Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 54

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 54
FRÉTTIR 54 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á orgel. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Krossinn verður með samkomu í Egils- staðakirkju föstudaginn 5. júlí kl. 20.30. Gunnar Þorsteinsson mun prédika og sönghópur Krossins flytur tónlist. Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Safnaðarstarf Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 20. júní sl. 16 pör. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S: Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 196 Alfreð Kristjánsson – Halla Ólafsd. 184 Gunnar Helgason – Stefán Gunnarss. 178 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 212 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 203 Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 178 Tvímenningskeppni var spiluð mánudaginn 24. júní. 19 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 246 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 243 Alda Hansen – Jón Lárusson 240 Árangur A-V: Þorsteinn Sveinss. – Kristján Jónss. 254 Oddur Halldórss. – Ragnar Björnss. 243 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsd. 242 Tvímenningskeppni var spiluð fimmtud. 27. júní. 17 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Sæmundur Björnss. – Rafn Kristjánss. 261 Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 252 Haukur Guðmundss. – Gunnar Hersir 230 Árangur A-V: Ólafur Ingvarss. – Birgir Sigurðss. 258 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 250 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÚTILEGUMENN – áhugamenn um félagslíf óvirkra alkóhólista, vina og vandamanna þeirra, standa fyrir útilegu um næstu helgi, dagana 5. til 7. júlí, í Galtalæk. Útilegumenn stóðu fyrir viðlíkri útilegu fyrir réttu ári og var þátttaka þá mjög góð eða um 500 manns. Fjölbreytt dagskrá verður þessa daga, á föstu- dag verður t.a.m. spiluð félagsvist og haldin brandarakeppni. „Á laugardag byrjar dagurinn á jóga og með AA-fundi og eftir há- degi verður barna- og fjöl- skylduprógramm. Í eftirmiðdaginn verður boðið upp á súpu að hætti Sólveigar hjá Grænum kosti. Um kvöldið verður kvöldvaka, brenna og að lokum stiginn dans. Á sunnu- dag verður gengið um svæðið undir leiðsögn og haldinn AA-fundur. Rík áhersla er lögð á að hver og einn leggi sitt af mörkum til að skemmta sér og sínum. Enginn að- gangseyrir er að útilegunni annar en að á tjaldstæði kostar 1.000 kr. fyrir 14 ára og eldri. Sjálfsagt er óþarfi að taka fram að neysla áfeng- is eða annarra vímuefni verður ekki liðin á svæðinu,“ segir í fréttatil- kynningu. Vímuefnalaus útilega Frá Bridgefélagi Akureyrar Þriðjudaginn 2. júlí mættu 10 pör í Sumarbridge BA og fimm af þeim voru með í verðlaunapotti. Þetta var hörð barátta en lokastaðan varð þessi (skor í %): Stefán Stefánsson – Guðjón Sigurjónss. 58,8 Reynir Helgason – Pétur Guðjónsson 56,0 Frímann Stefánsson – Björn Þorlákss. 52,8 Jón Sverrisson – Hermann Huijbens 51,9 Verðlaunapottinn hrepptu Stefán og Guðjón og voru vel að honum komnir. Nú er að vona að þeir eyði þessu ekki öllu í vitleysu. Spilað er á þriðjudögum í sumar í Hamri, félagsheimili Þórs, kl. 19.30. Allir eru velkomnir og ekkert mál er að mæta stakur. SJÖTTA skógarganga sumarsins á vegum skógræktarfélaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnað- arbanka Íslands verður fimmtudags- kvöldið 4. júlí kl. 20.00. Þetta er afmælisganga í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að jörðin Fossá, í Kjós í Hvalfirði, komst í eigu Skógræktarfélaga Kópavogs og Kjósarsýslu og trjáplöntun var hafin á jörðinni. Í þessari göngu verður sögð saga Fossár, gengið eftir skógarstígum, skoðaðar fyrstu gróðursetningarnar, nýr jólatrjáaakur og fleira sem fyrir augun ber. Eftir göngu verður boðið upp á veitingar. Göngustjóri verður Bragi Mich- aelsson. Skógfræðingar verða einnig með í för og fræða þátttakendur. Lagt verður af stað frá Fossárbæn- um kl. 20.00. Jörðin Fossá stendur við þjóðveg- inn um Hvalfjörð. Flaggað verður við Fossá á göngudaginn svo auð- veldara verði að finna staðinn. Einnig verður boðið upp á rútu- ferð frá Mörkinni 6, húsi Ferða- félags Íslands. Rútan fer af stað kl. 19.00. Fargjald í rútu er kr. 800. Allt áhugafólk um útivist og rækt- un er hvatt til þess að mæta og eiga ánægjulega kvöldstund. 6. skógar- ganga skóg- ræktarfélag- anna að Fossá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.