Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ kvaðst þá hafa farið í BYKO til að athuga möguleika á því að opna reikning vegna vænt- anlegra viðskipta vegna þessa. Hann kvaðst hafa rætt tvennt við sölumanninn. Annars veg- ar úttekt sína og hins vegar opnun reiknings fyrir Þjóðleikhúsið, sem hugsanlega kæmi til notkunar seinast í júlímánuði, en þá lægi væntanlega fyrir hver efniskaup yrðu fyrir leikhúsið. Ákærði kvaðst telja að í þessu sam- tali sínu við sölumanninn hefðu orðið einhver mistök eða misskilningur, þar sem ákærði kvaðst hafa tekið skýrt fram að þegar hann væri búinn að taka sína vöruúttekt þá myndi hann ganga frá reikningnum, en ákveðið hefði verið að vöruúttektin, sem lýst er í 10. ákæru- lið, færi á biðreikning. Ákærði staðfesti að hafa skrifað undir reikning vegna úttektarinn- ar hjá BYKO, sem lýst er í 10. lið ákæru, en sá reikningur er stílaður á Þjóðleikhúsið og á hann ritað að um sé að ræða beiðni vegna leik- munageymslu. Ákærði kvaðst hafa skrifað á reikninginn án þess að lesa áritunina á hann. Reikningurinn vegna viðskiptanna í 10. ákærulið var hinn 31. maí 2001 bakfærður af reikningi Þjóðleikhússins á biðreikning. Ákærði kvað handritað blað, sem liggur frammi, sýna vöruúttektina sem lýst er í 10. lið ákæru og á þetta blað er ritað efst „Bygging- arnefnd Þjóðleikhússins“. Ákærði kvaðst ekki sjá betur en það væri sín skrift. Aðspurður kvað hann ástæðu þess að þetta væri ritað á miðann vera þá, að það væri vegna þess að hann hefði haft meðferðis blöð, bæði gömul og ný, sem tengdust þessum samningum um fyr- irkomulag á reikningnum. Ákærði kvaðst hafa rætt við annan sölu- mann er hann tók út vörurnar sem lýst er í 12. tölulið ákæru. Hann kvaðst hafa sagt sölu- manninum að hann væri með reikning hjá BYKO og hefði sölumaðurinn sagst vita það. Sölumaðurinn hefði flett upp í tölvu án þess að ákærði hefði þurft að gefa nokkrar upplýs- ingar. Eftir að ákærði hefði gefið upp það sem hann ætlaði að kaupa hefði talið borist að þak- rennum, sem ákærði kvaðst hafa fengið tilboð í fyrr um veturinn. Hann kvað sölumanninn sem hann ræddi þarna við vera hinn sama og gerði honum tilboðið í þakrennurnar og að því hefði hann vitað að ákærði var að panta vörur fyrir sjálfan sig. Ákærði lýsti því að sér hefði fundist svolítið skrýtið er sölumaðurinn spurði ákærða að því hvort úttekt hans nú væri á sama reikning, en ákærði kvaðst hafa sagt að svo væri. Ákærði kvað aldrei hafa staðið til að þessar vöruúttektir hjá BYKO færu á reikning Þjóðleikhússins. Ákærði kvað sér hafa brugðið er hann sótti vörurnar, sem lýst er í ákærulið 12, en þær hefðu verið kirfilega merktar Þjóð- leikhúsinu. Hann kvaðst hafa gert sér grein fyrir því að einhver mistök hefðu átt sér stað og kvaðst hann því hafa breytt merkingunum fyrir allra augum. Þá kvað ákærði einn starfs- mann BYKO hafa breytt merkingum fyrir sig að hluta til. Guðmundur Haukur Reynisson, sölumaður hjá BYKO, kvaðst hafa afgreitt ákærða Árna með vörurnar sem lýst er í ákærulið 10. Hann kvað ákærða hafa komið að máli við sig og beðið sig um að lista upp fyrir sig efni eftir lista sem ákærði hafði meðferðis á handskrif- uðu blaði. Guðmundur kvað hafa vafist fyrir ákærða á hvaða kennitölu ætti að skrifa pönt- unina. Hann kvað ákærða hafa afhent sér bréfsnepil, þar sem kennitala Ríkiskaupa kom fram. Guðmundur kvaðst þá hafa listað upp efnið á kennitölu Ríkiskaupa. Er Árni kom síð- ar til að sækja pöntunina kvað Guðmundur að- stoðarframkvæmdastjóra hjá BYKO hafa haft samband við Ríkiskaup en að þeir hefðu ekki kannast við framkvæmdir hjá Þjóðleikhúsinu. Guðmundur kvað Árna hafa beðið um að pönt- unin yrði skrifuð á Þjóðleikhúsið og beðið sig um að færa pöntunina á biðreikning þar til verkinu yrði lokið. Hann kvaðst hafa skrifað pöntunina út á Þjóðleikhúsið, en bakfært síðar á biðreikning, sem átti að bíða í 6 til 8 vikur meðan á verkinu stæði. Guðmundur kvað Árna hafa greint sér frá því að vörurnar ætti að nota í viðbyggingu við Þjóðleikhúsið í leikmuna- geymslu. Guðmundur mundi eftir því að ákærði hefði auk kaupanna fyrir Þjóðleikhúsið rætt kaup fyrir sjálfan sig. Steingrímur Birkir Björnsson, sölustjóri hjá BYKO, kvað Guðmund Hauk Reynisson sölu- mann hafa komið að máli við sig og beðið um leyfi til þess að setja efni sem fara átti í Þjóð- leikhúsið á biðreikning þar til framkvæmdum þar lyki. Steingrímur kvað upphaflega hafa verið gefna upp kennitölu Ríkiskaupa. Hann kvaðst til skýringar hafa hringt bæði í Rík- iskaup og Framkvæmdasýsluna vegna þessa máls. Eftir það kvaðst hann hafa hringt í ákærða og beðið hann um að gefa upp kenni- tölu til að skrá á pöntunina. Þá hefði verið gef- in upp kennitala Þjóðleikhússins og varan skráð á viðskiptareikning Þjóðleikhússins. Steingrímur lýsti því er Jón Bjarni Jónsson sölumaður kom að máli við hann vegna pönt- unar, sem lýst er í ákærulið 12. Hann kvað Jón Bjarna hafa talið að ekki væri allt með felldu með þessa úttekt. Steingrímur kvað Brynju framkvæmdastjóra þá hafa haft samband við Þjóðleikhúsið til að ganga úr skugga um það hvort ekki væri í lagi að ákærði tæki út vörur fyrir leikhúsið. Eftir að jákvætt svar fékkst kvaðst Steingrímur ekki hafa haft frekari af- skipti af málinu. Jón Bjarni Jónsson, sölumaður hjá BYKO, kvað ákærða hafa komið að máli við sig og pantað vörur á kennitölu Þjóðleikhússins vegna leikmunageymslu. Jón Bjarni kvaðst hafa hringt í ákærða og greint frá því að búið væri að taka pöntunina til. Ákærði hefði þá komið og sótt hana. Jón Bjarni kvað ákærða ekki hafa rætt um sín persónulegu viðskipti er þessi pöntun var gerð. Það hefði hann gert áð- ur og það kvað Jón Bjarni ótengt þessu máli. Hann lýsti því er hann afhenti ákærða tiltekt- armiða svo að hann gæti sótt vörurnar sem merktar voru Þjóðleikhúsinu vegna leikmuna- geymslu, en vörurnar hefðu verið merktar eft- ir tiltektarseðlinum, þar sem fram komu upp- lýsingar um kaupanda. Jón Bjarni kvað ákærða hafa kvittað á reikninginn vegna kaup- anna og ákærða verið afhent afrit reiknings. Meðal gagna málsins er handskrifað blað, meðal annars með kennitölu. Jón Bjarni kvað kennitöluna vera þá sem honum var sagt að skrá vörurnar á. Honum hefði jafnframt verið greint frá því að ekki ætti að skrá þessa kenni- tölu fyrr en í ágúst. Reikningur vegna við- skiptanna í ákærulið 12 er stílaður á versl- unarstjórn BYKO. Jón Bjarni kvað þetta reikning sem notaður væri þegar varan er ekki strax skráð á ákveðinn viðskiptavin. Þá væri þessi reikningur eini biðreikningurinn sem notaður er. Sigurður Egill Ragnarsson er fram- kvæmdastjóri timburdeildar BYKO. Hann kvað þá Steingrím Björnsson, Jón Bjarna Jónsson og Guðmund Reynisson, alla starfs- menn BYKO, hafa komið að máli við sig 2. eða 3. júlí 2001 og greint sér frá því að hugsanlega væri eitthvað skrýtið við viðskipti ákærða Árna við BYKO. Þeir hefðu velt fyrir sér hvort ákærði væri að taka út vörur í nafni Þjóðleik- hússins, byggingarnefndar Þjóðleikhússins eða fyrir sjálfan sig. Sigurður kvað alveg öruggt að Steingrímur hefði sagt við sig eftir ákærða að hann væri að gera kaupin fyrir byggingarnefnd Þjoðleikhússins og að Stein- grímur hefði sagt sér eftir ákærða að fjárveit- ing væri ekki komin fyrir úttektinni. Fjárveit- ingin kæmi og þess vegna var úttektin færð á biðreikning, að sögn Sigurðar, en hann kvað þessa úttekt hvorki hafa verið færða á bygg- ingarnefndina né á reikning Þjóðleikhússins. Í framhaldinu kvaðst Sigurður hafa hringt í Brynju Halldórsdóttur fjármálastjóra og rætt við hana í sambandi við úttekt ákærða. Að sögn Sigurðar hringdi Brynja í Þjóðleikhúsið til að kanna heimild ákærða til að taka út vörur á nafni þess. Hann kvað Brynju síðan hafa haft samband við sig og sagt að ákærði hefði heimild til að taka út vörur í nafni bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Vörurnar hefðu síðan verið færðar á svokallaðan biðreikning. Sigurður kvað blaðamann DV hafa hringt í sig í vikunni á eftir og spurt um þessa vöruúttekt ákærða. Hann kvaðst í framhaldinu hafa hringt í ákærða og greint honum frá hringingu blaðamannsins sem hefði verið að kanna hvort vöruúttektin hefði verið fyrir leikhúsið eða fyrir ákærða sjálfan. Sigurður kvaðst hafa spurt ákærða að þessu og hefði hann greint sér frá því að pöntunin væri fyrir hann sjálfan. Sigurður kvað þá hafa rætt eitthvað í fram- haldinu og kvaðst Sigurður hafa spurt ákærða hvort hann vildi ekki greiða úttektina. Ákærði hefði gert það og sent tékka síðar sama dag en tékkann kvaðst Sigurður hafa geymt í nokkra daga uns hann var innleystur í banka. Brynja Halldórsdóttir, fjármálastjóri hjá BYKO, lýsti því er hún hringdi á skrifstofu Þjóðleikhússins vegna kaupanna sem lýst er í þessum ákærulið en hún kvaðst hafa verið að kanna heimild ákærða og hvort afgreiða mætti úttektina eins og reikningurinn var úr garði gerður og þá hefði hún einnig hringt vegna þess að byggingarnefndin hafði ekki kenni- tölu. Í ljós hefði komið að ákærði hafði heimild til að taka út vörur í nafni byggingarnefnd- arinnar. Hún kvað kennitöluvandann hafa ver- ið leystan með því að skrá úttektina á Þjóð- leikhúsið. Niðurstaða 10. töluliðar Ákærði Árni neitar sök og kveður mistök hafa orðið er vörurnar í þessum ákærulið voru skráðar eins og lýst er í ákærunni. Hann kvaðst hafa keypt vörurnar fyrir sjálfan sig. Hann hefði skrifað undir reikning vegna kaup- anna án þess að lesa hann, en fram kemur á reikningnum að hann sé vegna Þjóðleikhúss- ins og vegna leikmunageymslu. Þá kveðst ákærði ekki sjá betur en hann hafi sjálfur skrifað „Byggingarnefnd Þjóðleikhússins“ efst á handskrifað blað, sem hefur að geyma upp- talningu á pöntuninni, sem í þessum ákærulið greinir. Dómurinn telur skýringar ákærða á þessari áritun á miðanum mjög ótrúlega og að áritunin á miðanum og vitnisburður Guðmund- ar Hauks og Steingríms Birkis bendi eindreg- ið til þess að ákærði hafi ætlast til þess að kaupin yrðu skráð á þann hátt sem lýst er í ákærunni. Vitnið Guðmundur Haukur Reynisson kvað hafa vafist fyrir ákærða á hvaða kennitölu ætti að skrifa pöntunina, sem hér um ræðir. Ákærði hefði síðan afhent sér miða með kenni- tölu Ríkiskaupa. Síðar hefði pöntunin verið færð á Þjóðleikhúsið eins og vitnið greindi frá. Vitnið Steingrímur Birkir Björnsson greindi einnig frá því hvernig til þess kom að pöntunin var skráð á Þjóðleikhúsið. Vísað er til vitnisburðar þessara vitna í heild hér að framan. Ákærði skrifaði undir reikninginn án þess að lesa hann að sögn, en samskiptin við starfs- menn BYKO áður vegna kennitölu, sem skrá átti kaupin á, hefðu átt að gefa ákærða ríka ástæðu til að ganga úr skugga um að rétt væri skráð. Að virtum vitnisburði Guðmundar Hauks Reynissonar og Steingríms Birkis Björnsson- ar og því að ákærði skrifaði undir reikninginn, sem stílaður var á Þjóðleikhúsið, þrátt fyrir að margt hefði komið upp í samskiptum við starfsmenn BYKO að sögn ákærða sjálfs og samkvæmt vitnisburði vitnanna sem vísað var til, er gaf ákærða ástæðu til að ganga úr skugga um að það sem hann skrifaði undir væri rétt, og með því að ákærði afhenti hand- skrifaðan pöntunarmiða með yfirskriftinni ,,Byggingarnefnd Þjóðleikhússins“ telur dóm- urinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi látið skrá vöruúttektina á viðskiptareikn- ing Þjóðleikhússins, eins og lýst er í þessum ákærulið, og hann hafi dregið sér þau verð- mæti sem lýst er í ákærunni og fram kom á reikningi, dags. 23. maí 2001. Þessi háttsemi ákærða varðar við þau laga- ákvæði sem lýst er í ákærunni. Niðurstaða 12. töluliðar Ákærði neitar sök. Hann kvað aldrei hafa staðið til af sinni hálfu að vörurnar, sem hér um ræðir, hafi átt að færa á reikning Þjóðleik- hússins. Í ákærunni eru vörurnar sagðar tekn- ar út samkvæmt reikningi, dags. 3. júlí 2001, að fjárhæð 1.016.069 krónur í nafni bygging- arnefndar Þjóðleikhússins vegna leikmuna- geymslu. Dagsetning reikningsins og fjárhæð er eins og lýst er í ákærunni. Hins vegar eru engar áritanir á reikningnum um það, að hann sé vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins, leikmunageymslu. Á reikninginn er ritað „v/ Þjóðleikhúsið umb Árni“. Reikningurinn er merktur verslunarstjórn BYKO timbursölu. Eins og rakið var kvaðst ákærði hafa pantað þessar vörur á sínu nafni og að mistök hefðu orðið hjá BYKO, sem hann hefði orðið var við er hann sótti vörurnar og sá merkingarnar, sem hann kvaðst hafa breytt fyrir allra augum og að starfsmaður BYKO hefði að hluta að- stoðað sig við að breyta merkingunum. Vitnið Jón Bjarni Jónsson sölumaður kvað ákærða hafa pantað vörurnar vegna Þjóðleik- hússins, leikmunageymslu. Vísað er til vitnisburðar Jóns Bjarna Jóns- sonar, Steingríms Birkis Björnssonar og Brynju Halldórsdóttur um könnun á því hvort ákærði hefði heimild til að taka út vörur í nafni Þjóðleikhússins. Sigurður Egill Ragnarsson hringdi í ákærða og spurði um vöruúttektina og kvað hann ákærða þá hafa sagt að hann hefði gert kaupin fyrir sjálfan sig og greiddi hann úttektina síð- ar sama dag. Samkvæmt vitnisburði Jóns Bjarna Jóns- sonar hringdi hann í ákærða er pöntunin var tilbúin. Ekki verður annað ráðið af þessu en að ákærði hafi ekki verið viðstaddur er pöntunin var tekin til. Engin gögn benda til þess að ákærði hafi vitað um eftirgrennslan starfs- manna BYKO er þeir könnuðu heimild hans til úttektarinnar í nafni byggingarnefndarinnar eða í nafni Þjóðleikhússins. Samskipti ákærða og starfsmanna BYKO voru samkvæmt þessu nokkuð á annan veg að þessu leyti en þau sem lýst var í 10. tl. ákærunnar. Ákærði hafði þannig ekkert með reikningsfærsluna að gera en ekki er ákært vegna hennar heldur er ákært fyrir að hafa tekið út vörurnar í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins vegna leik- munageymslu. Eftirgrennslan Jóns Bjarna og starfsmanna BYKO getur bent til þess að ákærði hafi tekið út efnið eins og ákært er fyr- ir. Þar sem ákærði vissi ekkert um þetta og hafði þess vegna ekki ástæðu til að bregðast við af þessum sökum telur dómurinn þetta eitt og sér ekki lögfulla sönnun um að ásetningur hans hafi verið sá sem í ákæru greinir gegn neitun ákærða. Ákærði áritaði reikninginn. Hann breytti merkingum á pöntuninni fyrir allra augum og aðstoðaði starfsmaður BYKO hann við það. Þetta getur gefið til kynna að ákærði hafi pantað vöruna á sínu nafni. Merk- ingin átti jafnframt að gefa honum tilefni til þess að kanna hvort einhver mistök hefðu átt sér stað sem hann gerði ekki. Niðurstaðan veltur ekki á þessum atriðum einum. Ákærði og Jón Bjarni eru tveir til frásagnar um það hvað þeim fór á milli er ákærði pantaði vöruna. Af frásögn þeirra einni og samkvæmt öllu því sem nú hefur verið rakið verður engu slegið föstu um það hvernig pöntunin var gerð. Samkvæmt þessu og gegn eindreginni neitun ákærða og jafnframt með vísan til 45. og 46. gr. laga nr. 19,1991 um meðferð opinberra mála er ósannað að ákærði hafi framið þá hátt- semi sem hér er ákært fyrir og ber því að sýkna hann. 11. töluliður Ákærði neitar sök. Hann kvað þéttidúkinn hafa verið pantaðan í þágu Þjóðleikhússins. Hann kvað lekavandamál hafa verið á smíða- verkstæði leikhússins lengi. Hann kvaðst hafa stefnt að því að gera tiltölulega ódýra og ein- falda tilraun til að ráða bót á þessu og var ætl- unin að setja þéttidúk á þakið. Hann lýsti síð- an efnum sem til stóð að setja ofan á dúkinn. Hann kvaðst hafa haldið í Gróðurvörur og tek- ið út þéttidúk sem ætlaður var í þessu skyni, en áður hefði ákærði fengið upplýsingar um að í Gróðurvörum fengist tiltölulega ódýr dúkur. Ákærði lýsti því að þennan dag hefði verið mikill asi á verkum. Hann hefði ætlað með dúkinn niður í Þjóðleikhús, en áður þurft að koma við í Sundahöfn með vörur, sem hann þurfti að senda til Vestmannaeyja. Hann kvaðst hafa fengið leyfi til að geyma þéttidúk- inn á vörubretti hjá flutningafyrirtækinu með það í huga að sækja dúkinn síðdegis sama dag. Hann kvaðst hafa komið aftur um klukkan 17.30, en þá hefði verið búið að loka fyrirtæk- inu. Er hann kom í fyrirtækið daginn eftir kvað hann hafa verið búið að senda þéttidúk- inn til Vestmannaeyja. Það hefðu verið mistök. Þéttidúkurinn hefði verið í vörugeymslu í Vestmannaeyjum uns hann var sendur til baka. Aad Gröneweg, sölumaður hjá Gróðurvör- um, kvað ákærða hafa komið að máli við sig og keypt tvær rúllur af þéttidúk sem skrifaðar voru á Þjóðleikhúsið. Ákærði hefði sagst ætla að sækja dúkinn seinna sem hann gerði. Hann kvað ákærða hafa lýst því að dúkinn ætti að nota til að lagfæra leka í Þjóðleikhúsinu. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri kvað þak smíðaverkstæðisins hafa verið lekt. Hann kvað geta verið að ákærði Árni hefði gert ráð- stafanir vegna lekans án þess að Stefán vissi af því og jafnvel keypt dúk í því skyni, þótt Stefán lýsti því að hann hefði ekki sérfræðileg- ar forsendur til að meta hvort dúkur hefði leyst málið. Óskar Bragi Valdimarsson, forstjóri Fram- kvæmdasýslu ríkisins, kvað eðlilegan fram- gangsmáta að aðalverktaki að verkum sendi reikning til Framkvæmdasýslunnar til uppá- skriftar eftir að formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins hefði farið yfir reikninginn og samþykkt. Þannig hefði verið í því tilviki sem hér um ræðir. Framkvæmdasýslan hefði ekki farið ofan í efnisatriði hvers reiknings eftir að formaður byggingarnefndarinnar samþykkti þá. Óskar Bragi kvað reikninginn sem hér um ræðir hafa verið stöðvaðan í samráði við rík- isendurskoðun, sem þá hafði haft mál ákærða Árna til skoðunar. Óskar Bragi kvað reikning- inn ella hefðu verið greiddan eins og aðra reikninga, sem byggingarnefndarformaðurinn hefði samþykkt. Niðurstaða 11. töluliðar Ákærði neitar sök og kveður dúkinn hafa fyrir mistök verið sendan til Vestmannaeyja. Hjá lögreglunni greindi ákærði frá því að hann hefði sent dúkinn til baka tveimur dögum eftir að mál hans kom til umfjöllunar hjá fjölmiðl- um, en lögreglan lagði hald á dúkinn 27. júlí sl. Vitnið Aad Gröneweg kvað ákærða hafa lýst því að dúkurinn hefði verið ætlaður til að lag- færa leka í Þjóðleikhúsinu. Vitnið Stefán Baldurssson þjóðleikhússtjóri kvað geta verið að ákærði hefði gert ráðstaf- anir eins og þá, að kaupa dúkinn fyrir bygg- ingarnefndina, án þess að Stefán vissi af því. Hvorki hafa verið leidd vitni né lögð fram skjöl, sem eru til þess fallin að hrekja fram- burð ákærða um það, að hann hafi þennan dag sent vörur til Vestmannaeyja eins og hann lýsti. Á sama hátt eru engin gögn um það að loku sé fyrir það skotið að dúkurinn hafi verið sendur þangað fyrir mistök, en ákærði sendi dúkinn til baka skömmu síðar eins og rakið var og verður að telja það eðlileg viðbrögð hans miðað við það að mál hans hafði þá komið til umræðu fjölmiðla eins og hann lýsti. Dúk- urinn hafði verið nokkra daga í Vestmanna- eyjum er hann var endursendur. Þótt nokkur ólíkindablær sé á atburðarásinni þykir dómn- um hún ein og sá tími sem dúkurinn var í Vest- mannaeyjum áður en hann var endursendur ekki nægja til að unnt sé að slá því föstu gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi dregið sér dúkinn. Eins og rakið var voru engin vitni leidd til að bera um sendingu ákærða til Vest- mannaeyja eða um það hvort dúkurinn kynni að hafa verið sendur þangað fyrir mistök eins og ákærði heldur fram. Er því ekki við annað að styðjast í þessu efni en framburð ákærða. Að öllu þessu virtu og gegn eindreginni neitun ákærða er ósannað að hann hafi dregið sér dúkinn og ber að sýkna ákærða af þessum ákærulið. 13. töluliður Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa pantað þessar vörur fyrir sjálfan sig og ekki hlutast til um að reikningurinn yrði stílaður á bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Ákærði kvaðst hafa talið að hjá Fagtúni fengist 7 mm þykkur jarðvegsdúkur, sem hentaði fyrir Þjóðleikhús- ið vegna viðgerða. Ákærði kvaðst í upphafi hafa greint viðmælendum sínum í Fagtúni frá því að hann væri að panta dúk fyrir leikhúsið. Eftir að í ljós kom að dúkurinn hjá Fagtúni var mun þynnri, eða 2 mm, þá kvaðst ákærði hafa ætlað að kanna málið betur. Hann lýsti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.