Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 54
FRÉTTIR 54 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á orgel. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Krossinn verður með samkomu í Egils- staðakirkju föstudaginn 5. júlí kl. 20.30. Gunnar Þorsteinsson mun prédika og sönghópur Krossins flytur tónlist. Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Safnaðarstarf Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 20. júní sl. 16 pör. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S: Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 196 Alfreð Kristjánsson – Halla Ólafsd. 184 Gunnar Helgason – Stefán Gunnarss. 178 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 212 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 203 Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 178 Tvímenningskeppni var spiluð mánudaginn 24. júní. 19 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 246 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 243 Alda Hansen – Jón Lárusson 240 Árangur A-V: Þorsteinn Sveinss. – Kristján Jónss. 254 Oddur Halldórss. – Ragnar Björnss. 243 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsd. 242 Tvímenningskeppni var spiluð fimmtud. 27. júní. 17 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Sæmundur Björnss. – Rafn Kristjánss. 261 Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 252 Haukur Guðmundss. – Gunnar Hersir 230 Árangur A-V: Ólafur Ingvarss. – Birgir Sigurðss. 258 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 250 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÚTILEGUMENN – áhugamenn um félagslíf óvirkra alkóhólista, vina og vandamanna þeirra, standa fyrir útilegu um næstu helgi, dagana 5. til 7. júlí, í Galtalæk. Útilegumenn stóðu fyrir viðlíkri útilegu fyrir réttu ári og var þátttaka þá mjög góð eða um 500 manns. Fjölbreytt dagskrá verður þessa daga, á föstu- dag verður t.a.m. spiluð félagsvist og haldin brandarakeppni. „Á laugardag byrjar dagurinn á jóga og með AA-fundi og eftir há- degi verður barna- og fjöl- skylduprógramm. Í eftirmiðdaginn verður boðið upp á súpu að hætti Sólveigar hjá Grænum kosti. Um kvöldið verður kvöldvaka, brenna og að lokum stiginn dans. Á sunnu- dag verður gengið um svæðið undir leiðsögn og haldinn AA-fundur. Rík áhersla er lögð á að hver og einn leggi sitt af mörkum til að skemmta sér og sínum. Enginn að- gangseyrir er að útilegunni annar en að á tjaldstæði kostar 1.000 kr. fyrir 14 ára og eldri. Sjálfsagt er óþarfi að taka fram að neysla áfeng- is eða annarra vímuefni verður ekki liðin á svæðinu,“ segir í fréttatil- kynningu. Vímuefnalaus útilega Frá Bridgefélagi Akureyrar Þriðjudaginn 2. júlí mættu 10 pör í Sumarbridge BA og fimm af þeim voru með í verðlaunapotti. Þetta var hörð barátta en lokastaðan varð þessi (skor í %): Stefán Stefánsson – Guðjón Sigurjónss. 58,8 Reynir Helgason – Pétur Guðjónsson 56,0 Frímann Stefánsson – Björn Þorlákss. 52,8 Jón Sverrisson – Hermann Huijbens 51,9 Verðlaunapottinn hrepptu Stefán og Guðjón og voru vel að honum komnir. Nú er að vona að þeir eyði þessu ekki öllu í vitleysu. Spilað er á þriðjudögum í sumar í Hamri, félagsheimili Þórs, kl. 19.30. Allir eru velkomnir og ekkert mál er að mæta stakur. SJÖTTA skógarganga sumarsins á vegum skógræktarfélaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnað- arbanka Íslands verður fimmtudags- kvöldið 4. júlí kl. 20.00. Þetta er afmælisganga í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að jörðin Fossá, í Kjós í Hvalfirði, komst í eigu Skógræktarfélaga Kópavogs og Kjósarsýslu og trjáplöntun var hafin á jörðinni. Í þessari göngu verður sögð saga Fossár, gengið eftir skógarstígum, skoðaðar fyrstu gróðursetningarnar, nýr jólatrjáaakur og fleira sem fyrir augun ber. Eftir göngu verður boðið upp á veitingar. Göngustjóri verður Bragi Mich- aelsson. Skógfræðingar verða einnig með í för og fræða þátttakendur. Lagt verður af stað frá Fossárbæn- um kl. 20.00. Jörðin Fossá stendur við þjóðveg- inn um Hvalfjörð. Flaggað verður við Fossá á göngudaginn svo auð- veldara verði að finna staðinn. Einnig verður boðið upp á rútu- ferð frá Mörkinni 6, húsi Ferða- félags Íslands. Rútan fer af stað kl. 19.00. Fargjald í rútu er kr. 800. Allt áhugafólk um útivist og rækt- un er hvatt til þess að mæta og eiga ánægjulega kvöldstund. 6. skógar- ganga skóg- ræktarfélag- anna að Fossá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.