Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 61
HÁTÍÐARSKAPIÐ voru stjórn-
málamenn löngu búnir að eyðileggja
dagana fyrir 17. júní og síðan gekk
Davíð alveg end-
anlega frá því litla
gleðiskapi sem
eftir var með
ræðu sinni. Það
gekk síðan alveg
fram af mönnum
þegar lögreglan
tók upp á því að
rífa mótmæla-
spjöld af mót-
mælendum og
eyðilagði slík
framkoma enn frekar gleðiskapið
það litla sem eftir var.
Áróður og mótmæli Davíðs Odds-
sonar er hann var með samanburð á
Gúttóslagnum er menn voru að verja
lýðræði, en þetta átti ekki neina hlið-
stæðu við það sem gengið hafði á
undanfarna daga. Hann var þarna
sjálfur að mótmæla í þessari ræðu og
að réttlæta gerðir sínar með vafa-
sömum hætti. Davíð veit hið gagn-
stæða þar sem Falun Gong eru ekki
neinar fótboltabullur eða hryðju-
verkamenn. Honum ætti einnig að
vera kunnugt um að Falun Gong hef-
ur verið með dagleg mótmæli fyrir
utan kínverska sendiráðið í Wash-
ington DC í meira en tvö ár og
bandaríska lögreglan hefur sagt að
þessi mótmæli sé mjög friðsöm og
ekki ástæða til að aðhafast eitthvað í
þeim málum.
Fyrir iðkendur Falun Gong er
þetta mikið mál að geta mótmælt,
þar sem þeir geta ekki mótmælt í
sínu heimalandi, Kína, en mikið af
þeirra aðstandendum og ættmenn-
um eru þar í haldi pyntaðir og drepn-
ir. Iðkendur Falun Gong vilja því
reyna að mótmæla fyrir hönd að-
standenda sinna, þó að það sé í öðru
landi eða þar sem forseti Kína er
staddur hverju sinni. Skv. yfirlýs-
ingu frá bresku lávarðadeildinni eða
Members of the House of Lords:
„Falun Gong er mjög friðsöm stefna
er hvetur til hæstu gilda í siðferð-
islegri hegðun af hálfu iðkenda.“
Auðvitað varð Davíð að reyna að
líkja þessu ástandi sem hafði komið
upp við Gúttóslaginn, ekki höfðu lög-
regla eða yfirvöld séð ástæðu til að
vakta Austurvöll eða Arnarhól þann
tíma sem heimsókn forseta Kína stóð
yfir og sjaldan eða aldrei sáust lög-
reglumenn þar á ferð til þess að
vernda Íslendinga fyrir þessum ann-
ars stórhættulegu iðkendum eins og
Davíð er að reyna að segja. Lítinn
sem engan skilning virtist Davíð
hafa eða þá samúð með iðkendum
Falun Gong og þeirra aðstandendum
í Kína. Davíð kemur síðan fram með
þau ósannindi að iðkendur Falun
Gong yrðu hér um 500 til 600 talsins,
en bæði stjórnvöld og lögreglan
höfðu fengið allar upplýsingar áður
en heimsóknin varð, að þeir yrðu
aldrei fleiri en 300 talsins. Óskar
Bjartmars yfirlögregluþjón sagði að
þetta væri ekki gert útaf öryggisráð-
stöfun heldur útaf því að þetta fólk
mætti ekki vera á staðnum. Lögregl-
an réði alveg við þetta. Samkvæmt
þessu voru menn innan lögreglunnar
ekkert hrifnir af stjórnmálamönnum
er voru að gera lítið úr þeim. Síðan
kemur sú fullyrðing Davíðs í Mbl. á
sunnudaginn á óvart að Falun Gong
hefði getað tekið völdin og meiri
réttindi en Íslendingar. Hvað er
þetta annað en tómt bull?
Fyrir Davíð og hans fylgismenn
var það aðalatriðið að fá Jiang Zimen
forseta Kína til landsins jafnvel þótt
það kostaði stjórnarskrárbrot og
mikil mótmæli gegn ríkisstjórninni.
Jiang Zimen hlýtur að vera íslensk-
um stjórnvöldum innilega þakklátur
fyrir að hafa komið í veg fyrir mót-
mæli með öllum þessum yfirgangi.
Rauðar orðuveitingar og viðurkenn-
ingar hljóta að vera á leiðinni frá Ji-
ang Zimen til ríkisstjórnarinnar fyr-
ir alla þessa stórmerkilegu frammi-
stöðu.
ÞORSTEINN SCH.
THORSTEINSSON,
Hrísrima 2, Reykjavík.
Gleðiskapið á 17. júní
var löngu farið
Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni:
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Fyrirtæki til sölu
● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.
● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax-
andi velta og miklir möguleikar.
● Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir meðeig-
anda eða sameiningu til að nýta góð tækifæri.
● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög
góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak-
lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
● Pizzastaður til sölu í Hafnarfirði. Partur af stórri keðju. Miklir möguleikar.
● Góð bónstöð með mikil föst viðskipti.
● Þekkt vídeósjoppa í Breiðholti með 5 m. kr veltu á mánuði. Auðveld kaup.
● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130
m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð.
● Sport pub í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup.
● Sólbaðstofa í Skeifunni. 12 bekkir. Velta 1200 þús. kr. á mánuði. Skipti
möguleg.
● Grensásvídeó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup.
● Lítið fyrirtæki sem rekur 9 leikjakassa í sjoppum. Auðveldur rekstur í
aukavinnu.
● Hreingerningafyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsun á rimlagardínum. Góður
tækjakostur. Hentar vel í bílskúr. Góðar tekjur fyrir duglegan mann.
● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 herbergi.
Ársvelta 20 m. kr. Möguleiki á 15 herbergjum til viðbótar og lítilli íbúð
fyrir eiganda.
● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1—2
starfsmenn, sérstaklega smiði.
● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki
í svipaðri starfsemi.
● N-1 bar í Keflavík. Til sölu eða leigu. Vinsæll skemmtistaður á besta stað
í Keflavík.
● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin
húsnæði.
● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð
umboð.
● Veitingastaður í atvinnuhverfi. Eingöngu opinn virka daga kl. 7—17.
Lágt verð. Auðveld kaup.
● Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum versl-
unum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivör-
um og langar í eigin rekstur. Lágt verð.
● Langar þig í eigin rekstur. Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki
sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.
● Eitt af vinsælustu veitingahúsum borgarinnar. Mjög mikið að gera.
● Lítil kvenfataverslun við Laugaveg. Góð afkoma fyrir 1—2 konur. Auð-
veld kaup.
● Sólbaðstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6
m. kr. Góð greiðslukjör.
● Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri.
● Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasambönd.
● Þekkt kvenfataverslun í Skeifunni. Góð þýsk innkaupasambönd.
Auðveld kaup.
● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón.
Auðveld kaup.
● Lítil smurbrauðstofa með góð tæki og mikla möguleika.
● Bílaverkstæði á góðum stað í Kópavogi. Hentugt fyrir tvo menn. Verð 2,5
m. kr.
● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat-
vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári.
● Ein besta sólbaðstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á
góðu atvinnuhúsnæði.
● Stór pub í miðborginni. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar.
● Lítil rótgróin sólbaðstofa í Vesturbænum. 4 bekkir og stækkunamögu-
leikar. Auðveld kaup.
● Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mikið að
gera.
● Heildverslun með þekkt fæðubótarefni sem aðallega eru seld í apótek.
Ársvelta 20 m. kr.
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt
tilboð um verslunarmannahelgina til Verona. Beint flug þann 1. ágúst
til þessarar fegurstu borgar Ítalíu þar sem þú getur notið hins besta af
ítalskri menningu. Í boði eru góð 3 og 4 störnu hótel og nú getum við
boðið miða á Carmen óperuna þann 2. ágúst á einstökum kjörum, en
hún er flutt í Arenunni í Verona.
Aðeins 40 sæti í boði
Óperan Carmen í Arenunni í Verona 2. ágúst
Miðar á Carmen kr. 2.900
Verð kr. 57.150
Flug, gisting á hótel Maxim, 3
stjörnur, með morgunmat. Skattar.
Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800,
ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Verð kr. 33.050
Flugsæti með sköttum.
Verslunarmannahelgin í
Verona
frá kr. 33.050