Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 1
HAMID Karzai, forseti Afganist-
ans, slapp naumlega á lífi þegar
gerð var tilraun til að ráða hann af
dögum í borginni Kandahar í Suð-
ur-Afganistan í gær. Fyrr um dag-
inn hafði bílsprengja sprungið í höf-
uðborginni Kabúl með þeim
afleiðingum að allt að þrjátíu
manns biðu bana. Ekki er vitað
hvort tilræðin tengjast en Abdullah
Abdullah, utanríkisráðherra Afgan-
istans, taldi sennilegt að liðsmenn
al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna,
sem enn leika lausum hala, hafi ver-
ið hér að verki. Veikja tilræðin í
gær verulega vonir um að ástand
öryggismála fari batnandi í Afgan-
istan.
Sprengjutilræðið í Kabúl er það
mannskæðasta í Afganistan frá því
að talibanastjórnin í landinu var
hrakin frá völdum. Í frétt BBC
sagði að maður, sem klæddur var
einkennisbúningi, hefði skotið fjór-
um sinnum inn um opinn glugga í
bíl, sem Karzai ferðaðist með, og
særðist Gul Agha Sherzai, héraðs-
stjóri í Kandahar, í árásinni, sem
og einn af bandarískum lífvörðum
Karzais. Réð árásarmaðurinn, sem
hét Abdul Rahman, sig til starfa
sem öryggisvörður Sherzais fyrir
aðeins 17 dögum. Rahman kom frá
Helman-héraði sem á sínum tíma
var eitt af helstu vígjum talibana.
Bandarískir sérsveitarmenn, sem
bera ábyrgð á öryggi forsetans,
brugðust skjótt við og létu kúlum
rigna yfir byssumanninn með þeim
afleiðingum að hann lést. Tveir
menn til viðbótar létust í skotbar-
daganum. Karzai hefur haft banda-
ríska sérsveitarmenn sér til öryggis
allt síðan að einn af varaforsetum
Afganistans, Haji Abdul Qadir, var
skotinn til bana í Kabúl í júlí.
Karzai var kominn til Kandahar
til að sækja brúðkaup bróður síns.
Var honum tekið fagnandi af mikl-
um fjölda fólks en mikill öryggis-
viðbúnaður var vegna komu hans
þangað. Hafði forsetinn nýverið
stigið inn í bíl sinn, þegar árásin
átti sér stað, eftir að hafa dvalist á
heimili Sherzais. „Ég hef það
ágætt. Ég er ávallt viðbúinn því, að
svona árásir geti átt sér stað,“
sagði Karzai við fréttamann BBC
eftir tilræðið.
Atburðirnir í Kandahar áttu sér
stað einungis örfáum klukkustund-
um eftir að sprengja hafði sprungið
í bíl nærri byggingu í miðborg Kab-
úl sem hýsir ráðuneyti upplýsinga-
og menntamála. Kom fram í máli
Omars Samads, talsmanns afg-
anskra stjórnvalda, að allt að 30
hefðu dáið og 50 til viðbótar særst
alvarlega. Margir voru á ferli á
þessu svæði þegar sprengjutilræðið
átti sér stað og alger ringulreið
ríkti á vettvangi ódæðisins eftir að
sprengjan sprakk.
Tilræðin skipulögð af
al-Qaeda eða Hekmatyar?
Grunur leikur á að talibanar eða
liðsmenn al-Qaeda hafi staðið fyrir
tilræðunum í gær og þá var nafn
Gulbuddins Hekmatyars, fyrrver-
andi forsætisráðherra Afganistans,
einnig nefnt en Hekmatyar er sagð-
ur eiga í samstarfi við al-Qaeda um
þessar mundir. Útsendarar banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA,
reyndu að ráða Hekmatyar af dög-
um fyrr á þessu ári en mistókst
ætlunarverk sitt.
Forseta Afganistans sýnt
banatilræði í Kandahar
AP
Hamid Karzai veifar til íbúa Kandahar-borgar í gær, skömmu áður en honum var sýnt banatilræði.
Allt að þrjátíu
manns fórust
þegar bílsprengja
sprakk í Kabúl
Kabúl, Washington. AFP, AP.
Reuters
Ítalskur friðargæsluliði rannsakar flak bílsins sem hafði að geyma
sprengjuna sem sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær.
208. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 6. SEPTEMBER 2002
SAPARMURAT Niyazov, forseti
Túrkmenistans, hefur veitt yf-
irmanni einnar af ríkissjónvarps-
stöðvunum hressilega ofanígjöf
vegna þess hversu dagskrá stöðv-
arinnar er leiðinleg. Hefur Niy-
azov ákveðið að Annaberdy Sil-
abov, yfirmaður Miras-sjónvarps-
stöðvarinnar, fái ekki greidd nein
laun um næstu mánaðamót vegna
mislukkaðrar dagskrárstefnu
sinnar.
Þessi viðbrögð Niyazovs hafa
vakið athygli, ekki síst sökum
þess að dagskrá Miras, rétt eins
og hinna sjónvarpsstöðvanna
tveggja í Túrkmenistan, sem
einnig eru ríkisreknar, saman-
stendur að mestu af efni, sem
tengist forsetanum, lífi hans og
persónu. Er það til þess fallið að
ýta undir þá persónudýrkun sem
einkennir þjóðlífið í Túrkmen-
istan. Hvarvetna er að finna
myndir og styttur af forsetanum
og bók, sem hann hefur ritað, er
helsta lesefni barna í öllum skól-
um landsins.
Birta allar stöðvarnar í sjón-
varpsútsendingum sínum litla
andlitsmynd af Niyazov í horni
sjónvarpsskjásins og dagskrár-
efnið er oftar en ekki tileinkað
forsetanum. Öllum ræðum hans
er t.a.m. sjónvarpað og börn og
fullorðnir eru gjarnan sýnd bros-
andi út að eyrum, syngjandi
dýrðarsöngva um Niyazov, sem
tekið hefur sér viðurnefnið
„Turkmenbashi“ (faðir allra
Túrkmena) og látið útnefna sig
forseta fyrir lífstíð.
Ólaunuð leiðindi
Ashkhabad. AFP.
FORSETI Arababandalagsins, Amr
Mussa, sagði í Kaíró í gær að araba-
ríki væru fylgjandi því að vopnaeft-
irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
fengju að fara aftur til Íraks, og yrði
það liður í samkomulagi Íraka við SÞ.
Eru arabaríkin með þessu að reyna
að koma í veg fyrir að Bandaríkja-
menn geri árás á Írak til þess að
koma Saddam Hússein frá völdum.
Tveggja daga fundi utanríkisráð-
herra aðildarríkja Arababandalags-
ins lauk í gær, og á fréttamannafundi
sagði Mussa að hann vænti þess að
utanríkisráðherra Íraks, Naji Sabri,
og framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Ann-
an, myndu eiga fund á næstunni og
ræða hvort vopnaeftirlitsmennirnir
fengju að koma þangað aftur. Tækist
ekki samkomulag og réðust Banda-
ríkjamenn gegn Írökum myndu „hlið
vítis opnast“ í Mið-Austurlöndum.
Mussa sagði að yrði eftirlitsmönn-
unum heimilað að koma til Íraks á ný
gæti umheimurinn gengið úr skugga
um hvort Írakar byggju yfir eða væru
að koma sér upp gereyðingarvopnum
og brjóta þannig gegn ályktunum ör-
yggisráðs SÞ. Sagði Mussa að öll að-
ildarríki SÞ ættu að framfylgja álykt-
unum öryggisráðsins, og skírskotaði
þar til 35 ára hernáms Ísraela á pal-
estínskum landsvæðum.
„Hvers vegna ættum við aðeins að
krefjast þess að Írakar framfylgi álykt-
unum öryggisráðsins?“ spurði Mussa.
„Hvað með Ísrael? Af hverju þessi tvö-
feldni að Ísraelar séu á einhvern hátt
undanþegnir því að framfylgja álykt-
unum og kröfum um að framfylgja
ályktunum öryggisráðsins?“
George W. Bush Bandaríkjaforseti
ítrekaði í gær að Saddam Hússein
Íraksforseti væri ógn við heims-
byggðina og nauðsynlegt væri að við
þeirri ógn yrði brugðist. Ásakaði
Bush Íraka um að vera að koma sér
upp gereyðingarvopnum og kvaðst
myndu í næstu viku gera SÞ grein
fyrir málstað sínum gegn Írökum.
Arabar vilja
vopnaeftir-
lit í Írak
Kaíró. AFP.
GRÍSK yfirvöld hrósuðu
í gær miklum sigri yfir
hryðjuverkasamtökun-
um 17. nóvember en þá
gaf sig fram við lögregl-
una einn helsti foringi
þeirra. Hafði hann farið
huldu höfði í tvo mánuði.
Dimitris Koufodinas,
tæplega hálffimmtugur,
fyrrverandi býflugna-
bóndi, er talinn hafa
tekið þátt í öllum mestu
hryðjuverkum samtak-
anna frá 1975 til 2000
en þau kostuðu 23 menn
lífið.
Fréttastofan ANA sagði, að mikl-
ar samningaviðræður
hefðu farið fram milli
lögreglunnar og Koufod-
inas síðustu daga og
þær leitt til þess, að
hann hefði gefist upp.
Í 27 ár varð grísku
lögreglunni ekkert
ágengt í baráttunni við
17. nóvember en seint í
júní slasaðist einn liðs-
maður samtakanna al-
varlega er sprengja,
sem hann ætlaði að
koma fyrir, sprakk í
höndum hans. Það varð
til þess, að upp um hryðjuverka-
hópinn komst.
Nýr sigur gegn
17. nóvember
Koufodinas
Aþenu. AFP.