Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 1
205. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. SEPTEMBER 2002 SAMNINGAMENN á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náðu síðdegis í gær samkomu- lagi um orkukafla framkvæmdaáætl- unar fundarins. Þar með hefur tekist samkomulag um alla þætti sam- komulagsins. Samkomulagið um orkumálin felur ekki í sér skýr tölu- leg markmið um aukinn hlut endur- nýjanlegrar orku, en talað er um að auka skuli verulega hlut endurnýj- anlegrar orku í orkubúskap heims- ins. Umhverfissamtök lýstu í gær óánægju sinni með niðurstöðu fund- arins, sérstaklega varðandi að ekki skyldi vera ákveðið að setja töluleg markmið varðandi endurnýjanlega orku. Orkukaflinn var eina málið sem var óleyst þegar samningamenn komu til fundar í gærmorgun. Evr- ópusambandið, Ísland, Noregur, Sviss og Nýja-Sjáland studdu tillögu um að sett yrðu í framkvæmdaáætl- unina töluleg markmið um að hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap jarðar yrði aukið úr 13% í 15% fram til ársins 2010 og að iðnríkin settu sér það markmið að auka hlut slíkra orkugjafa um 2%. Bandaríkin, Kan- ada og þróunarlöndin voru þessu andvíg. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagðist vera mjög ánægð með þá niðurstöðu sem fékkst. Hún væri betri en hún hefði reiknað með miðað við hvernig mál þróuðust í viðræðun- um um helgina. Markmið Íslands hefði verið að ná fram ákvæði í fram- kvæmdaáætlun fundarins um að hlutur endurnýjanlegrar orku yrði aukinn. Það hefði tekist þó að skýr töluleg markmið hefðu ekki verið sett. Hún sagðist einnig ánægð með að vatnsorka væri í textanum skil- greind sem endurnýjanleg orka og að sú tækniaðstoð sem iðnríkin heita að veita þróunarlöndunum á sviði orkumála yrði á sviði endurnýjan- legrar orku en ekki bara á sviði jarð- efnaeldsneytis eins og var í upphaf- legri málamiðlunartillögu formanns samninganefndarinnar. ESB lýsir stuðningi við aukið frelsi í viðskiptum Bandaríkjamenn féllust á að setja í framkvæmdaáætlunina töluleg markmið um aðgang að hreinlætis- aðstöðu. 2,4 milljarðar manna búa við opin eða ófullnægjandi holræsi og var samþykkt að setja það mark- mið fram til ársins 2015 að fækka þeim um helming. Samkomulagið sem tókst um við- skipti og fjármál byggist að mestu leyti á þeim yfirlýsingum sem sam- þykktar voru um viðskipti í Doha í Qatar og um fjármál og þróunarmál í Monterrey í Mexíkó. Nokkra athygli vakti í gær hvað talsmenn Evrópusambandsins töl- uðu ákveðið á fundinum um nauðsyn aukins aðgangs þróunarríkjanna að mörkuðum og lækkun niður- greiðslna í landbúnaði. „Frjáls við- skipti og aðgangur að mörkuðum fyrir allar þjóðir er lykill að því að ná settum markmiðum um að dregið verði úr fátækt í heiminum. Þess vegna er Evrópusambandið tilbúið til að vinna af krafti að árangursríkri niðurstöðu í viðræðum um Doha-yf- irlýsinguna. Og við erum tilbúin til að stíga frekari skref á þessu sviði. ESB hefur þegar samþykkt frjáls- an aðgang að mörkuðum fyrir allar vörur, aðrar en vopn, frá fátækustu þróunarlöndunum. Nú er tími fyrir aðra að fylgja í kjölfarið,“ sagði And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, á leiðtogafundin- um, en hann er í forystu fyrir Evrópusambandið. Bæði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, lýstu stuðningi við aukið frelsi í viðskiptum og lækk- un á niðurgreiðslum til landbúnaðar. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hafði stór orð um nauðsyn aðgerða á sviði umhverfisverndar og þróunar- mála, en minntist hins vegar ekki einu orði á landbúnaðarmál. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu á ráðstefn- unni í gær að líta bæri á alþjóðavæð- ingu sem tækifæri, en ekki sem ógn. Þá sagðist Davíð ennfremur telja að nýting endurnýtanlegrar orku og tækniframfarir byðu nú upp á tæki- færi sem ekki hefðu boðist áður, og þau bæri að grípa. Hlutur endurnýjanlegrar orku aukinn verulega Jóhannesarborg. Morgunblaðið. Samkomulag um alla þætti nýrrar framkvæmdaáætlunar um sjálfbæra þróun  Umhverfisvernd/26 LÖGREGLA í Jóhannesarborg í S-Afríku beitti vatnsbyssum og gúmmíkúlum í gær til að hafa hem- il á mótmælendum, hlynntum Pal- estínumönnum, er reyndu að koma í veg fyrir að Shimon Peres, utan- ríkisráðherra Ísraels, flytti ávarp í Kennaraháskólanum í borginni í tengslum við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Talsmaður lögreglunnar sagði að a.m.k. þrír lögreglumenn og fjórir mótmælendur hefðu slasast í rimmunni og 16 manns hefðu verið handteknir. Reuters Mótmæli í Jóhannesarborg BINYAMIN Ben Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, fyrirskipaði í gær rannsókn á vaxandi fjölda dauðsfalla meðal óbreyttra palest- ínskra borgara, þar á meðal barna, sem ísraelskir hermenn bera ábyrgð á. Tilkynnt var um þessa ákvörðun ráðherrans eftir að leið- togar palestínsku heimastjórnar- innar höfðu sakað Ísrael um „rík- isrekin hryðjuverk“. Þá hefur ennfremur komið fram gagnrýni á yfirmenn Ísraelshers í ísraelskum fjölmiðlum. Er þar einkum lýst áhyggjum af því að flekkuð ímynd hersins veiki stöðu Ísraels í baráttunni gegn uppreisn Palestínumanna (intifada), sem nú hefur staðið yfir óslitið í 23 mán- uði. Saeb Erekat, ráðherra í palest- ínsku heimastjórninni, krafðist þess að hermenn sem bæru ábyrgð á því að bana óbreyttum borgurum yrðu dæmdir, en sagði jafnframt að með tilliti til fyrri slíkra rann- sókna væri hann svartsýnn á að þessi nýjasta myndi leiða til þess að hermenn yrðu látnir sæta refs- ingum. Fjórir Palestínumenn voru drepnir á sunnudaginn í fyrirsát ísraelskra hermanna, og á laug- ardagskvöld voru tvö börn og tveir unglingar drepin fyrir mistök, þegar ísraelskir sérsveitarmenn gerðu atlögu að herskáum Palest- ínumanni. Palestínsk kona, tveir synir hennar og einn barnungur frændi þeirra voru drepin í síðustu viku er Ísraelsher skaut sprengi- kúlum á hús á Gazasvæðinu.Tugir Palestínumanna hafa verið drepnir undanfarnar vikur í hernaðarað- gerðum Ísraelshers. Ísraelar fyrirskipa rannsókn Jerúsalem. AFP, AP. TAREQ Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Íraks, gaf í gær til kynna að Írakar gætu verið reiðubúnir til til- slakana gagnvart vopnaeftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Aziz, sem er stadd- ur á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun, sem haldin er í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku, sagði ekki úti- lokað að Írakar leyfðu vopnaeftirlits- mönnum samtakanna að snúa aftur til landsins ef það væri hluti stærra samkomulags. Aziz sagði síðast á sunnudag að ekki kæmi til greina að Írakar hleyptu vopnaeftirlitsmönnum undir forystu Hans Blix, yfirmanns vopna- eftirlits SÞ, inn í landið. Hann sagði hins vegar í gær að vopnaeftirlits- deilan yrði á dagskrá fundar, sem hann myndi eiga með Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, í dag. „Írak- ar eiga ekki í neinum útistöðum við Sameinuðu þjóðirnar. Vandamálið er í samskiptum við Bandaríkjamenn,“ sagði Aziz. Áður hafði verið haft eftir Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að það yrði „skref í rétta átt“ ef Írakar hleyptu vopnaeftirlits- mönnunum aftur inn í landið. Vöktu þau ummæli athygli enda sagði Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, í síðustu viku að engu máli skipti fyr- ir hugsanlega árás Bandaríkja- manna, hvort Írakar leyfðu vopna- eftirlit á nýjan leik. Heimila Írakar vopna- eftirlit? Jóhannesarborg, Moskvu. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.