Morgunblaðið - 03.09.2002, Side 52

Morgunblaðið - 03.09.2002, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UM 20 manna hópur hestamanna var á ferð í Þórsmörk um helgina og fékk hópurinn sinn skerf af vonsku- veðri sem gekk yfir landið á sunnu- dag. 92 mm úrkoma mældist sam- kvæmt sólarhringsmælingu í Básum frá morgni laugardags til sunnudags og 80 mm úrkoma frá morgni sunnu- dags til mánudags. Að sögn eins úr hópnum muna menn vart aðra eins rigningu á þessum slóðum. Á mynd- inni sést hvar hluti af hópi hesta- manna fer yfir Krossá frá Húsafelli. Morgunblaðið/RAX Riðið yfir Krossá Í GÆR og sl. föstudag tókust samningar milli þriggja erlendra banka, sem standa að sambankaláni til Norðurljósa samskiptafélags, og Kaupþings, um að Kaupþing keypti 55% sambankalánsins, og yrði um leið umsjónaraðili lánsins, en það var hollenski bankinn NIB áður. Samningurinn felur í sér ákveðinn afslátt af upprunalegu lánsupphæð- inni, en ekki fékkst upp gefið í gær um hversu mikinn afslátt er að ræða. „Kaupþing hefur keypt hlut þriggja erlendra banka í sam- bankaláninu sem félagið tók í júlí 1999,“ sagði Sigurður G. Guðjóns- son, forstjóri Norðurljósa, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður segir að erlendu bank- arnir þrír, hollenski bankinn NIB (National Investerings Bank), hol- lenski bankinn Staal Bank og bandaríski bankinn JP Morgan Chase hafi átt 55% lánsins, eða um 2,5 milljarða króna, en ósamið sé við hollenska bankann ABN Amro, sem eigi um 1,3 milljarða í láninu og Landsbanka Íslands sem eigi 880 milljónir króna í því. Sigurður segir að undanfarnar vikur hafi Jón Ólafsson, stærsti hluthafi Norðurljósa, staðið í linnu- lausum samningaviðræðum við þessa erlendu lánardrottna, og hafi þeim lyktað með samkomulagi um að erlendu bankarnir seldu sinn hlut í sambankaláninu með afslætti. Sigurjón Sighvatsson, annar stærsti hluthafinn í Norðurljósum, hafi síð- an haft forgöngu um að samið yrði við Kaupþing um að félagið kæmi inn og keypti þennan hluta í sam- bankaláninu. Með staðfestingu JP Morgan Chase í gær hafi endanlega verið gengið frá samningum við þessa þrjá lánardrottna og kaupum Kaup- þings á þeirra hlut í láninu. „Ég segi bara að erlendu bank- arnir veittu ákveðinn afslátt,“ sagði Sigurður aðspurður, en neitaði að fara frekar út í þá sálma. Spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir rekstur Norðurljósa sagði Sigurður að augljóslega hefði hér skapast grundvöllur til að ljúka þeirri fjárhagslegu endurskipulagn- ingu, sem forsvarsmenn félagsins hefðu barist fyrir undanfarna mán- uði með misjöfnum árangri. „Kaup- þing er með þessum samningi orðið leiðandi aðili í viðræðum um endur- fjármögnun á félaginu,“ sagði Sig- urður og kvaðst vera ánægður með þá niðurstöðu sem nú væri fengin, þótt vissulega væri hér einungis um áfanga að ræða. Sigurður sagði að næstu skref Kaupþings og Norðurljósa yrðu að óska eftir samningaviðræðum við ABN Amro og Landsbankann, ásamt því að óska eftir viðræðum við aðra lánardrottna félagsins. Hann kvaðst telja að slíkar við- ræður ættu ekki að þurfa að taka mjög langan tíma, fyrst þessi áfangi hefði náðst, í mesta lagi nokkrar vikur. Eignarhlutur Norðurljósa í Tali yrði einnig seldur við fyrsta tæki- færi og sagði Sigurður að félagið ætlaði sér að fá gott verð fyrir 34,8% eignarhlut sinn í fyrirtækinu. Kaupþing eignast 55% í sambankaláni Norðurljósa Yfirtekur 2,5 milljarða lán frá þrem- ur erlendum bönkum, með afslætti GRÍÐARLEG ásókn er nú í spænskunám hér á landi og hefur nýnemum í spænsku í skor róm- anskra og slavneskra mála við Há- skóla Íslands fjölgað um 100% frá því 1997. Einnig hefur nemendum snarfjölgað á námskeiðum hjá End- urmenntunarstofnun HÍ og fleiri námssviðum. Dr. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ, segir að ýmsar ástæður kunni að vera fyrir ört vaxandi vinsældum spænskunnar. „Hér er mjög gott lið ungra kenn- ara sem hafa nýlokið doktorsprófi í spænsku og njóta þess að kenna tungumálið,“ segir hún. „En ég held að ein aðalástæðan sé samt sú, að langflestir þeirra sem hyggja á framhaldsnám í Bandaríkjunum vilja kunna spænsku. Þar eru um 40 milljónir spænskumælandi manna og það fer t.d. enginn lækn- ir í framhaldsnám þangað án þess að geta bjargað sér á spænsku.“ Margrét segir að spænskan sé einnig orðin mjög mikilvægt við- skiptatungumál í ljósi mikilla sjáv- arútvegsviðskipta við Rómönsku- Ameríku og ekki megi gleyma tíð- um sólarlandaferðum til Spánar og áhrifum tónlistar og kvikmynda frá Rómönsku-Ameríku sem eiga sinn þátt í vinsældum spænskunnar. Mikil ásókn í spænskunám STJÓRNARFORMAÐUR Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að samn- ingar næðust við Philip Green, sem gert hefur yfirtökutilboð í Arcadia, en samningaviðræðum var haldið áfram fram á nótt. Í breskum fjölmiðlum er yfirtöku- tilboðið og mál því tengd mikið til umfjöllunar, og þar kemur meðal annars fram að Green telji fulltrúa Baugs ekki hafa komið hreint fram varðandi húsleitina hjá Baugi. Lögmaður Baugs fékk síðdegis í gær í hendur yfirlýsingu frá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjór- ans þess efnis að í rannsókn lögregl- unnar um meint svik gegn Baugi sé Baugur brotaþoli. Yfirlýsinguna hugðist Baugur nota í samningavið- ræðum sínum í Bretlandi. Samninga- viðræður fram á nótt  Stjórnarformaður/6 Arcadia/18 Baugur og Philip Green FORSVARSMENN Landssímans og samgönguráðuneytisins gera ráð fyr- ir að stofnað verði undirbúningsfélag í hlutafélagsformi á næstu vikum um lagningu og rekstur Farice-sæ- strengsins milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Strengurinn á að verða tilbúinn um áramótin 2003-2004. Samkomulag Íslands og Færeyja byggist á að hlutur Færeyinga verði 20% og Íslendinga 80% í félaginu, sem gert er ráð fyrir að annast muni rekstur strengsins frá Íslandi til Ed- inborgar. Samkomulag hefur náðst við Skota um hvar strengurinn kemur að landi í Skotlandi og eru viðræður í gangi um áframhaldandi lögn strengsins til byggðar. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir fyrirtækið ekki hafa fengið upplýsingar um hver þátttaka stjórnvalda verði í verkefninu og mik- ilvægt sé að fá það á hreint. Hann leggur einnig áherslu á að ef fjar- skiptafélögin verði með í stofnun fé- lagsins verði þau þátttakendur í stjórn þess þannig að þau verði ekki háð meirhlutavaldi Landssímans. Kostnaður vegna verkefnisins er nú áætlaður 5–6 milljarðar. Stefnt er að því að fjarskiptafyrirtæki hér á landi verði þátttakendur í undirbún- ingsfélaginu og í dag verður haldinn fundur með forsvarsmönnum þeirra. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri, segir að íslenska ríkið og Landssím- inn verði stærstu aðilar hins fyrirhug- aða undirbúningsfélags og er hann bjartsýnn á þátttöku annarra fjar- skiptafélaga. Gert sé ráð fyrir stofnun hlutafélags og síðan verði verkefnið fjármagnað með lántöku sem verði að hluta til með ábyrgð ríkisins. Lagning Farice-sæstrengsins frá Íslandi til Skotlands Viðræður um stofnun hlutafélags og fjármögnun  Hlutafélag/27 ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur mikið slasaður á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi síðdegis í gær eftir árekstur bifhjólsins við fólks- bifreið á Laugarásvegi í Reykja- vík. Að sögn lögreglunnar skemmd- ust ökutækin mikið, en ökumaður bílsins slapp lítið meiddur. Að sögn læknis á vakt á slysadeild fór öku- maður bifhjólsins í aðgerð í gær, en hann mun ekki vera í lífshættu. Ökumaður bifhjóls fluttur á slysadeild ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.