Morgunblaðið - 03.09.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.09.2002, Qupperneq 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 7 Í GÆR hækkuðu olíufélögin öll verð á bensíni um 1,70 krónur á lítra. Frá 1. mars sl. hefur bensínverð hér á landi hækkað um rúm 8% en um 7% frá áramótum. Frá þeim tíma hefur heimsmarkaðsverð hráolíu hækkað um 38% en gengi dollars gagnvart ís- lensku krónunni lækkað um rúm 15%. Olíufélagið ehf. reið á vaðið með hækkun sem tilkynnt var síðdegis á sunnudag og síðan komu Skeljungur og Olís í kjölfarið um miðjan dag í gær með sínar verðbreytingar. Í til- kynningu félaganna er sama skýring gefin á hækkuninni. Hún er sögð stafa af hækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti og þróun gengis íslensku krónunnar gagnvart dollar. Eftir hækkun kostar lítrinn af 95 oktana bensíni með fullri þjónustu hjá olíufélögunum 98,70 krónur og 103,40 krónur af 98 oktana bensíni hjá Olíu- félaginu og Olís. Hjá Skeljungi kostar lítrinn af 99 oktana Shell V-Power bensíni 107,50 kr. eftir hækkunina. Lítrinn af díselolíu kostar alls staðar 48,10 krónur miðað við fulla þjónustu almennu bensínstöðvanna. Bensínorkan hækkar ekki um sinn Á sjálfsafgreiðslustöðvunum var eldsneytisverðið einnig hækkað um þessi mánaðamót, að Bensínorkunni undanskilinni. Gunnar Skaptason hjá Bensínorkunni ehf. sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa ákveðið neinar verðbreytingar en þar hefur 95 oktana bensín kostað 91,60 kr. á lítra, lítrinn af 98 oktana bensíni kostað 96,70 kr. og díselolía 41,10 krónur. Mun það verð gilda eitthvað áfram, að sögn Gunnars. Á Esso-Express stöðvunum og Ób- stöðvum Olís hækkaði bensínlítrinn einnig um 1,70 kr. Eftir hækkun kost- ar lítrinn þar af 95 okt. bensíni 93,40 krónur og díselolían 42,90 kr. hver lítri. Esso-Express og Ób-stöðvar selja ekki 98 okt. bensín. Víða eru al- mennu bensínstöðvarnar með afslátt, ýmist vegna framkvæmda eða ef bíl- eigendur dæla sjálfir.                                                            !" #                              !"  #  $% # &             Bensínlítrinn hækkaði um 1,70 krónur FJÓRIR skiptu með sér 1. vinningi í Lottó sl. laugardag og komu 7,9 milljónir króna í hlut hvers. Vinningsmiðarnir voru seldir í Akranesi á Akranesi, H-Seli á Laug- arvatni, Shellskálanum í Bolungar- vík og Söluskálanum, Langholtsvegi 70 í Reykjavík. Níu voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og komu tæpar 120 þúsund krónur í hlut hvers. Fjórir skiptu með sér lottóvinningi ÞAÐ gengur kraftaverki næst, að sögn lögreglu, að karlmaður á sex- tugsaldri skyldi komast lífs af úr bíl- veltu austan við Sauðárkrók rétt fyrir miðnætti aðfaranótt laugardags. Bíll- inn endastakkst og fór nokkrar veltur en ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, fékk að fara heim eftir skoðun á sjúkrahúsi. Þakkar lögreglan það því að maðurinn var með bílbeltin spennt að ekki fór verr. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Slysið varð á Sauðárkróksbraut um 7–8 kílómetra austan við Sauðárkrók, skammt frá bænum Keflavík í Hegra- nesi. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum stuttu eftir að hann kom inn á veg með bundnu slitlagi. Segir lög- regla greinilegt að maðurinn hafi ver- ið á mikilli ferð. Bíllinn sem er ónýtur var fjarlægður með kranabíl. Bílvelta austan við Sauðárkrók Kraftaverk að ökumaður komst lífs af ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.