Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 31 ✝ Björg Gunn-laugsdóttir fædd- ist í Selárdal í Hörðu- dalshreppi 12. janúar 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 16. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnlaugur Gunn- laugsson, f. 22.6. 1875, d. 7.11. 1932, og kona hans Kristjana Ingiríður Kristjáns- dóttir, f. 6.5. 1879, d. 13.8. 1977. Björg fluttist með foreldr- um sínum til Reykjavíkur 1918. Hún giftist 23.1. 1926 Jóni Er- lendssyni, f. 12.5. 1900, d. 7.5. 2000. Foreldrar hans voru Erlend- ur Jónsson, f. 11.5. 1864, d. 5.10. 1942, og kona hans Guðfinna Finnsdóttir, f. 13.6. 1867, d. 7.6. 1953. Börn Bjargar og Jóns eru: 1) Agnar, f. 23.4. 1926, búsettur á Akranesi, maki Jónína Bryndís Jónsdóttir, f. 29.5. 1923. Börn þeirra eru: a) Guðjón Smári, maki Sigríður Thoroddsen, þau eru bú- sett í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. b) Guðfinna Björk, maki Sigurð- ur Sævar Sigurðs- son, þau eru búsett í Reykjavík. Þau eiga tvo syni. c) Ólöf, maki Sigurjón Skúlason, þau eru búsett á Akranesi. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. d) Björg, maki Þór Arnar Gunnarsson. Þau eru búsett í Reykjavík. e) Jón, búsettur á Akranesi. 2) Ásta, f. 20.8. 1930, maki Jóhann Þór Sigurbergsson f. 13.3. 1933. Þau eru búsett í Reykjavík. Þau eiga fósturdóttur, Halldóru Maríu Steingrímsdóttur, búsett í Reykja- vík. Hún á tvo syni, fyrrverandi maki hennar er Halldór Andri Halldórsson. Björg og Jón bjuggu á Mógilsá á Kjalarnesi 1926–65, en eftir það í Reykjavík. Útför Bjargar verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar draumur minn um að ger- ast heimavinnandi húsmóðir rætt- ist síðastliðið haust, með þeim hætti að ég missti vinnuna, þá hugsaði ég að tilgangurinn hlyti að vera sá að nú ætti ég að heimsækja hana Björgu sem oftast og sinna betur þeim sem eru mér kærastir. Björg var 98 ára gömul, samt var ekki að sjá fararsnið á henni í vet- ur. Hún leit alltaf mjög vel út, alltaf vel snyrt og vel lagað hárið. Hún var alltaf glaðleg, jákvæð og bros- andi. Hennar lífsspeki var að horfa alltaf á björtu hliðarnar. Ef ég fer aftur á bak í tímanum í huga mínum, þegar ég kynntist Björgu og Jóni, þá var ég 9 ára gömul. Það var þá sem ég var send af Dalbraut í fóstur til Ástu dóttur Bjargar. Björg tók mér alltaf opn- um örmum og ég fann aldrei annað en að ég væri barnabarnið hennar, það var ómetanlegt. Ég man vel eftir heimsóknum til þeirra hjóna á Laugarásveginn, þar var alltaf tek- ið vel á móti mér með pönnukökum og fleira góðgæti, sem Björg bak- aði. Þau hjónin héldu heimili, þangað til fyrir fjórum árum, þegar þau fluttu að Skógarbæ. Jón andaðist fyrir tveimur árum. Björg saknaði Jóns mikið eftir að hann fór yfir landamærin miklu. Eftir það var eins og lífsviljinn dvínaði. Hún bað um að fá að fara til hans, enda var hann gríðarstór hluti af lífi hennar, þau voru gift í 74 ár. Mig langar að kveðja þig Björg með þessum fátæklegu saknaðar- orðum, en nú hefur þér orðið að ósk þinni og þú hlýtur að vera komin yfir til hans Jóns þíns núna. Halldóra María Steingrímsdóttir. BJÖRG GUNN- LAUGSDÓTTIR ✝ Hilmar SvanbergÁsmundsson fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1926. Hann lést 16. ágúst síðastliðinn. Hilmar var næstyngstur fimm sona hjónanna Ásmundar Jónssonar og konu hans Rann- veigar Bjarnadóttur: Jón járnsmiður, Björn vélstjóri er lát- inn, Reynir trésmið- ur, Hilmar, sem hér er kvaddur, og Sig- urður rafvirki, lát- inn. Hilmar kvæntist 1954 Sólveigu Einarsdóttur frá Þúfukoti í Kjós. Synir þeirra eru fjórir: Ásmundur trésmiður, kvæntur Ragnheiði Huldu Bjarnadóttur, Guðmundur bifvélavirki, kvæntur Gróu Ágústsdóttur, Pétur Ingi trésmið- ur, kvæntur Jóhönnu Sigmunds- dóttur, og Gunnar rafeindavirki, kvæntur Rósu Ólafsdóttur. Hilmar lauk skyldunámi í Aust- urbæjarskólanum en byrjaði snemma að vinna eins og bræð- ur hans og aðrir úr verkamannafjöl- skyldum þess tíma. Fyrst var hann send- ill, síðan vann hann í Landssmiðjunni, þá hjá Ofnasmiðjunni og hóf síðan nám í pípulögnum. Að loknu sveinsprófi í þeirri iðngrein vann hann að iðn sinni í rúm tuttugu ár, lengst hjá Guð- mundi Finnbogasyni, þar til hann hóf störf á járnsmíðaverkstæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar sem hann vann einnig rúm tutt- ugu ár uns hann hætti störfum fyrir aldurs sakir í lok ársins 1996. Útför Hilmars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Hilmar minn, það er komið að kveðjustund. Ég sit hér og læt hugann reika. Ég kom inn í fjölskyld- una fyrir rúmlega 30 árum þegar ég kynntist Gumma syni ykkar. Ég varð þess fljótt áskynja að fjölskyldubönd- in voru sterk. Þið Veiga sáuð ekki sól- ina fyrir strákunum ykkar og strák- arnir voru miklir og góðir vinir. Við fyrstu kynni varst þú frekar fá- máll og dulur en við frekari kynni og með fjölskyldunni gast þú verið hrók- ur alls fagnaðar. Og mikið varst þú greiðvikinn, það var sama hvað við báðum þig um, þú varst alltaf boðinn og búinn til að liðsinna og leysa vand- ann. Betri afa fyrir börnin okkar var ekki hægt að hugsa sér. Oft þegar við komum á Hraunbrautina og krakk- arnir voru með byrjuðu þau iðulega að kitla þig í iljarnar og þá upphófust þessi líka hlaup hringinn úr eldhúsinu og inn í stofu með tilheyrandi hlátra- sköllum og hávaða. Það mátti vart á milli sjá hver hafði mest gaman af. Þær eru mér einnig kærar minning- arnar frá áramótum, það var hefð að stórfjölskyldan, vinir og nágrannar hittust á Hraunbrautinni í gleðskap á gamlárskvöld. Kynslóðabilið var ekki fyrir hendi, eina skilyrðið sem var sett var að allir skemmtu sér og öðr- um í leiðinni. Þetta eru ógleymanlegir tímar. Sameiginlegt áhugamál fjölskyld- unnar voru silungsveiðar. Uppáhalds- staður okkar allra var Hítarvatn, þær voru ófáar ferðirnar þangað, við köll- uðum þetta paradís á jörð. Elsku Hilmar minn, síðustu 5–6 ár- in voru þér mjög erfið, þessi hræðilegi sjúkdómur, alzheimer, lék þig illa. Þú varst heppinn að eiga góða eiginkonu sem annaðist þig af ástúð og um- hyggju til hinstu stundar. Elsku Hilmar minn, takk fyrir allt, far þú í guðsfriði. Þín tengdadóttir, Gróa. Elsku afi, nú er komið að ákveðnum tímamótum hjá okkur. Okkur finnst svo stutt síðan við vor- um lítil að leika okkur á Hraunbraut- inni. Þegar við hugsum til baka um allar minningarnar sem við eigum getum við ekki annað en brosað. Við krakkarnir að klæða okkur í gömul föt af ykkur ömmu og svo veltumst við um af hlátri. Allir eltingaleikirnir inni í eldhúsi þar sem við hlupum hring eftir hring og þegar við náðum þér kitluðum við þig þannig að þú komst ekki upp orði. Svo fengum við að hanga á löppunum á þér og þannig labbaðir þú með okkur um allt hús. Svo fannst okkur alltaf jafn fyndið þegar við settum hurðasprengjur út um allt hús og alltaf léstu eins og þetta kæmi þér á óvart þegar spreng- ingar heyrðust. Þær voru líka ófáar næturnar sem við fengum að sofa og var þá allt gert til að dekra við okkur. Þá var amma iðin við að elda ofan í okkur og oft voru margir réttir á boð- stólum svo allir gætu borðað uppá- haldsmatinn sinn. Og iðulega kom amma svo með morgunmat í rúmið fyrir alla. Svo má ekki gleyma veiðitúrunum sem við fórum öll í, þið amma, strák- arnir ykkar, tengdadætur og við barnabörnin. Þetta eru ferðir sem aldrei gleymast. Þolinmæði ykkar ömmu gagnvart okkur krökkunum var óþrjótandi. Ferðirnar að Hítar- vatni voru flestar og standa upp úr. Þá fengum við að sofa í tjaldvagninum og í morgunsárið var lagt af stað yfir hraunið og iðulega bar afi þá farang- urinn okkar og stundum fengum við að hvíla okkur á bakinu á honum. Það var fullt starf fyrir ykkur ömmu að leysa flækjur þegar við köstuðum út öll í kross og iðulega fengum við að hjálpa ykkur að draga inn ef aflinn skiptist ekki jafnt á stangirnar okkar krakkanna. Elsku afi, það eru endalausar minningar sem rifjast upp og allar eru þær jafn fallegar. En nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Elsku amma, þú hefur misst ynd- islegan eiginmann, vin og lífsföru- naut. Guð gefi þér styrk í sorg þinni. En við vitum að afi er nú kominn á stað sem honum líður vel á. Elsku afi, guð geymi þig. Þín barnabörn, Petrea, Anna Lilja og Hilmar. Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund, ég vil minnast þín með nokkrum orðum. Þegar ég sest niður og læt hugann reika hugsa ég um hversu gott var að koma til þín og ömmu á Hraunbrautina, þar sem þú varst alltaf til í hlaup og sprell. Það eina sem við þurftum að gera var að taka veskið þitt eða bláa kaffibollann og þá hófst leikurinn. En einnig gastu setið með okkur tímunum saman við að spila eða leggja kapal. Ekki get ég kvatt þig afi minn án þess að minnast á veiðiferðirnar sem við fórum gjarn- an í og áttum skemmtilegar stundir saman. Elsku afi, takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín Svanhvít. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá mér en ég mun alltaf minnast þín í hjarta mínu. Ég kveð þig með þessum sálmi. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Ég veit að þú verður alltaf hjá mér, elsku afi minn, ég kveð þig með sökn- uði, þín Sólveig Sif. HILMAR ÁSMUNDSSON Kveðja frá Flugsmíð Nú hefur Sigurður Benediktsson verk- fræðingur safnast til feðra sinna. Við félagar í Flugsmíð viljum minnast hans með virðingu og þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu áhugaflugmanna. Hann lét til sín taka á flestum sviðum tóm- stundaflugsins, var svifflugmaður og kenndi auk þess lengi svifflug og mótorsvifflug á Sandskeiði. Hann flaug öllum gerðum eins hreyfils flugvéla og átti hlut í öflugri flugvél sem gat dregið svifflugur á loft (Cessna L-19). Einnig átti hann lengi hlut í listflugvél (Zlin-Trener- Master) og stundaði listflug, auk SIGURÐUR BENEDIKTSSON ✝ Sigurður KarlLíndal Bene- diktsson fæddist á Siglufirði 11. apríl 1930. Hann lést á Landakotsspítala 13. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 26. ágúst. þess sem hann flaug sínum og öðrum flug- vélum um landið allt. Árið 1977 ákvað Sig- urður að smíða frum- lega plastflugvél (Rut- an Vari-Eze) ásamt Þorbirni Sigurbjörns- syni prófessor. (Þeir luku að mestu við smíðina en henni hefur ekki ennþá verið flog- ið.) Á Íslandi voru þá fáar og ófullkomnar reglur um heimasmíði loftfara og dreif þá Sigurður í því að hóa saman öllum íslenskum meðlimum í EAA (Experimental Aircraft Assoc- iation, Alþjóðasamtök flugvéla- smiða) og stofna deild 668 EAA á Íslandi. Loftferðaeftirlitið var að semja og staðfæra reglugerð um heimasmíði loftfara og liðsinnti Sig- urður við það verk. Stuðst var við reglur frá hinum Norðurlöndunum og þær bandarísku en Bandaríkja- menn gera mest af því að smíða flugvélar heima hjá sér og hafa því mesta reynslu allra þjóða. Reglu- gerð þessi var samþykkt af sam- gönguráðuneytinu og er notuð af loftferðaeftirlitinu til að skoða og skrásetja „experimental“ flugvélar. Þær hafa staðist vel tímans tönn því þær eru notaðar enn þann dag í dag óbreyttar. Deild EAA 668 á Íslandi heitir nú Flugsmíð og er sæmilega öflugur félagsskapur með 18 heima- smíðaðar flugvélar og aðrar 25 í smíðum. Sigurður hafði ómældan áhuga á flugi og reyndar allri tækni og hafði gaman af að tala um hugðarefni sín við aðra. Hann var líka óþrjótandi fræðabrunnur um alla eðlisfræði og gott var að leita til hans þegar tæknileg vafamál komu upp. Við kveðjum góðan vin og félaga. Aðstandendum hans vottum við samúð okkar. Félagar í Flugsmíð, Húnn Snædal. Samstarfsmaður minn til margra ára og góður félagi, Sigurður Bene- diktsson verkfræðingur, er látinn 72 ára að aldri. Með Sigurði er genginn einn úr hópi þeirra verkfræðinga og vísindamanna sem innleiddu þá þekkingu og tækni sem gert hefur nýtingu jarðgufu á Íslandi það sem hún er í dag. Ég kynntist Sigurði fyrst í Mývatnssveit 1969 sem starfsmanni Verkfræðistofunnar Vermis hf. þar sem hann var að fylgja eftir hönnunarverki sínu á gufuveitu og gufurafstöð í Bjarnar- flagi, þeim fyrstu hér á landi. Um árabil var Sigurður minn nánasti samstarfsmaður fyrst hjá Kísiliðj- unni hf. í eitt ár sem ráðgjafi fyr- irtækisins en síðar hjá Orkustofnun, þar sem við störfuðum saman á vinnslutæknideild jarðhitadeildar í nokkur ár og síðar í mörg ár í verk- um tengdum jarðborunum eftir að hann fluttist til Jarðborana ríkisins og við eigið fyrirtæki Bene ehf. eftir 1989. Sigurður vann mestan hluta starfsævinnar að úrlausn verkefna er voru nýjungar hér á landi, frekar en að sinna hönnun og umsýslu með verkum, sem höfðu þekktar lausnir. Það hentaði vel sköpunargáfu hans og frjóum anda. Þótt Sigurður væri menntaður sem flugvélaverkfræð- ingur urðu viðfangsefnin neðanjarð- ar „á 10.000 feta dýpi frekar en í 10.000 feta hæð“ eins og hann orð- aði það. Sem dæmi um verk Sig- urðar má nefna endurbætur á að- ferðum og efnum sem notaðar eru við að steypa fóðringar, svo sem steyping í gegnum borstengur niður á allt að kílómetra dýpi og blöndun bætiefna í sementið á staðnum. Þetta gerði það að verkum að Ís- lendingar voru einfærir um að ann- ast alla þætti borverka. Eftir góðan árangur á þessu sviði hlaut hann í virðingarskyni gælunafnið „stey- puguðinn“. Erlendis eru það nokkur alþjóðafyrirtæki sem annast steypi- ngar við boranir fyrir hátt gjald, en það var metnaður íslenskra tækni- manna að ekki þyrfti að kalla til er- lenda aðstoð eða verktaka. Við fór- um nokkrar ógleymanlegar kynnisferðir til jarðhitafyrirtækja og framleiðenda borbúnaðar erlend- is í þeim tilgangi að meta hvað hent- aði til nota á Íslandi. Frétt af einni lenti á síðum Morgunblaðsins í formi skopmyndar teiknaðri af Sig- mund. Skörp greining Sigurðar á vandamálunum og næmi fyrir mögulegum úrbótum skipti sköpum. Hann sagði oft í gamni að Krafla hefði verið „dýrasti borskóli í heimi“, í jákvæðri merkingu. Þar og á öðrum háhitasvæðum, svo sem í Svartsengi og á Nesjavöllum, stóð hann fyrir stórfelldum endurbótum á bortækninni og munu jarðboranir á Íslandi njóta þess í framtíðinni. Áhugamálin tengdust mjög flug- inu og fengum við samstarfsmenn hans á Orkustofnun að njóta þeirra er hann flaug með okkur útsýnisflug til að mynda jarðhitamannvirki eða skoða jarðmyndanir úr þeim fjöl- mörgu tegundum „flygilda“ er hann átti hlut í eða hafði aðgang að. Mikil eftirsjá er að Sigga Ben, skemmtilegri og frjórri félaga er erfitt að finna. Votta ég aðstand- endum hans innilega samúð. Sverrir Þórhallsson, verkfr. Elsku Siggi Ben minn, það er svo leiðinlegt að þú hafir þurft að fara svona fljótt. Ég sit núna og er að rifja upp allar stundirnar sem við áttum saman en þær voru svo marg- ar. Ég mun t.d. aldrei gleyma öllum sögunum sem þú sagðir og þegar þú last Andrésblöðin fyrir mig. Þú varst svo ljúfur og góður, þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa mér með hvað sem er. Nenntir alltaf að hlusta á mig lesa fyrir skólann og ef mér leið eitthvað illa gat ég talað um það við þig og þú komst mér í gott skap. Ég á eftir að sakna þín svo ótrúlega mikið en ég er jafn- framt einstaklega þakklát fyrir að hafa þekkt þig. Þú varst, ert og munt alltaf vera yndislegasta mann- eskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Blessuð sé minning þín. Megir þú hvíla í eilífum friði. Ástarkveðja. Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.