Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 18

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Girnilegar varir sem kalla á koss NÝTT JUICY TUBES VARAGLOSS - HÁMARKSGLJÁI Ljúffengur girnilegur gljái, þrýstnar dásamlegar varir. Ferskir litir með bragði nýkreistra ávaxta. Hámarksgljái - 7 girnilegir litir. TRÚÐU Á FEGURÐ heimsæktu www.lancome.com Sönglagasamkeppni Ljósanótt 2002 Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar efnir til sönglagasam- keppni í tilefni Ljósanætur 2002 Við leitum að lagi og texta sem getur orðið ein- kennislag fyrir menningarnótt Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, fyrir 6. ágúst. Laginu skal skilað undir dulnefni en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is og ljosanott.is. Góð verðlaun í boði RÍMNAMÍN Diskurinn inniheldur ný lög með skærustu stjörnum íslenska rappsins í dag; XXX Rottweiler, Bent & 7berg, SesariA, Afkvæmum Guðanna ofl. 899 BTGSM fæst í BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni • BT Smáralind • BT Akureyri • BT Egilsstöðum á betra verði í verslunum BT * Tilboðið gildir aðeins fyrir BTGSM símanotendur til 7. júlí - sýna þarf SMS Almennt BT verð kr. 1.799,- ÞRÍR ráðherrar opnuðu formlega Brú milli heimsálfa á Reykjanesi í gær. Þegar þeir höfðu klippt á borða gengu þeir milli „heimsálf- anna“ þurrum fótum. Brúin er táknræn brú milli meg- inlandsflekanna, Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekanna, sem mætast hér á landi. Gjáin er á því svæði sem flekaskilin ganga upp á landið, hún er við veginn milli Hafna og Reykjanesvita, ofan Stóru-Sandvíkur. Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar stóð fyrir byggingu brúarinnar en fram kom við athöfnina í gær að Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi hafi upphaflega komið fram með þessa hugmynd. Hópur fólks, undir for- ystu Hjálmars Jónssonar alþing- ismanns, kom framkvæmdinni af stað. Hjálmar afhenti Árna Sigfús- syni mannvirkið í gær og Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra opnuðu hana með formleg- um hætti. Gengu þeir frá „Evr- ópu“ þar sem fánar Íslands og Evrópusambandsins blöktu við hún yfir til „Ameríku“ þar sem flaggað var þjóðfánum Bandaríkj- anna og Kanada og til baka aftur. Í ávörpum ráðherranna og bæj- arstjórans kom fram að brúin muni auka á upplifun ferðafólks á ferð um Reykjanes og leggja áherslu á jarðfræðilega sérstöðu svæðisins. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra lögðu með mis- jöfnum hætti út af þessari brú milli heimsálfa. Davíð Oddsson lagði meðal annars áherslu á að Ís- lendingar stæðu traustum fótum í báðum heimsálfunum, þyrftu að eiga góð samskipti við íbúa beggja á meðan Halldór Ásgrímsson sagði m.a. að brúin væri tákn alþjóða- væðingar og um vilja til að brúa nútíð og þátíð. Verkefnishópurinn hefur lagt í um það bil 10 milljóna króna kostnað við framkvæmdina og tel- ur Johan að eftir sé að leggja í um það bil tveggja milljóna króna kostnað til viðbótar vegna upplýs- ingaskilta og við stígagerð. Auk þess hefur Vegagerðin kostað hluta bílastæða. Brúin á að vera sjálfbær, að sögn Johans, leitað hefur verið eftir styrkjum frá ýms- um aðilum og skuldirnar á síðan að greiða niður á nokkrum árum með sölu viðurkenningarskjala sem staðfesta að viðkomandi hafi geng- ið milli heimsálfanna. Gengið þurrum fót- um milli heimsálfa Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherrarnir þrír gengu í fararbroddi yfir Brú milli heimsálfa eftir vígslu hennar í gær. Reykjanes MEIRIHLUTI hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps sam- þykkti að láta fara fram skoðun á launum og starfi nefnda og að sú skoðun fari fram í haust. Við umræður um laun sveitar- stjóra Vatnsleysustrandarhrepps sem fulltrúi V-listans vildi láta lækka, lagði minnihluti hrepps- nefndar fram tillögu um að farið verði yfir stjórnkerfi hreppsins og leitað leiða til að einfalda það og gera skilvirkara. Unnið verði að því að stjórnkerfið verði aðgengi- legra hreppsbúum með tilliti til réttar þeirra til upplýsinga, þátt- töku og sanngjarnrar málsmeð- ferðar. Einnig að laun nefndarmanna verði metin á sambærilegan hátt og laun sveitarstjóra og í fram- haldi af því verði gerð krafa um skilvirkari vinnu nefndanna. Þær skili tillögu að starfsáætlun til umsagnar og samþykktar hrepps- nefndar. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa V-listans var tillaga þessi upphaflega hluti af tillögu um breytingar á launum sveitar- stjóra og hún hafi ekki verið hugsuð þannig að laun nefnda tækju mið af núverandi launum sveitarstjóra. Í samræmi við yfirlýsingar í kosningabaráttunni Ekki verður séð á fundargerð að tillagan hafi verið borin formlega undir atkvæði á hreppsnefndar- fundi en meirihluti H-listans lagði fram bókun þar sem fallist var á tillögu minnihlutans, það er að segja að fyrri hluti hennar félli að þeirri stefnu sem listinn kynnti kjósendum í kosningabaráttu sinni. Síðan segir: Meirihluti hreppsnefndar fellst einnig á að fram fari skoðun á launum og starfi nefnda. Sú skoðun fari fram á komandi hausti. Endurskoðun á starfi og launum nefnda Vogar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.