Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 19

Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 19 FLAGA hf. hefur gert samkomulag um kaup á bandaríska fyrirtækinu Medcare Diagnostics og er stefnt að undirritun endanlegs kaupsamnings á næstu dögum. Kaupverðið er um 1.400 milljónir króna eða 16 milljónir bandaríkjadala. Medcare, sem starfar á sama markaði og Flaga hf., sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar og tækja til svefnrannsókna. Með kaupunum verður Flaga hf. stærsta fyrirtækið á sviði hugbúnaðar og tækja til svefn- rannsókna í heiminum en Medcare hefur verið einn helsti keppinautur fyrirtækisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Áætluð velta félagsins eftir kaupin er um 1.400 milljónir króna fyrir árið 2002 og hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) er áætlaður um 170 milljónir króna. Ráðgjafi Flögu við kaupin var Kaupþing banki hf. sem jafnframt tryggir greiðslu kaupverðs- ins og hefur umsjón með fjármögnun kaupanna. Jafnframt hefur Kaupþing tryggt sér 20% eignarhlut í Flögu og er seljandi þeirra hlutabréfa Helgi Kristbjarnarson, stofnandi Flögu. Um skeið hefur staðið til að Helgi og fjölskylda minnkuðu eignarhlut sinn í fyrirtækinu en hann var tæp 30%. Fjölskyldan heldur því eftir tæpum 10% hlutafjár í Flögu hf. Að sögn Svanbjörns Thoroddsen, forstjóra Flögu, mun fjármögnun kaupanna á Medcare skiptast í þrennt; langtímalánsfjármögnun, breytanlegt skuldabréfalán og skammtímalán sem verður endurfjár- magnað með hlutafjárútgáfu á næsta ári. Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Medcare og verða höfuðstöðvarnar í Reykjavík þar sem fram fer framleiðsla og vöruþróun. Fyrirtækið mun einnig reka skrif- stofur í New York-ríki í Bandaríkj- unum, þar sem m.a. fer fram mark- aðs- og sölustarf, og í Amsterdam í Hollandi þar sem fram fer rannsókn- ar- og þróunarvinna. Starfsmenn verða um 100 en starfsmenn beggja fyrirtækja halda áfram störfum fyrir sameinað fyrirtæki. Svanbjörn Thor- oddsen verður forstjóri sameinaðs fyrirtækis en Bill Burzelewski, fram- kvæmdastjóri Medcare, verður fram- kvæmdastjóri starfseminnar í Banda- ríkjunum. Að sögn Svanbjörns hófust viðræður við Medcare í apríl sl. og samningar tókust í síðasta mánuði. Áfram samstarf við ResMed Búist er við miklum samlegðar- áhrifum í kjölfar kaupanna en vöru- framboð félaganna fellur vel saman auk þess sem Medcare er jafnan sterkt á þeim markaðssvæðum sem Flaga hefur minna sinnt og öf- ugt, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Sameinað félag mun sjá að mestu leyti sjálft um vörudreifingu, en fram til þessa hefur dreifing á vörum Flögu verið í höndum sérstakra dreifingar- aðila. Mun sú tilhögun auka tekju- myndun ásamt því að auka talsvert á sjálfstæði félagsins. Markaðshlut- deild hins nýja félags mun verða um 20% í Bandaríkjunum og verður fyr- irtækið því í fararbroddi á þessum ört vaxandi markaði. Svanbjörn segir að til þessa hafi ResMed annast sölu og dreifingu fyr- ir Flögu í Bandaríkjunum. „Sölu- og dreifikerfi Medcare er hins vegar mjög sterkt í Bandaríkjunum og við munum því taka við sölu og dreifingu sem var hjá ResMed og ráða þá starfsmenn sem þar voru til starfa hjá okkur.“ Svanbjörn segir að þar með sé samstarfinu við ResMed ekki slitið heldur þvert á móti. „ResMed mun kynna okkar vörur og við munum jafnframt koma þeirra vörum á fram- færi. Það er því formbreyting á sam- starfinu og það verður áfram mikil- vægt fyrir bæði fyrirtæki.“ Í apríl sl. var viðræðum um yfirtöku ResMed á Flögu slitið en ResMed á áfram 10% í Flögu og eru ekki áformaðar breyt- ingar á því, að sögn Svanbjörns. Fyrirtækið Flaga hf. var stofnað af dr. Helga Kristbjarnarsyni árið 1994 sem rannsóknarstofa á sviði svefn- rannsókna. Flaga þróar og framleiðir tæki og hugbúnað til svefnrannsókna, aðallega tengt kæfisvefni en vörur fé- lagsins hafa verið seldar til 48 landa í sex heimsálfum. Medcare og Flaga starfa á sama markaði en Medcare hefur einkum verið með sterka markaðsstöðu í Bandaríkjunum. Medcare var stofnað árið 1987 í Hollandi af hjónunum dr. Winni Hofmann og Anand Kumar en þau eru meðal virtustu sérfræðinga heims á sviði svefnrannsókna. Félagið hefur vaxið hratt að undanförnu og skilað góðum hagnaði á síðustu árum. Seljandi Medcare er bandaríska fyr- irtækið AirSep Corporation sem er sérhæft fyrirtæki á sviði súrefnis- tækja. Flaga kaupir banda- rískan keppinaut Verður stærsta fyrirtæki á sviði hugbúnaðar og tækja til svefnrannsókna í heiminum Embletta, tæki frá Flögu hf. STJÓRNIR upplýsingatæknifyrir- tækjanna Skýrr hf. og Teymis hf. hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og verður samrunaáætlunin lögð fram á hluthafafundum beggja fé- laga til endanlegrar afgreiðslu eftir um það bil mánuð. Í tilkynningu frá félögunum kem- ur fram að samkomulag sé um að útistandandi hlutafé í hvoru félagi verði metið þannig að hluthafar Skýrr verði eigendur 75,8% hluta- fjár í hinu sameinaða félagi og hlut- hafar í Teymi eigi 24,2% hlutafjár- ins. Hlutafé í hinu sameinaða félagi verður aukið um 63.361.022 til að mæta samrunanum og verður heildarhlutafé félagsins því 263.361.022 kr. Hið nýja félag verður skráð á kennitölu Skýrr sem verður sem fyrr skráð á aðallista Kauphallar Íslands. Frosti Bergsson stjórnarformað- ur beggja félaga segir að núna sé unnið að nákvæmri útfærslu sam- runans sem kynnt verði á hluthafa- fundum félaganna eftir mánuð. Að hans sögn verður hið sameinaða fé- lag fyrst um sinn rekið áfram á báð- um stöðum, þ.e. bæði í húsakynnum Teymis og í húsnæði Skýrr. Opin kerfi eiga rúm 50% í félaginu Lokagengi hlutabréfa Skýrr hf. í gær var 5,50 og er virði Skýrr fyrir sameiningu 1.100 m.kr., virði Teymis 348 m.kr. og virði samein- aðs félags 1.448 m.kr. Opin kerfi eiga 54,5% hlut í Skýrr og 37,4% hlut í Teymi fyrir sameiningu. Opin kerfi munu eiga rúmlega 50% hlut í sameinuðu fé- lagi. Aðalstarfsemi Teymis felst í að innleiða lausnir frá Oracle. Skýrr er einnig í samstarfi við Oracle og eru kerfi frá Oracle orðin þungamiðja í þjónustuframboði Skýrr. Munar þar mestu um stórt viðskiptakerfi sem byggir á Oracle sem Skýrr vinnur nú að því að innleiða fyrir ríkið, en það var ekki síst vel heppnuð samvinna fyrirtækjanna við innleiðingu kerfisins sem ýtti undir sameininguna. Teymi var stofnað árið 1995 og hjá því starfa 65 starfsmenn. Skýrr er elsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins og heldur í ár upp á 50 ára afmæli sitt en hjá félaginu starfa nú 170 manns. Stjórnir Skýrr og Teymis samþykkja sameiningu Samrunaáætlun lögð fyrir hluthafafund eftir mánuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.