Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Girnilegar varir sem kalla á koss NÝTT JUICY TUBES VARAGLOSS - HÁMARKSGLJÁI Ljúffengur girnilegur gljái, þrýstnar dásamlegar varir. Ferskir litir með bragði nýkreistra ávaxta. Hámarksgljái - 7 girnilegir litir. TRÚÐU Á FEGURÐ heimsæktu www.lancome.com Sönglagasamkeppni Ljósanótt 2002 Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar efnir til sönglagasam- keppni í tilefni Ljósanætur 2002 Við leitum að lagi og texta sem getur orðið ein- kennislag fyrir menningarnótt Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, fyrir 6. ágúst. Laginu skal skilað undir dulnefni en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is og ljosanott.is. Góð verðlaun í boði RÍMNAMÍN Diskurinn inniheldur ný lög með skærustu stjörnum íslenska rappsins í dag; XXX Rottweiler, Bent & 7berg, SesariA, Afkvæmum Guðanna ofl. 899 BTGSM fæst í BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni • BT Smáralind • BT Akureyri • BT Egilsstöðum á betra verði í verslunum BT * Tilboðið gildir aðeins fyrir BTGSM símanotendur til 7. júlí - sýna þarf SMS Almennt BT verð kr. 1.799,- ÞRÍR ráðherrar opnuðu formlega Brú milli heimsálfa á Reykjanesi í gær. Þegar þeir höfðu klippt á borða gengu þeir milli „heimsálf- anna“ þurrum fótum. Brúin er táknræn brú milli meg- inlandsflekanna, Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekanna, sem mætast hér á landi. Gjáin er á því svæði sem flekaskilin ganga upp á landið, hún er við veginn milli Hafna og Reykjanesvita, ofan Stóru-Sandvíkur. Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar stóð fyrir byggingu brúarinnar en fram kom við athöfnina í gær að Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi hafi upphaflega komið fram með þessa hugmynd. Hópur fólks, undir for- ystu Hjálmars Jónssonar alþing- ismanns, kom framkvæmdinni af stað. Hjálmar afhenti Árna Sigfús- syni mannvirkið í gær og Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra opnuðu hana með formleg- um hætti. Gengu þeir frá „Evr- ópu“ þar sem fánar Íslands og Evrópusambandsins blöktu við hún yfir til „Ameríku“ þar sem flaggað var þjóðfánum Bandaríkj- anna og Kanada og til baka aftur. Í ávörpum ráðherranna og bæj- arstjórans kom fram að brúin muni auka á upplifun ferðafólks á ferð um Reykjanes og leggja áherslu á jarðfræðilega sérstöðu svæðisins. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra lögðu með mis- jöfnum hætti út af þessari brú milli heimsálfa. Davíð Oddsson lagði meðal annars áherslu á að Ís- lendingar stæðu traustum fótum í báðum heimsálfunum, þyrftu að eiga góð samskipti við íbúa beggja á meðan Halldór Ásgrímsson sagði m.a. að brúin væri tákn alþjóða- væðingar og um vilja til að brúa nútíð og þátíð. Verkefnishópurinn hefur lagt í um það bil 10 milljóna króna kostnað við framkvæmdina og tel- ur Johan að eftir sé að leggja í um það bil tveggja milljóna króna kostnað til viðbótar vegna upplýs- ingaskilta og við stígagerð. Auk þess hefur Vegagerðin kostað hluta bílastæða. Brúin á að vera sjálfbær, að sögn Johans, leitað hefur verið eftir styrkjum frá ýms- um aðilum og skuldirnar á síðan að greiða niður á nokkrum árum með sölu viðurkenningarskjala sem staðfesta að viðkomandi hafi geng- ið milli heimsálfanna. Gengið þurrum fót- um milli heimsálfa Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherrarnir þrír gengu í fararbroddi yfir Brú milli heimsálfa eftir vígslu hennar í gær. Reykjanes MEIRIHLUTI hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps sam- þykkti að láta fara fram skoðun á launum og starfi nefnda og að sú skoðun fari fram í haust. Við umræður um laun sveitar- stjóra Vatnsleysustrandarhrepps sem fulltrúi V-listans vildi láta lækka, lagði minnihluti hrepps- nefndar fram tillögu um að farið verði yfir stjórnkerfi hreppsins og leitað leiða til að einfalda það og gera skilvirkara. Unnið verði að því að stjórnkerfið verði aðgengi- legra hreppsbúum með tilliti til réttar þeirra til upplýsinga, þátt- töku og sanngjarnrar málsmeð- ferðar. Einnig að laun nefndarmanna verði metin á sambærilegan hátt og laun sveitarstjóra og í fram- haldi af því verði gerð krafa um skilvirkari vinnu nefndanna. Þær skili tillögu að starfsáætlun til umsagnar og samþykktar hrepps- nefndar. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa V-listans var tillaga þessi upphaflega hluti af tillögu um breytingar á launum sveitar- stjóra og hún hafi ekki verið hugsuð þannig að laun nefnda tækju mið af núverandi launum sveitarstjóra. Í samræmi við yfirlýsingar í kosningabaráttunni Ekki verður séð á fundargerð að tillagan hafi verið borin formlega undir atkvæði á hreppsnefndar- fundi en meirihluti H-listans lagði fram bókun þar sem fallist var á tillögu minnihlutans, það er að segja að fyrri hluti hennar félli að þeirri stefnu sem listinn kynnti kjósendum í kosningabaráttu sinni. Síðan segir: Meirihluti hreppsnefndar fellst einnig á að fram fari skoðun á launum og starfi nefnda. Sú skoðun fari fram á komandi hausti. Endurskoðun á starfi og launum nefnda Vogar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.