Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 33
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Á kveðjustund vil ég þakka Sigga
Ben fyrir allt sem hann gerði fyrir
mig og börnin mín.
Blessuð sé minning hans.
Hildur Eggertsdóttir.
Sigurður K. Benediktsson, eða
Siggi Ben eins og hann var kallaður,
verður alltaf í huga mínum lærifaðir
minn og kennari. Þegar móðir mín
vann myrkranna á milli til að sjá fyr-
ir mér og systur minni bauðst hann
til að líta eftir okkur svo hún gæti
unnið lengur. Hann kenndi mér að
lesa, skrifa, reikna. Hann sagði mér
frá Rómverjum til forna og flaug
með mig landshorna á milli í flugvél
sem hann átti í félagi við aðra kunn-
ingja sína. Endalaus þolinmæði og
óeigingirni voru einkennandi fyrir
hann og þau góðu áhrif sem hann
hafði á mig og mitt uppeldi endast
mér vonandi til míns síðasta dags.
Þegar veikindi hans fóru að hafa
meiri áhrif á hann hafði ég ekki öðl-
ast þroska til að skilja hvað var að og
fjarlægðumst við smátt og smátt. Í
baráttu sinni við veikindi sín kynnt-
ist hann Sigfríði sem hugsaði um
hann til síðasta dags og vil ég koma á
framfæri þökkum til hennar fyrir
allt sem hún gerði. En ég sé eftir að
hafa ekki átt fleiri stundir með hon-
um og vil ég minna á að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Að leiðarlokum þökkum við
það sem varstu okkur hér.
Nú góður maður genginn er,
við grátum þegar vinur fer.
Guðjón Benediktsson.
Ég sakna Sigga Ben. Ég minnist
hans sem góðs vinar. Mér þótti svo
vænt um hann. Hann var sannur vin-
ur, svo indæll og hlýr. Vonandi finn
ég aftur svona góðan vin.
Ég minnist hans frá jólunum okk-
ar. Hann kom alltaf til okkar á að-
fangadag til að borða og taka með
okkur upp gjafirnar. Síðustu jól kom
hann ekki og þá fannst mér ekki vera
alvöru jól.
Ég á engan afa, en ef ég ætti afa
þá vildi ég að hann væri eins og Siggi
Ben. Ég ætla að koma með blóm
handa honum eins oft og ég get.
Siggi Ben, vonandi hittir þú vini
þína uppi hjá Guði. Elsku Siggi Ben,
vonandi hittumst við í næsta lífi eða
uppi hjá Guði.
Hvíldu í friði, elsku Siggi Ben.
Hulda Sigurðardóttir.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast Sigurðar Benediktssonar,
vinar míns og vinnufélaga til margra
ára, þegar hann er genginn á vit
feðra sinna.
Sigurður var góður meðalmaður á
hæð og nokkuð þrekinn, skörungur í
framkomu, gráhærður á miðjum
aldri en aldrei gamallegur, og góð-
mennskan skein af andliti hans.
Hugurinn frjór og röddin hljómmik-
il. Reglumaður á tóbak en hófsmaður
á vín. Og ráðdeildarsamur eins og
sannur Þjóðverji – enda lærður í
Þýskalandi.
Við Sigurður vorum vel kunnugir.
Kynni okkar hófust haustið 1970
þegar báðir hófu störf hjá Orku-
stofnun. Sigurður var þá þegar ann-
ars vegar kunnur af þekkingu og
störfum sínum í nýtingu jarðhita,
m.a. á Verkfræðistofunni Vermi í
Reykjavík og fyrir hana hjá Kísiliðj-
unni við Mývatn og hins vegar að
vera góður flugmaður og flugvéla-
verkfræðingur. Einnig var hann
annálaður reikningshaus og þekktur
fyrir listilegar vel gerðar vinnuteikn-
ingar.
Eitt af fyrstu meiri háttar verk-
efnum Sigurðar og samstarfsmanna
hans á jarðhitadeild Orkustofnunar
1973–1974 var að finna leið til þess að
nýta gufuna og saltan jarðhitavökv-
ann í Svartsengi til hitunar á köldu
vatni í húshitunarvatn fyrir Suður-
nesjamenn. Það verkefni var á þeim
tíma nýjung á heimsvísu. Þegar því
var lokið varð Sigurði að orði: „Það
ólíklega varð það líklegasta og það
líklegasta varð það ólíklegasta.“
Með tímanum og störfum á Orku-
stofnun, Jarðborunum ríkisins, Jarð-
borunum hf. og loks á eigin verk-
fræðistofu varð Sigurður einn helsti
sérfræðingur landsmanna í borunum
eftir heitu vatni og gufu, sérstaklega
í steypingu á fóðurrörum í gufuhol-
um. Sigurður fór margar kynnis- og
námsferðir vegna starfa sinna, oftast
til Bandaríkjanna en einnig til Fil-
ippseyja og Nýja-Sjálands en hann
átti alla ævi auðvelt með að tileinka
sér nýja þekkingu til viðbótar við
menntun sína í Þýskalandi á sínum
tíma. Þýsk menning og viðhorf höfðu
hins vegar ævilöng áhrif á Sigurð.
Sigurður kom m.a. við sögu við
boranir eftir gufu í Svartsengi, Eld-
vörpum, Reykjanesi, Námafjalli,
Kröflu og á Nesjavöllum. Hann átti
marga vini meðal bormanna gegnum
árin og miðlaði óspart til þeirra
þekkingu sinni.
Sigurður sá málin í stóru sam-
hengi, t.d. voru orku- og virkjunar-
málin honum mjög hugleikin og
ítrekaði hann oft við samferðamenn
sína að öll virkjanleg orka á Íslandi
dygði ekki til í aflið sem þyrfti á
ljósastaurana í Evrópu einni!
Flestir samstarfs- og samferða-
menn Sigurðar náðu leiðbeiningum
hans greiðlega nema þá helst þegar
hann fór mikinn.
Þegar einkatölvurnar komu til
sögurnar var Sigurður fljótur að
festa kaup á Macintosh-vél og sagði
af því tilefni: „Þetta er teiknivélin
sem mig hefur alltaf vantað.“ Sig-
urður átti allt til starfsloka aðeins
tölvur og tilheyrandi af bestu gerð.
Í samræmi við margt annað í lífi
Sigurðar átti hann lengst af aðeins
góða þýska bíla en þeir náðu aldrei
öllum áhuga hans. Það var flugið –
svifflugið – og flugvélar sem áttu all-
an hug hans svo ekki sé meira sagt.
Sigurður átti lengi hlut í flugvélum
og smíðaði líka flugvélar – enda mjög
hagur. Annars vegar smíðaði hann
svifflugu með Gunnari Arthurssyni
flugstjóra og hins vegar framúr-
stefnu flugvél af gerðinni VariEze
frá Burt Rutan í Kaliforníu með Þor-
birni heitnum Sigurgeirssyni pró-
fessor.
Einstaka sinnum kom það fyrir að
Sigurður vann vandasöm verk ann-
ars vegar fyrir litlu íslensku flug-
félögin og hins vegar Arngrím Jó-
hannsson flugstjóra og flugfélagið
Atlanta ehf.
Sigurður flaug mest á TF-TOG en
einnig á tékkneskri listflugvél –
„Slinninum“ – sem hann nefndi svo
og í mörg sumur á vélsvifflugvélinni
TF-SAA. Hann átti margar góðar
stundir með félögum sínum í svif-
fluginu á flugvöllunum á Sandskeiði
og á Geitamel í landi Gunnarsholts.
Þegar Sigurður þurfti að fara frá
Reykjavík til Nesjavalla vegna jarð-
borana þar fór hann auðvitað eins oft
og hann gat á TF-TOG og lenti á
gamla bæjartúninu.
Sigurður fór í árslok 1993 ásamt
mörgum öðrum íslenskum flug-
áhugamönnum á sýningu til Kitty
Hawk í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum þar sem Wright-bræður
tóku flugvél fyrst á loft 90 árum fyrr.
Síðar fór Sigurður á stóra flugvéla-
sýningu í Moskvu og hreifst mikið af.
Hann var mikill fróðleiksbrunnur um
flugvélategundir, kunna flugkappa
úr seinni heimsstyrjöldinni og alla
helstu flugvélasmiði flugsögunnar.
Mörg önnur áhugamál hafði Sig-
urður og vissulega ekki öll sömu
gerðar. Sigurður var allt að því sér-
fræðingur í rafmagnsverði hér á
landi miðað við önnur lönd, einnig í
„réttu“ verði á lambakjöti miðað við
niðurgreiðslur og útflutningsbætur
ríkissjóðs og allan tekjuskatt lands-
manna og loks í göngum norsk-ís-
lenska síldarstofnsins svo nokkur
dæmi séu tekin.
Og jafnvel átti hann það til að rifja
upp fyrir þá sem heyra vildu allt um
afrek korngjafastjórnmálamanna
fyrri tíma í samhengi við samtímann.
Sigurður var nefnilega einstaklega
gagnorður um menn og málefni – og
sum svör hans urðu landskunn.
Mörgum nánustu ættingjum sín-
um og vinum var hann alla tíð sann-
kallaður haukur í horni.
Síðustu árin var Sigurður ekki
samur maður vegna þverrandi heilsu
en var þá svo heppinn að halda heim-
ili með vinkonu sinni, Sigfríði
Georgsdóttur, sem studdi hann
dyggilega. Einnig reyndist mágkona
hans, Guðrún Árnadóttir, honum
einkar vel.
Ég kveð Sigurð vin minn með
þakklæti fyrir langa og góða samleið
um leið og ég og fjölskylda mín vott-
um öllum aðstandendum Sigurðar
innlega samúð okkar.
Guð blessi minningu Sigurðar
Benediktssonar.
Þorgils Jónasson.
Gráhærður meðalmaður með koll-
vik og tungl, eilítið framsettur og
áberandi í fjölda, fremur vegna sér-
stakrar framkomu en sérstakrar
glæsimennsku. Klæddist oft blárri
úlpu eða ljósum upprenndum jakka,
köflóttri skyrtu og flauelsbuxum.
Þannig man ég eftir Sigga Ben eins
og Sigurður var að jafnaði kallaður
meðal þeirra er umgengust hann. Í
huga mér varð til ímynd hins sanna
verkfræðings. Stutt viðkoma með
leiftrandi tjáningarlist gerði hann
eftirminnilegan þeim sem á hann
hlýddu.
Mín kynni og margra félaga
minna á Orkustofnun voru í
tengslum við verkefni vegna jarð-
hitaborana, þegar hann vann við
verkfræðilegar úrlausnir á ýmsu
sem betur mátti fara eða þegar hann
áætlaði og undirbjó einstaka verk-
þætti. Þau voru ekki fyrirferðarmikil
blöðin sem Siggi notaði við gerð
áætlana vegna steypinga fóðringa í
borholur. Hann sýndi líka fullkom-
inn skilning þegar hann útskýrði
ferla og tölur fyrir frekar skilnings-
vana samstarfsmönnum, en það var
jafnan gert á áhrifaríkan hátt með
sérstökum dæmisögum og tilvitnun-
um í ríkjandi þjóðfélagsumræðu.
Siggi var lærður flugvélaverkfræð-
ingur en starfaði mest við jarðbor-
anir. Hann sérhæfði síg í aðferðum
við að steypa fóðringar og að þétta
borholur þegar þess var þörf. Það
varð til þess að einn samstarfsmanna
gerði um hann vísu þar sem hann var
nefndur þotu- og steypustjóri. Það
var ekki nóg heldur var hann hafinn í
guðatölu og fékk nafnið „Steypuguð“
sem hélst við hann síðan.
Það var oft eftirvænting þegar
Siggi Ben mætti í kaffi eða mat í fjöl-
setnum matsölum í Kröflu og á
Nesjavöllum. Hann átti það til að
liggja hátt rómur þegar honum var
mikið niðri fyrir og það var ekki
sjaldan. Vanalega þagnaði kliðurinn
og menn misstu ekki af neinu, en það
kom svo sem af sjálfu sér þegar hann
átti í hlut, sérstaklega er myndrænu
lýsingarnar fóru á flug. Tilvitnanir í
spár Swedenborgs og Nostradamus-
ar voru tíðar og alltaf möguleiki að
flétta þeim inn í umræðu dagsins.
Siggi ráðlagði einnig mönnum sér-
staklega að lesa Andrés Önd því þar
væri óendanleg uppspretta góðra
hugmynda. Hann var mjög glöggur
maður og fljótur að koma auga á
veikleika og þá sérstaklega í ákvörð-
unum hjá stjórnendum þjóðarbús-
ins. Landbúnaðarstefnan með sitt
„smér og két“ var lengi uppáhalds-
umræðuefni. Í því sambandi kom oft
klausan um að ákveðin þjóð norður í
hafi væri sú jafnheimskasta þjóð
sem til væri hér á jörðu og þó víðar
væri leitað enda hefði hún lifað á
sauðum frá örófi alda, auk þess að
vera komin af Norðmönnum en ekki
öpum.
Í tilsvörum átti hann engan sinn
líkan. Eitt sínn sem oftar sátum við á
verkfundi sem ráðgjafar. Þar voru
stífar yfirheyrslur af hálfu verk-
kaupans og stóð ekki á svörunum hjá
ráðgjöfunum. Að lokum leit verk-
kaupi til samstarfsmanna sinna og
spurði hvort þeir hefðu einhverjar
frekari spurningar, en svo reyndist
ekki vera. Þá gall í Sigga að bragði
að þeir gætu verið búnir með allar
sínar spurningar en við ættum eftir
helling af svörum.
Hræddur er ég um að of mikið af
svörum hafi farið með Sigga Ben yfir
móðuna miklu og margar spurningar
sitji eftir ósvarað. Það var ómetan-
legt að vera samstarfsmaður hans og
vinur. Guð blessi hann og minningu
hans.
Ásgrímur Guðmundsson.
Góðvinur minn og samstarfsmað-
ur til margra ára, Sigurður K. L.
Benediktsson verkfræðingur, hefur
kvatt og lagt upp í ferðina sem fyrir
okkur öllum liggur að fara fyrr eða
síðar.
Siggi Ben eins og hann var æv-
inlega kallaður af okkur samstarfs-
félögunum hjá Jarðborunum hóf
störf hjá fyrirtækinu um 1975 og
starfaði þar síðan meðan heilsa og
starfskraftar leyfðu sem aðalverk-
fræðingur þess fyrirtækis. Þótt sér-
svið hans í verkfræðinni væri á sviði
þeirra tækja er um loftin ferðast var
hann jafnvígur á þá tækni er nota
þarf til að afla orku úr iðrum jarðar.
Siggi var trúr sínu áhugamáli sem
var flugið og öllu sem því viðkom og
margir voru þeir flug- og flugáhuga-
menn sem sóttu sér tíðum góð ráð til
hans þegar eigin þekkingu þraut.
Siggi var meðeigandi í þó nokkrum
flugvélum og svifflugum um dagana
og tók þátt í smíði nokkurra þeirra,
eina stórglæsilega litla mjög sér-
stæða flugvél smíðaði hann, svo til að
öllu leyti með eigin höndum en heils-
an entist ekki til þess að hann kæm-
ist sjálfur í reynsluflugið, stendur sá
bláfugl nú fullbúinn og bíður kaf-
teins, til þess að komast í loftið. Siggi
var athugull, eldklár en jafnframt
gætinn flugmaður og þær urðu þó
nokkuð margar flugferðirnar sem ég
og aðrir starfsmenn Jarðborana
fengum með honum bæði á vélflug-
um og svifflugum og voru þær ferðir
hver annarri skemmtilegri. Margar
þeirra enduðu líka sem rannsóknar-
ferðir til að kanna eitthvað forvitni-
legt sem sást í fjarska og urðu því að
litlum ævintýrum sem hresstu
skemmtilega upp á gráma hvers-
dagsleikans. Samkvæmt stöðu sinni
var Siggi verkefnisstjóri við flest
stærri borverk sem Jarðboranir
tóku að sér meðan starfskrafta hans
naut við, má þar nefna stóran hlut
allra borana á Kröflusvæðinu, í
Svartsengi og víðar á háhitasvæðum
landsins. Við þessi störf kom sér oft
vel hversu úrræðagóður hann var er
eitthvað óvænt bar að höndum sem
ekki er óalgengt í þessum verkum.
Við verkstjórarnir úti á mörkinni
áttum ævinlega góðan bakhjarl þar
sem Siggi var, þegar einhverjir erf-
iðleikar steðjuðu að, en þá stóð hann
óhagganlegur við bakið á okkur,
æðrulaus á hverju sem gekk. Siggi
var dagfarslega prúður og skemmti-
legur karakter en hafði oft sérstæð-
ar skoðanir á þjóðmálum sem og öðr-
um málum og lá þá ekkert á þeim
skoðunum, þar var oft skammt í
glettnina en allt var það græskulaust
gaman en mörg hnyttin tilsvör flugu
við slík tækifæri. Ég vil þakka Sigga
fyrir ánægjulegt og gott samstarf
liðinna ára, ánægjustundirnar urðu
margar í því samstarfi og gott er að
minnast þeirra, en hér skilur leiðir í
bili.
Margir munu sakna góðs drengs
en öruggt má telja að Siggi hefur náð
góðri lendingu í nýjum heimkynnum
eftir flugið yfir móðuna miklu og
hlotið þar góðar móttökur.
Guð styrki og styðji ástvini hans
alla.
Dagbjartur Sigursteinsson.
Kveðja frá Svifflugfélaginu
Nú kveðjum við einn af félögum
okkar Sigurð Benediktsson.
Siggi vissi allt um flug. Það fund-
um við fljótt sem vorum með honum í
sviffluginu. Siggi Ben, en það var
hann alltaf kallaður, var skemmti-
legur og alveg sérstakur félagi.
Hann hafði skoðanir á öllu og oft
mjög skemmtilegur í tilsvörum.
Siggi lærði verkfræði í Þýskalandi
og tók flugvélaverkfræðina svona
aukalega.
Hann hafði áhuga á öllu flugi og
hafði mikið yndi af því að fljúga bæði
svifflug, vélflug og einnig listflug.
Mörgum kenndi hann svifflug, bæði
það verklega og bóklega. Hann tók
ástfóstri við einstaka flugvélar og
flaug þeim þá nær gegndarlaust.
Vasaman, Fálkinn, Zlininn og
BirdDoginn voru vinsælar.
Þá hafði hann einnig gaman af að
smíða. Smíði sérstæðrar flugvélar úr
trefjaplasti er nánast lokið og svif-
fluga úr áli var komin nokkuð á veg.
Ef hægt var að leysa vandamál
með útreikningi þá gat Siggi það.
Hann bjó til formúlur og gat reiknað
út hina ótrúlegustu hluti.
Nú kveðjum við góðan félaga.
Við svifflugmenn vottum ættingj-
um hans okkar dýpstu samúð.
Kristján Sveinbjörnsson.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Benediktsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
!"! #
$
"
%
!"
#
$
%
$
#&'
&
&'
%$#%
#(&'
)