Morgunblaðið - 25.08.2002, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÝJASTI áfangastaður ferða-
manna í St. Louis í Missouri er
kenndur við Weldon Spring-
úthverfið og afar óvenjulegur:
risastór haugur af geislavirkum
úrgangi frá stöð sem notuð var á
sínum tíma til að auðga úran til
notkunar í kjarnorkusprengjur,
að sögn dagblaðsins The Los
Angeles Times. Búið er að fjar-
lægja það sem hættulegast þykir,
þrífa og skrúbba. Þarna eru leif-
ar af TNT-sprengiefni, asbest, blý
og að sjálfsögðu úran.
Marie og Tom Burrows fóru
nýlega þangað með barnabarnið
Zack sem er níu ára. Hann klifr-
aði þegar upp á hauginn, efsti
hlutinn er á við sjö hæða hús og
Zack horfði yfir sig hrifinn á það
sem fyrir augu bar. „Geðveikt!“
sagði hann. „Er ég farin að
glóa?“ spurði amma hans stríðn-
islega og hló. Fiðrildi flögraði
hjá, Zack þaut á eftir því. Fjöl-
skyldan staldraði við og dáðist að
útsýninu. „Fyrst þetta er nú einu
sinni hér er eins gott að njóta
þess,“ sagði Tom Burrows.
Orkumálaráðuneytið í Wash-
ington ákvað að leyfa almenningi
að fara sinna ferða um svæðið
eftir 16 ára hreinsunarátak sem
kostað hefur nær milljarð dollara,
um 85 milljarða króna. Öllu á að
vera óhætt, ekki einu sinni talin
þörf á að öryggisgæsla sé á
staðnum enda þótt mikið sé af
hættulegum efnum inni í hæðinni.
Fólk getur fylgst með geisl-
uninni með því að skoða geiger-
teljara í safni á staðnum, húsið
var áður notað til að mæla geisla-
virkni í starfsmönnum vinnslu-
stöðvarinnar. Einnig geta menn
innan skamms hjólað eftir níu
kílómetra löngum stíg sem liggur
í sveig um urðunarsvæðið. Efnin
inni í miðjum haugnum eru sögð
vel einangruð með þykku lagi af
leir og bergi, allt að 12 metra
þykku. Leiðin liggur um gamla
steinnámu þar sem allt var fullt
af geislavirku drasli fyrir aðeins
áratug, þar voru TNT-leifar og
beyglaðar málmtunnur með alls
kyns varasömum efnum. Á safn-
inu er sýnt hvernig hreinsunin
fór fram. Þar er mynd af manni
að slá gras en hann er vel varinn,
í öruggum búningi og með súr-
efniskút.
Gulleitir úranklumpar lágu enn
eins og hráviði í Weldon Spring á
miðjum níunda áratugnum. Til
eru meira en 120 staðir af þessu
tagi í Bandaríkjunum og varið
hefur verið milljörðum dollara í
hreinsun en Weldon Spring er sá
fyrsti sem opnaður er almenningi.
Hart er nú deilt um áætlun sem
þingið hefur samþykkt og gengur
út á að urða í Yucca-fjalli í Nev-
ada geislavirkan úrgang frá
kjarnorkuverum landsins. Ráða-
menn vonast nú til þess að ef um-
ræddir 120 urðunarstaðir verði
vinsælir ferðamannastaðir geti
það aukið traust fólks á því að
hægt sé að hafa stjórn á geisla-
virkni.
„Ef sett er upp girðing er verið
að gefa til kynna að menn séu
hræddir,“ segir Pam Thompson,
sem stjórnar Weldon Spring-
áætluninni. „Eina leiðin til að
sigrast á óttanum er að auka
þekkingu.“
Áróðursbragð til að
gera lítið úr hættunni?
Ekki eru allir sáttir við þessa
stefnu og segja að um sé að ræða
áróðursbragð og á safninu sé gert
of lítið úr menguninni sem stað-
urinn hafi valdið í umhverfinu og
heilsutjóninu sem sumir starfs-
menn vinnslustöðvarinnar hafi
orðið fyrir. Nokkur geislavirkni
hafi mælst í uppsprettu á vernd-
arsvæði fyrir fugla í þriggja kíló-
metra fjarlægð og einnig hafi
TNT-leifar frá verksmiðju, sem
starfrækt var í seinni heimsstyrj-
öld, fundist í drykkjarvatni í álíka
fjarlægð. Loks hafi grunnvatn ná-
lægt úranvinnslustöðinni mengast
af hættulegu efni er nefnist
tríklóretýlen.
„Það er ekkert glæsilegt við
sögu Weldon Spring,“ segir Dan-
iel McKeen, meinafræðingur sem
býr á svæðinu og hefur lengi var-
að við heilsutjóni sem hlotist geti
af haugnum. Embættismenn í
Missouri eru líka óánægðir og
segja að með framtakinu geti far-
ið svo að fólk haldi að búið sé að
troða sérhverri ögn af geislavirku
langt inn í hauginn en því fari
fjarri.
Thompson segir alrangt að
markmiðið sé að telja fólki trú
um að geislavirk úrgangsefni séu
hættulítil. Öðru nær, með því að
auglýsa hauginn sem ferða-
mannastað sé verið að minna al-
menning á hvað sé inni í honum,
fólk þurfi að hafa það í huga en
byggð á svæðinu fer nú hratt vax-
andi. Komandi kynslóðir muni
læra að bera hæfilega virðingu
fyrir því sem hæðin hafi að
geyma.
The Los Angeles Times/Diane L. Wilson
Ferðamenn í St. Louis á leið upp hauginn sem geymir geislavirka úrganginn.
The Los Angeles Times/Diane L. Wilson
Tom Burrows og eiginkona hans, Marie Burrows, skoða eitt af upplýs-
ingaspjöldunum sem komið hefur verið fyrir uppi á urðunarhaugnum í
Weldon Spring, úthverfi St. Louis í Missouri.
„Er ég farin
að glóa?“
Varið hefur verið stórfé í að hreinsa urðunarstaði fyrir
geislavirkan úrgang í Bandaríkjunum. Hægt er að fara
í gönguferð um slíkan haug í úthverfi St. Louis.
GLÆPANET rússnesku mafíunnar
er nú talið stærra en nokkru sinni
fyrr. Meðlimir mafíunnar eru að
störfum í öllum hornum heimsins og í
Rússlandi er mafían sem fyrr ein
voldugasta og fjársterkasta stofnun
samfélagsins.
Hneykslið sem tengist mafíufor-
ingjanum Alimzhan Tokhtakhounov
hefur gefið fágæta innsýn í undir-
heimaveröld rússnesks samfélags en
Tokhtakhounov er sakaður um að
hafa mútað frönskum og rússneskum
dómurum á vetrarólympíuleikunum í
Salt Lake City í Bandaríkjunum til
að hagræða úrslitum.
Ónafngreindur lögreglumaður frá
Vesturlöndunum, sem stundað hefur
rannsóknir á skipulagðri glæpastarf-
semi í Rússlandi, segir óþekkt í sögu
mannkyns að glæpasamtök hafi jafn-
sterk pólitísk áhrif og lúri á jafnmikl-
um auðæfum og í Rússlandi.
„Menn tala fjálglega um Al Cap-
one sem hafði borgarstjórann í Cic-
ero í Illinois-ríki í vasanum, auk ann-
arra pólitískra sambanda. En hann
er mesti glæpaforinginn sem við höf-
um þekkt. Þó tók hann aldrei yfir
General Motors-fyrirtækið eða [stál-
framleiðandann] US Steel. Hann sat
aldrei á þingi,“ segir lögreglumaður-
inn. „Margir þessara rússnesku
glæpaforingja eru hins vegar millj-
arðamæringar, þeir ráða jafnvel yfir
náttúrulegum auðlindum eins og áli
og olíu.“
Héldu sig áður til hlés
Glæpagengi voru vissulega fyrir
hendi í Sovétríkjunum sálugu og
græddu foringjar þeirra vel á ýmsu
svartamarkaðsbraski. Þeir héldu sig
hins vegar ávallt til hlés af ótta við að
enda í gúlaginu.
Nú er öldin önnur. Í því öngþveiti
sem fylgdi hruni Sovétríkjanna tóku
glæpagengin að blómstra enda
reyndist ríkisvaldið of veikt til að
spyrna við fótum. Glæpagengin tóku
yfir bankana í landinu og sölsuðu
undir sig helstu eignir ríkisins – oftar
en ekki með aðstoð embættismann-
anna. Er áætlað að seint á síðasta
áratug hafi verið svo komið að rúss-
neska mafían réði yfir 40% einkarek-
inna fyrirtækja í landinu og 60% fyr-
irtækja í eigu ríkisins.
Eftir 1989 tóku rússneskir mafíu-
foringjar einnig að færa út kvíarnar,
þ.e. til erlendra landa; Evrópu,
Bandaríkjanna og Ísraels og notuðu
þeir til þess samfélög brottfluttra
Rússa, sem komið höfðu sér fyrir á
nýjum slóðum. Hefur Ísrael reynst
mafíunni sérstaklega dýrmætt en tal-
ið er að mafían hafi stundað þar pen-
ingaþvætti í miklum mæli enda til-
tölulega auðvelt fyrir Rússa að
komast yfir ísraelskt vegabréf, þ.e.
með því að segjast af gyðingaættum.
Frábrugðin glæpagengjum
Ítala og Kólumbíumanna
Rússneska mafían er sögð frá-
brugðin eiturlyfjagengjum í Kólumb-
íu og ítölsku mafíunni í ýmsum veiga-
miklum atriðum. Ekki er um að ræða
miðstýrða starfsemi sem lýtur einum
„æðstapresti“ heldur einkennir það
Rússana að þeir starfa í litlum glæpa-
gengjum: finna má hundruð útibúa í
heiminum og meðlimir gengjanna
skipta þúsundum. Styrkur rússnesku
glæpagengjanna felst hins vegar í því
að foringjar þeirra eru gjarnan reiðu-
búnir til að mynda tímabundin
bandalög með svo til hverjum sem er.
„Enginn myndar eins mörg banda-
lög og rússneska mafían – Rússarnir
gera samninga við alla. Það eru jafn-
vel dæmi um að rússneska mafían
hafi tekið þátt í að aðstoða al-Qaeda
[hryðjuverkasamtökin] við að sjá
Rússneska
mafían færir
út kvíarnar
Reuters
Rússneska mafían hefur m.a. átt samstarf við eiturlyfjagengi í Kólumbíu.
Moskvu. AFP.
’ Þeir takast áhendur hvað eina
sem gefur af sér
peninga. ‘