Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 23 DAGAR Klapparstíg, sími 552 2522l r tí , í i Tilboð á vögnum og kerrum vikuna 6.—14. september Tilboðshelgi 25-40% afsláttur af samfellum, sokkabuxum og sundfatnaði. Skartgripir • Töskur Kynnum nýju haust- og vetrarlitina í Nýir maskarar - Nýtt augnabrúnagel Sjón er sögu ríkari Laugavegi 80 - Sími 561 1330. Laugavegi 46, sími 561 4465 Villtar & Vandlátar i í i af nýjum hörfatnaði í dag og á morgun 10% afsláttur Langur laugardagur opið til kl. 17 Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Ungbarnaföt í miklu úrvali fyrir krakka frá 0-12 ára Nýjar haustvörur 0 - 12 ára Njálsgötu 86 - sími 552 0978 10-70% afsláttur Tilboðsdagar Opið laugardag kl. 11-16 Rúmfatnaður • Handklæði Barnafatnaður ÞINGNEFND í Kanada er sam- mála um að hvetja til þess að full- vöxnu fólki verði leyft að nota marijuana og er talið að niðurstaðan auki þrýsting á ríkisstjórn Jean Chretiens um að breyta fíkniefna- löggjöfinni. Notkun á marijuana, hassi og öðrum kannabisefnum er nú bönnuð en lögreglan skiptir sér að jafnaði ekki af einstaklingum sem nota efnið. Umrædd þingnefnd fjallar um ólögleg fíkniefni og kynnti á mið- vikudag um 600 blaðsíðna skýrslu þar sem röksemdir fyrir breyting- unni eru raktar. Í tengslum við gerð skýrslunnar, sem tók nokkra mán- uði, ræddi nefndin við jafnt kan- adíska sem erlenda sérfræðinga, lögreglumenn, embættismenn hjá fíkniefnaeftirliti og almenna borg- ara. Nefndin vill að færslur á saka- skrám um marijuana í eigu einstak- linga verða afmáðar og settar verði reglur um notkun efnisins er bygg- ist á reglum um meðferð áfengis. Íhaldsmaðurinn Pierre Nolin, for- maður nefndarinnar, sagði hana hafa komist að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um að notkun á marijuana væri eins konar dyr að notkun á kókaíni og heróíni. „Gögn vísindamanna benda ein- dregið til þess að kannabis sé mun hættuminna en áfengi og ætti ekki að fjalla um notkun efnisins eins og um glæp sé að ræða heldur við- fangsefni á sviði félags- og heil- brigðismála,“ sagði hann. Kanadískir lögreglumenn ósammála David Griffin, talsmaður sam- bands lögreglumanna, sagði skýrsluhöfunda hunsa vísindalegar vísbendingar um að marijuana væri skaðlegt. Þingmaðurinn Colin Kenny, sem er í Frjálslynda flokkn- um eins og Chretien forsætisráð- herra og situr í nefndinni, sagði að enginn í nefndinni vildi auka notkun á kannabisefnum þótt mælt væri með því að heimila notkun þeirra. Stjórnvöld mæltu heldur ekki með áfengi þótt það væri leyft. Þingnefnd í Kanada Kannabis verði leyft Toronto. AP. RÉTTARHÖLD yfir Marwan Barghouti, einum helsta leiðtoga Palestínumanna í uppreisninni gegn hernámi Ísraela, hófust aftur í Ísrael í gær. Lýsti hann því yfir, að hann væri palestínskur þingmaður og Ísraelar hefðu engan rétt til að lögsækja hann. Það væri ísraelska stjórnin, sem ætti að sitja á saka- mannabekk en ekki hann. Mikill órói var í salnum, köll og upphrópanir en Ísraelar saka Barghouti, leiðtoga Fatah-hreyf- ingar Yassers Arafats á Vest- urbakkanum, um að hafa skipulagt árásir, sem urðu 26 Ísraelum að bana. Barghouti neitar því en segist styðja baráttuna gegn hernáminu. Nokkur ættmenni þeirra sem Barghouti og menn hans eru sak- aðir um að hafa drepið voru í rétt- arsalnum. Þar voru einnig börn Barghoutis og reyndu þau án ár- angurs að ná til föður síns. „Ég berst fyrir frelsi, ég er þingmaður,“ sagði Barghouti en þá hrópaði einn viðstaddra í salnum: „Þeir, sem berjast fyrir frelsi, berjast við her- menn. Þú myrtir son minn.“ Réttarhöldin yfir Marwan Barghouti Hafnar lögsögu Ísraela Tel Aviv. AP. Ísraelinn Brigitte Kesler hrópar slagorð gegn Marwan Barghouti við réttarhöldin í Jerúsalem í gær. Hún heldur á mynd af dóttur sinni, Gili Shara, sem var drepin í árás Palestínumanna í Jerúsalem í júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.