Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 20

Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 20
20 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ I. Fyrri hluti ársins 1942 hafði verið viðburðaríkur í lífi mínu. Þreytti gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga um vorið eftir mikla baráttu við námsbækur og ónýta húð, þar sem psoriasis var oft að því kom- inn að buga mig, á svo háu stigi var þessi húðsjúkdómur minn þá. En með hvatningu fjölskyldu minnar tókst mér að ná 1. sæti í 2. bekk A, en vinur minn Þorvarður Örnólfsson frá Súgandafirði (f. 1927) varð efstur yfir báða bekkina, 2. A og 2. B. Síðan var farið í gagnfræðaferð austur að Kirkjubæjarklaustri, tjaldað þar og sögustaðir kynntir fyrir okkur af okk- ar ágæta sögukennara, sr. Knúti Arngrímssyni (1903–1945). Þessi vika var fljót að líða, klifinn Systrastapi og brotist upp á Klausturheiði, þar sem útsýni getur orðið einna fegurst á Ís- landi, þegar Öræfajökull tjaldar öllu sínu í órofa tign. Við gistum í tjöldum, en halli var nokkur í brekkunni, svo sumir vöknuðu utan tjalds að morgni. En þetta sakaði ekki, sól og blíða var alla daga og eru þessir dagar mér ávallt ógleymanlegir. II. En einhverja bót þurfti ég að fá á húðkvilla mínum, ólæknandi sjúk- dómi og læknar kunnu engin ráð. Ákvað ég því að reyna lækningu í Grjótagjá í landi Voga í Mývatns- sveit, þar sem ég hafði dvalið und- anfarin sex sumur og kynnst Grjóta- gjá. Vatnshiti þar var 41–43°, laugin skolaði sig sjálf, en enskir stúdentar frá Oxford-háskóla höfðu fyrst kynnst þessari heilsulind sumarið 1939. Dvaldi ég í Vogum í 5 vikur og fékk allgóðan bata. Nú berast mér skilaboð frá foreldrum mínum að hitta þau í Húsmæðraskólanum á Blönduósi, þar sem Óli Ísfeld (1905– 1996) réð ríkjum og einna bestur matur þótti á íslensku sumarhóteli í þá daga. Tek ég áætlunarbílinn frá BSA til Akureyrar, gisti á Hótel Ak- ureyri, en hafði tryggt mér farseðil kvöldið áður. Þar var við afgreiðslu hjá BSA „Hæi“ (Hagi) nokkur (Har- aldur Karlsson, 1917–1969), þá orð- inn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, orðinn „laufléttur“ um þetta leyti dags og orðinn forframaður í ensk- unni, því bærinn var hernuminn af Bretum 1940. Ávarp- aði hann mig með þessum orðum: „Er það straight through?“, en ég svar- aði neitandi og sagðist aðeins ætla til Blöndu- óss. Næsta morgun var svo haldið af stað og fyrsti viðkomustaður Bakkasel í Öxnadal og þar snæddur hinn kjarn- besti morgunverður. Á Blönduósi urðu fagnaðarfundir, er ég hitti for- eldra mína ásamt einkabílstjóra þeirra, Guðmundi Ólafssyni (1911– 1979), en bíll föður míns var nýr Ford Mercury árgerð 1942 frá Bifreiða- einkasölu ríkisins, kostaði kr. 14.000 og bar einkennisnúmerið R–2294. Fimm árum síðar kom út kvæðabók Davíðs Stefánssonar, „Ný kvæða- bók“, 1947, þar sem stendur í kvæð- inu Vagnar: „Það er annað að kveðja í Kotum, en komast í Bakkasel“, ljóð- línur sem eru sígildar í víðtækri merkingu. III. Næsta morgun var ferðinni heitið að Melstað í Miðfirði, þar sem við hittum Harald bróður minn (f. 1925), sem kominn var í veg fyrir okkur frá Efra-Núpi, þar sem hann var kaupa- maður hjá þeim heiðurshjónum Ingi- björgu Guðmundsdóttur (1907–1993) og Benedikt H. Líndal (1897–1967). Sr. Jóhann K. Briem (1882–1959) var þá prestur á Melstað, kvæntur Ingi- björgu J. Ísaksdóttur frá Eyrar- bakka (1889–1979). Þessi heiðurshjón tóku okkur með kostum og kynjum og nutum við þar bestu veitinga, skoðuðum kirkjuna og grafskrift Arngríms lærða Jónssonar (1568– 1648) en hann hafði sjálfur ráðið áletruninni á hana og sparaði ekki lof- ið. Ferðinni lauk svo með heimsókn til Sveins bróður (f. 1924), sem var þá kaupamaður að Kýrunnarstöðum á Fellsströnd, kallaður Sveinn á Kýr. Hefi ég áður lýst þeirri heimsókn í „Dalabréfi“, í Mbl. 20. ágúst 2000. IV. Nú var komið fram í ágústmánuð, svo mér fannst tími til kominn að fá mér vinnu eins og margir skólafélaga minna og bað föður minn að hafa tal af Jóni Rögnvaldssyni (1891–1966) yfirverkstjóra hjá Eimskip. Eitthvað hefur föður mínum ekki líkað við- brögð Jóns, en ég hlustaði á samtalið. Aldrei fékk ég að vita, hvað Jón sagði, en hefi reiknað viðbrögð hans út, eitt- hvað á þessa leið: „Er þetta ekki sami letinginn og aðrir pabbadrengir?“ Þá miða ég við svip föður míns, en hann þyngdist mjög við svarið hinum meg- in á línunni. Þó varð það að ráði, að ég mætti vestur í Hagaskemmum Eim- skips í býtið næsta morgun. En eitt- hvað hefur svar Jóns setið í föður mínum, því þegar ég hugðist hjóla vestur í Haga, sagði faðir minn: „Þú ferð inn í Völund, þar hefi ég fundið starf handa þér, þar til þú hefur nám- ið í MR.“ Fyrsta verk mitt var að stafla plönkum á handvagn til rist- unar inni í verksmiðjuhúsinu. Með mér í verki var Ágúst Einarsson frá Eyrarbakka (1887–1967), gamall og traustur starfsmaður. Frásagnar- máti Gústa var afar sérstæður og lifðu snilliyrði hans lengi í Völundi, þótt látinn væri. „Það var ljótt með hann Manga gamla, þegar hann vaknaði í morgun og ætlaði í vinnuna, þá var hann bara steindauður.“ Þann- ig lýsti hann andláti vinnufélaga síns. „Kemur einn helvítis kúnninn enn og hún að verða fimm“, lifði líka lengi. Til að hlífa vinnufötum okkar höfðum við ávallt seglasvuntu framan á okkur við viðarburðinn, en þær voru gerðar úr gömlum yfirbreiðslum, sem mikið voru notaðar í Völundi til þess að hlífa viðnum fyrir regni. Einn samstarfs- manna minna hét Páll Friðriksson (1874–1956) og varð mér mjög minn- isstæður. Hann bjó að Grettisgötu 33A og þannig lýsti hann húsbygg- ingunni: „Ég hélt húsinu á kreppu- tímunum með 9 börn, þegar aðrir misstu sambærileg hús með aðeins einn krakka“. Ég var aðeins 15 ára þetta sumar, en mjög stór eftir aldri, svo menn héldu mig ávallt eldri en ég var. Því segir Páll við mig: „Þú ert bara með seglasvuntu framan á þér eins og ég, gastu ekkert lært?“ V. Breska hernámsliðið hafði hertek- ið hluta af timburgeymslu Völundar, en var horfið í ágúst 1942. Í Austur- húsinu og Bátastöðinni, sem voru austast á Völundarlóðinni, voru þó ennþá nokkur merki um veru þeirra þar. Þar var um að ræða áletranir á bitum húsanna gerðar með krít, t.d.: „The never a dull moment corner“, „cozy corner“ og „spit and polish“, og annað í þeim dúr. Því miður held ég, að Reykjavíkurborg, sem keypti hús og lóðir Völundar, hafi ekki hirt um að láta Borgarminjasafnið vita af þessu og mynda, þótt e.t.v. eigi slíkt betur heima á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Mikið féll til af spónum frá vélum verksmiðjunnar og man ég eftir sex manna flokki, er bar spóna- poka yfir Skúlagötuna daglangt og öllu hellt í sjóinn norðan Skúlagötu. Slíkt þætti ekki umhverfisvænt í dag, enda voru þá svo fáir hestar í Reykja- vík, að markaður væri fyrir spæni í Gastu ekkert lært? Það voru engin aldurstakmörk í Völundi, menn máttu vinna á meðan þeir treystu sér til. Veik- indadagar hjá þeim voru engir, þeir tóku sér að lokum hálfs mánaðar frí til þess að fara heim og deyja. Leifur Sveinsson rekur minningar úr gagn- fræðaferð frá 1942 og úr Völundarportinu frá sama tíma. Þar segir frá skondnum karakterum. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Magnús Ólafsson Gagnfræðaskóli Reykvíkinga, Lækjargötu 14a, nú Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar. Gagnfræðaferð 1942, bíll frá BSÍ. Bílstjóri Gísli. Talið frá hægri, efri röð: Björn Sveinbjörnson, síðar verkfræðingur í Ofna- smiðjunni, látinn, Ólafur H. Jónsson, síðar skipaverkfræðingur (með hattinn), látinn, Þórunn Theódórsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Helga Jónasdóttir, Ingibjörg Sigurlinnadóttir, látin, Inga Johansen. Í aftasta glugga bílsins er Sveinn Björns- son iðnverkfræðingur, látinn. Neðri röð frá vinstri: Magnús Ásmundsson læknir, Edda Eiríksdóttir, Elín Jóna Jóhanns- dóttir, Gerður Guðnadóttir, Ingibjörg M. Blöndal, tveir fætur, eigandi ókunnur, Gunnar Biering læknir, Hólmfríður Kristjáns- dóttir, stendur með myndavél, snýr baki í myndasmiðinn. Úr vélasal Völundar hf. Úr bók Bjarna frá Vogi, bls. 49. Verksmiðjan á 1. hæð. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Magnús Ólafsson Völundarlóðin á fyrstu tugum 20. aldar. Pálsbær á miðri lóð. Leifur Sveinsson Ljósmynd/Leifur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.