Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Önnumst allt er lýtur að útför.
Hvítar kistur - furukistur
- eikarkistur.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
!" !"# $!%&%'&&
$#% '&& $ % ( )
# " " * % &' # +
! # ! !"" #
$!% & #' ! !"" #
$!% ()# !"" # *++#" &
,## ()# !"" # &#-
#' & .
!" # $!%
&'( !) * + )
!)
,)& -
./!)
! (")"0)
!"#
$ % & '
(
&)% *
$ % &+ $ % *
) % )#)" '
)" ) % '
(
,) % *
#
!"
# !$% $ %&
$'&($ ) $$* $+ &%&
,- & '&%&
$$ '&%& +*$.- &$ ($
" ) .& / & *) .&
. &$ . &$( $ . &$"
! "#$$#
% &#$$# #'!( %) #(**
"'##$+ &#$$# ! ,# * -#$(**
. *## &#$$#
"# !$# $*/#"#$(**
!( !$# ## + % (**
011 0 # !#011 0 #
! ! ""
! # $
# $
%$ &' %# ""
()" * $
+ $
,$- # ""
. # ""
$#() +/
✝ Sigmundur Þor-steinsson fæddist
á Akureyri 12. janúar
1939. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 16. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Þor-
steinn Magnússon, f.
14. maí 1898 í Kols-
holtshelli í Flóa, d. 12.
desember 1992, og
Brynhildur Ólafs-
dóttir, f. 23. mars
1909 á Akureyri, d.
12. september 1987.
Syskini Sigmundar
eru Gabríela Oddrún Eyfjörð, f.
22. maí 1930, d. 21. júní 1987; Frið-
björg Elísabet, f. 21. apríl 1931;
Jenný Sigríður, f. 5. júlí 1933;
Ólafur, f. 12. febrúar 1935, d. 12.
mars 2001; Magnús, f. 3. júlí 1936.
Árið 1962 kvæntist Sigmundur
Flóru Juanita frá Elisabeth Town í
Tennessee í Bandaríkjunum, f. 4.
ágúst 1944. Þau skildu 1990. Börn
Sigmundar og Flóru eru fimm. 1)
Brynhildur, f. 28. desember 1962,
m. Sigurður Guðjónsson, f. 3.
ágúst 1956. Börn þeirra eru: Reyn-
ir Már, f. 22. október
1982, Guðjón Örn, f.
24. maí 1983, Jakob
Örn, f. 24. september
1986, Saga f. 28. júlí
1990, Líf, f. 30. des-
ember 1995 og Örn-
ólfur, f. 27. desember
1998. 2) Sigríður El-
ísabeth, f. 9. mars
1964, m. Njörður
Helgason, f. 24. febr-
úar 1964. Börn
þeirra eru: Erlingur
Bjarni, f. 28. apríl
1981, dóttir hans er
Embla Margrét, f.
16. september 2001, Geir, f. 1.
febrúar 1987, Diljá Ösp, f. 18. febr-
úar 1990, og Gígja, f. 23. nóvember
1996. 3) Sigmundur, f. 13. desem-
ber 1965, ókvæntur. 4) Guðjón, f.
28. júní 1970, m. Carolin Cart-
iciano f. 5. mars 1970. Dóttir
þeirra, Anna Lind, f. 28. mars
2002. 5) Tómas Allan, f. 14. ágúst
1978, ókvæntur.
Útför Sigmundar verður gerð
frá Seljakirkju á morgun, mánu-
daginn 26. ágúst, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku pabbi. Þín er nú sárt sakn-
að hér á heimili okkar. Þó að þú gæt-
ir aðeins dvalist í skamman tíma hér
hjá okkur, orðinn fársjúkur, var lund
þín alltaf létt. Krökkunum þótti
ómetanlegt að hafa þig hér hjá sér til
að spjalla við. Þegar þú komst fyrst
sagði Diljá Ösp að það væri gott að
þú værir hér, það væri þá loksins
einhver heima þegar hún kæmi heim
úr skólanum. Hún verður þér alltaf
þakklát fyrir allar heimsóknirnar á
spítalann í veikindum hennar og þá
hugulsemi sem þú sýndir veikindum
hennar alla tíð.
Pabbi minn, spilin eru misgefin.
Lífið hefði mátt leika betur við þig
en það gerði þín síðustu ár. Ég er
samt viss um að æska þín hefur ver-
ið þér góð í faðmi móður og föður
sem við börnin þín fengum svo lán-
samlega að búa með og alast upp hjá
í tíu ár eftir að við fluttum aftur
heim frá Bandaríkjunum.
Þó að amma og afi hafi ekki verið
rík af veraldlegum auð var svo
margt annað og betra sem þau gáfu
okkur, sem endist manni alla ævina.
Pabbi minn, þú varst búinn að
vera svo veikur allt þetta ár. En það
rofaði aðeins til hjá þér síðustu dag-
ana. Þá gat hún Gígja litla sem er að
hefja skólagöngu sína á útfarardegi
þínum sýnt þér skólatöskuna sína og
sníkt smá Pólónammi hjá þér í leið-
inni. Síðan dró aftur ský fyrir sólu
og þrátt fyrir mikla baráttu varðstu
að láta í minni pokann að lokum.
Pabbi minn, við þökkum þér fyrir
samfylgdina. Við vitum að þú er laus
við þrautir þínar og ert vonandi
kominn aftur í faðm foreldra og
systkina þinna sem gengin eru og
biðjum góðan Guð að geyma þig.
Ég vil kveðja með bæninni sem
amma kenndi okkur og bað alltaf
með okkur fyrir svefninn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þín dóttir,
Sigríður Elísabeth
og fjölskylda.
Þrautagöngu Sigmundar Þor-
steinssonar er nú lokið eftir erfið
veikindi nú um nokkurn tíma. Bryn-
hildi dóttur hans kynntist ég fyrir
um fjórtán árum og tók hann mér
strax mjög vel og hefur engan
skugga borið á okkar samskipti síð-
an. Sigmundur var alinn upp á fá-
brotnu alþýðuheimili um miðja síð-
ustu öld og maður skynjaði það
glöggt við kynningu, endalausar
kröfur nútímasamfélags voru ekki
hans. Hann vildi heldur eiga minna
en eiga það sem hann átti, en ekki
eins og nú tíðkast að kaupa sem
mest og eiga sem minnst. Hann
hafði allt sitt á hreinu og þegar hann
fékk innheimtuseðil inn um bréfa-
lúguna leið honum ekki vel fyrr en
seðillinn var greiddur þó ekki væri
komið að gjalddaga. Fyrir nokkrum
árum gekk hann í greiðsluþjónustu
Landsbankans og veitti það honum
mikið öryggi nú þegar hann lá á
sjúkrahúsi og gat sig hvergi hreyft.
Hann var sínum alltaf trúr, bæði
fjölskyldu og vinnuveitanda, enda
var hann umtalaður á sínum vinnu-
stað fyrir að vera löngu mættur áður
en vinna hófst og ekki lagðist hann í
rúmið þó einhver umgangspest væri
í gangi. Bensínafgreiðsla var hans
starf í um tvo áratugi og þar spjall-
aði hann við allt og alla og gerði þar
engan greinarmun á fólki, háu eða
lágu.
Nú þegar jarðvist Sigmundar lýk-
ur og hann heldur í langt ferðalag á
annað tilverustig vil ég fyrir mína
hönd og minnar fjölskyldu þakka
honum fyrir samferðina með von um
að hann eigi ánægjulega endurfundi
við sína ástkæru foreldra.
Hvíl í friði.
Sigurður Guðjónsson.
SIGMUNDUR
ÞORSTEINSSON