Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 29

Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 29 söngvarar, og þetta er frábært fólk. Mitt markmið hefur alltaf verið að flytja tónlist sem kórinn hefur gam- an af að syngja, en sem áheyrendur hafa líka gaman af. Maður heyrir stundum af frábærum kórum, sem þó eiga sér ekki áheyrendahóp. Bakgrunnur minn í tónlist er tví- þættur. Ég söng í kór alveg frá barnsaldri, og hins vegar var ég djasspíanisti. Ég reyni að nýta mér þessa tvo þætti í því sem ég geri í kórstarfinu, bæði í eigin verkum og Sönggleðin í fyrirrúmi annarra. Djassinn og djass- elementin lauma sér gjarnan inn í tónlistina, án þess að hún sé djass. Með þessu móti hefur kórinn skapað sér þann stíl sem hann er þekktur fyrir. Í nýja verkinu sem við frum- flytjum í Langholtskirkju í kvöld er þessi stíll mjög áber- andi.“ John Høybye segir að fyrir 20–30 árum, þegar hann var enn í djassinum, hafi það ekki þótt par fínt að blanda þeirri tónlist inn í aldagamla kór- söngshefð. „Í dag er þetta þó úr sögunni og tónskáld nýta sér þann efnivið sem þau vilja í tónlist sína, – hvort sem það er djass, þjóðleg tónlist eða annað, – aðalatriðið er að tónlistin sé góð. Við erum ekki háklassískur kór, eins og til dæmis danski Útvarps- kórinn sem er mjög fær í sínu fagi. Við höfum skapað okkur ákveðna sérstöðu með okkar stíl, og það á sinn þátt í því hvað við erum vinsæl. Af tvennu vel ég frekar í kórinn músíkalskt fólk með náttúrulegar raddir og sönggleði en fólk með skólaðar raddir sem hefur ekki í sér músík eða sönggleði.“ ÞRÍR kórar, frá Danmörku, Íslandi og Færeyjum, koma fram á tónleikum í Lang- holtskirkju í kvöld kl. 20. Þeir eru Tritonus undir stjórn Johns Høybye, Kór Lang- holtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og Skýrák und- ir stjórn Kára Bæk. John Høybye er einn af virtustu kórstjórum og kór- tónskáldum Norðurlandanna. Hann stofnaði kór sinn Trito- nus árið 1971 og í haust held- ur kórinn upp á þrjátíu ára söngafmæli sitt. Kórinn er einn af þekktustu og víðförl- ustu kórum Danmerkur; syngur allar tegundir kór- tónlistar og hefur frumflutt mörg ný verk. Þar skipa verk stjórnandans sjálfs stóran sess. Tritonus hefur unnið til fjölda verð- launa á alþjóðlegum vettvangi, með- al annars fyrstu verðlaun í stóru kórakeppninni í Búdapest 1995. John Høybye segir kór sinn Trito- nus fyrst og fremst áhugamanna- kór. „Flestir kórfélagarnir tengjast þó tónlist á einhvern hátt, eru tón- listarkennarar eða hljóðfæra- leikarar, en ekki hámenntaðir Morgunblaðið/Þorkell John Høybye kórstjóri. Útsalan byrjar í dag Aðeins 4 verð 1.900 2.900 3.900 4.900 Kringlunni sími 588 4848

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.