Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 52

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 52
FRÉTTIR 52 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á NÆSTA ári verður haldin mikil norræn frímerkjasýning, „NORDIA 2003“ á Kjarvalsstöðum. Af þessu verður nafngjafa Íslands, Flóka Vil- gerðarsonar, eða Hrafna-Flóka, minnst í annað sinn á íslenskum frí- merkjum. Hið fyrra sinn var 1930, er skip hans skreytti 5 aura frí- merki vegna Alþingishátíðarinnar. Var mynd sú kölluð; „Koma Hrafna-Flóka.“ Þá verður gefin út blokk með einu frímerki, auk mynt- bréfs til að minnast Flóka Vilgerð- arsonar. Frímerkjasýningin „NORDIA 03“ verður 16.–19. október 2003, og haldin á Kjarvalsstöðum. Af þessu tilefni verður gefin út blokk í mars á næsta ári, með einu frímerki, sem sýnir Flóka á siglingu milli Noregs og Íslands og hefir hann sleppt ein- um þeirra þriggja hrafna er hann hafði með sér og stefnir sá til Ís- lands. Innan frímerkisins má enn- fremur sjá Norðureyjar Skotlands, Færeyjar og svo Ísland, sem í þess- ari ferð fékk nafn sitt. Flóki kom til lands á Austfjörðum, en hélt svo vestur um og er hann kom upp á hátt fjall á Vestfjörðum, sá hann fjörð fullan af ís. Þá gaf hann land- inu nafnið Ísland. Frímerkið er með 250 króna verðgildi, en blokkin kostar 300, gengur mismunurinn til Frímerkja og Póstsögusjóðs. Myndefni blokkarinnar er teikn- að af Tryggva T. Tryggvasyni. Sá hluti sem grafinn er, er eftir Martin Mörck, norskan listamann, sem hef- ir grafið frímerki fyrir fleiri þjóðir. Blokkin er prentuð hjá Österreich- ishe Staatsdrückerei í Vín, en þar voru frímerkin frá 1930 einnig prentuð, hjá Elbemühl. Þá gefur einnig að lesa texta sögunnar um hrafnana á blokkinni. Það var ekki óþekkt á þessum tíma að láta fugla vísa til næsta lands af hafi. Aðferð- inni er lýst í áletrun blokkarinnar, sem er eftirfarandi. „Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn. Annar fló í lopt upp og aftur til skips. Hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið.“ Myntbréfið kemur svo fyrst út þegar nær dregur sýningunni. Á framhlið peningsins er síðan mynd af skipi Flóka og hrafninum, nafn landsins og ártal. Á bakhlið er svo sami texti og á blokkinni. Önnur frímerki, sem áætlað er að komi út á næsta ári eru: Í janúar, 200 ára afmæli lögreglunnar og 4. útgáfa sumarblóma. Í mars, ís- lenska kýrin. Í apríl, Fríkirkjan í Rvk. 100 ára og tvö hefti með eyja- ferjum. Í maí, Evrópa og íslenskt fiðurfé. Í september, samkeppni skólabarna 9–12 ára og fuglar. Í október, hreindýr og Dagur frí- merkisins, blokk. Loks í nóvember, þriðja útgáfa af eyjum og jólafrí- merki. Hrafna- Flóki aftur á frímerki Blokkin með siglingu Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar. ÞRJÁR nýjar verslanir verða opnað- ar á næstunni á samtals rúmlega 1.600 m2 gólffleti. Um er að ræða verslun BT, sem verður opnuð nk. laugardag, 6. júlí, ítölsku húsgagna- og gjafavöruverslunina Natuzzi Store, sem verður opnuð um miðjan júlí nk., og lífsstílsverslun sem höfðar til unglinga undir nafninu Vokal, sem verður opnuð síðari hluta ágúst nk. BT verður þar sem áður var versl- unin Euronics. Verslun BT, sem er um 728 m² að stærð, mun bjóða upp á fjölbreytt úrval af tölvum, raftækj- um, tölvuleikjum, tónlist og afþrey- ingu. Natuzzi Store Natuzzi Store rekur tugi verslana í 18 löndum. Verslun Natuzzi Store, sem verður 500 m² að stærð, býður mikið úrval húsgagna, nútíma og sí- gild auk vandaðrar gjafavöru og mun auka verulega það vöruframboð sem viðskiptavinum Smáralindar er boðið upp á. Verslunin verður í vesturenda 1. hæðar milli verslunar Eymunds- son og Debenhams. Vokal Vokal er lífsstílsverslun sem höfð- ar til unglinga og er áætlað að versl- unin verði opnuð í Smáralind seinni hluta ágústmánaðar. Megináhersla verslunarinnar verður að uppfylla þarfir unglinga fyrir föt, fylgihluti og aðrar vörur sem tilheyra lífsstíl unga fólksins auk þess sem spennandi af- þreying verður hluti af rekstri versl- unarinnar. Um er að ræða tæplega 400 m² verslun, sem mun auka veru- lega framboð á tískufatnaði og fylgi- hlutum fyrir unglinga og verður verslunin á annarri hæð nærri Vetr- argarðinum. Frá því að Smáralind var opnuð 10. október sl. hafa verið gerðir samn- ingar um 7 nýjar verslanir og veit- ingastaði í verslunarmiðstöðinni. Heildaraukning í útleigu vegna þess- ara mála nemur rúmum 2.000 m², sem er um 5-6% af heildarleigurými í verslunarmiðstöðinni. Alls hafa tæplega 3,5 milljónir gesta komið í Smáralind frá því að verslunarmiðstöðin var opnuð 10. október sl. Þrjár nýjar verslanir opnaðar í Smáralind Rangt heimilisfang Rangt var farið með heimilisfang Kjartans Einars Hafsteinssonar sem lést eftir umferðarslys á Akur- eyri aðfaranótt laugardags. Hann var sagður til heimilis á Hríseyjar- braut 18 en rétt heimilisfang er Hríseyjargata 18. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Rangt föðurnafn Þórólfur Sigjónsson var ranglega sagður Sigurjónsson í Morgun- blaðinu í fyrradag. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ í afleysingar í Reykjahverfi, Mosfellsbæ. R A Ð A U G L Ý S I N G A R LÓÐIR Sumarbústaðalóð í Grímsnesi Til sölu sérlega falleg kjarrivaxin endalóð við á. Fjölbreytilegt landslag og gott berjaland. Raf- magn og vatn að lóðarmörkum. Hitaveita innan tveggja ára. Möguleiki á tveimur bústöðum. 1,1 ha eignarlóð. Uppl. í síma 893 0015. TIL SÖLU Til sölu jörðin Vatnsdalur í Rauðasandshreppi. Nánari upplýsingar veittar í síma 698 7377. Búnaður af veitingastað Til sölu er ýmiss búnaður til veitinga- reksturs frá Pizzahúsinu. 95 stólar og 28 borð — vandað og í mjög góðu standi. 13x130 cm trérimlagardínur — nýlegar, í mjög góðu lagi. Barnastólar og borð. Playstation 2, í standi með sjónvarpi. Skápar, marmaraborð og hillur í sal. 500 stórar pizzuöskjur o.fl. til pizzugerðar. Lausabúnaður ýmiss konar. Búnaðurinn verður til sýnis föstudag og laugar- dag á Grensásvegi 10, frá kl. 10.00—14.00 báða daga. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar í síma 894 1057. Hinir stórglæsilegu Benimar húsbílar eru komnir og verða til sýnis og sölu hjá: Húsbílar, Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík — Ísland. Símar 567 2357 — 893 9957. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð á efnisflutningum Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi óskar eftir tilboðum í efnisflutninga að verksmiðjunni. Gert er ráð fyrir að semja við verktaka til næstu þriggja ára. Áætlað magn efnisflutninga á ári: Flutningur á líparítmulningi 20.000 m³ Flutningur á kolum 13.500 t Söfnun basaltsands og flutningur 2.250 m³ Flutningur úrgangsryks 9.000 t Flutningur á kísilkögglum 4.000 t Umsjón og eftirlit m. Kolamóttöku Mötun og umsjón skeljasands Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Sements- verksmiðjunnar hf. Akranesi gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð mánudag- inn 15. júlí 2002 kl. 14:00. Sementsverksmiðjan hf. Akranesi. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Smiðjuvegi 5, Kópavogi Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20:00. Högni Vals- son predikar. Brotning brauðs- ins, lofgjörð og fyrirbænir. Unglingasamkoma á föstudags- kvöld og opið hús á sunnudags- kvöld vegna fjölskyldumóts á Flúðum um helgina. Athugið: Nýir geisladiskar, DVD og töluvert af erlendum bókum í bókabúðinni. „Drottinn er með mér, ég óttast eigi.“ mbl.is FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.