Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 19
Viðskiptaráðherra
ákvað að leggja til við
Alþingi að tilskipunin
um rafræn viðskipti
yrði ekki innleidd skv.
orðalagi sínu heldur
yrði nánar mælt fyrir
um ábyrgð hýsingar-
aðila en orðalag tilskip-
unarinnar mælir fyrir
um. Er þér kunnugt um
hvaða leið aðrar Norð-
urlandaþjóðir hafa kos-
ið að fara í þessu efni?
Já, við samningu
frumvarpa um innleið-
ingu tilskipunar um raf-
ræn viðskipti höfðu
Norðurlöndin nokkurt
samráð. Norðmenn og Finnar fóru þá
leið að skilgreina nánar í hvenær hýs-
ingaraðili gæti orðið ábyrgur en til-
skipunin mælir fyrir um, líkt og við
Íslendingar. Danir og Svíar lögðu aft-
ur á móti til að tilskipunin yrði inn-
leidd með svipuðu orðalagi og kemur
fram í tilskipuninni sjálfri.
Lögin um rafræn viðskipti auð-
velda eigendum tónverka svo dæmi
sé tekið að fá sjóræningjatónlist fjar-
lægða af íslenskum netþjónum.
Hvers vegna var ákveðið að einungis
rétthafar höfundarréttar gætu náð
rétti sínum fram með sérlega skjót-
um hætti, þ.e. án þess að fara fyrir
dómstóla eða leita lögbanns, en ekki
til dæmis þeir sem telja sig hafa orðið
fyrir ærumeiðingum á Netinu eða
innrás í einkalíf sitt?
Reynslan hefur sýnt að brot gegn
höfundarrétti á Netinu geta valdið
gífurlegu fjárhagslegu tjóni á
skömmum tíma. Því var talið skyn-
samlegt að mæla fyrir um að rétt-
hafar sem telja rétt á sér brotinn
hefðu afar skjóta leið til að fá úrlausn
sinna mála, þ.e. án þess að fara fyrir
dómstóla eða leita lög-
banns. Ætíð er hætt við
misnotkun slíkra
möguleika og unnt að
sjá fyrir sér að keppi-
nautur noti þá til að
hindra dreifingu efnis.
Því eru í lögunum
ákvæði sem mæla fyrir
um skaðabótaskyldu
þeirra sem setja fram
óréttmæta tilkynningu
sem leiðir til fjarlæg-
ingar efnis. Á hinn bóg-
inn var talið að slíkt
ákvæði myndi ekki
koma á sama hátt í veg
fyrir óréttmætar til-
kynningar um æru-
meiðingar eða brot gegn friðhelgi
einkalífs. Einnig er hér til þess að líta
að meint ærumeiðingarbrot hafa al-
mennt í för með sér spurningu um
tjáningarfrelsi. Því var ekki talið rétt
að unnt væri að hefta tjáningarfrelsi
manna með tilkynningu til þjónustu-
veitenda, án þess að dómstóll eða
sýslumaður hefði fjallað um málið.
Skylda á milliliði að
fjarlægja ólögmætt efni
Aðgangur barna og unglinga að
klámi og ofbeldisefni á Netinu er
mörgum áhyggjuefni. Hvers vegna
er ekki tekið á þessu í lögunum þótt
framboð á slíku efni hljóti að teljast
falla undir rafræna þjónustu?
Með lögunum um rafræn viðskipti
var lagður til ákveðinn grunnur að
viðskiptalöggjöf á þessu sviði. Engu
að síður er tekið á aðgangi að ólög-
mætu efni í lögunum á tiltekinn hátt.
Í þeim er lögð sú skylda á svokallaða
milliliði að fjarlægja slíkt efni eða
hindra aðgang að því án tafar, að
ákveðnum skilyrðum fullnægðum.
Nefndin sem vann frumvarpið á veg-
um viðskiptaráðherra hafði það hlut-
verk að gera tillögu að innleiðingu til-
skipunar um rafræn viðskipti, en þar
er ekki tekið með öðrum hætti en að
framan greinir á aðgangi barna og
unglinga að klámi og ofbeldisverkum.
Hafa lögin áhrif á réttarstöðu ís-
lenskra neytenda sem kynnu að vilja
kaupa inn á Netinu erlendis frá?
Helstu áhrif tilskipunar um rafræn
viðskipti á réttarstöðu íslenskra
neytenda sem kaupa inn á Netinu er-
lendis frá eru þau að þjónustuveit-
endur á evrópska efnahagssvæðinu
þurfa að veita tilteknar upplýsingar
um sig. Einnig ber þeim að veita upp-
lýsingar í tengslum við pöntun. Það
er hins vegar að meginstefnu til á
ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyr-
ir sig að sjá til þess að þjónustuveit-
endur fari að landslögum.
Fljótleg skoðun á íslenskum net-
miðlum sýnir að víða skortir á að full-
nægjandi upplýsingar séu veittar um
hverjir standi að upplýsingamiðlun-
inni eins og lögin mæla þó fyrir um.
Samkvæmt lögunum er eftirlit að
þessu leyti í höndum Samkeppnis-
stofnunar. Mun ráðuneytið samt sem
áður freista þess að kynna hinar nýju
skyldur fyrir þeim sem í hlut eiga?
Ráðuneytið hefur nú þegar leitast
við að kynna hin nýju lög. Þannig hef-
ur ráðuneytið kynnt frumvarpið á
fjölsóttum ráðstefnum og fundum,
sem sóttir hafa verið af hagsmuna-
aðilum.
Tilskipun ESB hefur að geyma
ákvæði um óumbeðnar viðskiptaorð-
sendingar, öðru nafni ruslpóst. Hefur
setning nýju laganna einhver áhrif á
réttarstöðuna hér á landi að þessu
leyti?
Ekki að öðru leyti en því að sam-
kvæmt ákvæðum laganna ber að geta
þess í efnislínu póstsins að um óum-
beðinn tölvupóst sé að ræða.
Jónína S.
Lárusdóttir
Jónína S. Lárusdóttir, lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu
Áhersla á höfundarrétt
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Mestu töfrar heimsins í Austurlöndum:Ferð allra tíma
Bali-Singapore-Malasía 8. nóv.
FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST.
PÖNTUNARSÍMI:
56 20 400
Þegar veturinn með kulda og myrkur leggst að, kemstu burt á dýrðlegustu ferðastaði
heimsins fyrir fáránlega lágt verð í 17 sæludaga. Flug Flugleiða og SINGAPORE AIRLINES,
margvalið besta flugfélag heims. Íslensk hágæðafararstjórn Sigmundar, aðeins gist á 5*
hótelum m. morgunverði: 2 d. SINGAPORE MANDARIN, eitt af leiðandi hótelum heims-
ins í hreinlegustu borg veraldar. MALASÍA: HÖLL GYLLTU HESTANNA, heimsfrægt
hótel í undurfögru umhverfi í KUALA LUMPUR, 3 d. Í lokin töfraeyja guðanna - yfir-
jarðnesk fegurð B A L I með 9 d. dvöl á einu besta hóteli heims NIKKO BALI HOTEL
með unaðsfögrum görðum og 7 sundlaugum við fegurstu einkaströnd á NUSA DUA.
ÞETTA ER TOPPURINN Á FERÐALÖGUM!
GRÍPTU TÆKIFÆRI LÍFS ÞÍNS
Nú eru aðeins 8 sæti eftir - tryggðu þér
þátttöku strax!
ATH. ÞÚ FINNUR EKKI SAMBÆRILEGA
FERÐ ANNARS STAÐAR, með nærri 30 þús.
km flugi og öllu ofantöldu innifalið, en láttu
okkur vita, hvað þú finnur fyrir sambærilegt
verð, aðeins kr.11.000 á dag að meðaltali!
TILBOÐ ÓSKAST
í Mercury Mountainer árgerð 1997 vél V-8
5,0 l. (ekinn 49 þús. mílur),
Pontiac Grand Am. árgerð 1995
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 3. september kl. 12-15.
VÖRUBIFREIÐ
Ennfremur óskast tilboð í
Renault Midliner M 210 vörubifreið árgerð 1994
(ekinn 90 þús. km.)
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
ATVINNA mbl.is