Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 59 DAGANA 29.–30. júní 2002 var hald- ið í Hrísey málþing samtakanna „Hela Norden ska leva“. Um leið var þetta landsfundur samtakanna Landsbyggðin lifi, sem er aðili að Hela Norden ska leva. Landsbyggð- in lifi á Íslandi eru ársgömul samtök og enn eru grunneiningar á 9 stöðum á landinu. Markmið þessara samtaka er að efla byggð og áhrif almennings á sitt umhverfi sem og á landsstjórnina, með því að efla almenna umræðu, fræðslu og með stefnumótun. Um 40 fulltrúar komu á málþingið í Hrísey, 15 frá Íslandi og 25 frá öðr- um Norðurlöndum. Auk þingfulltrúa fluttu gestir ávörp og svöruðu fyrirspurnum á fundinum. Mikilvægasta verkefni samtak- anna Landsbyggðin lifi á næstunni verður uppbyggingar- og kynningar- starfsemi. Stefnt verður að því að stofna svæðafélög í öllum byggðar- lögum landsins, skapa tengsl við önnur velferðar- og framfarafélög sem fyrir eru og almennt með virkjun almennings í baráttu fyrir betri byggð. Í þessu uppbyggingar- starfi mun LBL njóta reynslu af rót- grónu starfi annars staðar á Norð- urlöndunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Í stjórn samtakanna Landsbyggð- in lifi voru eftirtalin kosin: Fríða Vala Ásbjörnsdóttir kenn- ari, Reykjavík, formaður, Sveinn Jónsson bóndi, Kálfsskinni, Ár- skógsströnd, varaformaður, Stefán Á. Jónsson bóndi, Kagaðarhóli, gjaldkeri og Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur Laugasteini, Svarfaðar- dal, upplýsingafulltrúi. Í varastjórn eru Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóri, Reykjavík og Þórunn Egilsdóttir, kennari, Vopnafirði. Svæðafélög verða stofnuð í öllum byggð- arlögum REIÐSKÓLINN Þyrill býður upp á Njáluferðir á hestum frá Torfastöð- um í Fljótshlíð alla sunnudaga í sum- ar undir einkunnarorðunum „Skoð- aðu landið – skynjaðu söguna“ og segir Bjarni Eiríkur Jónsson, eig- andi reiðskólans, að nýjunginni hafi verið mjög vel tekið. Farið er úr bænum klukkan átta að morgni og að loknum morgunmat á Torfastöðum er riðið í slóð Brennu- Flosa og áð við Klitnafoss, þar sem boðið er upp á veitingar og fyrirlest- ur. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra og Kristján Jóhann Jóns- son riðu á vaðið með fyrirlestra og segir Bjarni Eiríkur að erindi þeirra hafi vakið mikla athygli, en um næstu helgi segir hann frá því hvern- ig fjallað er um hesta í Njálu og hvaða hlutverki þeir gegndu. „Ég spyr hvort Oddkell í Kirkju- bæ hafi verið drukkinn þegar hann reið í Gunnar ofan og tel mig geta sannað það,“ segir Bjarni Eiríkur, en meðal fyrirlesara síðar í sumar eru Arthur Björgvin Bollason, Jón Böðv- arsson, Jónas Kristjánsson og Vé- steinn Ólason. Reiðskólinn hefur starfað í Víðidal í mörg ár og segir Bjarni Eiríkur að hann sé með á annað hundrað börn í skólanum hjá sér daglega fyrir utan sérstök reiðnámskeið fyrir fatlaða, en auk þess bjóði hann upp á hesta- ferðir um nágrenni Reykjavíkur. Njáluferðir á hestum FJÓRÐA árið í röð gengst Bláhim- inn fyrir tónlistarsamkomu þar sem áhersla er lögð á þátttöku gesta. Há- tíðin hefst kl. 16 á laugardag og lýk- ur kl. 3 eftir miðnætti í og við Árnes í Gnúpverjahreppi. Að þessu sinni hefur hátíðin fengið undirnafnið „Sungið í sveitinni“, þar sem South River Band leiðir almennan söng. Til þess hafa þeir m.a. stórt tjald sem öllum textum verður varpað á. „Tilgangur hátíðarinnar er að safna saman öllum þeim sem hafa gaman af að leika á hljóðfæri sín með öðrum, syngja, læra og kenna í leiðinni,“ segir Bergleif Joansen hjá Bláhimni. „Hér er einkum átt við hinn venjulega alþýðumann, sem mætir með sitt hljóðfæri. Fyrir verða ýmist hljóðfæraleikarar, sem leiða þátttakendur áfram og stýra vinnunni. Samspil og söngur hefst kl. 16 og munu þeir sem þátt taka eiga þess kost að koma fram á kvöldtónleikum. Einkum er verið að leita að venjubundnum hljóðfærum s.s. gíturum, harmonikum, fiðlum, mandólínum, flautum, slagverki o.s.frv.“ Hljómsveitin Nátthrafnar leikur fyrir dansi að lokinni skemmtun. Sungið á eigin for- sendum í Árnesi „STÍGAMÓTAKONUR réðust í vor í víðtækt verkefni til þess að efla bar- áttu sína gegn vændisiðnaðinum á Íslandi. Í því skyni var stofnaður svokallaður Kristínarsjóður sem fjármagna skyldi verkefnið. Þar sem verkefnið er víðtækt og fjármögnun ekki fyrir hendi var treyst á fjár- framlög áhugasamra. Það stóð sann- arlega ekki á viðbrögðum. Zontaklúbburinn Embla í Reykja- vík hefur það markmið, í samræmi við markmið alþjóðasamtaka Zonta- hreyfingarinnar, m.a að bæta laga- lega, heilsufarslega og starfslega stöðu kvenna. Ályktun klúbbsins er sú, að vændisiðnaðurinn á Íslandi sé gróft ofbeldi gagnvart konum og feli í sér alvarlegar afleiðingar bæði fyr- ir einstaklinga og þjóðfélag. Í ljósi þessa töldu Emblur að framlag í Kristínarsjóð væri verðugt framlag þeirra til þess umfangsmikla starfs sem Stígamót inna af hendi í barátt- unni gegn vændisiðnaði á Íslandi. Þær gerðu gott betur og hafa nú fært Stígamótum 300.000 kr. fram- lag í Kristínarsjóðinn. Það er stuðn- ingur sem mikil þörf er fyrir í þeirri vinnu sem fyrir höndum er. Eru Zontakonum færðar bestu þakkir fyrir bæði samkennd og fjárhagsleg- an stuðning,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Stígamótum. Embla styrkir Kristínarsjóð Kringlunni 8-12, sími 568 6688 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval kvartbuxum kr. 1.990 af Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122 3 ?3#        7!)  # , +   +! @ A   ,  !,!  #    +   B   1 '  ! #1    #     +C     A '    ' +!   2===?= " 5@' UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Íslandsbanka og Reykjavíkurmaraþons um stuðning og samstarf við framkvæmd mara- þonsins. Íslandsbanki gengur þar með í lið með Flugleiðum og DV sem verið hafa aðalsamstarfsaðilar hlaupsins um árabil. Við sama tækifæri var undirritað samkomu- lag þessara aðila, Reykjavíkur- borgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur um að standa saman að hlaupinu. Sú breyting er nú gerð á Reykja- víkurmaraþoni að Íþróttabandalag Reykjavíkur tekur að sér fram- kvæmd hlaupsins með aðstoð frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, frjálsíþróttadeilda Ármanns, Fjölnis og ÍR ásamt Félagi mara- þonhlaupara. Næsta Reykjavíkurmaraþon fer fram laugardaginn 17. ágúst nk. og hefst það við Íslandsbanka í Lækj- argötu kl. 11 með keppni í heilu maraþoni. Aðrar vegalengdir – hálft maraþon, 10 km og skemmti- skokk – hefjast síðan klukkan 12 með ávarpi borgarstjóra og setn- ingu á Menningarnótt í Reykjavík. Nýir framkvæmdaaðilar Reykjavíkurmaraþons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.