Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki á einu máli um erindi um kaup á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Allir eru þeir þó á þeirri skoðun að tryggja beri dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist ekki vera hrifinn af hugmyndinni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinn- ar, telur að skoða eigi erindið af fullri alvöru og Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, tekur í sama streng. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur íslenskt eignarhaldsfélag í eigu Björg- ólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björg- ólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, stofnenda bjórframleiðandans Bravo Int- ernational í Rússlandi, sent framkvæmda- nefnd um einkavæðingu erindi varðandi við- ræður um kaup á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Á móti hugmyndinni Steingrímur segist vera mótfallinn þeirri hugmynd að selja svo stóran hlut í Lands- bankanum einum aðila. „Nú hef ég ekkert nema gott um þessa ágætu athafnamenn að segja og samgleðst yfir velgengni þeirra. Það er svo aftur annað mál að núna rifjast upp umræður um nauðsyn þess að tryggja dreift eignarhald á nauðsynlegustu fjár- málastofnunum. Ég minni á svardaga og yf- irlýsingar í stjórnarfrumvörpum um að það yrði gert, þegar lagt var upp í þennan leið- angur að einkavæða ríkisviðskiptabankana,“ segir hann. Steingrímur segir að síðan hafi þessi fyr- irheit orðið meira og minna að engu. „Þegar á hefur reynt hefur engin stefnufesta eða vilji reynst vera á bak við þessar yfirlýs- ingar. Þetta hef ég gagnrýnt mjög harðlega og ítrekað flutt lagafrumvörp sem hafa falið í sér að settar yrðu í lög girðingar sem tryggðu dreifða eignaraðild,“ segir hann. „Ég verð að viðurkenna,“ segir Stein- grímur, „að í byrjun hafði ég ekki hug- myndaflug til að ímynda mér að menn myndu ganga á bak orða sinna með svo hreinum hætti að selja einum aðila ráðandi hlut í frumsölu. Ég hafði áhyggjur af eft- irmarkaðinum; hvernig eign gæti sópast saman þar.“ Steingrímur segist hafa áhyggjur af þró- un mála á fjármálamarkaði að undanförnu. „Það er ekki hægt að neita því að það fer hrollur um mann, í ljósi þessara tilrauna manna til að sölsa undir sig sparisjóði. Allt stefnir þetta í eina átt, í átt til aukinnar samþjöppunar og fámennisvalds í fjármála- heiminum,“ segir hann, „þetta er skelfileg þróun sem ég er algjörlega andvígur.“ Hann telur rétt að menn staldri við, enda séu bæði mál komin í ógöngur. Peningar þeirra síst verri en annarra „Þetta eru fínir menn sem að tilboðinu standa og hafa sýnt djörfung og dugnað í at- vinnulífinu og þann þrótt sem við þurfum á að halda. Peningar þeirra eru síst verri en annarra og þess vegna hlýtur þetta tilboð þeirra að verða tekið til skoðunar af stjórn- völdum í fullri alvöru,“ segir Össur Skarp- héðinsson formaður Samfylkingarinnar. Hann segist hins vegar vera þeirrar skoð- unar að það eigi að stefna að því að hafa sem dreifðasta eignaraðild að bankastofn- unum. Hann óttast þá stöðu ef of stórir hlut- ar komist í eigu sterkra aðila. Össur bendir á að það hafi ekki reynst hagkvæmt í íslensku athafnalífi og telur því að stjórnvöld þurfi að gera það upp við sig áður en ráðist verði í frekari einkavæðingu hvort það eigi ekki að ganga frá þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Það sé hægt með því að setja lög sem annaðhvort takmarki eign- araðild, ef það sé unnt samkvæmt alþjóð- legum skuldbindingum, eða fara þá leið að setja hámark á þann einstaka atkvæðisrétt sem einstakir aðilar geti farið með. Nauðsynlegt að reisa skorður við eignaraðild með lögum „Með öðrum orðum, ég er þeirrar skoð- unar að það sé nauðsynlegt að reisa í lögum með einhverjum hætti skorður við áhrifum manna í íslensku bankakerfi,“ segir Össur. Össur leggur áherslu á að Samfylkingin hafi lagt fram tillögur sem lúti að þessu efni og segir að ef stjórnvöld ætli að selja hlut ríkisins á annað borð hljóti þessir að- ilar væntanlega að koma til sömu álita og aðrir. Hann segist vera á móti fákeppni og einokun og óttast að ef of stórir aðilar komi upp í athafnalífinu geti það ýtt undir fákeppni og einokun. „Við búum þegar við fákeppni í bankakerfinu sem leiðir til þess að við erum með miklu hærri vexti en ann- arsstaðar. Við erum að sjá gríðarlegan vaxtahagnað bankanna nú á síðustu mán- uðum,“ segir Össur. Hann telur að þverpólitískur vilji sé fyrir dreifðri eignaraðild að bankastofnunum og þar af leiðandi sé eðlilegt að stjórnvöld staldri við, áður en þau selji stóra hluta í Landsbanka eða Búnaðarbanka og geri það upp við sig hvort þau eigi ekki að fara eftir þessum vilja sem gangi þvert á línur stjórn- ar og stjórnarandstöðu. Fylgjandi einkavæðingu LÍ Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir að hann sé fylgjandi einkavæðingu Landsbankans en á sínum tíma hafi það skilyrði verið sett að ef það ætti að selja hlut ríkisins í bankanum ætti sá hluti að dreifast á fleiri en einn aðila. Hann telur hins vegar að Björgólfur, Björg- ólfur Thor og Magnús séu vel til þess fallnir að kaupa hlutinn ef framkvæmdin verði með þessum hætti og hefur ekkert nema gott um þá að segja. Það sé betra að þeir eignist þetta stóran hlut fremur en einhverjir er- lendir aðilar. Sverrir segir að það sama gildi um Bún- aðarbanka og um Landsbanka og leggur áherslu á að sér finnist það ekki koma til greina að selja einum aðila hlut ríkisins, heldur beri að dreifa honum á fleiri aðila. Formenn stjórnarandstöðuflokka um erindi um kaup á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands Áhyggjur af sam- þjöppun á fjár- málamarkaði STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra fékk í gær afhent fyrsta eintakið af nýju korti Landmælinga Íslands af Vestfjörðum og Norður- landi sem er fyrsti hlutinn í nýjum kortaflokki Landmælinga í mæli- kvarðanum 1:250.000. Nýja korta- röðin kemur í stað svokallaðra að- alkorta í sama mælikvarða en þau voru níu talsins. Kortunum hefur því verið fækkað úr 9 í 3 sem ein meginbreytingin, m.a. til að koma til móts við ferðamenn. Næstu tvö kort koma út á næsta ári. Nýju kortin eru stærstu ferða- kort sem gefin hafa verið út hér- lendis og eru í brotinu 86 x 136 cm. Þrátt fyrir stærðina er mjög auð- velt að fletta þeim þar sem þau eru í handhægu broti og miðað við að aflestur af þeim sé sem auðveld- astur í þröngu rými, t.d. í bifreið. Þau eru með hæðarskyggnu til að auðvelda notkun og þá hafa allar upplýsingar um örnefni og ferða- þjónustu verið yfirfarnar og nýjar settar inn. Víða um land hafa vega- staðsetningar verið GPS-mældar með mikilli nákvæmni. Þá hafa vegalengdir milli staða einnig verið uppfærðar í samræmi við þessar mælingar. Kortin eru að öllu leyti unnin stafrænt og byggt er á grunnupplýsingum úr gögnum Landmælinga Íslands sem hafa ver- ið uppfærðar og endurbættar þar sem þess var þörf. Þá hafa verið sett inn alþjóðleg tákn fyrir gistingu og tjaldstæði, sundlaugar og golfvelli og aðra af- þreyingu, auk bensínafgreiðslu- stöðva o.fl. „Kortin eru algjörlega unnin í tölvu og byggð á nýjum upplýs- ingum t.d. frá Vegagerðinni og í samvinnu við Örnefnastofnun, þannig að kortin eiga að vera enn vandaðri en áður,“ sagði Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmæl- inga Íslands, í gær. Kortið kostar 1.290 kr. og fæst í bókaverslunum, á bensínstöðvum og hjá ferðaþjónustuaðilum um land allt. Útgáfa hafin á nýrri kynslóð ferðakorta Morgunblaðið/Golli Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, afhendir Sturlu Böðvarssyni fyrsta eintakið af nýja ferðakortinu. LÖGMAÐUR SPRON hefur farið þess á leit við Persónuvernd og Samkeppnisstofnun að stöðvuð verði þegar í stað vinnsla Búnaðar- banka Íslands með skrá yfir stofn- fjáreigendur í Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis. Í bréfi sem Kristján Þorbergsson, lögmaður SPRON, sendi stofnunun- um í gær segir að samkvæmt ákvæðum í samþykkt SPRON hafi hver stofnfjáreigandi rétt á að kynna sér skrána en hún skuli geymd á skrifstofu sparisjóðsins og sé ekki afhent út af henni. Segir þar að Búnaðarbankinn hafi komið að skránni með óheiðarlegum hætti og einn stofnfjáreiganda, Oddur Ingimarsson, hafi mætt með diktafón í skjóli áðurnefndrar sam- þykktar og lesið skrána inn á band sem hann afhenti síðan Búnaðar- bankanum. Í bréfi lögmannsins kemur fram að margir stofnfjáreig- endur hafa haft samband við skrif- stofur SPRON og lýst furðu og megnri vanþóknun á því ónæði sem þeir hafa mátt þola af hálfu Bún- aðarbankans. Segir í bréfinu að bankinn hafi með þessu brotið gegn ákvæðum í 7. gr. persónuverndar- laga. Í bréfi lögmannsins til Samkeppnisstofnunar segir enn fremur að bankastjórar Búnaðar- banka hafi ritað öllum starfsmönn- um SPRON bréf þar sem reynt er að snúa þeim gegn stjórnendum sparisjóðsins. Ekki verði betur séð en að með því framferði sé verið að brjóta gegn ákvæðum 20. gr. sam- keppnislaga. Í bréfi sem Jón G. Tómasson, for- maður stjórnar SPRON, sendi Magnúsi Gunnarssyni, formanni bankaráðs Búnaðarbanka, í gær kemur fram að bankastjórar Búnaðarbanka sendu á þriðjudag starfsmönnum SPRON bréf vegna ætlaðrar yfirtöku bankans á spari- sjóðnum. Segir í bréfinu að það sé að öllum líkindum einsdæmi, a.m.k. hér á landi, að forstjórar fyrirtækis sem stendur að óvinveittri yfirtöku sendi starfsmönnum þess fyrirtækis bréf sem að auki sé í samkeppn- isrekstri við yfirtökuaðilann. Með þessu sé verið að leitast við að snúa starfsmönnum gegn yfirmönnum þeirra og stjórn. Í bréfinu segir enn fremur að starfsmannafélag SPRON hafi þegar fordæmt fram- ferðið og er þess vænst að bankaráð Búnaðarbanka hafi hemil á banka- stjórum í atgangi þeirra við að ná yfirráðum yfir SPRON. Vinnsla BÍ með stofnfjár- eigendaskrá verði stöðvuð SPRON ritar Persónuvernd og Samkeppnisstofnun bréf STJÓRN Starfsmannafélags SPRON hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna bréfs sem bankastjórar Búnaðarbankans hafa sent starfs- mönnum SPRON. Stjórnin telur að tilgangurinn með birtingu bréfsins í fjölmiðlum sé að slá ryki í augu stofnfjáreigenda og almennings. Bréfið feli í sér óeðlileg afskipti af félagsmönnum í starfs- mannafélaginu og endurspegli óþol- andi yfirgang. Þá segist stjórn starfsmannafélagsins ekki leggja trúnað á yfirlýsingar bankastjóra Búnaðarbanka Íslands um starfsör- yggi starfsmanna SPRON ef af yf- irtöku verður og hún lýsi því yfir andstöðu sinni við óvinveitta yfir- tökutilraun Búnaðarbanka Íslands. Óeðlileg af- skipti af hálfu Bún- aðarbankans HÓPUR fimm stofnfjáreigenda íSparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is (SPRON) hefur sent stofnfjáreig- endum bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að undirrita kröfu um nýjan stofnfjárfund sem haldinn yrði í síð- asta lagi eftir að úrskurður Fjár- málaeftirlitsins liggur fyrir. Segir í bréfinu að tekið verði á móti kröfum hjá lögmanni hópsins, Jón Steinari Gunnlaugssyni, Skólavörðustíg 6b og á skrifstofu hópsins, Túngötu 6. Bent er á að óhjákvæmilegt sé að þetta sé gert að frumkvæði stofn- fjáreigenda þar sem stjórn Spron geti ekki afboðað fund sem boðaður er að kröfu stofnfjáreigenda sjálfra. Með afboðun stofnfjáreigendafund- arins hafi stjórn SPRON freistað þess að koma í veg fyrir að stofn- fjáreigendur gætu selt bréf sín á sannvirði. Fyrir liggi að stjórnendur Spron hafi vitað um hagkvæmari leið en þá sem þeir lögðu til sem hafi falið í sér verulega eignarýrnun fyrir stofnfjáreigendur, segir í bréf- inu. Óska eftir upplýsingum um kaupin á Sparisjóði Súðavíkur Þá hefur lögmaður hópsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, sent Guð- mundi Haukssyni sparisjóðsstjóra bréf, þar sem farið er fram á að hann láti í té alla þá samninga sem SPRON gerði og tengjast kaupun- um á Sparisjóði Súðavíkur af Spari- sjóði Vestfjarða. Jón Steinar segir að umbjóðendum sínum séu þessar upplýsingar nauðsynlegar til þess að geta lagt endanlegt mat á skyld- leika ofangreindra viðskipta við þau viðskipti sem þeir hafi lýst sig fúsa til að eiga um stofnfé SPRON. Stofnfjáreigendur hafi frumkvæði að fundi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.