Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Einar BjarniBjarnason fædd-
ist í Reykjavík 1.
október 1958. Hann
lést á Landspítala við
Hringbraut hinn 23.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Bjarni Einarsson
húsgagnasmiður, f.
10. júlí 1925, og
Ragnheiður Eyjólfs-
dóttir húsmóðir, f.
27. júlí 1925. Einar á
einn bróður, Eyjólf,
byggingartækni-
fræðing, f. 7. ágúst
1955. Hann er kvæntur Ingi-
björgu Jónsdóttur hjúkrunar-
fræðingi og eiga þau þrjú börn.
Eftirlifandi eiginkona Einars
Bjarna er Lilja Ingvarsson yfir-
iðjuþjálfi á Reykjalundi og eru
synir þeirra Bjarni Geir, f. 27.
nóvember 1986, og Arnar Már, f.
11. september 1990.
Einar Bjarni lærði byggingar-
tæknifræði við Tækniháskólann í
Grimstad í Noregi á árunum
1980–1984. Hann hóf störf hjá
embætti gatnamála-
stjóra Reykjavíkur-
borgar að námi
loknu. Þar sinnti
hann ýmsum mála-
flokkum, m.a. um-
sjón með endurgerð
opinna svæða og
skóla- og leikskóla-
lóða. Honum voru
hugleikin öryggis-
mál á leiksvæðum
barna og tók þátt í
gerð Evrópustaðals
um þau mál. Frá
1997 var Einar
Bjarni deildarstjóri
hreinsunardeildar gatnamála-
stjóra, en í janúar 2002 varð
hreinsunardeild hluti af Umhverf-
is- og heilbrigðisstofu Reykjavík-
ur. Hann tók virkan þátt í tóm-
stundastarfi sona sinna, m.a. með
setu í stjórn íþróttafélagsins
Leiknis. Einnig var hann í stjórn
hverfasamtaka efra Breiðholts.
Útför Einars Bjarna verður
gerð frá Fella- og Hólakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír,
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Að morgni 23. ágúst andaðist
elskulegur frændi minn Einar
Bjarni aðeins 43 ára eftir stutt og
erfið veikindi. Ekki er hægt að lýsa
með orðum hvað það tekur mig sárt
að setjast niður og skrifa minning-
arorð um svo góðan dreng.
Andlát hans kom fyrr en reiknað
var með. Kvöldið áður var verið að
undirbúa heimkomu hans og Lilja
og drengirnir kepptust við að gera
allt fínt og aðgengilegt fyrir hann
miðað við hans ástand.
Við Einar erum systrabörn og
þar sem ég bjó hjá ömmu okkar og
afa var mikill og góður samgangur á
milli heimilanna. En eitt er víst að
ég hef alltaf verið jafn velkomin hjá
fjölskyldunni eins og ég væri ein af
þeim. Við höfum svo ótal sinnum
setið og rifjað upp æsku-, unglings-
og fullorðinsár okkar, rifjað upp
gleði-og reynslustundir.
Þegar Einar fæddist er Eyjólfur
þriggja ára og ég fimm ára. Mér
fannst nú ef til vill að nú væri ég
ekki í fyrsta sæti hjá Eyjólfi, en við
Einar fundum seinna út að ef til vill
hefði ég orðið smáafbrýðisöm að
eiga ekki systkin. Við Einar rifumst
oft sem börn, við hlógum og grétum
en alltaf var mikil væntumþykja á
milli okkar. Ein sæt saga er til um
það þegar ég var lítil og með misl-
inga. Ég lá í rúminu með spegil, öll í
útbrotum, öskureið og heimtaði að
ég fengi „dákana“ mína strax! Ég
vildi helst alltaf hafa þá báða hjá
mér.
Einari og Eyjólfi fannst nú
kannski ekki alltaf gaman þegar afi
kom keyrandi á föstudögum upp
Teigagerðið á vörubílnum og rauði
dúkkuvagninn á pallinum. Daman
ætlaði nefnilega að vera þar um
helgina!
Við höfum oft hlegið að þessu í
gegnum árin sem og ýmsu öðru.
Sérstakt og ómetanlegt samband
hefur verið á milli mín og bræðr-
anna en Einar kom t.d. alltaf til
okkar á aðfangadag og fékk kaffi og
hálfmána, og sagði: „Það eru ekki
jól nema ég komi hingað.“
Einar var með mjög stórt hjarta
og var mikill tilfinningamaður, það
var eins og hann fyndi á sér ef
manni leið illa, þá hringdi hann eða
kom og sagði: „Komdu sæl og bless-
uð, Betta mín, hvernig hefur þú
það?“ Hann var alltaf fljótur til að
koma og hjálpa ef eitthvað var.
Fjölskyldu sína lagði hann mikla
rækt við. Hann á einstaklega góða
foreldra sem hafa stutt og styrkt
drengina sína og fjölskyldur þeirra í
gegnum lífið.
Einar var mjög áhugasamur um
allt og alla. Hann fylgdist með börn-
unum mínum vaxa úr grasi og sýndi
þeim alltaf mikinn áhuga. Hann
passaði þau stundum þegar hann
var unglingur en Ágústa var fyrsta
barnið sem hann skipti um bleiu á
og gekk mikið á því það var mik-
ilvægt að vanda sig! Eftir verkið var
hann stoltur og sagðist alvanur!
Einar lærði byggingartæknifræði
í Noregi og talaði hann oft um hvað
sér hefði nú liðið vel þar og ber það
merki þess hvað hann var duglegur
að bjarga sér í námi og lærði ýmis
heimilisstörf.
Eins og ég hef áður getið um var
Einar einstakur maður, hjartahlýr,
tilfinninganæmur, greiðvikinn,
ósérhlífinn og ábyrgur. Hann var
stoltur og vildi láta lítið fyrir sér
hafa.
Einar var hamingjusamur maður
í einkalífi sínu. Fann draumadísina,
hana Lilju sína, sem hann virti og
elskaði. Saman hlúðu þau vel hvort
að öðru. Einar og Lilja eiga saman
tvo elskulega og vel gerða syni, þá
Bjarna Geir og Arnar Má, og hafa
þau hjónin verið samstiga í að fylgja
þeim eftir í þeirra lífi.
Einar varð fyrir miklu áfalli með
sinn sjúkdóm og fann að þrekið var
ekki gott og batinn hægur. Meðal
þess sem hann ræddi við mig var
hvað lífið væri óréttlátt og hann
ætti eftir að gera svo mikið fyrir
Lilju og drengina.
Lilja sýndi mikinn dugnað og
stuðning í veikindum Einars og sá
maður hversu vænt þeim þótti
hvoru um annað. Lilja mín, ég veit
þú heldur áfram eins og ykkur Ein-
ari var lagið.
Elskulegur frændi er farinn, al-
góði Guð miskunna þú þig yfir Lilju
og drengina sem eiga um svo sárt
að binda. Einnig Ragnheiði og
Bjarna, Eyjólf og hans fjölskyldu.
Þau eiga allt gott skilið.
Við fjölskyldan lítum eftir Lilju
og drengjunum og styðjum þau í
þeirra miklu sorg. Síðustu kveðju-
stund okkar fyrir andlátið héldumst
við í hendur og báðum Guð að
geyma hvert annað.
Elsku Einar, ég er þakklát fyrir
allt sem við áttum saman og vona ég
að þér líði betur núna og sért nú bú-
inn að hitta ömmu, afa og Ellu
tengdamóður þína. Ég kveð þig með
miklum trega, Einar minn.
Þín frænka
Elísabet Ólafsdóttir (Betta).
Það dró skyndilega fyrir sólina á
fallegum degi hér á Spáni þegar
mér bárust þær fréttir að elskuleg-
ur frændi minn væri dáinn, svo
langt um aldur fram.
Æskuminningarnar sækja fast á
hugann og tengjast svo margar Ein-
ari Bjarna frænda mínum.
Einar Bjarni var uppáhalds-
frændinn minn. Hann var tíu árum
eldri en ég og því á unglingsárum
þegar ég fer að muna eftir mér.
Aldrei fann ég þó fyrir að ungling-
urinn nennti ekki að tala við mig eða
veita mér athygli, þvert á móti hafði
hann alltaf tíma fyrir litlu frænk-
urnar. Við frændsystkinin hittumst
helst heima hjá ömmu og afa í Eski-
hlíðinni eða í boðum hjá foreldrum
okkar. Ég man að oft var beðið í
spennu eftir því að þeir bræður Ein-
ar Bjarni og Eyjólfur kæmu því þá
byrjaði stuðið hjá okkur frænkun-
um, Hjördísi og mér. Við stríddum
frænda okkar agalega. Við stukkum
fram úr öllum skotum, földum okk-
ur á háaloftinu í Teigagerðinu og
brölluðum svo margt sem ég myndi
næstum skammast mín fyrir ef ég
vissi ekki að frændi minn hefði fyrir
löngu fyrirgefið mér. Hann átti það
líka til að hefna sín með því að bjóða
okkur í herbergið sitt í kjallaranum
í Teigagerði, setti þar heyrnartól á
eyru okkar og lét okkur syngja
Abba-lög hástöfum. Við vissum ekki
að lögin hljómuðu bara í eyrum okk-
ar og Einar Bjarni hló mikið að bull-
inu sem við sungum.
Einar sagði stundum að við Hjör-
dís skulduðum honum nýjan leður-
jakka. Við frænkurnar héngum
nefnilega svo í vösunum á flotta leð-
urjakkanum sem hann keypti á
Spáni að það rifnaði út frá vösunum.
Við vissum líka að það leyndist oft
Ópal í þeim. Ég man eftir degi sem
ég fékk að eyða með stóra frænda
mínum en þá var ég bara smákrakki
og fékk ekki að vera viðstödd út-
skrift Bettu systur minnar úr
Hjúkrunarskólanum. Ég var sett í
pössun í Teigagerðið og var vægast
sagt hundfúl út í alla að fá ekki að
vera með á þessum merkisdegi.
Einar fór með mig í rúnt á Bronco-
inum hans Bjarna, gaf mér ís og
brosandi mættum við síðan í veisl-
una sem haldin var síðar um daginn.
Hin síðari ár hefur sambandið á
milli okkar minnkað eins og eðlilegt
er. Afi og amma dáin og allir búnir
að stofna sínar fjölskyldur. Það
breyttti því þó ekki að alltaf var jafn
gaman að hitta Einar frænda sem
nú var kominn með Lilju sína og
synina tvo sér við hlið. Það var
ánægjulegt að sjá þau saman og sjá
fjölskyldumanninn blómstra.
Hvergi held ég að honum hafi liðið
betur en í faðmi fjölskyldunnar.
Manni finnst það óréttlátt að svo
mikið hafi verið tekið frá þeim öll-
um, hlutverkið hinum megin má
vera göfugt! Ég get ekki látið hjá
líða að rifja upp eina sögu um Ein-
ar. Fyrir nokkrum árum hringdi
hann í mig og bað mig að kaupa fyr-
ir sig útigrill í Fríhöfninni. Hann
átti greinilega mjög erfitt með að
biðja mig um þetta og fannst það
hið mesta mál. Mér fannst þetta nú
auðsótt en varð samt aðeins að
stríða honum. Ég sagði að þetta
væri ekkert vandamál en þegar
hann kæmi að sækja grillið yrði
hann að koma með jarðarberja-
shake. Hann hló og lofaði því. Þegar
ég svo lenti skipti engum togum að
Einar og Lilja voru bæði mætt í
Leifsstöð að sækja mig og grillið
eins og hann sagði. Úti í bíl beið mín
svo stærsta tegund af ljúffengum
jarðarberjashake! Eitt af síðustu
skiptunum sem ég hitti frænda
minn var við brúðkaup okkar
Svenna í desember sl. Mér þykir
vænt um að hann skyldi vera þar og
geta tekið þátt í þessum stóra degi
með okkur. Hann skemmti sér líka
konunglega með Lilju, í faðmi fjöl-
skyldu og vina. Mér þykir líka vænt
um að hafa fengið tækifæri til að
hitta hann á sjúkrahúsinu undir lok-
in. Þótt mig hafi ekki órað fyrir því
að þetta væri í síðasta sinn sem ég
hitti hann er ég fegin að hafa fengið
tækifæri til að kveðja hann með
bros á vör og að hafa fengið fallegt
bros á móti.
Það tekur okkur Svenna sárt að
geta ekki verið viðstödd jarðarför-
ina. Okkur langar þó að senda Lilju
og sonum, Löggu, Bjarna og Eyjólfi
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa allar fallegu
minningarnar um frænda minn og
megi hann hvíla í friði.
Ingunn Kristín.
Elsku Einar Bjarni systursonur
minn er dáinn langt um aldur fram,
aðeins 43 ára. Hann háði hetjulega
baráttu við ólæknandi sjúkdóm.
Baráttan var ekki löng en hún var
erfið. Þar er svo erfitt að líta til
baka og jafnframt ósanngjarnt að
hitta hann ekki framar.
Einar Bjarni var góður drengur,
vel gefinn og vandaði sig við alla
hluti. Hann var mjög skipulagður,
rasaði aldrei um ráð fram og gerði
allt í réttri röð. Einar Bjarni var
byggingatæknifræðingur, menntað-
ur frá Noregi. Þegar heim kom hóf
hann störf hjá Reykjavíkurborg og
starfaði þar til dauðadags.
Einar Bjarni frændi minn var
skemmtilegur og orðheppinn og
gaman að hitta hann á góðri stund.
Það var einmitt á einni slíkri sem ég
hitti hann síðast fyrir utan heim-
sókn á sjúkrahús. Dóttursonur
minn var að útskrifast stúdent.
Fyrsta sem ég sá þegar ég gekk í
veislusalinn var Einar Bjarni sem
stóð á miðju gólfi ásamt sonum sín-
um. Auðvitað fékk ég blíða og fal-
lega brosið sem einkenndi hann. Við
spjölluðum saman góða stund og er
mér þetta spjall dýrmætt í minning-
unni.
Uppáhald Einars Bjarna voru
synir hans tveir. Þeir áttu hug hans
og hjarta og fylgdist hann með þeim
af einlægum áhuga og veit ég að það
verður sárt hjá þeim að missa slíkan
föður. Dýrmætasta djásn hans var
Lilja eiginkona hans og eins og
mamma hans sagði eitt sinn: „Hann
Einar Bjarni er svo góður við hana
Lilju að hann mundi anda fyrir hana
ef hann gæti það.“
Sérstök var umhyggjusemi Lilju
við Einar Bjarna í veikindum hans,
hún gerði allt sem hún gat og einnig
fjölskylda hans. Það eru dimmir
dagar hjá þeim núna og foreldrum
hans og ættingjum. Við foreldra
sína lagði hann mikla rækt og má
t.d. nefna að hann hafði símasam-
band við mömmu sína daglega, ef
ekki var komið við.
Fyrir nokkrum árum gekk eldri
dóttir mín í gegnum sára lífsreynslu
og þá naut hún góðmennsku Einars
Bjarna í ríkum mæli. Slík var hjálp-
semi hans og umhyggja fyrir henni.
Hann leit ávallt á hana sem systur
sína enda voru þau samstiga frá
blautu barnsbeini.
Það er svo margs að minnast, sár-
ast var að sjá heilsu þinni hnigna.
Með sárum söknuði kveð ég þig,
elsku Einar Bjarni. Ég veit að miss-
irinn er hvað sárastur hjá Lilju og
sonum þínum, foreldrum, Eyjólfi
bróður þínum og hans fjölskyldu.
Við Óli sendum ykkur hlýjar sam-
úðarkveðjur og þökkum fyrir allar
góðar minningar um góðan dreng.
Elísabet Auður.
Þegar ég hitti Einar Bjarna í
fyrsta sinn, vorum við Lilja frænka
að ganga upp Laugaveginn. Ég var
á unglingsárunum og var stolt af að
eiga svona góða eldri frænku sem
hægt var að fara í bæinn með. Við
rákumst á Einar Bjarna og eins og
kunningja er háttur tóku þau tal
saman. Nokkrum árum seinna voru
þau gift.
Með okkur hjónum tókst góður
og traustur vinskapur. Einar Bjarni
var hæglátur maður sem hafði skoð-
anir á öllum hlutum en aldrei tran-
aði hann þeim fram, þannig að
ávallt var gott að rökræða málin við
hann. Hann var einstaklega ná-
kvæmur, vandvirkur og með mikla
skipulagshæfileika.
Það eru ófáar minningarnar sem
við eigum um samverustundir í
sveitinni. Einar Bjarni vildi alltaf fá
að hjálpa til og það var orðinn vani
að eitthvað væri hannað og smíðað
þá daga sem fjölskyldan í Klapp-
arberginu var í heimsókn hjá okkur.
Honum fannst ekki flókið mál að
hanna og smíða sólpall eða hlið inn í
garðinn minn, sem klifurjurtir eiga
að þekja með árunum. Hlýhugurinn
og velvild hans í okkar garð gleym-
ist aldrei.
Síðastliðið sumar vorum við
frænkurnar að mála timbrið í skjól-
vegginn. Þá fundum við báðar
greinilega fyrir nærveru Ellu
ömmu. Þar sem við báðar trúum á
líf eftir þetta líf, þá veit ég það, Lilja
mín, að þegar við förum að dytta að
einhverju á Sperðli næsta sumar, þá
verða þar tveir englar að hjálpa
okkur.
Maður skilur ekki hvað æðri
máttarvöldum gengur til þegar þau
ákveða að kippa föður tveggja
ungra drengja burtu svona skyndi-
lega og alltof snemma.
Við kveðjum þig, kæri vinur, með
söknuði og þakklæti í hjarta fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Elsku Lilja mín, Bjarni Geir og
Arnar Már, megi Guð gefa ykkur
styrk til að takast á við þennan
mikla missi.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farinn ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu hjarta.
(M. Jak.)
Inga Björk Gunnarsdóttir
og Þröstur Ólafsson.
Í dag kveðjum við vin okkar og
félaga, Einar Bjarna Bjarnason.
Einar Bjarni var deildarstjóri
hreinsunardeildar Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkur, sem
tók til starfa um síðustu áramót, en
hafði áður gegnt sömu stöðu hjá
embætti gatnamálastjóra.
Einar Bjarni var afskaplega heill
maður. Hann sinnti starfi sínu af
góðum hæfileikum, áhuga og dugn-
aði. Hann horfði fram á við og hafði
metnaðarfullar hugmyndir fyrir
hönd Reykjavíkurborgar um fram-
tíðarverkefni í umhverfismálum.
Einar var gæddur þeim hæfileika
að hugsa í stóru samhengi án þess
að gleyma einstaklingnum. Það var
ekki nóg að hafa háar hugmyndir.
Þær urðu að vera framkvæmanleg-
ar og borgaranum til góða. Einar
hélt mjög vel utan um verkefni sinn-
ar deildar og vann ötullega að því að
skilgreina verkefni hennar í nýju
umhverfi, hjá nýrri stofnun með
nýju samstarfsfólki. Fyrir Um-
hverfis- og heilbrigðisstofu liggja
stór verkefni á sviði sorphirðumála
sem við þurfum nú að hrinda í fram-
kvæmd án Einars. Það verður ögr-
andi verkefni og okkur mun án vafa
verða hjálp í að tileinka okkur þann
hugsunarhátt Einars að skilgreina
ekki hluti sem vandamál heldur
verkefni sem þarf að takast á við og
leysa. Einar var mikið ljúfmenni og
kom afskaplega vel fram við fólk –
hvort sem þar áttu í hlut viðskipta-
vinir, starfsfélagar eða vinir. Hann
var því eðlilega vinamargur og verð-
ur sárt saknað víða. Þrátt fyrir ein-
lægan áhuga á starfi sínu var alltaf
ljóst að það var fjölskyldan sem
hafði forgang í lífi Einars. Lilja og
strákarnir voru það sem lífið snerist
um. Auk þess ræddi Einar oft um
bróður sinn og foreldra og það var
ljóst að þetta var mjög samheldin
fjölskylda. Þeirra missir er mikill.
Við stofnun Umhverfis- og heil-
brigðisstofu Reykjavíkur um síð-
ustu áramót sameinuðust starfsein-
ingar úr borgarkerfinu með það í
huga að auka vægi og ná heildarsýn
yfir umhverfismál borgarinnar. Það
er töluvert átak fyrir nýja stofnun
að taka sín fyrstu skref og í þessu
tilfelli þurfti að ganga í gegnum
sameiningarferli sem oft getur verið
viðkvæmt. Góður árangur er algjör-
lega undir því kominn að starfsfólk
sé tilbúið þess að takast á við
breyttar aðstæðu; vinna með nýju
fólki og skilgreina sig og sína vinnu
í nýju umhverfi. Í þessum byrjunar-
fasa lá Einar ekki á liði sínu og verð
ég honum ávallt þakklát fyrir vin-
áttu hans og stuðning þessa fyrstu
mánuði. Hann nálgaðist sameining-
arferli stofunnar af opnum hug og
dugnaði. Hann smitaði samstarfs-
fólk sitt með jákvæðu hugarfari
sínu og margir hlökkuðu sérstak-
lega til nánara samstarfs við hann.
Þó svo Einari væri eftirsjá í því að
EINAR BJARNI
BJARNASON