Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 27
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög á:
þök
þaksvalir
steyptar
rennur
ný og gömul
hús
Góð
þjónusta og
fagleg
ábyrgð
undanfarin
20 ár
- unnið við öll veðurskilyrði
- sjá heimasíðu www.fagtun.is
FAGTÚN
Brautarholti 8 • sími 562 1370
TREGABLANDIN tilfinning
hvílir yfir sýningu þeirra félaga,
Helga Þorgils Friðjónssonar og
Kristins Guðbrands Harðarsonar, í
Galleríi i8. Þeir eru tveir fullorðnir
menn sem láta hugann reika til
bernskunnar þegar allt var ævin-
týralegt og leyndardómsfullt. Helgi
Þorgils, þekktur fyrir stórar og til-
komumiklar myndir af nöktum og
svífandi fjölskyldumeðlimum í
gnægtarbúri náttúrunnar, setur nú
fram litlar fígúrur af englum sem
halla sér djúpt hugsi að ávöxtum
sem eru ívið stærri en þeir.
Um hvað skyldu þessir englar,
með doppótta vængi, vera að hugsa?
Einna helst dettur manni í hug að
þeir séu í þungum þönkum yfir
væntanlegum örlögum heimsins,
komu syndafallsins. Stærð ávaxt-
anna bendir nefnilega til heims-
myndar eins og menn gerðu sér
hana í hugarlund fyrir flóðið mikla.
Sögur segja að þá hafi ávextir og
allur jarðargróði verið mun stærri
en síðar varð enda hafi mennirnir
lítið haft fyrir lífinu. Eftir Nóaflóðið
hafa mennirnir hins vegar mátt
vinna í sveita síns andlitis, til að
hafa í sig og á. Þannig gjöldum við
enn fyrir glópsku forfeðra okkar og
spillingu. Skyldu þessi forlög valda
litlu englunum áhyggjunum sem
þeir virðast dragnast með í stytt-
lingum Helga?
Sjálfur segist hann byggja þessi
fimmtán smáverk á postulínsstyttu
frá Bing og Grøndal á æskuheimili
sínu, sem hann endurnýjaði kynni
sín af, löngu síðar, úti í hinum stóra
heimi. Þetta eru innileg og undur-
fögur verk sem svo sannarlega
skjóta fyrirmyndum sínum ref fyrir
rass. Útfærslan er mátulega mótuð
og máluð svo að listamaðurinn fellur
hvergi í gryfju ofurfágunar.
Kristinn Guðbrandur er fullkomin
andstæða Helga í vinnubrögðum.
Hann notar ekki myndhvörf til að
endurvekja minni sín og því er goð-
sögnin víðs fjarri. Í staðinn dvelur
hann við ljósmyndir sínar og dregur
þær upp nákvæmlega með vatns-
litum. Staðsetning myndanna á
grunnfletinum undirstrikar hvaðan
fyrirmyndirnar eru fengnar. Auk tíu
gullfallegra mynda af þessum toga
er tugur útsaumsmynda af grunn-
teikningu heimilis hans.
Líkt og Helga tekst Kristni Guð-
brandi að koma til skila ákveðnum,
bernskum innileik sem sumpart
byggist á næfri afstöðu, en jafn-
framt klókindum og kátbroslegum
framgangsmáta. Tilfinning hans
fyrir miðlunum er athyglisverð og
hefur ef til vill aldrei verið meiri.
Þannig er sýningin í aðalsalnum ein-
staklega fáguð og vel útfærð. Hún
ber vott um mikinn þroska og
innsæi sýnendanna.
Í kjallaranum hafa þeir Helgi og
Kristinn komið fyrir litlum, skondn-
um sviðsverkum, einna líkustum
helgileikjakúlissum frá miðöldum. Í
miðið trónir þó skjár þar sem fram
fer flutningur á leiknum, sem sviðs-
myndirnar eru helgaðar. Hér er á
ferðinni tregaspil sem sómt hefði
sér í analýsu Walters heitins
Benjamin því að undirlagið er feng-
ið úr orðalagi minningargreinanna
dæmigerðu sem hversdags birtast á
innsíðum Morgunblaðsins.
Kollegarnir draga fram drunga
og draugalegt andrúmsloft kirkju-
garðsins með sérkennilega upp-
lýstu, heimasmíðuðu og mynd-
bundnu brúðuleikhúsi, undir
einstæðri rödd Sverris Guðjónsson-
ar sem stundum tónar, stundum sít-
erar, sérkennilegan ljóðabálk þess-
arar hálftímalöngu barokkóperu
sem bersýnilega fer fram innan um
legsteinana í Hólavallabrekku.
Á maður að gráta eða hlæja? Satt
best að segja er maður ekki alltaf
viss en víst er að þessi sérstæða
leikbrúðuópera ber vott um svell-
andi gáska og lúmskt gagnrýna af-
stöðu þeirra Helga og Kristins til
okkar einstæðu og óborganlegu
dauðahvatarhefðar.
Englar og
draugar
Verk eftir Helga Þorgils í i8.
MYNDLIST
Gallerí i8, Klapparstíg
Til 5. október. Opið þriðjudaga til laug-
ardaga frá kl. 13–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON & KRIST-
INN GUÐBRANDUR HARÐARSON
Halldór Björn Runólfsson