Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 55 Í FJÓRÐU fimmtudagsgöngu sum- arsins verður gengið á Arnarfell sem er rúmlega 200 metra hár móbergs- hryggur við norðaustanvert Þing- vallavatn. Leiðsögumaður í göng- unni verður Orri Páll Jóhannsson landvörður. Í gönguferðinni verður sagt frá búsetusögu eyðibýlsins við Arnarfell, en jörðin var ávallt í eigu Þingvallakirkju. Í Arnarfelli hefur byggð verið stopul en talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ, en Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þing- völlum. Þar stendur íbúðarhús sem komið er í eyði, fjós og hlaða, byggt um 1940. Útsýni af Arnafelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt norður til Esju, austur í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið. Í göngunni upp á Arnarfell verður sagt frá Þing- vallavatni og þjóðgarðinum og flestu því sem blasir við á leið upp á fellið, segir í fréttatilkynningu. Safnast verður saman fyrir fram- an þjónustumiðstöðina á Þingvöllum klukkan 19:45. Frá þjónustumiðstöð- inni verður keyrt upp að Arnarfelli þar sem gangan hefst. Gangan tekur um þrjá tíma og hentar jafnt stálp- uðum börnum sem fullorðnum. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Þátttaka er ókeypis og allir eru vel- komnir. Gengið á Arnarfell MENNNINGARGANGA um Mos- fellsdal verður í sumar á fimmtu- dagskvöldum. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini kl. 19.30, gengið framhjá bernskuheimili Halldórs Laxness og að Guddulaug. Eftir að hafa neytt heilsudrykkjar úr Guddulaug verður haldið í heim- sókn á nýja vinnustofu Þóru Sig- urþórsdóttur leirlistarkonu á Hvirfli. Þaðan verður skundað yfir Kýr- gil, sem er hugsanlega felustaður silfurs Egils, og áfram að Mosfelli, segir í fréttatilkynningu. Í bakaleiðinni verður komið við í gömlum mógröfum og endað í veit- ingaskálanum á Bakkakotsvelli þar sem efnt verður til verðlaunaget- raunar sem byggist á ævi og verk- um Halldórs Laxness. Gangan tek- ur um 2–2½ klst. Leiðsögumaður er Bjarki Bjarnason. Verð kr. 900, en afsláttur er fyrir hópa. Menningarganga um Mosfellsdal „STEINAR úr sjó“ er yfirskrift sýn- ingar sem myndhöggvarinn Örn Þorsteinsson opnar að Lónkoti í Skagafirði á laugardag, 6. júlí kl. 15. Á sýningunni eru höggmyndir úr steinum, en heiti sýningarinnar vísar til þess að verkin eru unnin úr fjöru- grjóti staðarins. Örn hefur unnið að gerð verkanna frá því í vor, en þau eru úr grágrýti., segir í fréttatil- kynningu. Þetta er 13. einkasýning Arnar og er um að ræða útisýningu sem stend- ur til ágústloka. Verkin eru til sölu. Örn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listahá- skólann í Stokkhólmi á árunum 1966–’72. Sýning á högg- myndum í Lónkoti LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir kerru sem stolið var við gatnamót Suðurlandsvegar og Skeiðavegar 1. júlí sl. Kerran er í eigu verktaka og í henni voru umferðarmerki. Þeir sem gætu gefið lögreglu upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna á Selfossi. Kerru með umferðar- merkjum stolið UM HELGINA verður margt á dag- skrá á Hólum í Hjaltadal, sérstak- lega fyrir áhugafólk um sögu og menningu. En fyrir þá, sem ekki hafa áhuga á að fræðast um fortíð- ina, er upplagt að taka þátt í bleikju- veiðikeppninni sem fram fer hvern föstudag frá kl. 13–17. Leiðsögn um staðinn er í boði, Vatnalífssýningin er opin og alltaf eitthvað gott á borð- um á veitingahúsinu Undir Byrð- unni. Í dag kl. 17 kynnir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur fornleifarrannsóknir á Hólum og gengur um minjasvæðið með gest- um. Hún endurtekur gönguna kl. 11 á laugardag. Fjölbreytt dagskrá á Hólum alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.