Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 35 við æ fleiri verkefnum sem mörg- um hverjum ætti að sinna annars staðar, en er það sjálfgefið að bráðamóttakan taki við öllu sem þangað berst? Af hverju getur bráðamóttakan ekki vísað á heilsu- gæsluna (Læknavaktina) eins og Læknavaktin vísar á bráðamót- tökuna þegar fagleg rök krefjast þess? Heilsugæsluna í Reykjavík þarf að efla verulega til þess að hún geti leyst verkefni sem nú er farið með á LSH. Byggja þarf fleiri dvalar- og hjúkrunarheimili þannig að létt sé á aðsókn á LSH og ekki síður er mikilvægt að auka heimahjúkrun því að lausnirnar felast ekki ávallt í húsbyggingum. Öldruðum hefur fjölgað mjög á höfuðborgarsvæðinu og það hefur aukið þörfina á úr- ræðum. Halda þarf áfram hagræðingu sem nú er að nást með sameiningu spítalanna. LSH hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem vinnur störf sín oft við erfiðar aðstæður um leið og það fær á sig miklar kröfur og gagnrýni frá samfélag- inu. Mikill árangur hefur náðst með hagræðingu í rekstri. Þetta eru aðeins örfá atriði en fleiri mætti nefna. Lokun öldrunardeildar Uppþotið vegna aðgerða á deild heilabilaðra á Landakoti þurfti ekki að koma á óvart. Skammur aðdragandi og valið á sparnaði sjúkrahússins hlaut að leiða slíkt af sér. En þó að ýmsum aðgerðum varðandi heilabilaða einstaklinga hafi verið breytt þá treysti LSH sér ekki til þess að opna deildina. Þetta leiðir a.m.k. tvennt af sér, annars vegar að flytja þarf heilabil- aða sjúklinga milli deilda og slík röskun er erfið fyrir slíkt fólk og í öðru lagi lengist enn meir sá bið- listi aldraðra sem bíða eftir innlögn á deildina. Sparnaður sjúkrahúss- ins sem næst með því að halda deildinni lokaðri til áramóta er um 30 milljónir. Það sýnir þá aðstöðu sem spítalinn er kominn í að hann skuli grípa til þessara aðgerða fyrir jafnlítinn ávinning en spítalinn veltir um 21,5 milljörðum á ári. Ég hvet Landspítala – háskólasjúkra- hús til að endurskoða þessa ákvörðun strax og leita annarra leiða jafnframt því að málið verði tekið upp við gerð aukafjárlaga. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.