Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ @  $     .  (  " ."    ( ! D;-%-C3 %-<3< 4% = I))'I))   '))  9   '=$?=  *   . 2  !=,!))   <= . 2   ,!))   ,,!)) * @  $       &   .   (  " ."                  4%:%5   %?+%  " K8 M ,  *  F    ,!))  )  '9 5    N )  '9,!))  %   O) %   4-!,!))  =='  ,!))      * ✝ SvanhildurSteinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Hún lést á heimili sínu 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson, f. 30. nóv. 1882 á Stóru- Brekku í Fljótum, d. 9. maí 1954, og Soffía Jónsdóttir. f. 10. sept. 1887 á Bakka í Svarfaðar- dal, d. 13. feb. 1969. Systkini Svanhildar eru Berg- þóra, f. 17. feb. 1912, d. 24. mars 1994; Soffía, f. 26. nóv. 1913, d. 4. júlí 1996; Anna Sigríður, f. 26. nóv. 1913, d. 29. nóv. 1989; Helga, f. 13. feb. 1916, d. 12. nóv. 1996; Björn, f. 2. apríl 1921, d. 29. mars 1980; og Kári, f. 2. apríl 1921. Svanhildur giftist árið 1948 Garðari Björnssyni frá Viðvík, f. 27. maí 1920, d. 9. feb. 1978. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörn Jóhann, Hildur, f. 2. okt. 1976, m. (óg.) Gísli Pálsson, f. 16. mars 1975. 5) Sigurbjörn Jóhann, f. 2. ágúst 1957, k. Guðrún Sigurðardóttir, 9. nóv. 1951. 6) Erlingur, f. 10. feb. 1959, k. (skilin) Ragnheiður Jónsdóttir, f. 25. sept. 1962. Dæt- ur þeirra eru: Þórunn, f. 29. apríl 1981; Svanhildur Jóna, f. 10. maí 1984; og Katrín Erla, f. 23., jan. 1988. K. (óg.) Rannveig Ár- mannsdóttir, f. 7. nóv. 1968. Son- ur þeirra er: Erlingur Þórir, f. 2. maí 2001. 7) Ásdís, f. 6. maí 1960, m. Vilhjálmur Steingrímsson, f. 2. jan. 1953. Börn þeirra eru: Anna Freyja, f. 13. maí 1982; Dagný Ösp, f. 20. apríl 1984; og Garðar Freyr, 17. feb. 1990. 8) Fóstursonur Ásbjörn Arnar, f. 28. júní 1942, k. Guðlaug Har- aldsdóttir, f. 2. júní 1937. Dætur þeirra eru: Nína Margrét Tryi, f. 18. jan. 1964, fósturdóttir; og Barbara Anhaa Hawaard, f. 7. feb. 1968, fósturdóttir. Dóttir hans er: Guðný, f. 4. júní 1964, móðir Sara Laweller. Svanhildur var kennari í Hóla- hreppi frá 1940 fram til 1989 með litlum hléum, og lengst af skólastjóri við Grunnskóla Hóla- hrepps. Útför Svanhildar verður gerð frá Hóladómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. f. 6. des. 1948, d. 6. jan. 1951. 2) Svan- björn Jón, f. 14. mars 1950, k. Sigurbjörg Sigurlaug Magnús- dóttir, f. 28. nóv. 1953. Börn þeirra eru: Magnús Helgi, f. 25. nóv. 1976, m. (óg.) Berglind Björk Stef- ánsdóttir, f. 29. nóv. 1979; og Soffía, f. 5. sept. 1981, kærasti Egill Árni Pálsson, f. 12. feb. 1979. 3) Sig- ríður Sigurbjörg, f. 1. jan. 1952, m. Jón Stefán Gíslason, f. 30. apríl 1950. Börn þeirra eru: Garðar Páll, f. 25. maí 1970, m. (óg.) Guðný Kristín Loftsdóttir, 1. feb. 1977; Guðrún Helga, f. 12. ágúst 1975, m. (óg.), Brynjar Sigurðsson, f. 6. des. 1972; og Stefán Jökull, f. 21. okt. 1978. 4) Soffía Steinunn, f. 4. jan. 1954, m. Jón Pétur Jóhanns- son, 17. apríl 1950. Dætur þeirra eru: Svanhildur Pála, f. 31. maí 1973, dóttir hennar er Sara Katr- ín D’Mello, f. 30. maí 1998; og Elsku amma, það var mjög erfitt fyrir okkur systkinin þegar mamma sagði okkur að þú værir dáin. Þrátt fyrir aldur fannst okk- ur þú eiga mörg ár eftir, þú varst alltaf svo hress og lést ekkert aftra þér. Við kveðjum ömmu með söknuði, en í sorginni reynum við hugga okkur með því að hugsa til þess að þetta gerðist eins og hún vildi, að hún fengi að deyja heima í Neðra-Ási án langvarandi veik- inda. Það eru margar minningar sem koma upp þegar við hugsum til þín, elsku amma. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að búa svona nálægt þér og geta leitað til þín hvenær sem var. Þú varst mikil dugnaðarkona og þú ert fyrirmynd okkar allra. Amma kom því inn hjá okkur sem börnum að vera dugleg og metnaðargjörn, og við trúum því að þú gerðir okkur að betra fólki. Hún var ákveðin kona og þoldi illa að fólk væri að slóra við hlutina, hún vildi að hlutirnir yrðu gerðir strax. Amma var hafsjór af fróð- leik, hún var víðlesin, og hafði allt- af frá einhverju skemmtilegu að segja. Gaman var að sitja inni í herbergi hjá henni og hlusta á hana segja frá einhverju sem gerð- ist í gamla daga, og oftar en ekki kom hún með einhverjar vísur í samhengi við frásögnina, sem hún hafði samið eða heyrt hjá öðrum. Oft fengum við þá pönnukökur hjá henni, en hún gerði bestu pönnukökur í heimi. Hún átti mjög mikið af bókum, og oft komum við og fengum lánaðar bækur hjá henni sem okkur vantaði varðandi ritgerðir í skóla og var hún alltaf tilbúin til að aðstoða okkur. Við vorum svo heppin að hún kenndi okkur í Grunnskólanum á Hólum, og oft leituðum við til hennar með heimanámið okkar. Amma var mjög vel að sér í öllu sem var að gerast, það var hægt að tala um nánast hvað sem var við hana. Það var aldrei neitt vesen í kringum þig, þú bara lést hlutina gerast. Þú varst ekki með bílpróf svo þú keyptir þér þá bara fjórhjól til að nota heima í sveitinni, og lit- um við mikið upp til þín þegar þú fórst að keyra um á bláa fjórhjól- inu og öfunduðu krakkarnir í skól- anum okkur af að eiga svona frá- bæra ömmu. Þú varst mjög nýtin og gott dæmi um það var þegar þú límdir sólgleraugun með rauðu teipi svo að það skyggði aðeins á öðrum megin á glerinu. Svona fórst þú í bæjarferðir á Sauðár- krók og þér var alveg sama hvað öðrum fannst um þetta, þú lagaðir sólgleraugun, það var það sem skipti máli. Þú eyddir miklum tíma í að vinna í skógræktinni heima, og varst mikið náttúrubarn. Á þessum tíma eyddir þú mestöllum þínum tíma í berjamó og sendir ber út um allt land til ættingja og vina. Okkur finnst viðeigandi að ljúka þessu með kvöldbæn, þú kenndir okkur þær og lagðir mikið upp úr því að allir kynnu kvöldbænirnar. Við viljum þakka þér kærlega fyrir samfylgdina, elsku amma, og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Blessuð sé minn- ing þín. Legg ég bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Soffía og Magnús. Elsku amma í Ási. Þegar mamma hringdi og sagðist þurfa að segja mér sorgarfréttir, þá datt mér ekki í hug að elskulega amma mín í Ási væri dáin. Hún sem var ekki einu sinni orðin gráhærð, þrátt fyrir 84 ára aldur. Amma var mjög barngóð og börn löðuðust mjög að henni. Hún hjálpaði mér að læra að lesa og skrifa, hún hafði mjög gaman af að hjálpa okkur barnabörnunum við lærdóminn, enda var hún kennari. Amma bakaði heimsins bestu pönnukökur, sem enginn getur gleymt sem smakkað hefur. Þegar ég var yngri var ég alltaf mjög spennt að fara í heimsókn í Ás og fá „sveitamjólk“ og pönnukökurnar góðu. Þegar ég hugsa til baka á ég margar góðar minningar um ömmu. Fyrir nokkrum árum fórum við nokkur saman í sumarbústað og höfðum legið í heitum potti í svolít- inn tíma, amma, Svana Jóna og ég. Amma sagði okkur að það væri ekki gott að liggja svona lengi í pottinum, svo hún bað okkur um að koma upp úr og gera nokkrar liðkunaræfingar. Við þessar ungu íþróttastelpur vorum stirðari en hún. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þess kost að dvelja á heimili hennar í janúar síðastliðnum, þeg- ar ég var að passa lítinn frænda minn þar síðasta mánuðinn áður en ég fór úr landi. Þá átti ég mjög dýrmætan tíma með ömmu. Hún gaf mér heilræði og sagði mér sög- ur af fólki og atburðum liðins tíma. Naut sín þá vel frásagnargleði hennar og skopskyn. Það er leitt að geta ekki endurgoldið henni með sögum af dvöl minni í fram- andi landi, þegar ég kem heim í vetur. Þegar ég kvaddi ömmu, datt mér ekki í hug að ég hefði verið að tala við hana í síðasta skipti, hlæja með henni í síðast skipti og faðma hana í síðasta skipti. Ég veit að ömmu líður betur núna, ég bið Guð að varðveita hana og styrkja þá er syrgja. Ég sakna þín, amma mín. Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir, Costa Rica. Elsku amma. Þegar ég kom heim á mánudaginn stóð pabbi í dyrunum dapur á svip. Og ég sá að bíllinn Jóns og Dísu var á hlaðinu. Ég fékk sting í hjartað þegar pabbi sagðist þurfa að tala við mig. ,,Amma er dáin,“ sagði hann, og mér fannst eins og heimurinn hefði hrunið. Þú varst alltaf svo hress og kát, alltaf til í að hjálpa mér við lærdóminn. Svo varstu alltaf til í að hlusta þegar ég þurfti að tala við einhvern. En núna ertu komin þangað sem þú vildir, þú ert komin til afa. Ég vil bara láta þig vita að ég elska þig, amma, hef alltaf gert það og mun alltaf gera það. Og ég gleymi þér aldrei, sama hvað ger- ist. Elsku amma, nú ertu farin frá mér og ég mun sakna þín sárt. En þú verður ætíð hjá mér í hjarta mínu. Ég elska þig, amma mín. Þín ömmustelpa Katrín Erla. Sumri hallar og haustar senn. Á þeim tímamótum kveður móður- systir okkar þennan heim. Lífs- hlaup hennar var sem gróskumikið sumar. Eftir stendur hópur dug- mikilla afkomenda, nemenda sem hún kenndi og brautskráði, einnig ungmenni í sumarvist eða lengri. Hún kom þó að fleiru en mann- rækt. Neðri-Ás var hennar heima- vettvangur alla tíð að frátöldum þeim árum sem aukin menntun var sótt í framhaldsnám. Þar óx og dafnaði ræktun og bú- skapur, einnig trjárækt í seinni tíð. Á síðari árum fékk hún notið lífs með sínum, þar sem hún sá verk sín og verkefni fjölmörg vel fram gengin. Allt harla gott og áhuginn um allt þetta leiftrandi til síðustu stundar. Til að fylgja þessu öllu fram þurfti mannkosti og mennt- un. Hún átti dugnað og ósérhlífni, stjórnsemi og þrek. Til afkomenda var miðlað sýn á framsækni og manndóm. Eftir stendur virðing og þökk fyrir að hafa átt hana styrka svo nærri. Svanhildur Steinsdóttir átti stórt rými í dalnum sínum fagra um langan aldur. Það ríkir virðing um minningu hennar. Hörður Gíslason, Steinar Berg Björnsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma og langamma, það er erfitt að trúa að þú sért líka far- in, rúmum mánuði eftir ömmu Hildi. Það fyrsta sem Sara Katrín sagði þegar hún vissi að þú værir líka orðinn engill var að nú gætuð þið amma Hildur verið saman og loksins fengir þú að hitta manninn þinn. Amma, það var alltaf gott að koma til þín, þú tókst svo vel á móti okkar sem öðrum gestum. Heimilið þitt var ætíð opið hverj- um sem koma vildi á hvaða tíma sólarhrings sem var. Þú varst mjög gestrisin og félagslynd og hafðir gaman af því að spjalla við fólk. Þú varst meira en spjallfær um flest sem fór fram í heiminum alveg fram á síðasta dag enda mjög víðlesin og fróð kona. Það var alltaf svo gaman að hlusta á þig, þú kunnir sögur héðan og það- an svo ekki sé minnst á vísurnar hvort sem þær voru eftir þig eða aðra. Þú varst mjög hvetjandi á alla vegu og þá sérstaklega er viðkom lestri og fróðleiksleit. Amma, nú komið er að kveðju- stund og þú átt þinn stað í okkar hjarta. Við erum þakklátar fyrir þær stundir sem við áttum með þér og trúum að þér líði vel þar sem ert núna. Gísli og Sara Katrín senda þér ástar- og saknaðar- kveðjur. Megir þú hvíla í friði. Svanhildur og Hildur. „Það þýðir ekkert annað en reyna að vera glöð og hress, svo verður þetta búið allt í einu.“ Þannig lauk síðasta samtalinu okk- ar Svönu í Ási. Og sannarlega var þetta búið allt í einu. Hún fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að sofna hinsta blundinn í rúminu sínu heima í Ási. Hversdagshetjan okkar hefur kvatt, búin að skila sínu dagsverki. Hún lætur eftir sig dýrmætar minningar um sjálfstæða og sterka konu. Svana í Ási lifði tímana tvenna. Hún var hafsjór af fróðleik, hafði gott minni og í frásögn sinni gat hún glætt atburðina lífi, svo að un- un var á að hlýða. Sem betur fór gat hún sett ögn á blað. Á liðnum vetri sagði hún mér, í einu símtal- inu okkar, ferðasögu, sem ég skrif- aði upp eftir henni, er hún, sem unglingur, gekk ein frá Sauðár- króki yfir í Ás, um hávetur, og til- viljun ein réð því að hún komst þá ferð á enda. Hún fékk það hlutverk á sínum lífsferli að hlúa að ungviðinu og koma því til nokkurs þroska. Kennsla var hennar ævistarf. Á því sviði sem öðru lifði hún mikla breytingatíma. Henni voru skóla- málin hugleikin og þegar Grunn- skólinn á Hólum var vígður sá hún langþráðan draum rætast. Sagðist nú geta dáið róleg, hún hefði byrj- að sem farkennari, en nú væri búið að byggja skólahús. Einnig hlúði Svana að öðru ungviði. Trjáræktin var hennar áhugamál og með trjá- lundinum sínum í Ási reisti hún sér veglegan minnisvarða. Þar átti hún mörg handtökin og naut þeirra. Svana átti létt með að setja sam- an vísur, og á þeim árum er þau Rósberg Snædal unnu saman við kennslu, urðu margar vísurnar til. Átti hún gott safn af þeirri vísna- gerð og tilefni þeirra. Fleiri hag- mæltir komu þar við sögu. Var það góð skemmtan að heyra hana lesa upp úr bókinni góðu. Það voru forréttindi að eiga vin- áttu þessarar konu. Þrátt fyrir heilsuleysi um árabil bar hún ætíð með sér birtu og gleði. Það var gott að vera í nálægð hennar og njóta hlýjunnar sem frá henni streymdi. Nú gefst henni aftur tóm til að hlúa að gróðrinum sín- um. Ef til vill fer hún með vísubrot frá liðnum dögum og bros leikur um varir hennar. Ég þakka fyrir þann gnægtabrunn sem ég fékk að njóta af, hjá Svönu minni í Ási og kveð hana með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum. SVANHILDUR STEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Svanhildi Steinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.