Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 31

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 31 taks hf. samkvæmt beiðni sem meðákærði Tómas gaf út til sölufyrirtækisins. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Víddar hf., dag- setts 14. febrúar 2001, kr. 290.693, hjá byggingarnefnd Þjóðleikhússins með reikn- ingi dagsettum 28. febrúar 2001 að við- bættu 15% álagi. Ákærði Árni endurgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 25. hurðir, karma, glugga og innréttingar sem hann tók út hjá Trésmiðju Sigurjóns Jónssonar, Stokkseyri, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni sem með- ákærði Tómas gaf út til trésmiðjunnar dag- settri 3. maí 2001. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Trésmiðju Sigurjóns Jónssonar, dagsetts 8. maí 2001, kr. 418.000, hjá bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins með reikningi dagsettum 14. júní 2001 að viðbættu 15% álagi. Ákærði Árni endurgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 26. hurðir, karma, gerefti, þröskulda og hurðarhúna sem hann tók út hjá Húsa- smiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikn- ing Ístaks hf. samkvæmt beiðni sem með- ákærði Tómas gaf út til Húsasmiðjunnar hf. 3. maí 2001. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Húsasmiðjunnar hf., dagsetts 16. maí 2001, kr. 104.981, hjá byggingarnefnd Þjóðleikhússins með reikningi dagsettum 14. júní 2001 að viðbættu 15% álagi. 27. baðherbergistæki sem hann tók út hjá Tengi ehf., Kópavogi, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni sem með- ákærði Tómas gaf út til Tengis ehf. dag- settri 3. maí 2001. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Tengis ehf., dagsetts 16. maí 2001, kr. 184.624, hjá byggingarnefnd Þjóð- leikhússins með reikningi dagsettum 14. júní 2001 að viðbættu 15% álagi. Brot ákærða Árna samkvæmt 22. og 23. tölulið þykja varða við 249. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, en brot ákærða Tómasar samkvæmt sömu liðum við 249. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða Árna samkvæmt 24. til 27. tölulið þykja varða við 247. gr. en brot ákærða Tómasar samkvæmt sömu tölulið- um við 247. gr., sbr. 22. gr. almennra hegn- ingarlaga, en til vara við 249. gr. almennra hegningarlaga. V Ákærðu Birni Kristmanni og Gísla Hafliða eru gefnar að sök mútur með því að hafa; 28. sem fyrirsvarsmenn Þjóðleikhúskjall- arans hf. lofað á árinu 2001 að greiða með- ákærða Árna sem formanni byggingar- nefndar Þjóðleikhússins kr. 650.000 þóknun fyrir að samþykkja greiðslu á reikningi Þjóðleikhúskjallarans hf. á hendur bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins, vegna ýmissa lagfæringa í Þjóðleikhúskjallaranum á fimm ára tímabili, dagsettum 8. febrúar 2001, að fjárhæð kr. 3.154.419. Þóknunina inntu þeir af hendi í marsmánuði 2001 þeg- ar reikningsfjárhæðin hafði verið greidd Þjóðleikhúskjallaranum hf. af fjárveiting- um byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Brot ákærðu samkvæmt 28. tölulið þykir varða við 109. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Undir rekstri málsins óskaði ákæruvaldið eftir því að leiðrétta ritvillu í ákærunni. Leið- réttingin felst í heimfærslu brota samkvæmt 7. og 12. lið ákæru. Í stað tilvísunar til 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga að því er 7. lið varðar komi 12. liður ákæru. Leiðrétt hefur verið ritvilla í ákærunni þar sem ákærði Björn Kristmann er sagður heita Björn Kristmar. Verjandi ákærða Árna krefst þess að ákærði verði sýknaður af öðrum ákæruliðum en þeim sem ákærði hefur játað og síðar verð- ur vikið að. Þess er krafist að ákærða verði ekki gerð sérstök refsing. Komi til þess að refsing verði ákvörðuð þá er þess krafist að hún verði skilorðsbundin að mestu eða öllu leyti. Krafist er réttargæslu- og málsvarnar- launa að mati dómsins og að þau verði að mestu leyti greidd úr ríkissjóði. Verjandi ákærða Björns Kristmanns krefst þess að ákærði verði sýknaður af öllum kröf- um ákæruvaldsins og að málsvarnarlaun verði dæmd að mati dómsins úr ríkissjóði. Verjandi ákærða Gísla Hafliða krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og að sakar- kostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun að mati dómsins. Verjandi ákærða Stefáns Axels krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarn- arlaun að mati dómsins, verði greiddur úr rík- issjóði. Verjandi ákærða Tómasar krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Málsvarnar- launa er krafist úr ríkissjóði að mati dómsins. Verði ákærði Tómas ekki sýknaður af kröfum ákæruvaldsins er ekki krafist málsvarnar- launa. Lögreglurannsókn máls þessa hófst er rík- issaksóknari óskaði eftir henni með bréfi dags. 27. júlí 2001. Óskað var eftir rannsókninni eftir að ríkisendurskoðun hóf athugun á fjármála- og umsýslustörfum Árna Johnsen sem for- manns byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Með bréfi 26. mars sl. var lögreglurannsóknin send ríkissaksóknara. Ákæra og gögn málsins voru send Héraðsdómi Reykjavíkur með bréfi dags. 6. maí sl. og málið þingfest 17. s.m. Samkvæmt framburði ákærða Árna fyrir dómi og samkvæmt gögnum málsins var bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins leyst frá störfum í febrúar 1996. Hinn 13. febrúar 1996 skipaði menntamálaráðherra nefnd sem fjalla skyldi um ,,endurbætur og uppbyggingu Þjóðleik- hússins. Hlutverk nefndarinnar verður meðal annars að skipuleggja framhald þess upp- byggingarstarfs sem staðið hefur um skeið, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag“, eins og segir í bréfinu, þar sem ákærða Árna var falin formennska í nefndinni, en í henni sátu auk ákærða Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og Steindór Guðmundsson, forstöðumaður Framkvæmdasýslu ríkisins. Í niðurlagi skipunarbréfsins segir: ,,Þóknun fyr- ir nefndarstörfin verður greidd að fenginni umsókn þóknananefndar ríkisins.“ Með bréfi ákærða Árna til menntamálaráð- herra, dags. 2. ágúst 2001, sagði hann sig úr nefndinni og veitti menntamálaráðherra hon- um lausn með bréfi dags. 7. s.m. Í bréfi forsætiráðuneytisins til ákærða Árna, sem dags. er 8. mars 1999, segir meðal annars, að norsk stjórnvöld hafi ákveðið í til- efni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi að gefa hingað til lands stafkirkju sem valinn hafi verið staður í Vestmannaeyjum. Í bréfi þessu var ákærði Árni skipaður formaður nefndar- innar sem annast skyldi þetta verkefni fyrir hönd ríkisins, en nefndin skyldi hafa yfirum- sjón með framkvæmdum og öðru því er lýtur að móttöku gjafarinnar. Í niðurlagi skipunar- bréfsins segir: ,,Leitað verður til þóknana- nefndar um ákvörðun þóknunar til nefndar- manna.“ Í ódagsettri skýrslu um Brattahlíðarverk- efnið segir að ákærði Árni hafi verið skipaður formaður byggingarnefndarinnar á ársfundi Vestnorræna ráðsins sem haldinn var í Fær- eyjum á árinu 1993. Tveir aðrir sátu í stjórn með honum, þingmenn frá Færeyjum og frá Grænlandi. Ekki liggja fyrir gögn um það hve- nær og hvort þessi nefnd hefur verið leyst frá störfum. Fyrir dómi lýsti ákærði Árni margháttuðum störfum sem hann vann sem formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Hann kvað að- ferðir sínar ekki í öllum tilvikum hafa verið hefðbundnar og skýrði hann það. Hann lýsti einnig undirbúningi og vinnu við Brattahlíð- arverkefnið. Ekki þykir ástæða til þess að rekja framburð ákærða Árna um þetta, eða lýsa málavöxtum á annan hátt en gert verður í tengslum við einstaka ákæruliði hér á eftir. Nú verður vikið að einstökum ákæruliðum. Verður rakinn framburður ákærðu og vitna fyrir dómi og hjá lögreglu eftir því sem ástæða þykir. Niðurstaða einstakra ákæruliða verður rak- in á eftir viðkomandi ákærulið. I A. Meintur fjárdráttur ákærða Árna í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins Töluliðir 1–4, 6, 8 og 9 Ákærði Árni hefur játað fyrir dómnum sak- arefni sem lýst er í töluliðum 1–4, 6, 8 og 9, 23– 27, eða í alls tólf töluliðum. Til stuðnings þess- um ákæruliðum eru í öllum tilvikum ítarleg gögn. Dómarinn ákvað við upphaf aðalmeð- ferðar málsins í samráði við ákærandann og verjanda ákærða Árna, að ekki væri þörf á frekari sönnunarfærslu um þessa ákæruliði að því er ákærða Árna varðar, sbr. 2. málslið 3. mgr. 129. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð op- inberra mála, hér á eftir skammstafað oml. Samkvæmt þessu og með vísan til 1. máls- liðar 2. mgr. 135 gr. oml. er í stað málavaxta- lýsingarinnar skírskotað til ákærunnar um lýsingu málavaxta að því er þá ákæruliði varð- ar, þar sem ákærði Árni er einn ákærður, enda málið að því leyti dæmt samkvæmt ský- lausri játningu hans fyrir dómi. Niðurstaða töluliða 1–4, 6, 8 og 9 Þessir ákæruliðir eru allir dæmdir sam- kvæmt skýlausri játningu ákærða fyrir dómi. Játning hans er í samræmi við önnur gögn málsins. Samkvæmt þessu er sannað með játningu ákærða fyrir dómi og með öðrum gögnum málsins að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið- um. Brot hans eru í öllum tilvikum rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. 5. töluliður Ákærði Árni neitar sök. Ákærði kvað fán- ana og veifurnar hafa verið pantaðar í þágu Þjóðleikhússins, en að sendingin hefði glatast af ástæðum sem raktar verða. Hann kvað hafa verið vilja til þess að nota íslenska fánann meira við leikhúsið og því hefði hann haft sam- band við Fánastofuna á Hofsósi og pantað fána. Hann kvað sig minna að hann hefði rætt við húsvörð Þjóðleikhússins um þá hugmynd sína að setja upp flaggstangir við inngang leik- húskjallarans og að fánamálið hefði eitthvað verið rætt við hann. Ákærði kvaðst hafa beðið um að reikningur fyrir pöntunina yrði sendur á heimili sitt svo að hann gæti skrifað upp á reikninginn svo hann fengist greiddur. Skömmu síðar kvað ákærði hafa verið hringt í sig úr menntamálaráðuneytinu og honum greint frá því að í anddyri ráðuneytisins væri kassi merktur ákærða. Hann kvaðst hafa sótt kassnn skömmu síðar og sett í bíl sinn. Hann kvaðst þennan dag hafa verið á leiðinni með flugi til Vestmannaeyja og komið við á heimili sínu áður og skilið kassann eftir þar utan dyra í porti við heimili sitt, en gleymt að setja kass- ann inn. Hann kvaðst síðan hafa komið aftur nokkrum dögum síðar og kassinn hefði þá ver- ið horfinn, en ákærði taldi líklegast að sorp- hirðumenn hefðu hirt kassann þar sem hann hefði verið ásamt fleiri kössum við tröppur í porti við hús hans. Ákærði kvaðst hafa kannað hvort hægt væri að finna nákvæmar út úr þessu, en það hefði reynst ómögulegt. Hann kvaðst þá hafa afskrifað sendinguna á frekar leiðinlegan hátt. Hann kvað reikning vegna þessarar sendingar hafa verið stílaðan á sig og hann því endursent reikninginn og látið stíla hann á Þjóðleikhúsið eins og til hefði staðið. Hann kvaðst hafa reiknað með því að sendir yrðu ríkisfánar, þar sem pöntunin hefði verið gerð fyrir Þjóðleikhúsið. Hann taldi víst að ef komið hefði í ljós að sendir hefðu verið þjóð- fánar í stað ríkisfána þá hefði sendingin verið endursend. Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir rekur Ís- lensku fánasaumastofuna á Hofsósi. Hún kvaðst ekki hafa tekið niður pöntunina, sem lýst er í þessum ákærulið. Yfirsaumakona hefði gert það og skráð niður í sérstaka pönt- unarbók. Hún kvað ákærða hafa pantað fána 1. júlí 1999 og beðið um að reikningurinn yrði stílaður á Þjóðleikhúsið c/o Árni Johnsen. Guðrún kvað sig hafa verið farna að lengja eft- ir greiðslu og þá hringt í ákærða, sem hefði beðið hana um að breyta reikningnum þannig að nafn ákærða væri ekki getið á reikningnum. Hún kvaðst hafa ógilt fyrri reikninginn og útbúið nýjan í samræmi við óskir ákærða. Reikninginn kvaðst hún hafa sent ákærða og fékkst hann greiddur. Fánarnir hefðu verið sendir Þjóðleikhúsinu. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri lýsti skipun sinni í byggingarnefnd Þjóðleikhússins á árinu 1996, þar sem ákærði Árni var formað- ur. Hann lýsti starfsháttum nefndarinnar og kvað ekki hafa verið mikla formfestu í störfum hennar hvað varðaði fundarboð og fundar- sköp. Hann lýsti framkvæmdum sem ráðist var í á vegum nefndarinnar og hvernig staðið var að ákvörðunum. Hann kvað ekki hafa verið miklar framkvæmdir í gangi þann tíma sem ákæran tekur til og því hefði ekki verið ráðinn sérstakur verkefnisstjóri. Hann kvað ákærða Árna hafa hrint hlutunum í framkvæmd og að mætti kalla hann verkefnisstjóra eða fram- kvæmdaaðila. Hann hefði samið við verktaka og iðnaðarmenn. Stefán kvaðst ekki muna til þess að ákærði Árni hefði rætt við sig um kaupin á fánunum og veifunum, sem lýst er í þessum ákærulið. Hann kvað Þjóðleikhúsið eingöngu nota rík- isfána. Rafn Gestsson, umsjónarmaður Þjóðleik- hússins, kvaðst hvorki vita um fánana sem hér um ræðir né hvort til hefði staðið að kaupa þá. Hann kvað eingöngu notaða ríkisfána við leik- húsið. Rafn kvað hafa verið rætt um að fjölga fánastöngum við leikhúsið á þeim tíma er þing Norðurlandaráðs voru haldin þar. Það var ekki gert. Oddur Magnússon, umsjónarmaður meðal annars með byggingum menntamálaráðuneyt- isins, kvaðst ekki annast móttöku sendinga fyrir menntamálaráðuneytið og ekki vita um sendingu þá sem hér um ræðir. Niðurstaða 5. töluliðar Reikningurinn sem lýst er í þessum ákæru- lið ber stimpilinn 16. ágúst 1999, en hann er hins vegar af hálfu saumastofunnar dags. 19. júlí 1999 og staðfestur af ákærða 14. ágúst sama ár. Samkvæmt þessu ber að miða við að reikningurinn sé dags. 19. júlí, en ekki 16. ágúst eins og lýst er í ákærunni. Þetta kemur ekki að sök eins og hér stendur á. Samkvæmt vitnisburði Stefáns Baldursson- ar þjóðleikhússtjóra og Rafns Gestssonar, um- sjónarmanns Þjóðleikhússins, eru einvörð- ungu notaðir ríkisfánar við leikhúsið. Ákærði taldi að ríkisfánar yrðu sendir, þar sem hann kvaðst hafa gert pöntunina fyrir Þjóðleikhús- ið. Samkvæmt ljósriti úr pöntunarbók Ís- lensku fánasaumastofunnar á Hofsósi voru hinn 1. júlí 1999 pantaðar 6 veifur af tiltekinni stærð, 10 veifur af annarri stærð og ,,8 stk. fánar, 270 x 375 á 14 m stöng“. Ekki verður ráðið af pöntunarbókinni hvort ákærði pantaði þjóðfána eða ríkisfána. Samkvæmt vitnisburði Guðrúnar Halldóru Þorvaldsdóttur, sem rekur Fánasaumastof- una, tók yfirsaumakona á móti pöntuninni og skráði í pöntunarbókina. Ákæruvaldið leiddi þessa konu ekki fyrir dóminn og hún var ekki heldur yfirheyrð hjá lögreglunni. Samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið er ekki hægt að slá neinu föstu um það hvort pantaðir voru þjóðfánar eða ríkisfánar, en í ákærunni er ákærða gefið að sök að hafa dregið sér þjóð- fána. Samkvæmt gögnum málsins hefur ákærði Árni pantað í nafni byggingarnefndar Þjóð- leikhússins að minnsta kosti þrisvar sinnum á árinu 1995 og 1996 íslenska þjóðfána, ríkisfána og veifur hjá saumastofunni á Hofsósi. Kaup og pöntun ákærða sem lýst er í þessum ákærulið virðist ekki frábrugðin fyrri pönt- unum ákærða fyrir byggingarnefndina og verða því að mati dómsins ekki dregnar álykt- anir út frá þessu. Ákærði bar að kassinn með sendingunni frá saumastofunni hefði verið horfinn er hann kom á heimili sitt í Reykjavík eftir nokkurra daga fjarveru. Hann samþykkti reikninginn 14. ágúst 1999, en gerði eftir það engar at- hugasemdir eða nokkuð annað til að koma á framfæri upplýsingum um það hvernig fán- arnir fóru forgörðum eins og hann bar. Dóm- urinn telur frásögn ákærða um það hvernig sendingin fór forgörðum ótrúverðuga en ekk- ert er fram komið í málinu sem stutt getur frá- sögn hans, hvorki um þetta né að sendingin hafi farið í menntamálaráðuneytið. Þá virðist ekki hafa verið gerð önnur pöntun fyrir Þjóð- leikhúsið í stað þeirrar sem glataðist. Þetta bendir til þess, að mati dómsins, að ákærði hafi gert pöntunina fyrir sjálfan sig. Þegar allt þetta er virt í heild og einkum það að ákærði gerði ekkert til að koma á framfæri upplýs- ingum um það að pöntunin hafi farið forgörð- um, heldur áritað reikninginn til greiðslu, tel- ur dómurinn sannað gegn neitun ákærða að hann hafi dregið sér þau verðmæti, sem hér er ákært fyrir, og er brot ákærða rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. 7. töluliður Ákærði neitar sök. Hann kvaðst um haustið 1999 hafa lagt til að sett yrði upp lýsing í and- dyri Þjóðleikhússins með svokölluðum leiðara- ljósum. Hann hefði rætt við þjóðleikhússtjóra, tæknimenn og fleiri um þetta. Þetta hefði ver- ið gert og líkað vel, að sögn ákærða. Hann kvaðst síðan um haustið 2000 hafa haft hug- mynd um að auka við skreytinguna og kvaðst hann hafa hringt í þjóðleikhússtjóra vegna þessa, en hann hefði þá verið staddur erlendis. Er þjóðleikhússtjórinn kom til landsins kvaðst ákærði hafa rætt þetta lítillega við hann, en hann hefði þegar svarað ákærða á þann veg að hann hefði ekki áhuga á þessu í bili. Ákærði kvaðst þá hafa ákveðið að afpanta seríuna, sem hann hafði áður pantað, en þá var þegar búið að útbúa hana svo ákærði kvaðst hafa tekið hana í sína vörslu með það fyrir augum að koma henni upp í Þjóðleikhúsinu ári síðar. Ákærði kvað það hafa dregist hjá sér að koma seríunni í Þjóðleikhúsið, en hann kvaðst hafa skilað seríunni til lögreglunnar er hann gaf þar skýrslu 17. september sl., en þá hefði serí- an verið í upphaflegum umbúðum. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri kvaðst hafa verið með í vali á ljósaseríum, sem keypt- ar voru hjá Dengsa ehf. á árinu 1999. Hann kvað sér ekki hafa verið kunn kaupin sem lýst er í þessum ákærulið. Þá kvaðst hann ekki muna til þess að hafa rætt þessi kaup við ákærða Árna símleiðis, en hann var staddur erlendis eins og ákærði hefur borið. Rafn Gestsson umsjónarmaður vissi um kaupin á ljósaseríunni á árinu 1999, en ekkert um kaupin sem lýst er í þessum ákærulið og ákærði Árni hefði ekki rætt kaupin við hann. Jóhannes Tryggvason framkvæmdastjóri lýsti kaupum Þjóðleikhússins á ljósaseríum hjá Dengsa ehf. á árinu 1999, en þá hefði ákærði Árni komið í fyrirtækið auk þjóðleik- hússtjóra og þriðja manns, sem Jóhannes taldi rafvirkja eða ljósameistara. Jóhannes kvað ákærða Árna hafa hringt á árinu 2000 og pant- að nákvæmlega eins seríu og árið áður. Niðurstaða 7. töluliðar Ákærði neitar sök og kveðst hafa ætlað ljós- in til uppsetningar í Þjóðleikhúsinu ári síðar, eins og rakið var, eftir að í ljós kom að of seint var að afpanta ljósin. Hann skilaði seríunni til lögreglu er hann gaf skýrslu 17. september sl. Í skýrslu lögreglunnar um afhendingu ljós- anna segir meðal annars: ,,Vörurnar virðast lítið sem ekkert notaðar.“ Jóhannes Tryggvason hjá Dengsa ehf. kvað ákærða hafa pantað nákvæmlega eins seríu á árinu 2000 og gert var árinu á undan. Þetta bendir til þess að ljósin hafi verið ætluð Þjóð- leikhúsinu. Þótt ákærði hafi geymt ljósin eins og rakið var er að mati dómsins ekki lögfull sönnum þess að ákærði hafi dregið sér verð- mætin. Þegar allt ofanritað er virt telur dóm- urinn ósannað, gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi dregið sér verðmætin sem í þessum ákærulið greinir og ber því að sýkna ákærða af þessum kafla ákærunnar. 10. og 12. töluliður Ákærði neitar sök samkvæmt báðum þess- um ákæruliðum. Hann kvað hafa verið í und- irbúningi að minnsta kosti bráðabirgðastækk- un austan við leikhúsið og að þetta hafi tengst leikmunageymslu og aðalsviði hússins. Hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.