Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 9
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
sem átti sæti í umhverfis- og heil-
brigðisnefnd Reykjavíkur á síðast-
liðnu kjörtímabili, segir að vegna
kosninganna í vor hafi Reykjavík-
urlistinn ekki viljað setja upp við-
vörunarskilti um saurmengun við
fjöruna neðan við Hamrahverfi í
Grafarvogi. Hann segir að skipu-
lagðar mælingar hafi farið fram á
svæðinu um nokkurt skeið og vel
hafi verið hægt að grípa til að-
gerða fyrr.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á föstudag ákvað umhverf-
is- og heilbrigðisnefnd á fundi sín-
um á fimmtudag að setja upp
viðvörunarskilti við Hamrahverfið.
Mælingar Umhverfis- og heil-
brigðisstofu Reykjavíkur undan-
farna sjö mánuði sýndu að saur-
mengun við fjöruna fyrir neðan
Hamrahverfið var á tímabilinu vel
yfir mörkum, allt að 53-föld.
Guðlaugur Þór segir grátbros-
legt að Reykjavíkurlistinn ætli að
grípa til aðgerða nú. Hann hafi
ítrekað farið fram á það að viðvör-
unum yrði komið á framfæri. Til-
laga hans um skilti hafi verið sam-
þykkt í febrúar en Reykja-
víkurlistinn ekki viljað fylgja henni
eftir fram að kosningum. Einnig
hafi sjálfstæðismenn mótmælt því
á sínum tíma að fresta fram-
kvæmdum við dælustöð í Grafar-
vogi.
„Augljóslega mátti ekki setja
skiltin upp fyrir kosningar. Þarna
var framkvæmdum frestað en R-
listinn auglýsti alla kosningabar-
áttuna að búið væri að hreinsa
strandlengjuna. Í raun hefur ekk-
ert breyst. Mælingar fram í maí
sýndu mengun á þessum stað yfir
viðmiðunarmörkum. Þetta er gróft
skólabókardæmi um það þegar
menn eru fegra hluti og fela fram
yfir kosningar. Eftir kosningar
finnst mönnum svo allt í lagi að
framfylgja þeim tillögum sem búið
var að samþykkja,“ segir Guðlaug-
ur Þór.
Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi um mengunina við Hamrahverfi
Viðvörunarskiltum
var frestað fram
yfir kosningar
BÆJARLÖGMAÐUR Kópavogs
hefur lagt til að beðið verði niður-
stöðu í máli næturklúbbs í Reykja-
vík gegn Reykjavíkurborg og ríkis-
sjóði áður en tekin verði ákvörðun
um breytingar á lögreglusamþykkt
Kópavogs sem banni einkadans í
næturklúbbum. Meirihluti bæjar-
ráðs ákvað í kjölfarið á fundi sínum í
fyrradag að fresta ákvarðanatöku í
málinu.
Í bókun meirihlutans í kjölfar um-
sagnar bæjarlögmanns segir m.a. að
í umsögn bæjarlögmanns komi fram
að lagalegur grunnur þess að breyta
lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar
með þeim hætti sem tillögumaður
geri ráð fyrir sé mjög umdeildur og
óviss. Jafnframt sé upplýst að hinn
19. þessa mánaðar hafi verið þing-
fest mál gegn Reykjavíkurborg til
að fá úrskurð dómstóla í hliðstæðu
máli. Málið hafi fengið flýtimeðferð
og því skammt að bíða þess að dóm-
ur liggi fyrir. „Meirihluti bæjarráðs
telur því óráðlegt að aðhafast nokk-
uð nú, sem bakað gæti bæjarsjóði
verulega bótaskyldu og fjárútlát,
einkum með tilliti til þess hve
skammt er til þess að niðurstöður fá-
ist um lögmæti slíkra aðgerða. Við
leggjum því til að beðið sé með
ákvörðun í þessu máli, þar til að nið-
urstaða dómstóla liggur fyrir. Annað
væri algjört ábyrgðarleysi af hálfu
þeirra sem falið er að gæta sameig-
inlegra sjóða skattborgaranna.“
Í bókun Flosa Eiríkssonar, full-
trúa Samfylkingarinnar, kemur m.a.
fram að í umsögn bæjarlögmanns
dags. 21.8. kemur fram að lögfræði-
álit eru misvísandi í málinu. Einnig
sé nefnt í umsögninni að óviðunandi
sé að reglur þær sem gilda séu mis-
munandi eftir sveitarfélögum. Þetta
hafi fulltrúar Samfylkingarinnar
bent á enda leggi þeir til samræm-
ingu á lögreglusamþykkt til móts við
Reykjavík. „Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokks skjóta
sér undan því að taka afstöðu til sið-
ferðilegra spurninga og fresta
ákvörðun á málinu um að minnsta
kosti tvo mánuði. Í bókun þeirra eru
bara tíndar til áhyggjur af peningum
en hagsmunum stúlknanna á þess-
um stöðum og annarra þeirra sem
hafa orðið fyrir afleiðingum kynlífs-
iðnaðar hvergi getið né sýndur
áhugi.“
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Kópavogi styður
framkomna tillögu um bann við
einkadansi á nektarstöðum í Kópa-
vogi og hvetur bæjarstjórnina til að
láta ekki þar við sitja heldur leita
leiða til að koma í veg fyrir rekstur
nektarstaða í bænum. „Athuganir
benda til þess að hæpið sé að tala um
frjálsa atvinnu eða viðskipti þeirra
kvenna sem þarna starfa og að starf-
semin tengist frekar beint eða
óbeint ólögmætu framferði með kon-
ur og ýti undir klám og kynferð-
islegt ofbeldi,“ segir m.a. í ályktun
stjórnarinnar um málið.
Beðið með
hugsanlegar
breytingar í
Kópavogi
Einkadans í Kópavogi
LÖGREGLAN í Keflavík stóð tvo
menn að neyslu fíkniefna við eftirlit í
bænum í fyrrinótt. Lögreglumenn
gengu framhjá tveimur mönnum
sem voru að neyta fíkniefna skammt
frá veitingastað. Þeir reyndu að fela
efnið þegar lögregla hafði afskipti af
þeim. Við leit fannst lítilræði af efni
sem er talið vera amfetamín. Menn-
irnir voru teknir höndum, en sleppt
að lokinni skýrslutöku.
Keflavík
Staðnir
að neyslu
fíkniefna
♦ ♦ ♦