keflavíkurflug- velli var opnað á ný um klukkan eitt í gærdag eftir að hafa verið lokað í tæpar þrjár klukkustundir vegna sendingarinnar. Varnarsvæðinu lokað vegna grunsamlegs pakka Reyndist innihalda tíma- rit, súkkulaði og kökur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvítugan mann, Hlyn Smára Sigurðarson, í tveggja ára fangelsi vegna ýmissa afbrota. Með afbrotum sínum rauf hann 17 mánaða skilorðsbundinn dóm og var hann því tekinn upp og dæmt fyrir brotin í einu lagi. Verðmæti þýfisins á fjórðu milljón Í dómnum kemur fram að Hlyn- ur hefur frá árinu 2000 hlotið þrjá refsidóma fyrir umferðarlagabrot, nytjastuld, fíkniefnabrot, gripdeild og þjófnað. Hann var síðast dæmdur í 20 mánaða fangelsi, þar af 17 mánuði skilorðsbundna. Hann lauk afplánun óskilorðs- bundna hluta síðasta dómsins 2. janúar en fyrsta brotið sem hann var nú dæmdur fyrir framdi hann 9. mars. Alls var hann dæmdur fyrir sex afbrot, þar af fjögur inn- brot. Verðmæti þýfisins var á fjórðu milljón króna. Játaði brot sín Fram kemur í dómnum að það var virt ákærða til refsilækkunar að hann væri ungur að árum og hefði játað brot sín hreinskilnis- lega. Gæsluvarðhald kemur til frá- dráttar refsitímanum. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Hjalti Pálmason sótti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík. Sigmundur Hannesson hrl. var til varnar. Tveggja ára fangelsi vegna ítrek- aðra afbrota STÚLKA missti framan af fingri í vinnuslysi hjá Létt- steypu Suðurnesja í Njarðvík í gær. Hún var flutt á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja til að- hlynningar og þaðan á Land- spítala – háskólasjúkrahús. Stúlkan slasaðist við vinnu í hellustimpilvél, að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Var vélin tekin úr umferð í kjölfar slyss- ins, auk þess sem Vinnueftirlit ríkisins var kvatt á vettvang til að kanna aðstæður. Missti framan af fingri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.