Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magnús Jónssonóperusöngvari
var fæddur í Reykja-
vík 31. maí 1928.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut mánudaginn
26. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Agnes Odd-
geirsdóttir húsmóð-
ir, f. 11. september
1906, d. 9. júní 1988,
og Jón Sigurður
Björnsson banka-
fulltrúi, f. 22. sept-
ember 1899, d. 24.
september 1980. Foreldrar
Agnesar voru Aðalheiður Krist-
jánsdóttir húsfrú og Oddgeir Jó-
hannsson útvegsbóndi á Hlöðum á
Grenivík. Foreldrar Jóns voru
Ingibjörg Magnúsdóttir prestsfrú
og séra Björn Björnsson prestur í
Laufási við Eyjafjörð. Systir
Magnúsar var Sig-
ríður Ingibjörg, f.
11. júní 1943, d. 11.
mars 1981, börn
hennar eru Agnes og
Jón Sigurður.
Magnús kvæntist
20. nóvember 1962
Guðrúnu Svafars-
dóttur, f. 29. janúar
1935. Börn þeirra
eru: 1) Svafar, f. 22.
nóv. 1963, sambýlis-
kona hans er Ásta
Björnsdóttir og er
dóttir þeirra Ylfa
Guðrún. Áður átti
Svafar soninn Vigni og Ásta dótt-
urina Unni Grétu Ásgeirsdóttur.
2) Sigrún Vilborg, f. 16. feb.
1966, gift Lúðvík Jónassyni, sonur
þeirra er Magnús Helgi.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Í dag kveð ég tengdapabba minn.
Ég vil þakka þér fyrir, elsku
Maggi, hvað þú tókst vel á móti mér
og Unni Grétu, dóttur minni, þegar
við komum inn í fjölskylduna.
Þú varst alltaf svo hlýr og góður og
áhugasamur um allt það sem við
Svafar tókum okkur fyrir hendur.
Ófáar ferðirnar komst þú til okkar,
bæði í hesthúsið og heim, þegar við
vorum að byggja, til þess að fylgjast
með eða bjóða fram hjálp þína.
Eftir að Ylfa Guðrún fæddist var
gott að eiga vísa góða barnapössun
og það kom fljótt í ljós að hún var
mikil ömmu- og afastelpa og vildi
helst hvergi annars staðar vera. Afi
fór með hana í göngutúra, út á róló
eða í fjöruferð, alltaf var afi til í að
gera eitthvað skemmtilegt.
Ylfa Guðrún er svo ung að hún
verður fljót að gleyma góðu minning-
unum, en við getum hjálpað henni að
muna að hún átti góðan afa með því
að segja henni frá þér og að lofa
henni að hlusta á fallega sönginn
þinn.
Guð blessi minningu þína.
Ásta.
Okkur langar til að kveðja Magnús
Jónsson, góðan frænda og náinn vin
alla ævi. Við hjónin eigum eftir að
sakna nær daglegra funda við hann
um áratugi. Hér verður ekki rakinn
ferill hans sem söngvara, það munu
aðrir gera, en Magnús var einn af
fremstu óperusöngvurum þjóðarinn-
ar um langt skeið sem alkunna er. –
Hér verður heldur ekki rakinn ferill
hans sem íþróttamanns, en hann
keppti ungur fyrir hönd Íslands til
dæmis á Ólympíuleikunum 1948 í
London og á Evrópumeistaramóti í
Brussel 1950. Hann var semsé í gull-
aldarliðinu og keppti í 800 og 1500
metra hlaupi. – En við þekktum hann
sem góðan frænda og vin.
Magnús var fæddur í Reykjavík
1928 og ólst upp í foreldrahúsum við
Sólvallagötu. Foreldrar hans voru
Agnes Oddgeirsdóttir frá Grenivík
og Jón Björnsson frá Laufási við
Eyjafjörð. Hvert sumar dvaldi fjöl-
skyldan lengur eða skemur á Greni-
vík og drengurinn Magnús allt sum-
arið þegar hann fór að stálpast, og
varð hann eins og einn af systkina-
hópnum á Hlöðum enda jafnaldri
Björgvins, yngsta móðurbróður síns,
og urðu þeir óaðskiljanlegir. En alls
voru systkin Agnesar 10 að tölu.
Magnús átti eftir að fara út í heim
og læra söng, og taka að sér aðal-
hlutverk á stórum óperusviðum,
meðal annars í mörg ár við Konung-
lega leikhúsið í Kaupmannahöfn. En
alla tíð var hann ættarslóðum sínum
tryggur. Og orðið tryggur á hér best
við.
Á Hlöðum á Grenivík bjuggu þau
afi hans og amma með sinn stóra hóp,
Oddgeir skipstjóri Jóhannsson og
Aðalheiður Kristjánsdóttir, og stýrði
Oddgeir útgerð en Aðalheiður heim-
ili og umsvif voru mikil, sjór sóttur af
þrótti. Í beitningarskúrunum var öll
stórfjölskyldan að starfi og sungið
við verkin; strákar kornungir farnir
að fiska fram á Víkinni. Það er sagt
að nágrannakona kom einn daginn og
staðhæfði að hún hefði „heyrt í gær-
kvöldi álfa syngja í Berginu út með
Víkinni“. Það var framundan býlinu
hennar. – Við eftirgrennslan kom í
ljós að þar höfðu rétt ófermdir strák-
ar verið að fiska í hauströkkrinu og
sungu og tók þá undir í Berginu. Og
höfðu það verið þeir frændur Magn-
ús og Björgvin. Þetta vissi á eitthvað.
Það hefur áður komist á prent sag-
an af fólkinu í beitningarskúrunum á
Grenivík þegar fjölskyldukórinn
söng og Aðalheiður, ættmóðirin,
stjórnaði kór afkomenda sinna og
venslafólks. Þá vissi enginn að í
hópnum voru að vaxa upp margir ein-
söngvarar og enn fleiri skipstjórar.
En þessar voru æskustöðvar Magn-
úsar Jónssonar sem hann sýndi svo
mikla tryggð. Á hverju sumri eftir að
þau Magnús og Guðrún fluttu heim
frá Kaupmannahöfn, þá dvöldu þau
með okkur hjónum að minnsta kosti
viku á Hlöðum á Grenivík. Þær
stundir voru góðar og gleymast ekki.
Magnús var ljúfur maður í kynnum.
Hann var glæsilegur á velli, hár og
grannur, sterkbyggður. Í móðurkyn
var hann af Steinkirkjuætt í
Fnjóskadal. Móðir Aðalheiðar var
Lísbet Bessadóttir hins sterka, frá
Skógum í Fnjóskadal, en Kristján
faðir hennar frá Hróarsstöðum. Odd-
geir var í móðurætt af Fellsselsætt,
kenndri við Fellssel í Köldukinn en
Jóhann faðir hans Skagfirðingur. Jón
faðir Magnúsar var frá Laufási, son-
ur séra Björns Björnssonar prests
þar, en móðir Jóns var Ingibjörg
Magnúsdóttir prests í Laufási.
Magnús kenndi við Söngskólann í
Reykjavík í mörg ár eftir að hann dró
sig í hlé frá óperusviðinu. Hann var
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu.
Við minnumst hans sem góðs
frænda.
Þegar litið er yfir farinn veg og
áratuga samskipti koma í hugann
margar dýrmætar minningar frá
samveru á gleðistundum á Sólvalla-
götunni, Hlöðum og á heimilum okk-
ar, finnum við hversu ómetanlegt það
er að hafa átt þennan góða dreng að
samferðamanni. Farðu vel og hafðu
þökk fyrir allt.
Við vottum eiginkonu, börnum og
fjölskyldunni innilega samúð.
Lára og Björgvin.
Á mánudaginn í síðastliðinni viku
var fyrsti kennarafundur vetrarins
haldinn í nýju húsnæði Söngskólans í
Reykjavík. Kennarar voru vart sestir
þegar skólastjórinn flutti okkur þá
sorgarfregn að einn úr okkar hópi,
Magnús Jónsson, hefði látist um há-
degisbil þennan dag. Okkur var öll-
um brugðið, ekkert okkar hafði búist
við þessum tíðindum. Ég hafði hitt
Magnús fáum vikum fyrr í sal Rík-
isútvarpsins þar sem því var fagnað
að lokið var upptökum á þáttaröðinni
„Sungið með hjartanu“. Þar voru
saman komnir gamlir vinir og félagar
og var Magnús þá hress og glaður
eins og hans var vandi í góðra vina
hópi. Ég man fyrst eftir Magnúsi
sem frábærum íþróttamanni og ef ég
man rétt var sérgrein hans í 400
metra og 800 metra hlaupum enda
fulltrúi Íslands í stórmótum erlendis.
Hann hafði þó fleiri áhugamál og að-
eins 19 ára gamall hóf hann söngnám
hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara.
Eftir nokkurt skeið hjá Pétri fór
hann utan til framhaldsnáms á Ítalíu
og í Svíþjóð. Þar jókst honum kunn-
átta og þroski sem nýttist honum alla
daga síðan. Ekki leið ýkja langur
tími, áður en hann var ráðinn óperu-
söngvari við Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn þar sem hann söng
um árabil við góðan orðstír. Einnig
söng hann sem gestur við óperuhús í
öðrum löndum og var hvarvetna vel
fagnað.
Þar kom að hugurinn leitaði heim.
Þjóðleikhúsið var farið að flytja óp-
erur og aðra söngleiki og það freist-
aði Magnúsar að gerast þátttakandi í
því ævintýri. Hann kom, sá og sigr-
aði. Ekki hef ég það í kollinum hve
mörg hlutverk hann söng þar en hitt
man ég vel að hann var frábær á
sviði, bæði í söng og leik. Ekkki spillti
það heldur að hann var hávaxinn,
grannur og glæsilegur á velli.
Við Söngskólann kenndi hann nær
aldarfjórðung og var mjög vinsæll,
bæði af nemendum sínum og öllu
samstarfsfólki við skólann. Magnús
var mikið prúðmenni og drengur
góður. Aldrei heyrði ég hann hall-
mæla öðrum. Hann var frábær vinur
og félagi sem vildi öllum vel. Ég er
viss um að þegar ég einhverntíma
hverf inn í eilífðina verður Magnús
þar í varpa og tekur á móti mér. Þá
verður gaman að rifja upp gamla
daga á jörðinni. Guð blessi minningu
um góðan dreng og frábæran vin og
félaga.
Guðmundur Jónsson.
Þegar hann söng í Þjóðleikhúsinu
titruðu veggir áhorfendasalarins sem
aldrei fyrr. Magnús Jónsson fyllti út í
hvert horn með sinni stóru og fallegu
rödd. Salur með þurran og takmark-
aðan hljómburð vaknaði til lífsins og
hljómaði loksins. Það var stórkost-
legt.
Í tíu ár var hann aðaltenór við
Konunglegu Óperuna í Kaupmanna-
höfn. Danir kunnu að meta Magnús.
Hann var óperustjarna. Þegar árin
tóku að færast yfir hina reyndu Stef-
án Íslandi og Einar Kristjánsson var
hann hinn ungi tenór á uppleið. Þrír
glæsilegir íslenskir tenórar á sama
tíma í Konunglega. Gagnrýnandi
Politiken fagnaði Magnúsi þegar
hann þreytti frumraun sína í hinu
erfiða hlutverki Manricos í Il Trova-
tore eftir Verdi með þessum orðum:
„Danir hafa loksins fundið tenór sem
þeir geta dáð.“ En sumum fannst
fullmikið með Íslendingana látið og
það verður að virða Dönum til vor-
kunnar að þegar þeir fundu loksins
danskan tenór, sem hugsanlega gæti
sungið ítölsku óperurnar til jafns við
söngjöfrana þrjá frá Íslandi, þá báru
þeir hann einfaldlega á gullstól.
„Hann mun ekki endast af því hann
syngur allt of gleitt,“ sagði Magnús
Jónsson við óperustjórann og það
reyndust orð að sönnu.
Söngævin getur verið stutt ef
tæknin er gloppótt og söngtæknina
hafði Magnús á valdi sínu. En í stað
þess að leita nýrra tækifæra í óperu-
heiminum á þessum vendipunkti æv-
innar skellti Magnús fast á eftir sér
og fór til Íslands með sína ungu fjöl-
skyldu. Sennilega bjóst hann ekki við
að þar með væri ferill hans í óperu-
heiminum erlendis að mestu á enda.
Magnús, sem var ekki orðinn fertug-
ur, var orðinn þekktur í Skandinavíu
og hafði fengið einstaklega góða
gagnrýni fyrir söng sinn, oft á tíðum
hástemmt lof. En þannig fór það
samt og það, sem aðrir fóru þar með
á mis, fengum við hér heima að njóta.
Þær urðu margar óperusýningarnar,
tónleikarnir, söngskemmtanirnar og
einsöngurinn með kórum. Upptökur í
útvarpi og sjónvarpi urðu svo margar
að erfitt verður að taka þær allar
saman. Sem betur fer er enn mikið til
af upptökum sem sýna þeim, sem
ekki heyrðu hann syngja á sviði,
hversu einstakur og stórkostlegur
listamaður Magnús Jónsson var.
Raddbeitingin og túlkunin var hon-
um svo náttúrulega eðlileg að hvort
tveggja varð eins og óaðskiljanlegur
hluti af persónu söngvarans. Þó kom
listin ekki áreynslulaust til hans frek-
ar en annarra en áhugann vantaði
ekki.
Rétt við lok seinni heimsstyrjald-
arinnar safnaði ungur táningur
kjarki til þess að banka upp á hjá óp-
erusöngvaranum Pétri Jónssyni sem
hafði átt viðburðaríkan söngferil í óp-
eruhúsum Þýskalands. Pétur leit á
unglinginn, virti hann fyrir sér sem
snöggvast og spurði hversu gamall
hann væri. „Sautján ára,“ svaraði
Magnús. Pétur svaraði að bragði:
„Komdu og talaðu við mig eftir ár.“
Og þar með var viðtalinu við stór-
söngvarann lokið. Magnús var á kafi í
íþróttum og margur hefði látið sér
það nægja enda var þetta gullöld
frjálsíþróttanna á Íslandi og Magnús
þar í fremstu sveit. Hann keppti síð-
ar á Evrópumeistaramótinu í Bruss-
el og á Ólympíuleikunum í London.
Að ári bankaði hann samt óhaggan-
legur aftur upp á. Í þetta sinn bauð
Pétur hann innilega velkominn enda
söngvaraefnið augljóst og þar með
hófst söngnámið. Síðan lá leiðin til
Ítalíu.
Hvenær sem við hittumst voru
sönglist, söngtækni og óperur um-
ræðuefnið. Leiðir okkar lágu saman
fyrir aldarfjórðungi og urðum við
þegar miklir vinir. Stundum þegar
Magnúsi fannst nánast öruggt að
röddin myndi bregðast honum
hringdi hann í mig og bað mig um að
koma með sér ef ekkert hljóð kæmi
úr barkanum. „Ég get ekkert sungið
í dag,“ sagði hann þá gjarnan og
nuddaði hálsinn. „Þú verður að vera
tilbúinn til þess að hlaupa í skarðið.“
Síðan gátum við hlegið að þessu á eft-
ir en ekki þýddi að gera lítið úr því
fyrirfram. Þannig hlustaði ég stund-
um á „il grande tenore“ í sínu besta
formi þegar hann sjálfur taldi að allt
myndi ganga á afturfótunum. Ekki
kom nokkurn tíma til þess að ég
drægi Magnús að landi en ég naut
þess að vera ónauðsynleg varaskeifa.
„Heldur þú að það væri ekki munur
að vera eins og Jussi Björling?“ Og
svo kom sagan um það þegar hann og
Stefán Íslandi voru baksviðs á tón-
leikum Jussa í Tívolí og heims-
tenórinn skellti í sig einni viskíflösku
af stút á milli laga en söng samt eins
og engill.
Magnús og kona hans, Guðrún
Svafarsdóttir, fyrrum bankaútibús-
stjóri, byggðu sér fallegt og afar
smekklega innréttað hús við Fornu-
strönd á Seltjarnarnesi. Þar ólu þau
upp tvö myndarbörn, Svafar og Sig-
rúnu Valborgu, sem nú eru uppkom-
in og hafa stofnað sín eigin heimili.
Í nokkur ár fórum við Magnús í
kvöldgöngur um Nesið og þegar allur
söngheimurinn hafði verið afgreidd-
ur fórum við yfir lífið og tilveruna á
heimspekilegum nótum. Það bland-
ast engum hugur um að hans hefðu
getað beðið óperusvið heimsins en
hann tók æðruleysið, fjölskyldu og
fósturlandið fram yfir og fannst það
góð skipti. Við, sem kynntumst
Magnúsi, erum hins vegar þakklát
fyrir að hafa fengið að vera ferða-
félagar hans um stund og að hafa
fengið að njóta samvista við góðan
dreng sem okkur verður ævinlega
ljúft að minnast.
Framlag Magnúsar Jónssonar til
íslenskrar menningar vegur þungt á
metunum. List hans og nafn munu
lifa meðal þjóðarinnar um ókomna
tíð. Veit honum, Drottinn, þína eilífu
hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa honum.
Hann hvíli í þínum friði. Guðrúnu,
Svafari og Sigrúnu votta ég samúð
mína.
Júlíus Vífill Ingvarsson.
Kveðja frá
Söngskólanum í Reykjavík
Það var haust, árdagar Söngskól-
ans, að ég hitti óperusöngvarann
Magnús Jónsson að máli og bað hann
bónar. Að hann gengi til liðs við ung-
an skóla og deildi af kunnáttu sinni til
þeirra sem þar vildu læra að syngja.
Söngvarann Magnús þekkja flestir
Íslendingar sem komnir eru til vits
og ára, af óperusviði, tónleikapalli, úr
útvarpi og af hljómdiskum.
Manninn Magnús Jónsson þekkja
færri, hlédrægan allt að feiminn, en
hlýlegan í viðmóti og hvers manns
hugljúfa í vinahópi.
Magnús var með glæsilegustu
mönnum, hár, spengilegur, bjartur
yfirlitum með smitandi bros, karl-
mannlegur með fjaðurmagnað
göngulag, nákvæm fyrirmynd að-
íþróttamanni og óperusöngvara.
Hann var fjölhæfur maður og til-
heyrði tveimur ólíkum hópum fram-
úrskarandi Íslendinga.
Hann tilheyrði gullaldargengi ís-
lenskra íþróttamanna sem 800 og
1500 metra hlaupari, var fulltrúi ís-
lenskrar æsku og gjörfileika á Ól-
ympíuleikum í London 1948 og Evr-
ópumeistaramóti í Brussel 1950. Þá
var hann í gullaldargengi íslenskra
söngvara sem átti ótrúlegri vel-
gengni að fagna á árunum 1950–
1970, hafði glæsilega tenórrödd með
tindrandi, bjartan íslenskan blæ.
Magnús hóf söngferil sinn korn-
ungur og átti langan og farsælan
söngferil í Danmörku, þar sem hann
var aðaltenór Konunglegu óperunn-
ar í Kaupmannahöfn um árabil.
Hann söng einnig fjölda hlutverka
hér heima, við Þjóðleikhúsið, Ís-
lensku óperuna, með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, einsöng með kórum,
inn á hljómplötur og svo mætti lengi
telja.
Magnús réðst til kennslu við Söng-
skólann stuttu eftir stofnun hans, á
áttunda áratugnum, fyrst í hluta-
starf, meðfram vinnu á endurskoð-
unarskrifstofu Reykjavíkurborgar,
síðar í fullt starf, sem söngkennari og
uppalandi nýrrar kynslóðar söngv-
ara.
Magnús var með okkur Söngskóla-
fólki, og í broddi fylgingar, þegar
skólinn stóð fyrir vinsælum söng-
skemmtunum í Háskólabíói, „Hvað
er svo glatt“, til styrktar húsakaup-
um Söngskólans og var ónískur á
krafta sína í þágu uppbyggingar
skólans. Hann söng oft einsöngshlut-
verk á tónleikum Kórs Söngskólans,
og lét sig ekki muna um að styrkja
tenórlið kórsins þegar flogið var á vit
ævintýra í tónleika- og upptökuferð
til Bretlands í árdaga Kórs Söngskól-
ans, nú Kórs Íslensku óperunnar.
Magnús tók virkan þátt í öllu starfi
skólans, blómlegu félagslífi kennara
og nemenda og fór hann þar fyrir og
skipulagði frá upphafi til starfsloka
árleg þorrabót starfsfólks og maka
þeirra, og var heiðursgetur kennara-
félagsins sl. vetur.
Nemendur Magnúsar héldu alla
tíð mikla tryggð við kennara sinn.
Magnús reyndist þeim hinn besti vin-
ur og fræðari um sönglist, sérstak-
lega óperusöng og raddkröfur þar að
lútandi. Aldrei kom kynslóðabil að
sök í þeirri vináttu, hann kom ávallt
fram við þá sem jafningja.
Nú haustar enn og ég hitti ekki
lengur óperusöngvarann Magnús
Jónsson. Ég sakna hans nú þegar.
Sakna einlægs vinar, góðs kollega og
mikils listamanns.
Ég man honum tryggð og uppörv-
un við mig í starfi bæði sem söngvara
og á öðrum vettvangi. Og að hann
skyldi ljá máls á að ganga til liðs við
ungan skóla og deila af kunnáttu
sinni til að syngja.
Við, kennarar og starfsfólk Söng-
skólans í Reykjavík, sem söknum
góðs félaga og samkennara, sendum
Guðrúnu, Svavari, Sigrúnu, litlum 7
mánaða Magnúsi og öðrum barna-
börnum, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Garðar Cortes.
Harmur er kveðinn að vinum og
samstarfsfólki Magnúsar Jónssonar
nú við hina skyndilegu burtför hans
héðan úr þessum heimi. Hann hafði
átt við veikindi að stríða undanfarin
ár, en ekki grunaði okkur að ævidag-
ar hans yrðu ekki fleiri en raun ber
vitni.
Fyrstu kynni mín af honum má
rekja til þess, að ég hóf störf sem pí-
anóleikari við Söngskólann í Reykja-
vík fyrir nærri tveimur áratugum.
Fljótlega fór ég að spila með nem-
endum hans og entist það samstarf,
þar til hann hætti að kenna við skól-
ann. Ekki var hægt að hugsa sér
betri og ljúfari samstarfsmann. Vin-
semd hans, hlýja og virðing við mig,
byrjanda í starfi, var einstök, þar
sem ég fetaði nýja stigu í heimi tón-
listarinnar. Hann var glæsilegasti
fulltrúi söngvara sinnar kynslóðar og
átti að baki feril sem virtur og dáður
MAGNÚS
JÓNSSON