Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 25. ÁGÚST 2002
198. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Dansað
í gegnum
lífið
Þau eru ung, kraftmikil og
óhrædd. Þau eiga það flest
sameiginlegt að hafa
stundað dansnám frá
unga aldri, haldið utan í
framhaldsnám að loknu
námi hér heima og dansa
nú í leikhúsum víða um
Evrópu, undir stjórn bæði
róttækra og mikilsvirtra
listamanna. Ragna Sara
Jónsdóttir ræddi við tíu
unga íslenska listdansara
sem hafa náð langt á er-
lendri grund./12
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
25. ágúst 2002
B
Síbrotamenn
og samfélagið
10 Rússneska mafían
færir út kvíarnar
14
Ábyrgð á efni
á Netinu 18
TVÆR palestínskar konur í Jab-
alya-flóttamannabúðunum á Gaza-
svæðinu. Veggmyndirnar endur-
spegla ágætlega veruleikann eins
og hann blasir við Palestínumönn-
um, vopnaburður og sprengjuárás-
ir á borgir og bæi. Í gær virtist sem
tveggja daga samkomulag um að
ísraelskt herlið færi frá Gaza og
Betlehem væri að fara út um þúfur
en Ísraelar kröfðust þess þá, að pal-
estínska heimastjórnin skæri fyrst
upp herör gegn herskáum hópum.
Reuters
Palestínsk-
ur veruleiki
OPINBERRI heimsókn Kim
Jong-Ils, leiðtoga Norður-Kór-
eu, í Vladívostok í Rússlandi
lauk í gær og
kvaðst hann
vera „1.000%
ánægður“
með ferðina.
Vakti hrifning
hans á rúss-
neskri fram-
leiðsluvöru
nokkra furðu
Rússa og þá
ekki síður
áhugi hans á rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni.
Kim, sem þykir jafnan held-
ur fámáll, „talaði fúslega við
Rússana, sem voru með hon-
um í för, og við starfsmenn í
verksmiðjum“. Var það haft
eftir rússneskum blaðamönn-
um, sem sögðu, að Kim hefði
sýnt mikinn áhuga á fram-
leiðsluvörunni og spurt margs.
Það, sem kom Rússunum þó
mest á óvart, var skyndilegur
áhugi Kims á rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni. Skoðaði
hann rússneskar helgimyndir
af miklum áhuga og spurði
presta spjörunum úr um
trúna. Júrí Kopylov, borgar-
stjóra í Vladívostok, fannst því
við hæfi að leysa n-kóreska al-
valdinn út með einni helgi-
mynd eða íkon og þá trúði Kim
honum fyrir því, að hann hefði
á prjónunum að byggja rúss-
neska rétttrúnaðarkirkju í
Pyongyang, höfuðborg N-Kór-
eu.
Trúar-
áhugi
vakti
furðu
Vladívostok. AFP.
Kim Jong-Il
VATNSBORÐIÐ í Dongting-vatni í
Hunan-héraði í Kína var í gær langt
yfir hættumörkum og álagið á varn-
argörðunum jókst stöðugt. Bresti
þeir mun flóðið fara yfir sex borgir og
tugi þorpa þar sem milljónir manna
búa. Yfirvöld vilja þó trúa því, að þeir
haldi, en vatnsborðið hækkar enn og
spáð er meiri úrkomu á næstu dög-
um.
Gott veður var á þessum slóðum í
gær en vatnsborðið hélt samt áfram
að hækka um einn sentimetra á
klukkustund. Um miðjan dag var það
1,8 metra yfir hættumörkum og Xinh-
ua-fréttastofan kínverska sagði, að
jafnvel lítil úrkoma gæti riðið bagga-
muninn til hins verra. Er því spáð, að
aftur fari að rigna á næstu dögum.
Meira en milljón manna og rúm-
lega 100.000 hermenn hafa unnið að
því síðustu daga að styrkja flóðavarn-
irnar og um 600.000 manns hafa verið
flutt burt frá næsta nágrenni við
Dongting-vatn. Er það notað sem yf-
irfallslón fyrir Yangtze-fljót en vegna
mikilla rigninga víða í Kína í sumar er
mikill vöxtur í flestum fljótum og
vötnum. Þótt ekki rigni mikið á næst-
unni er ekki búist við, að úr vatna-
vöxtunum dragi almennt fyrr en und-
ir mánaðamót eða snemma í septem-
ber.
Gróður- og skógareyðing
mesti skaðvaldurinn
Um 4.000 manns týndu lífi í mikl-
um flóðum í Yangtze-fljóti og Dongt-
ing-vatni fyrir fjórum árum en síðan
hafa bakkarnir verið hækkaðir og
plantað þar trjám. Jafnframt var
350.000 bændum skipað burt og þeim
fengið jarðnæði annars staðar. Þrátt
fyrir það hafa flóðin í Hunan-héraði
nú eyðilagt 27.000 hús og skemmt
önnur 67.000. Eru 415.000 hektarar
af ræktarlandi í þessu mesta hrís-
grjónaræktarhéraði Kína undir
vatni.
Með hinni umdeildu Þriggja
gljúfra stíflu er stefnt að því að ná
tökum á Yangtze en hún verður ekki
fullsmíðuð fyrr en 2009. Umhverfis-
verndarmenn halda því hins vegar
fram, að meginástæða endurtekinna
flóða sé mikil gróður- og skógareyð-
ing með öllu fljótinu.
Flóðið í Dongting-
vatni eykst enn
Yueyang. AP, AFP.
Yfirvöld í Kína samt vongóð um að garðarnir haldi
ROBERT Mugabe, forseti Zimb-
abve, hefur boðað skipan nýrrar
stjórnar á morgun, mánudag, og er
almennt búist við, að harðlínumenn
muni taka við af þeim ráðherrum,
sem hafa verið hálfvolgir í stuðningi
sínum við „umbótastefnu“ forsetans.
Ekkert hefur spurst út um skipan
nýju stjórnarinnar en The Herald,
opinbert málgagn stjórnarinnar,
sagði í gær, að „Mugabe forseti hef-
ur sagt, að hugleysingjar eigi ekkert
erindi í ráðherrastóla og þeir, sem
ekki eru nógu harðir af sér, eigi að
fara frá“. Þykir það benda til, að
stjórnin verði eingöngu skipuð harð-
línumönnum en einangrun hennar á
alþjóðavettvangi vex stöðugt.
Dagblaðið Daily News, sem er
óháð og í einkaeigu, sagði, að líklega
yrði Simba Makoni fjármálaráð-
herra rekinn, enda hefði hann reynt
án árangurs að vekja áhuga forset-
ans á ástandinu í efnahagsmálunum.
Mugabe stefnir að því að flæma
burt flesta hvíta bændur og láta
jarðirnar í hendur stuðningsmanna
sinna, sem fæstir kunna mikið fyrir
sér í búrekstri. Um helmingur Zimb-
abvebúa sveltur heilu hungri og
margir kenna það ekki síst „umbót-
um“ Mugabes.
Harðlínu-
stjórn í
Zimbabve?
Harare. AFP.