Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 43 Fyrirtæki til sölu ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Þekkt videósjoppa í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auðveld kaup. ● Kaffihús við Laugaveg. Velta 1,5 m. kr. á mánuði. Auðveld kaup. ● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2—3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. ● Stór snyrtistofa við Laugaveg. Góð aðstaða og tæki fyrir tvo snyrtifræð- inga og einn nuddara. ● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja. ● Lítil rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr. ● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld kaup. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum borgarinnar. Mjög mikið að gera. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr. ● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auð- veld kaup. ● Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr. ● Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. ● Rótgróin hárgreiðslustofa í Múlahverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti- og naglastofu. ● Blómakúnst, Selfossi. Rótgróin blómaverslun með góða veltu og af- komu. ● Lítill söluturn/videóleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. ● Þekkt lítið matvælafyrirtæki með góða framleiðslu óskar eftir samein- ingu við öflugt fyrirtæki. Selur bæði í matvöruverslanir og á stofnana- markaði. Ársvelta nú um 35 m. kr. en getur vaxið hratt. ● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. ● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 50 m. kr. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsiefni. ● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður. ● Lítil blómaverslun í Breiðholti. Falleg búð í stóru hverfi. Auðveld kaup. ● Breiðin, Akranesi. Stórt samkomuhús með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Eigið húsnæði. Gott tækifæri fyrir fagmenn. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Stór austurlenskur veitingastaður í miðborginni. Mikil velta, góður hagnaður. ● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári. ● Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri. ● Framköllunarþjónusta í miðborginni. Góð tæki. Frábær staðsetning. ● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. ● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar. ● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir samein- ingu til að nýta góð tækifæri. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. ● Sólbaðstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6 m. kr., góð greiðslukjör. ● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. ● Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Ársvelta 20 m. kr. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 10 ára afmælisár Vetrarstarfið hefst miðvikudaginn 4. september. Vetrarstarfið tekur mið af því að 25. janúar 2003 verða 10 ár frá því kórinn hóf æfingar. Þá verða tónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Næsta vor, þegar 10 ár verða frá stofnfundi kórsins, verða tónleikar þar sem kórinn mun meðal annars frumflytja nýtt íslenskt verk, sem samið verður sérstaklega í tilefni af afmælinu. Kórinn æfir tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, frá kl. 20.00 til 22.00 í Borgartúni 28, 4. hæð. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Skráning nýrra félaga fer fram næstu daga eftir kl. 16.00 í síma 896 6468. Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur Vetrarstarf Senjorítanna, kórs 60 ára og eldri kvenna, hefst mánudaginn 9. september. Kórinn æfir einu sinni í viku, á mánudögum, frá kl. 16.00 til 18.00. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Skráning nýrra félaga fer fram næstu daga eftir kl. 16.00 í síma 896 6468. Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur Kennsla hefst miðvikudaginn 4. september kl. 18.00 og er kennt einu sinni í viku í Borgartúni 28, 4. hæð. Haustönn skólans stendur í 12 vikur og lýkur með tónleikum. Skráning nýrra félaga fer fram næstu daga eftir kl. 16.00 í síma 896 6468. Viðskipti við Hong Kong/Kína Íslendingur, með fyrirtæki í Hong Kong, hefur áhuga á að komast í kynni við aðila, sem vilja eiga viðskipti við Hong Kong/Kína. Vinsamlega hafið samband við Anítu hjá Asía Direct co í síma 00852 2914 1640, GSM 00852 9757 8473, (tímamismunur + 8 klst.) eða á netfangi anitaoli@netvigator.com. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. STJÖRNUSPÁ mbl.is Gleymdist að geta heimilisfangs Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær um nýja líkamsræktarstöð, Sport- húsið í Kópavogi, gleymdist að geta um heimilisfang stöðvarinnar. Sporthúsið er til húsa í Dalsmára 9– 11 í Kópavogi og verður almenningi boðið að kynna sér aðstöðuna í dag frá kl. 11–18. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni. Röng tala Í frétt í blaðinu á föstudag um skólasetningu í Melaskóla misritað- ist nemendafjöldinn í skólanum. 620 nemendur stunda þar nám í vetur en ekki 320 eins og stóð í fréttinni. LEIÐRÉTT SKRÁNING er hafin á námskeiðið Öflugt sjálfstraust sem verður haldið í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b í byrjun september. Þetta námskeið er fyrir alla foreldra sem vilja styrkja sig í að verða sterkar fyr- irmyndir fyrir börnin sín. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust. Höfundar námskeiðsins eru Jó- hann Ingi Gunnarsson og Sæmund- ur Hafsteinsson sálfræðingar. Þeir flytja námsefnið á myndbandi en hafa þjálfað starfsfólk Foreldrahúss- ins til að hafa umsjón með námskeið- unum. Námskeiðsgögn eru vönduð vinnubók og geisladiskur sem höf- undarnir hafa lesið inná. Þetta nám- skeiðsform gefur foreldrum tæki- færi á að halda áfram þjálfuninni þegar heim er komið. Allar nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu eða á heimasíðu samtakanna www.foreldrahus.is. Vímulaus æska heldur foreldra- námskeið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.