Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 45

Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 45
stjórnvöld iðkun Falun Gong og hleyptu af stokkunum herferð á hendur iðkendum þess. Herferðin felst í ofsóknum, morðum og pynting- um og ekki síður í skipulögðum rógi og lygum með það að markmiði að grafa undan Falun Gong. Í þeim til- gangi svífast kínversk yfirvöld og lög- regla einskis og hafa meðal annars sett á svið meint sjálfsmorð og sjálfs- íkveikjur iðkenda þar í landi. Grund- vallarviðhorf Falun Gong, sannleiks- iðkun, samkennd og umburðarlyndi felur í sér djúpa virðingu fyrir öllu lífi og sú vitneskja ein er nægileg til þess að afhjúpa sjálfsmorðsrógsherferð Kínastjórnar. Grimmd kínverskra yf- irvalda kemur jafnframt berlega í ljós í nýjustu fyrirskipun Jiang Zemins gagnvart iðkendum í Kína: ,,Drepið án miskunnar“ – þegar Kínastjórn hefur látið pynta Falun Gong-iðkend- ur til dauða þá eru almenningi gefnar þær upplýsingar að fólkið hafi framið sjálfsmorð. Þrátt fyrir allt er ekki hlaupið að því fyrir kínversk stjórnvöld að upp- ræta alla Falun Gong-iðkun í Kína. Reynslan sýnir að hervald og vopn skila aldrei raunverulegum árangri, því sannleikurinn er lífvænlegri en lygin, friðurinn voldugri en stríð og fyrirgefningin öflugri en hefndin. Falun Gong-iðkendur svara hvorki með vopnum, hefndum né lygum og þeir eru ekki í stríði. Ekki liggur fyrir nokkurt skráð dæmi um að iðkandi Falun Gong hafi beitt ofbeldi jafnvel þótt hann hafi orðið fyrir því sjálfur. Friðsamleg og staðföst áskorun Iðkendur Falun Gong mótmæla ekki í hefðbundnum skilningi orðsins. Áskorun þeirra til kínverskra stjórn- valda er friðsamleg en staðföst. Mik- ilvægt er að lýðfrjáls ríki standi ekki í vegi fyrir því að friðsamleg beiðni af þessu tagi komist sína boðleið með löglegum hætti. Íslenskum yfirvöld- um hefur sést yfir alvöru þessa máls og þau mikilvægu siðferðislegu gildi sem hér eru í húfi. Falun Gong eru ekki trúarbrögð. Þar er engin kirkja, engin persónudýrkun fer þar fram né tilbeiðsla. Falun Gong eru heldur ekki pólitísk samtök og ekki skipu- lögð samtök yfirleitt. ,,Atvinnumót- mælendur“ eru engir til í Falun Gong né heldur félagaskrár og því ekki um neina ,,meðlimi“ að ræða. Falun Gong er einstaklingsiðkun sem u.þ.b. 100 milljónir manna í um 50 löndum stunda til styrktar huga og líkama. Sem slík hefur Falun Gong hlotið ótal viðurkenningar sem uppbyggjandi sjálfsræktarkerfi, m.a. 600 slíkar í N- Ameríku einni og fjölmargar í Kan- ada, Ástralíu, Þýskalandi, á Nýja-Sjá- landi og víðar. Mannréttindasamtök og ríkisstjórnir um víða veröld for- dæma ofsóknir á hendur Falun Gong- iðkendum í Kína, þar á meðal mann- réttindanefnd Bandaríkjaþings: ,,Þegar við höfum kynnst starfi Falun Gong, hefur virðing okkar vaxið og við teljum hið hrottafengna, grimmi- lega og blóðuga bann við ástundun Falun Gong í Kína skelfilegt, óásætt- anlegt og ámælisvert“ (Tom Lantos, varaformaður mannréttindanefndar Bandaríkjaþings.) Persónunjósnir Þeirri ákvörðun íslenskra stjórn- valda að takmarka komu Falun Gong-iðkenda til Íslands var fram- fylgt með vafasamri aðferð. Hvernig gátu listar yfir iðkendurna orðið til? Eins og fyrr var sagt er Falun Gong hvorki félag né skipulögð samtök af neinu tagi, og skrá iðkendur því hvergi nöfn sín, né sækja um aðild að einu né neinu. Listarnir hljóta því að hafa verið búnir til með því að fylgjast með fólki, komast að nöfnum þess og skrá þau. Ef íslensk stjórnvöld fengu ekki umrædda lista frá stjórnvöldum í Kína hvaðan komu þeir þá? Hvaða önnur ríki myndu leggja á sig þá miklu vinnu sem felst í því að leita uppi einstaklinga sem leggja stund á ákveðið form kínverskra æfinga til sjálfsræktar? Höfundur er kennari og hefur BA- próf í heimspeki. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 45 Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.995 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.