Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 55

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 55 Í FJÓRÐU fimmtudagsgöngu sum- arsins verður gengið á Arnarfell sem er rúmlega 200 metra hár móbergs- hryggur við norðaustanvert Þing- vallavatn. Leiðsögumaður í göng- unni verður Orri Páll Jóhannsson landvörður. Í gönguferðinni verður sagt frá búsetusögu eyðibýlsins við Arnarfell, en jörðin var ávallt í eigu Þingvallakirkju. Í Arnarfelli hefur byggð verið stopul en talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ, en Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þing- völlum. Þar stendur íbúðarhús sem komið er í eyði, fjós og hlaða, byggt um 1940. Útsýni af Arnafelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt norður til Esju, austur í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið. Í göngunni upp á Arnarfell verður sagt frá Þing- vallavatni og þjóðgarðinum og flestu því sem blasir við á leið upp á fellið, segir í fréttatilkynningu. Safnast verður saman fyrir fram- an þjónustumiðstöðina á Þingvöllum klukkan 19:45. Frá þjónustumiðstöð- inni verður keyrt upp að Arnarfelli þar sem gangan hefst. Gangan tekur um þrjá tíma og hentar jafnt stálp- uðum börnum sem fullorðnum. Nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Þátttaka er ókeypis og allir eru vel- komnir. Gengið á Arnarfell MENNNINGARGANGA um Mos- fellsdal verður í sumar á fimmtu- dagskvöldum. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini kl. 19.30, gengið framhjá bernskuheimili Halldórs Laxness og að Guddulaug. Eftir að hafa neytt heilsudrykkjar úr Guddulaug verður haldið í heim- sókn á nýja vinnustofu Þóru Sig- urþórsdóttur leirlistarkonu á Hvirfli. Þaðan verður skundað yfir Kýr- gil, sem er hugsanlega felustaður silfurs Egils, og áfram að Mosfelli, segir í fréttatilkynningu. Í bakaleiðinni verður komið við í gömlum mógröfum og endað í veit- ingaskálanum á Bakkakotsvelli þar sem efnt verður til verðlaunaget- raunar sem byggist á ævi og verk- um Halldórs Laxness. Gangan tek- ur um 2–2½ klst. Leiðsögumaður er Bjarki Bjarnason. Verð kr. 900, en afsláttur er fyrir hópa. Menningarganga um Mosfellsdal „STEINAR úr sjó“ er yfirskrift sýn- ingar sem myndhöggvarinn Örn Þorsteinsson opnar að Lónkoti í Skagafirði á laugardag, 6. júlí kl. 15. Á sýningunni eru höggmyndir úr steinum, en heiti sýningarinnar vísar til þess að verkin eru unnin úr fjöru- grjóti staðarins. Örn hefur unnið að gerð verkanna frá því í vor, en þau eru úr grágrýti., segir í fréttatil- kynningu. Þetta er 13. einkasýning Arnar og er um að ræða útisýningu sem stend- ur til ágústloka. Verkin eru til sölu. Örn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listahá- skólann í Stokkhólmi á árunum 1966–’72. Sýning á högg- myndum í Lónkoti LÖGREGLAN á Selfossi lýsir eftir kerru sem stolið var við gatnamót Suðurlandsvegar og Skeiðavegar 1. júlí sl. Kerran er í eigu verktaka og í henni voru umferðarmerki. Þeir sem gætu gefið lögreglu upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna á Selfossi. Kerru með umferðar- merkjum stolið UM HELGINA verður margt á dag- skrá á Hólum í Hjaltadal, sérstak- lega fyrir áhugafólk um sögu og menningu. En fyrir þá, sem ekki hafa áhuga á að fræðast um fortíð- ina, er upplagt að taka þátt í bleikju- veiðikeppninni sem fram fer hvern föstudag frá kl. 13–17. Leiðsögn um staðinn er í boði, Vatnalífssýningin er opin og alltaf eitthvað gott á borð- um á veitingahúsinu Undir Byrð- unni. Í dag kl. 17 kynnir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur fornleifarrannsóknir á Hólum og gengur um minjasvæðið með gest- um. Hún endurtekur gönguna kl. 11 á laugardag. Fjölbreytt dagskrá á Hólum alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.