Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.oo.is ÚTSALA ÞAÐ virðist ætla að verða þraut- in þyngri fyrir Kjalnesinga að koma flugdrekum á loft, að minnsta kosti þegar skipulagt er að gera það í hópum því blíða- logn var á Kjalarnesdeginum sem haldinn var síðastliðinn laug- ardag þar sem m.a. átti að láta flugdrekana njóta sín. Dagurinn var geysivel heppn- aður, að sögn Sigþórs Magn- ússonar, formanns Íbúasamtaka Kjalarness. „Þetta var virkilega ánægjulegt, margt fólk og veðrið lék við okkur.“ Eins og Morgunblaðið greindi nýlega frá hefur ítrekað þurft að aflýsa flugdrekadegi á Kjalarnes- inu vegna blíðviðris og sú saga endurtók sig þennan daginn. „Við erum farin að hafa það sem reglu að auglýsa flugdrekadag þegar við ætlum að fá gott veður,“ segir Sigþór. „Við erum búin að reyna þetta nokkrum sinnum og það er alltaf dúnalogn en ég held að það sé líka vegna þess að það er oftar logn hérna en fólk áttar sig á.“ Minnt á Einbúann Þetta kom þó ekki að sök því nóg annað var að sýsla á þessum degi en dagskráin stóð frá klukk- an hálfellefu um morguninn til klukkan átta um kvöldið. Að sögn Sigþórs plöntuðu menn trjám, farið var í alls kyns leiki, borð- aður var veislumatur bæði í há- degi og um kvöldið, allir skelltu sér í sund og gengið var í skrúð- göngu um hverfið. Þá var varða hlaðin við Klébergið til að minna á vætt sem kallaður er Einbúi og býr í klettum. „Hann er vernd- arvættur skólans og er búinn að vera það frá því að skólinn var stofnaður. Við hófum vörðubygginguna til þess að minna á hann og ætli við reynum ekki að bæta jafnt og þétt í þessa vörðu og sjá hvort hún geti ekki einhverntíman orð- ið bara býsna stór. Það kæmi mér að minnsta kosti ekki á óvart,“ segir Sigþór. Hattar og annar furðufatnaður var dreginn fram fyrir skrúðgöngu sem farin var frá hverfinu og að Fólkvangi. Varða hlaðin en eng- ir flug- drekar Kjalarnes BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga við Ó.G. Bygg ehf. um byggingu skolpdælustöðvar í Gufunesi. Þrettán tilboð bárust í verkið en ekkert þeirra var í fullu samræmi við tilboðsskrá og var þeim því öllum hafnað. Kostnaðaráætlun vegna dælu- stöðvarinnar hljóðaði upp á tæpar 152 milljónir króna. Í bréfi gatnamála- stjóra kemur fram að við opnun til- boða hafi komið í ljós að tilboð Ó.G. Bygg hafi verið lægst eða upp á tæpar 137 milljónir króna sem er um 10 pró- sentum undir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið hljóðaði hins vegar upp á tæpar 194 milljónir króna. Í bréfinu segir að við yfirferð til- boðanna hafi komið í ljós að enginn bjóðenda skilaði tilboði sem var í fullu samræmi við tilboðsbók. Henni hafði verið breytt eftir að fyrstu útboðs- gögn voru afhent og því var hún send síðar til tilboðsgjafa. „Ljóst er að leið- rétting í samræmi við breytta tilboðs- skrá breytir ekki stöðu lægstbjóð- anda,“ segir í bréfi gatnamálastjóra. Var því niðurstaða borgarráðs að hafan öllum tilboðum en engu að síður yrði gengið til samninga við lægst- bjóðandann, Ó.G. Bygg. Öllum tilboð- um í skolp- dælustöð hafnað Grafarvogur HREINSA þarf skurði í ná- grenni skóla og íþróttasvæðis Bessastaðahrepps af skólp- mengun og gera þá öruggari með því að stækka fláa þeirra. Þetta er mat fulltrúa Á-lista í hreppsnefnd. Á síðasta fundi nefndarinnar lögðu fulltrúarnir til að þegar yrði ráðist í hreinsun skurðanna og segir í tillögunni að hluti þessara framkvæmda verði að lagfæra fráveitukerfi Vestur- túns sem í dag veitir skolpi í skurði við íþróttasvæði. Þá er lagt til að skurðirnir verði gerðir öruggari með tilliti til barna og segir í bókun fulltrúanna að í dag séu skurðirnir slysagildrur. Eimir af gamalli skurðamenningu Aðspurður um þetta segir Gunnar Valur Gíslasonar sveit- arstjóri að víða séu skurðir um hreppinn. „Sums staðar þar sem börn eru að leik er hætta á að þau geti dottið ofan í skurði. Við erum búin að setja upp æfinga- svæði fyrir ungmennafélagið og þurfum að kanna hvort við get- um ekki bætt aðkomu að skurð- um þar þannig að það sé ekki eins hátt að príla upp úr þeim ef krakkarnir þurfa að sækja bolta eða eitthvað slíkt,“ segir hann en málið verður tekið fyrir á fundi hreppsráðs á morgun. Varðandi skolpmengunina segir Gunnar Valur að hana megi finna í einum skurði og að til standi að vinna í því máli á næsta ári. „Hér er bæði láglent og flatt og við höfum ekki alveg sömu fallhæð til sjávar og aðrir. Hér eimir enn eftir af gamalli skurðamenningu sem við þurf- um smám saman að vinna okkur út úr.“ Hætta af skurðum rædd í hrepps- nefnd Bessastaðahreppur SUNDLAUGARGESTIR og aðrir vegfarendur í Laugardalnum hafa sjálfsagt tekið eftir því að skammt frá lauginni hafa skurðgröfur og aðrar vinnuvélar verið að störfum um nokkurt skeið. Eru þar á ferð- inni jarðvinnuframkvæmdir vegna líkamsræktarstöðvar og innisund- laugar sem fyrirhugað er að rísi þar á næstu mánuðum. Það er Reykjavíkurborg sem er að byggja innisundlaugina en lík- amsræktarstöðin er á vegum World Class en jarðvinnuverktaki beggja verkefnanna er Arnarverk. Að sögn Kristins J. Gíslasonar, verk- efnastjóra hjá Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, hófust fram- kvæmdir fyrir um mánuði. Segir hann byggingaraðila innilaug- arinnar og líkamsræktarstöðv- arinnar stefna að því að vera sam- stiga í jarðvinnuframkvæmdum, uppsteypu og ytri frágangi. Hins vegar sé innréttingavinna töluvert ólík í mannvirkjunum tveimur. Kristinn segir borgina stefna að því að opna innisundlaugina árið 2004 en kostnaðaráætlun vegna hennar sé um einn milljarður króna. Að sögn Björns Leifssonar, fram- kvæmdastjóra World Class, er stefnt að opnun líkamsræktarstöðv- arinnar upp úr áramótum 2003/ 2004 en áætlaður kostnaður vegna hennar er um 1250 milljónir króna. Morgunblaðið/Þorkell Jarðvinna hafin vegna líkamsrækt- ar og innilaugar Laugardalur Á FALLEGUM sumardögum er allsendis ómögulegt að aka um götur borgarinnar á skítugum bíl. Þetta vita þessi mægðin sem þrifu farkost sinn hátt og lágt við Ægisíðuna á þriðjudag. Vinnumaðurinn ungi virð- ist óspar á handtökin og ekki dóna- legt fyrir mömmu hans að fá svona góða aðstoð við bílþvottinn. Morgunblaðið/Jim Smart Þrifið af krafti Vesturbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.