Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 28

Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 28
28 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ 25. ágúst 1982: „Ríkisstjórnin naut mikils byrs þegar hún var mynduð. Efnahags- aðgerðir hennar í ársbyrjun 1981 nutu einnig skilnings meðal almennings. Hvorugt tækifærið hefur ráðherr- unum þó auðnast að nýta til að skapa sér varanlega tiltrú. Nú eru þeir rúnir öllu trausti eins og gleggst kemur fram í viðbrögðunum við síðustu bráðabirgðaúrræðum þeirra. Er einsdæmi að á jafn skömmum tíma hafi stjórn- málamenn spillt eigin áliti jafn rækilega og nú sannast. Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það hér í blaðinu í gær, að síðustu tvö ár hafi verið mjög gjöful. Geir segir: „Menn hljóta að spyrja: Hvað hefur orðið um hin miklu, auknu verðmæti, sem þjóðin hefur skapað á þeim tíma sem þessi ríkisstjórn hefur setið? Þau hafa ekki bætt hag laun- þega. Þau hafa ekki styrkt stöðu atvinnuveganna. Þau hafa brunnið á verðbólgubál- inu eða botnlaus ríkishítin hefur gleypt þau.“ Jón Helga- son, formaður verkalýðs- félagsins Einingar á Ak- ureyri, segir í Morgunblaðinu í gær, eftir að hann hefur lýst því, að þjóðarskútan sé fyrir löngu komin á hliðina: „En það hlaut auðvitað að fara svona, þegar öllu er skipt upp í góðærum og meiru til, það er ekkert til, til að taka við nokkrum áföllum.“ Þetta er kjarni málsins þegar metið er í hvert óefni er komið undir þeirri ríkisstjórn sem nú situr.“ . . . . . . . . . . 25. ágúst 1982: „Eggert Haukdal, alþingismaður, lýsti skoðun sinni á ríkisstjórninni afdráttarlaust í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Ég styð ekki lengur þessa ríkisstjórn, ég get ekki varið það lengur fyrir sjálfum mér og kjós- endum mínum. Ég tek undir þá kröfu að Alþingi verði kall- að saman, ríkisstjórnin fari frá og efnt verði til nýrra kosninga.“ Þessi yfirlýsing þýðir, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur ekki leng- ur öruggan, starfhæfan meirihluta á Alþingi.“ . . . . . . . . . . 25. ágúst 1992: „Gjörbreyttir atvinnu- og þjóðlífshættir hafa raskað byggð í landinu, einkum frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar. Tækni- bylting í atvinnulífinu olli því að hægt var að framleiða meira og meira í landbúnaði og sjávarútvegi með færri og færri starfsmönnum. Árið 1940 störfuðu um þrjátíu og tveir af hverjum hundrað vinnandi Íslendingum við landbúnað og rúmlega fjórtán við fiskveiðar, eða 46 af hundraði við frumframleiðslu. Nú er öldin önnur. Fólk hefur flykkst af landsbyggðinni, frá frumframleiðslunni, til höf- uðborgarsvæðisins og þjón- ustustarfanna.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BATNANDI AFKOMA FLUGLEIÐA Einhverjar beztu fréttir, semborizt hafa af vettvangi ís-lenzks viðskiptalífs um langt skeið, eru þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir um afkomu Flugleiða á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Fé- lagið skilaði 50 milljóna króna hagn- aði eftir skatta á þessu tímabili, samanborið við tæplega 1.600 millj- ón króna tap á sama tíma á síðasta ári. Veltufé frá rekstri nam tæplega 1.800 milljónum króna en var í mín- us upp á tæplega 1.200 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Þegar þess- ar tölur eru skoðaðar ber að hafa í huga að júlí og ágúst eru ekki inni í þessum tölum en þeir tveir mánuðir skila félaginu að jafnaði langmestu. Á sama tíma og Flugleiðir senda frá sér þessar afkomutölur berast fréttir um að flugfélög í Bandaríkj- unum eru ýmist að fara í gjaldþrot eða tilkynna greiðslustöðvun. Miklir erfiðleikar eru í rekstri sumra flug- félaga í Evrópu þótt önnur gangi vel. Má í því sambandi minna á hrakninga Svissneska flugfélagsins, sem fram að þeim tíma var áreið- anlega talið eitt traustasta fyrirtæki í heimi bæði fjárhagslega og í þjón- ustu við farþega. Afkomutölur Flugleiða nú sýna að afrek hefur verið unnið í að end- urskipuleggja rekstur félagsins eftir mikil áföll undanfarinna ára. Það af- rek byggist ekki sízt á því, að þeir menn, sem stjórna Flugleiðum, búa yfir gífurlegri og dýrmætri þekk- ingu í flugrekstri. Þeir gjörþekkja rekstur félagsins eftir langan starfstíma hjá því. Það á ekki sízt við um Sigurð Helgason forstjóra og nánustu samstarfsmenn hans og Hörð Sigurgestsson, stjórnarfor- mann Flugleiða, sem var einn af æðstu stjórnendum þess í upphafi. Félagið byggir einnig mjög á traustu starfsfólki, sem í sumum til- vikum hefur unnið áratugum saman að rekstri þess. Samansöfnuð reynsla og þekking starfsmanna og stjórnenda er nú að skila sér með glæsilegum hætti. Starfsemi Flugleiða er mikilvæg- ari fyrir Íslendinga en flest annað. Þetta einkafyrirtæki tryggir lands- mönnum greiðar og tíðar sam- göngur við önnur lönd. Ef félagið yrði fyrir alvarlegum hnekki í rekstri, sem ekki hefur verið hægt að útiloka á undanförnum árum að gæti gerzt, er fráleitt að ætla, að er- lend flugfélög mundu tryggja lands- mönnum þá þjónustu, sem Flugleið- ir hafa veitt í samgöngum. Það er þess vegna rík ástæða til að fagna afkomutölum Flugleiða nú. Þær sýna að stjórnendur félagsins hafa náð tökum á rekstri þess og því er tilefni til bjartsýni um framhald- ið. Rekstur flugfélaga er sviptinga- samur og háður veðri og vindum ef svo má að orði komast. Eldsneyt- isverð getur ráðið úrslitum um af- komuna. Umræðurnar einar um hugsanlega árás Bandaríkjamanna á Írak geta ýtt undir hækkun á verði eldsneytis og þar með haft neikvæð áhrif á rekstur flugfélaganna. Sveiflur í gengi helztu gjaldmiðla geta haft sömu áhrif. Allt getur þetta líka haft áhrif á verð flugvéla. Að sumu leyti má þess vegna segja að grundvallarþættir í rekstri flug- félaga geti verið utan áhrifasvæðis stjórnenda félaganna, þótt þeir geti ýmislegt gert til að draga úr áhrif- um þessara sveiflna. Vel heppnaður rekstur flugfélaga byggist því ekki sízt á yfirgripsmik- illi þekkingu og reynslu. Það er dýr- mætt að sú þekking skuli vera til staðar hér á Íslandi. H ERMANN Pálsson, fyrr- verandi prófessor við Ed- inborgarháskóla, lést 11. ágúst síðastliðinn í Búlg- aríu, 81 árs að aldri. Her- mann var einn afkasta- mesti og áhrifamesti fræðimaður Íslendinga á sviði miðaldafræða, auk þess að vera atorkumik- ill þýðandi íslenskra fornbókmennta á enska tungu. Hann nam íslensk fræði við Háskóla Ís- lands og lauk þaðan kandídatsprófi árið 1947 og stundaði síðan í tvö ár nám í keltneskum fræðum við Háskóla Írlands í Dyflinni. Árið 1950 réðst hann sem kennari til Edinborgarháskóla þar sem hann var síðan prófessor til loka starfsævi sinnar árið 1988. Eftir starfslok hélt Hermann rannsóknum áfram af óvenjulegri elju og má til merkis um það nefna að tvö rit eftir hann koma út á þessu ári. Um þessar mundir er að koma út hjá bókaforlaginu Þrös ritið Sólarljóð og vitranir annarlegra heima en þar leitast Hermann við að skýra Sólarljóð í ljósi annarra fornrita. Í næsta mánuði er svo væntanlegt rit hjá bókaútgáfunni Hofi sem nefnist Grettis saga og íslensk sið- menning. Í henni sýnir Hermann fram á skyld- leika Grettis sögu við ýmis eldri rit sem lærðir menn á Íslandi þekktu á ritunartíma hennar. Þegar Hermann lést hafði hann að auki nýlokið við grein um þjóðsögur í rit sem væntanlegt er hjá Máli og menningu í haust. Hermann var á meðal þeirra fræðimanna sem gerðu uppreisn gegn þjóðernisrómantíkinni sem hafði haft mikil áhrif á túlkun íslenskra forn- bókmennta og ekki síður hugmyndir um upp- runa þeirra. Óhætt er að segja að Hermann hafi rutt brautina í þessum efnum ásamt sænska fræðimanninum Lars Lönnroth á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar. Hermann lagði áherslu á að íslensk ritmenning væri sprottin úr jarðvegi kirkjunnar og evrópsks lærdóms og þetta ætti ekki aðeins við um kirkjuleg rit og lærð heldur og Íslendinga sögur sem fræðimenn höfðu fram að því talið vera sprottnar úr íslensk- um jarðvegi alfarið. Þessar hugmyndir setti Hermann fram í ritum sínum um Hrafnkels sögu, svo sem Siðfræði Hrafnkels sögu (1966), Art and Ethics in Hrafn- kel’s saga (1971) og Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir (1988), en þær hafa veitt nýja og víðari sýn á fornsagnir Íslendinga og haft mikil áhrif á yngri fræðimenn. Hermann var einnig ákaflega afkastamikill þýðandi og átti stóran þátt í að kynna íslenskar fornbókmenntir fyrir hinum enskumælandi heimi. Hermann hóf þýðingaferilinn á því að þýða írskar fornsögur á íslensku árið 1953 en ár- ið 1960 kom út Njáls saga í enskri þýðingu hans og Magnúsar Magnússonar sem var annar helstu samstarfsmanna hans á þessum vett- vangi. Saman þýddu þeir meðal annars Laxdæla sögu (1969) og Vínlands sögur, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu (1965). Hermann þýddi einnig Hrafnkels sögu og átti auk þess þátt í að koma á enska tungu Eyrbyggja sögu, Grettis sögu, Egils sögu, Orkneyinga sögu, Landnáma- bók og Hávamálum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í flestar þessara útgáfna ritaði Hermann inn- gang og í sumar skýringar. Hefðu þýðingar Her- manns einar þótt nægt æviverk en það kynning- arstarf sem unnið var með þeim verður seint ofmetið. Hermann átti langa samleið með Morgun- blaðinu en hann birti geysilegan fjölda greina í Lesbók. Sú fyrsta birtist í byrjun áttunda ára- tugarins og sú síðasta í júlímánuði á síðasta ári undir heitinu Vínlensk vandamál. Ennfremur birti Hermann kveðskap í Lesbók. Morgunblaðið þakkar Hermanni samfylgdina og sendir eftirlif- andi eiginkonu hans, Guðrúnu Þorvarðardóttur, dóttur og dótturdóttur samúðarkveðjur. Fundurinn í Jóhannesarborg Næstkomandi mánu- dag hefst ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Áætlað er að um 60.000 manns sæki ráðstefnuna og viðburði henni tengda. Þar á meðal eru á annað hundrað þjóðarleiðtogar. Þetta er þriðji leiðtogafundur samtakanna um umhverfismál á þrjátíu árum. Árið 1972 komu leiðtogar aðildarríkjanna saman í Stokkhólmi á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um umhverfismál, þar sem m.a. var lagður grunnur að Umhverfisstofnun SÞ og athyglinni beint að ýmsum umhverfisvanda, sem þá var að verða augljós í iðnríkjunum. Á tuttugu ára af- mæli Stokkhólmsfundarins árið 1992 var ráð- stefnan mikla um þróun og umhverfi haldin í Ríó de Janeiro í Brazilíu. Með Ríó-ráðstefnunni var hugtakið sjálfbær þróun sett rækilega á dagskrá umræðna um umhverfismál, en það hefur verið skilgreint sem þróun sem mætir þörfum dagsins í dag án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Á Ríó-ráðstefnuna mættu 116 þjóðarleiðtogar, fleiri en áður höfðu hitzt á einum fundi í sögunni. Ráðstefnan samþykkti Ríó-yfirlýsinguna, sem hefur að geyma grundvallarreglur í umhverfis- málum, og framkvæmdaáætlunina Dagskrá 21 (Agenda 21), en hvort tveggja eru lykilplögg í umfjöllun um umhverfismál á alþjóðlegum vett- vangi. Í Ríó var jafnframt skrifað undir tvo grundvallarsamninga, loftslagssamninginn og samning um líffræðilega fjölbreytni. Loftslags- samningnum var ætlað að koma böndum á stöð- ugan vöxt svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Samkvæmt samningnum skuld- bundu iðnvædd ríki sem heild sig til að grípa til aðgerða, sem miðuðu að því að reyna að auka ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda, þannig að hann yrði ekki meiri árið 2000 en 1990. Ríó-samningurinn var hins vegar ekki bind- andi fyrir aðildarríkin og tilgreindi ekki ákveðin losunarmörk fyrir einstök ríki. Fljótlega eftir að hann tók gildi varð ljóst að ákvæði hans nægðu ekki til að ná raunverulegum árangri í barátt- unni við gróðurhúsaáhrifin. Því var ákveðið að setja í bókun við rammasamninginn, sem kennd hefur verið við Kyoto, töluleg markmið um að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda í iðn- ríkjunum í áföngum til ársins 2020. Orð eru til alls fyrst Ráðstefnan í Jóhann- esarborg er haldin á tíu ára afmæli Ríóráð- stefnunnar. Markmið- ið er ekki sízt að fara yfir stöðu mála og skoða hvernig miðað hefur í átt að þeim markmiðum sem sett voru í Ríó. Eins og fram kom í frétta- skýringu hér í blaðinu 15. ágúst sl. er ljóst að markmiðin hafa ekki öll náðst. Í Jóhannesarborg á að endurmeta stöðuna, setja ný markmið og ákveða nýjar tímasetningar um það hvenær þeim skuli náð. Margir telja að reynslan af lofts- lagssamningnum hafi einmitt sýnt að almennt orðuð markmið geri ekki gagn; það þurfi ná- kvæm, töluleg og skuldbindandi markmið ef ár- angur eigi að nást. Verkefni Jóhannesarborg- arfundarins er hins vegar harla víðtækt eins og bent var á í áðurnefndri fréttaskýringu; þar verður m.a. fjallað um fátækt í heiminum, að- gang að hreinu vatni, aðgang að grundvallar- hreinlætisaðstöðu, aðgang að heilbrigðisþjón- ustu, orkumál, loftslagsmál, ástand skóga heimsins og áhrif fátæktar á umhverfi. Fyrir fundinum liggur m.a. nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um áhrif efnahagsframþró- unar á lífsgæði og náttúruauðlindir, verði ekkert að gert. Í skýrslunni kemur m.a. fram að tveir fimmtu hlutar mannkyns búa við vatnsskort og einn milljarður hefur ekki aðgang að hreinu og öruggu drykkjarvatni, sjávarstaða fer víða hækkandi, að öllum líkindum vegna hlýnunar loftslags, margar plöntu- og dýrategundir eru í útrýmingarhættu, 2,4% skóga heimsins eyddust á síðasta áratug 20. aldarinnar og að á ári hverju er talið að þrjár milljónir manna látist úr sjúk- dómum sem tengjast loftmengun. Verkefnin eru með öðrum orðum ærin og sumir hafa miklar væntingar til að niðurstaða fundarins verði til þess að umhverfismálin verði tekin fastari tök- um. Enginn skortur er hins vegar á gagnrýnis- röddum í umfjöllun um Jóhannesarborgarfund- inn í ræðu og riti. Það er algengt viðhorf að al- þjóðlegar ráðstefnur af þessu tagi séu gagnslitlar; of þungar í vöfum, mikið talað en ár- angurinn lítill, ekki sízt þar sem allir verði að vera sammála um niðurstöðuna. Auðvitað er sitthvað til í þessari gagnrýni, en það má ekki gleyma því að stórar ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa oft gegnt mik- ilvægu hlutverki og haft mikil áhrif. Það er til dæmis engin leið að mæla á móti því að Ríó- ráðstefnan hafði mikil áhrif á umræður um umhverfismál í heiminum. Þótt markmiðin hafi kannski ekki náðst er enginn vafi á því að Ríó- ráðstefnan stuðlaði að því að koma af stað um- ræðum um sjálfbæra þróun og vekja stjórnvöld og almenning í ríkjum heims til vitundar um þann umhverfisvanda, sem við blasir ef ekkert er að gert. Þannig voru umræður um hlýnun lofts- lags vegna gróðurhúsaáhrifanna takmarkaðar fyrir Ríó-fundinn en hann stuðlaði að því að mál- ið fékk þá athygli, sem það verðskuldaði. Á þeim áratug sem liðinn er frá ráðstefnunni hefur orðið mikil breyting í umræðum um umhverfismál og þær yfirlýsingar og samningar sem samþykkt voru í Ríó hafa a.m.k. orðið viðmiðunarpunktar í umræðunni þótt þar hafi margt ekki gengið eftir. Bara sú staðreynd að 116 þjóðarleiðtogar skyldu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.