Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 13

Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 13 • Stjórnar „fyrrverandi“ heimilislífinu okkar? • Má ég elska börnin mín heitar en börnin hans/hennar? • Eru stjúpforeldrar félagar, vinir eða uppalendur? • Eru stjúpforeldrar alvöru foreldrar? • Er hægt að búa til eina fjölskyldu úr tveimur fjölskyldum? Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl í stjúpfjölskyldu, hlutverk stjúpforeldra, samskiptin við „hina foreldrana“ og leitað vænlegra leiða til að byggja upp samsetta fjölskyldu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. Þannig er leitast við að skapa andrúmsloft trúnaðar og stuðla að opinni umræðu um viðkvæm mál sem hvíla á þátttakendum. Námskeiðið verður haldið á Hverfisgötu 105, 4. hæð, fimmtud. 29. ágúst, þriðjud. 3. september og miðvikud. 4. september, kl. 20.00-22.30. Þáttökugjald er 13.000,- kr (námskeiðsgögn og kaffi innifalið). Stjúpfjölskyldur „Börnin þín, börnin mín, börnin okkar“ Námskeið Þels - sálfræðiþjónustu fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum Sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir hjá Þeli - sálfræðiþjónustu halda þriggja kvölda námskeið fyrir foreldra og stjúpforeldra í samsettum fjölskyldum. Nánari upplýsingar og skráning í símum 551 0260 og 562 8737, í netföngum egj@centrum.is og torkatla@centrum.is og á heimasíðu okkar www.thel.is VERIÐ er að lagfæra og styrkja brú og brúarstöpla við Jökulgilskvísl á Fjallabaksleið nyrðri, skammt frá Landmannalaugum. Að sögn Sigurðar Kr. Jóhannssonar, deildarstjóra framkvæmda hjá umdæmisskrifstofu Vegagerðar- innar á Selfossi, var brúin orðin lúin og hafa brúar- vinnustarfsmenn Vegagerðarinnar verið að störfum þar í á aðra viku. Lítið er í ánni um þessar mundir og var því ákveðið að nota tækifærið og gera við brúna. Brúin er greiðfær á meðan á vinnunni stend- ur en að sögn Sigurðar er þetta eina brúin á þessum slóðum. Ljósmynd/Vilhelm Gunnarsson Brú og brúarstöplar styrktir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.