Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 31
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
✝ Benedikt SnorriSigurbergsson
fæddist í Brautar-
holti í Vestmanna-
eyjum 25. nóvember
1930. Hann lést á
líknardeild Lands-
spítalans í Kópavogi
17. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigurbergur
Benediktsson verka-
maður, f. á Húsavík
7. apríl 1899, d. 28.
janúar 1965, og Þór-
unn Jónína Elías-
dóttir Hansen hús-
móðir, f. á Eskifirði 12. janúar
1897, d. 20. mars 1987. Bróðir
Benedikts er Rafn, f. 24. nóvember
1933. Benedikt kvæntist 21. júní
1958 Hönnu Kristínu Brynjólfs-
dóttur, f. á Stóru-Mörk undir Eyja-
fjöllum 21. júní 1929. Hún er dóttir
Brynjólfs Úlfarssonar, f. 12. febr-
úar 1895, d. 6. mars 1979, og Guð-
laugar Guðjónsdóttur, f. 28. sept-
ember 1902, d. 11. mars 2002.
Börn Benedikts og Hönnu eru: 1)
Fjóla Brynlaug verslunarkona, f.
21. júlí 1951, maki Ingvar Ingvars-
desember 1979, Karólína Helga, f.
22. október 1984, og Theodór Val-
ur, f. 14. júlí 1986; 6) Sigurbergur
Logi rafveindavirki, f. 24. október
1965, maki Eydís Erna Guðbjarts-
dóttir sölumaður, f. 1. október
1972. Börn þeirra eru Guðbjartur
Ingi, f. 3. janúar 1994, og Birna
Særós, f. 11. október 1999. Bene-
dikt og Hanna eiga sjö barnabörn.
Benedikt lauk barnaskóla í
Vestmannaeyjum 1943, Iðnskólan-
um í Vestmanneyjum 1953 og
sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðju
Magna hf. 1954. Hann lauk vél-
stjóraprófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1955 og rafmagnsdeild
1956. Hann var næstu árin vél-
stjóri á ýmsum togurum og bátum,
yfirvélstjóri í Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja um 5 ára skeið, einnig
vélstjóri á dýpkunarskipinu
Gretti. Hann var 1. vélstjóri á
Vigra RE 71 hjá Ögurvík hf. 1975–
78 og 1. og 2. vélstjóri á ýmsum
skipum Skipadeildar Sambandsins
(SÍS) 1979–82. 1. vélstjóri á Ögra
RE 72 hjá Ögurvík hf. 1982–91, er
hann lauk starfsævi sinni. Bene-
dikt og Hanna fluttust til Svíþjóð-
ar og bjuggu þar frá 1991–98 en
fluttust þá heim aftur og bjuggu í
Efstahjalla 17 í Kópavogi. Útför
Benedikts verður gerð frá Hjalla-
kirkju í Kópavogi á morgun,
mánudaginn 26. ágúst, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
son vélvirki, f. 17. júlí
1951. Synir Fjólu eru
Benedikt Hreggviðs-
son, f. 16. desember
1970, og Jón Hregg-
viðsson, f. 3. október
1974; 2) Freyja Berg-
þóra sjúkraliði, f. 28.
júní 1953, maki Einar
Herbertsson verslun-
armaður, f. 7. apríl
1954. Börn Freyju eru
Aron Kristinn Jóns-
son, f. 19. apríl 1972,
og Hanna Kristín
Jónsdóttir, f. 6. des-
ember 1976; 3) Guðjón
Örn bifvélavirki, f. 10. september
1954, maki Ásta Brynja Ingibergs-
dóttir verkakona, f. 2. september
1959. Börn þeirra eru Ingi Valur,
f. 11. ágúst 1984, Þorvaldur Páll, f.
10. ágúst 1991, og Elísabet, f. 14.
ágúst 1992; 4) Elías Valur rafsuðu-
maður, f. 10. janúar 1958, d. 4.
október 1981. Dóttir hans er Þór-
unn Berglind, f. 31. október 1980.
5) Birna Sigurbjörg húsmóðir, f. 8.
júní 1960, maki Símon Viggósson
vélstjóri, f. 23. apríl 1956. Börn
þeirra eru Herborg Hulda, f. 19.
Elsku pabbi. Ég settist niður og
ætlaði mér að skrifa svo mikið en
þegar minningarnar streymdu fram
varð ég eitthvað svo ófær um að
koma þeim frá mér á blað.
En það er eitt sem víst er að betri
pabba en þig er vart hægt að eign-
ast. Þú áttir alltaf ómældan tíma fyr-
ir mig og það var yndislegt að setjast
með þér niður og spjalla því þú varst
svo fróður um ólíklegustu hluti og
það gaf mér gott vegarnesti út í lífið.
Eitthversstaðar las ég að dauðinn
væri fegursta ævintýri lífsins og ég
er sannfærð um að svo sé. Þú ert far-
inn þína hinstu ævintýraför á stað
þar sem allt er gott og öllum líður
vel.
Ég veit að það verða fagnaðar-
fundir hjá þér og honum Val bróður
þar.
Nú líður þér betur eftir erfið veik-
indi sem þú barðist við eins og hetja.
Elsku pabbi, ég segi hetja því
æðrulausari mann er vart hægt að
finna, aldrei heyrði maður þig kvarta
yfir veikindum þínum, þú einfaldlega
harkaðir af þér og lifðir með þeim.
Ég efast ekkert um að oft varstu
veikari en þú lést okkur mömmu og
fjölskylduna sjá.
Elsku pabbi, ég ætla hér að kveðja
þig og vil að lokum þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman. Guð gefi henni mömmu allan
þann styrk sem hún þarf á að halda.
Með þökk ég kveð þig,
kæri pabbi minn.
Ég kann víst ekki
að skrifa um feril þinn.
En allt það góða
er þú kenndir mér
mun ávallt sýna
rétta mynd af þér.
Nú færðu hvíld
og hvíldin sú er góð,
þó hverfi spor
sem vitna um langa slóð.
Nú sveipast blessun
sál og andi þinn
og sofðu í friði
elsku pabbi minn.
( R.K.)
Þín dóttir
Birna.
Fyrstu kynni við Benna voru þeg-
ar ég kom á heimili hans og Hönnu í
Hlíðarbyggð í Garðabæ með Birnu
dóttur þeirra sem er konan mín í
dag. Þá var tekið á móti mér eins og
ég ætti heima þar og það væri mitt
heimili. Það var alltaf stutt í húm-
orinn hjá Benna hann var meðal-
maður á hæð en ég frekar hávaxinn
og þegar við tókumst í hendur stóð
hann upp leit á mig og sagði: „Er allt
svona stórt fyrir vestan“, (en þaðan
er ég).
Þegar við hjónin vorum á leið til
borgarinnar var annað ekki tekið í
mál en að við gistum hjá þeim. Börn-
in okkar gistu oft hjá afa og ömmu í
góðu yfirlæti og þá er ég að tala um
það allra besta. Eins þegar ég og
fjölskyldan mín heimsóttum þau til
Svíþjóðar var keyptur fyrir okkur
bíll sem við gátum haft til umráða
eins og við vildum. Það var farið með
okkur vítt og breitt um Smálönd Sví-
þjóðar og Benni var búinn að kynna
sér alla staði sem voru merkir og at-
hyglisvert var að skoða, hann var
besti fararstjóri sem hægt var að
ferðast með.
Benni hleypti helst engum í bílana
sína, hann vildi gera við þá sjálfur, ef
þeir biluðu gerði hann við þá eins og
allt sem viðkom heimili hans.
Þegar Benni og Hanna fluttu aft-
ur heim var hann ekki heill heilsu og
við vissum að það þurfti að mála
nýju íbúðina þeirra svo ég, Aron og
Rafn buðum fram aðstoð okkar og
vorum 1–2 daga að mála hana undir
góðri stjórn Benna, hann langaði svo
til að mála, en mátti ekki því að
þarna voru saman komnir tengda-
sonur, barnabarn og litli bróðir, svo
hann mátti til með að stjórna verk-
inu.
Hann var einn af gamla skólanum,
maður sem leysti úr öllum vanda-
málum eins þau væru engin vanda-
mál, bara eðlilegur hlutur sem þyrfti
að leysa. Það var alveg sama hvað
gekk á, um leið og Benni kom, þá
leystist vandamálið næstum því
sjálfkrafa. Þegar vélar voru annars
vegar fannst mér stundum það vera
nóg að hann snerti þær þá sögðu
þær honum hvað væri að „eins og
læknir annaðist sjúkling“.
Benni hefur unnið með mörgum í
gegnum tíðina og allir samstarfs-
menn hans töluðu um að hversu auð-
velt og þægilegt hefði verið að vinna
við hlið hans.
Ég fór í sömu starfsgrein og
Benni við vorum samskipa á Ögra
frá miðjum desember 1983 til miðs
janúar 1984, þá var ég í námi í Vél-
skóla Íslands og við eyddum jólun-
um saman og þar kynntist ég Benna
persónulega og vissi hversu góðan
mann hann hafði að geyma og þar
lærði ég margt sem ekki er hægt að
kenna á skólabekk. Maður var aldrei
í vafa hvaða skoðanir hann hafði á
hlutunum því hann fór aldrei leynt
með skoðanir sínar. Sama hvort það
var í pólitík eða þeim málum sem
voru efst á baugi frá degi til dags.
Hann var mjög víðlesinn maður
og las mikið og fékk mig til að lesa
bækur sem mér hafði aldrei dottið í
hug að lesa, hann átti ógrynni af
bókum og ekki endilega um sama
efni heldur um ólíklegustu hluti og
úr hinum ýmsu áttum. Benni var
mjög tónelskur maður hann hafði
mikla ánægju af að hlusta á hvers
konar þjóðlagatónlist, hvort sem hún
var íslensk, írsk eða amerísk og
einnig hafði hann sérstakt dálæti á
Karlakór Reykjavíkur.
Benni og Hanna hafa farið vítt og
breitt um Ísland og önnur lönd, það
var þeirra líf og yndi að ferðast. Og
ferðuðust þau víða um Evrópu og
Bandaríkin og það lýsir hversu mikil
fróðleiksfýsn var til staðar hjá
Benna. Benni sleppti helst engum
fréttatíma, hlustaði á útvarp jafnt
sem sjónvarp á sama tíma og þegar
hann bjó í Svíþjóð vissi hann oft á
tíðum meira um hvað var að gerast
hér heima á Íslandi en ég. Svona var
þetta hjá honum alveg fram á síðasta
dag.
Þegar við hittumst síðast, á systk-
inamótinu í sumar, ræddum við sam-
an um allt milli himins og jarðar eins
og við gerðum alltaf.
Benni, mér fannst þú vera tilbúinn
þegar kallið kæmi, það var þín ósk
að fá að vera með okkur öllum þessa
helgi. Þú vissir að þetta væri í síð-
asta skipti sem við ættum öll góða
stund saman. Ég er þakklátur fyrir
þau forréttindi að hafa kynnst þér og
vil þakka fyrir allar góðar stundir
sem við áttum saman. Ég sendi
Hönnu og fjölskyldu innilegustu
samúðarkveðjur.
Símon.
Elsku afi. Mikið er skrýtið að þú
skulir vera farinn frá okkur, en
svona er lífið, við fáum engu um það
ráðið hvenær við kveðjum.
Ég á margar skemmtilegar minn-
ingar um þig. Mikið þótti mér gaman
þegar við amma fórum með þér í
siglinguna til Þýskalands, oft höfum
við rifjað upp þá ferð og hlegið. Árið
sem ég fermdist fékk ég svo að fara
með ykkur til Svíþjóðar, þar vorum
við í sumarbústað í fallegu umhverfi.
En þá voru þið að skoða ný heim-
kynni, því þið fluttuð til Svíþjóðar
stuttu síðar.
Þegar ég var á sextánda ári fóru
tvær af vinkonum mínum til útlanda
sem skiptinemar og mig langaði líka
að prófa eitthvað nýtt, og ég fékk að
vera hjá þér og ömmu í tæpa fimm
mánuði. Það var skemmtilegur tími.
Við fórum þrjú saman í sænsku-
skóla, það var fjölbreyttur bekkur,
ég var yngst og gamall maður frá
Mið-Austurlöndum elstur. Við höfð-
um gaman af þessari skólagöngu.
Eftir að ég kom heim úr Svíþjóð-
arheimsókninni kynntist ég Einari
og þegar ég var átján ára fluttum við
til Svíþjóðar því Einar fór í nám. Og
þá var gott að geta komið og heim-
sótt þig og ömmu í þessi þrjú ár sem
við bjuggum í Svíþjóð, þið tókuð allt-
af svo vel á móti mér.
Elsku afi, þú reyndist mér alltaf
vel og studdir mig í því sem gerði.
Ég geymi minningu þína í huga mín-
um og hjarta.
Guð vaki yfir þér.
Hanna Kristín Jónsdóttir.
Mig langar að minnast fyrrver-
andi tengdaföður míns Benedikts
Sigurbergssonar með þeim orðum
að öðrum eins dugnaðarforki hef ég
ekki kynnst. Ég kynntist Benna
ungur, eða rúmlega 17 ára gamall, er
ég hóf sambúð með Freyju dóttur
hans. Þau hjónin Hanna Kristín og
Benni buðu mig strax velkominn á
heimili sitt sem þau héldu þá í Faxa-
túni í Garðabæ. Benna tel ég hafa
fundið jafningja sinn í konu sinni
Hönnu Kristínu, sterkri og góðri
konu.
Benedikt var vélstjóri að mennt.
Mér hlotnaðist sú ánægja að starfa
með honum á togaranum Vigra frá
Reykvík. Benni var á heimavelli er í
vélarrúmið var komið. Hann sýndi
mér mikla þolinmæði, ungum og
óreyndum, er ég starfaði með honum
í vélarrúmi Vigra. Ég dáðist að því
hvernig hlutirnir léku í höndunum á
honum og hve laghentur hann var.
Það var ekkert sem hét vandamál í
hans huga hvort sem hann stóð í vél-
arrúminu, í bílaviðgerðum eða við að
byggja hús, allt voru þetta verkefni í
hans huga sem þurfti að leysa og það
gerði hann með miklum sóma, svo
unun var á að horfa. Ég ber mikla
virðingu fyrir þessum manni og lífs-
gildum hans, og sakna þess að hafa
ekki notið leiðsagnar hans í lífsins
ólgusjó.
Sterk og mikil persóna er fallin,
fyrir sjúkdóm sem komið hefur víða
við. Með þessum orðum kveð ég þig
Benni minn, þakka þér fyrir að hafa
leyft mér að kynnast þér. Blessuð sé
minning þín.
Hanna mín, þér og fjölskyldu
þinni votta ég mína dýpstu samúð.
Jón Kr. Kristinsson.
Það var ánægður og vongóður
hópur sem burtskráðist úr raf-
magnsdeild Vélskólans vorið 1956.
Við vorum 33 sem útskráðumst sem
vélfræðingar eftir 3 ára stífan skóla
og 4 ára nám í járniðnaði sem þá var
inntökuskilyði til setu í vélskólann. Á
þessum þrem árum myndaðist mjög
kær vinátta með okkur öllum skóla-
bræðrunum. Nú tók alvaran við að
vinna fyrir salti í grautinn. Flestir
voru þá búnir að stofna heimili og
hafði konan í mörgum tilvikum verið
fyrirvinna heimilisins á meðan á
námi stóð.
Hópurinn tvístraðist til ýmissa
starfa en flestir til starfa er laut að
vélstjórn til sjós og lands. Það var
ekki oft sem leiðir okkar lágu saman
í gegnum tíðina þar til fyrir nokkr-
um árum þegar margir okkar höfðu
lokið starfsævinni að hópurinn náði
aftur saman og hittist reglulega yfir
kaffibolla einu sinni í mánuði. Þá
voru 10 látnir. Það var misjafnt
hvernig lífið hafði leikið heilsu
marga okkar, einn þeirra var Bene-
dikt sem við núna kveðjum. Þrátt
fyrir margskonar kvilla og líkamleg
örkuml mætti þessi kæri vinur alltaf
hress og kátur á alla fundi sem hann
gat heilsunnar vegna, og aldrei
aumkaði hann sinn hag og bar sig
ávallt vel hvernig sem á stóð. Ég hef
ekki þekkingu til að tjá mig mikið
um lífshlaup Benna, en þegar við
hittumst á ný fann ég aftur gamla
góða drenginn sem ég kvaddi fyrir
nær fimmtíu árum.
Ég, fyrir hönd okkar skólabræðra
hans, votta eiginkonu hans Hönnu
og börnum, okkar dýpstu samúð á
þessari erfiðu stundu.
Guð geymi góðan dreng.
Örn Sigurjónsson.
Það kom ekki á óvart, þegar frétt-
in kom, að Benni hefði kvatt þennan
heim.
Hann hafði staðið sig eins og hetja
í baráttunni við ólæknandi sjúkdóm.
Minningar um ótal góðar stundir,
sem við höfum átt með honum og
Hönnu gegn um árin, leita á hugann.
Ýmist var það hér heima í Stóru-
Mörk eða heima hjá þeim, í sum-
arbústaðnum þeirra og á síðustu ár-
um í hjólhýsinu í Hólunum. Alltaf
var Benni glaður og ræðinn, tilbúinn
að segja sína skoðun á málunum og
standa við hana, hvort sem hún féll
að skoðun viðmælandans eða ekki.
Hann var hreinn og beinn og heið-
arlegur í öllu, sem hann tók sér fyrir
hendur.
Benni var ljóðelskur og hafði
gaman af að fara með eða lesa upp
ljóð. Minnisstætt var, að heyra hann
fara með ljóð eins og ,,Hallfreður
vandræðaskáld“ eftir Davíð Stefáns-
son, eða ,,Stjána bláa“ eftir Örn Arn-
arson. Einhvern veginn fannst
manni, að það ljóð yrði ,,hans ljóð“,
minnti mann alltaf á hann. Hann var
sjómaður af lífi og sál, og sigldi oft til
annarra landa. Barnahópurinn okk-
ar í Stóru-Mörk naut oft góðs af því
og hlökkuðu til ,,þegar Benni kæmi í
land“. Þá lá leið þeirra Hönnu oft
austur og var þá alltaf eitthvað með í
för, til að gleðja börnin, leikföng eða
útlent sælgæti, sem ekki var daglegt
brauð hjá sveitabörnunum.
Við ljúkum þessari kveðju með
línum úr ,,ljóðinu hans Benna“.
Vindur hækkar. Hrönnin stækkar.
Hrímgrátt særok felur grund.
Brotsjór rís til beggja handa.
Brimi lokast vík og sund.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði beint á drottins fund.
Drottinn sjálfur stóð á ströndu:
Stillist vindur! Lækki sær!
Hátt er siglt og stöðugt stjórnað.
Stýra kannt þú, sonur kær.
Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær.
Horfi ég út á himinlána.
Hugur eygir glæsimynd:
Mér er sem ég sjái Stjána
sigla hvassan beitivind
austur af sól og suður af mána,
sýður á keipum himinlind.
(Örn Arnarson.)
Benni hefur nú farið sína síðustu
siglingu og er kominn í höfn.
Við þökkum allt gott á liðnum ár-
um.
Úlfar og Rósa,
Stóru-Mörk.
BENEDIKT SNORRI
SIGURBERGSSON