Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMÁRALIND KRINGLUNNI ÚTSALAN HEFST Í DAG 20%-40% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM Þrýstimælar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i KONUR og rósir er yfirskrift mál- verkasýningar Öldu Ármönnu sem opnuð verður í Cafe Nielsen á Egils- stöðum í dag, fimmtudag. Viðfangs- efnið eru konur, málaðar í olíu, og blómamyndir. Hluti af þessum verkum var sýnd- ur í Galleríi Reykjavík í maí sl. og eru þau máluð á þessu og síðasta ári. Alda Ármanna hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í Reykjavík, úti á landi og erlendis. Sýningin stendur til 18. júlí. Alda Ármanna sýnir á Egilsstöðum ÞRJÁR myndlistarkonur sýna verk sín á sýningu sem opnuð verður í Galleríi i8 við Klapparstíg í dag. Þetta eru þær Beate Ter- floth, Sabine Funke og Ragna Ró- bertsdóttir. Sýningin heitir Þrír veggir, en listakonurnar hafa skapað þrjú verk, hver á sinn vegg gallerísins. Edda Jónsdóttir, eigandi og galleristi á i8, segir aðdraganda sýningarinnar þann að bæði hún og Michael Zink-galleríið í Münc- hen hafi verið að sýna verk eftir Rögnu Róbertsdóttur. „Okkur Michael Zink leist vel hvoru á ann- ars listamenn og höfðum áhuga á að vinna saman. Hann fékk þá hugmynd að þessar þrjár konur sýndu saman úti, og okkur fannst tilvalið að þær sýndu þá líka hér. Sýningin í München stendur út júlí, við erum að opna hér í dag, og við erum jafnvel að hugsa um að fara með þær á einn stað enn, og gera þá jafnvel eftir á skrá um þessi rýmisverk þeirra á hverjum stað fyrir sig. En það var líka gaman hvað verk þessara þriggja kvenna kölluðust á; engin þeirra eyðileggur fyrir hinni, hver þeirra fær að vera sér, hver á sínum vegg, þótt þeir falli vel saman í einu rými.“ Teiknuð lína og minning um landslag Beate Terfloth segir sitt verk ólíkt hinum, því það verði ekki til fyrr en hún sé komin á staðinn. „Verk mitt er svörun við veggnum og rýminu hér. Þetta er ein lárétt lína, sem tengir saman hina vegg- ina tvo. Þetta gæti minnt á lands- lag, en er það þó ekki; – þetta er aðeins ein teiknuð lína. Þú sérð fleiri línur vinstra megin sem eru einhvers konar afsprengi hinnar. En þegar þú ferð nær sérðu að það er landslag í línunni. Tveir staðir skera sig úr, þessi dökki partur hægra megin, og svo stað- urinn þar sem minni línurnar kvíslast frá hinni vinstra megin. Þessir staðir gera það að verkum að þú ferð að efast um línuna. Lín- an er tvennt í senn, – teikning í veggrýminu, og hins vegar minn- ing þín um annað rými, – lands- lagsrýmið.“ Beate segir það hafa verið sérstaklega ánægjulegt að fá að vinna tvívegis með sömu lista- konunum. Sýningin í München hafi gengið mjög vel, en sýningin hér hafi orðið allt öðru vísi, þótt verk þeirra séu svipuð. Arkitektúr lita og forma Sabine Funke segir litina skipa höfuðsess í sínum verkum, því næst komi uppbyggingin. „Ég er mjög hrifin af skærum litum og síðustu fimm, sex árin hef ég verið að vinna mjög mikið að veggmálun á byggingar og tengi verk mín við arkitektúr þeirra. Ég er ekki að myndskreyta arkitektúrinn, heldur að reyna að skapa eigin arkitektúr lita og forma sem á sér kannski einhvers staðar hliðstæðu eða samsvörun í arkitektúr bygging- arinnar. Ég skapa verk mín út frá rýminu sem ég hef hverju sinni og er mjög heppin hér, því eins og þú sérð, þá er minn veggur hér mjög sérstakur.“ Veggur Sabine er eig- inlega horn, eða vinkill, en hornið stendur eins og eyja út í gólfið, og endar þar, meðan aðalveggurinn heldur áfram bak við eyjuna og myndar lítið horn við glugga gall- erísins. Aðalveggurinn er rauðgul- ur og gluggahornið grængult, en „eyjan“ sem tengir veggina er jök- ulblá, eins og stakur jaki á reki milli heitu litanna. „Þetta er hug- mynd sem mér líst á, það sagði mér íslensk kona að þessi litur væri einmitt mjög íslenskur og það er kannski einmitt hægt að sjá þetta sem ís og eld. Annars vel ég litina fyrst og fremst eftir tilfinn- ingu og það kemur fyrir að ég vinn með sömu litasamsetninguna jafn- vel mánuðum saman. Ég reyni þó alltaf að hafa frumlitina, gulan, rauðan og bláan í einhverri mynd í verkum mínum.“ Ljósberar úr gleri Í verk sitt, tvo samsíða, lóðrétta fleti notar Ragna Róbertsdóttir pínulitlar glerperlur. „Þetta er endurskinsefni sem drekkur í sig birtuna úti, þannig að ég er eig- inlega að toga birtuna inn í gall- eríið. Verkið breytist mjög mikið eftir birtuskilyrðunum hér inni og er aldrei eins.“ Aðferð Rögnu er að bera lím á fletina tvo og þá er glerperlusallanum fleygt á límið. „Ég hef mikið notað mulið gler í verkum mínum en það hefur þó ekki sama eiginleika og þetta efni. Þetta efni skiptir litum og er nýtt á hverjum klukkutíma allt eftir birtunni.“ Sýningin í i8 verður opnuð kl. 17 í dag og stendur til 17. ágúst. Gall- eríið er opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 13–17. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sabine Funke, Beate Terfloth og Ragna Róbertsdóttir sýna í i8, Klapparstíg. Þrír veggir Þrjár konur sýna verk sín í Galleríi i8 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.