Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ U ngir félagshyggju- menn hafa nú leik- ið svipaðan leik og þeir hafa áður gert; keypt skoð- anakönnun til að hafa áhrif á gang stjórnmálanna. Þetta er að- ferð sem hefur áður skilað þeim árangri og er umhugsunarvert að til séu stjórnmálaöfl og stjórn- málamenn sem taldir eru hlaupa svo á eftir tíðarandanum að skoð- anakannanir þyki besta leiðin til að hafa áhrif. En þetta er víst veruleikinn og könnunin sem um ræðir sýnir að Samfylkingin myndi auka fylgi sitt nokkuð ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leiddi flokkinn í næstu kosningum, eða um rúmlega átta pró- sentustig. Þetta er að vísu mun minni aukn- ing en menn hefðu getað ætlað að fengist út úr slíkri könnun miðað við að- stæður. Ekki síst þegar mið er tekið af því hve mikið stuðnings- menn Samfylkingarinnar hafa látið með borgarstjóra og hve lít- ið þessir sömu stuðningsmenn hafa gert úr eigin formanni. En þótt fylgisaukningin sýnist heldur rýr er hún engu að síður merkjanleg fyrir flokk sem ætl- aði sér að fara geyst, en hefur gengið haltur alla tíð síðan. Þess vegna hafa stuðningsmenn flokksins hver um annan þveran látið sig hafa það að lýsa yfir stuðningi við framboð Ingibjarg- ar Sólrúnar í næstu alþingiskosn- ingum og það þótt hún hafi ítrek- að lýst því yfir fyrir kosningar að hún færi hvergi. Í hópi þeirra sem hvetja til framboðs borg- arstjóra er jafnvel sjálfur for- maður Samfylkingarinnar, sem af einhverjum ástæðum álítur flokknum til framdráttar að einn sterkasti stjórnmálamaður hans gangi á bak orða sinna. Formað- urinn er svo örvæntingarfullur í viðleitni sinni til að fá Ingibjörgu Sólrúnu í framboð að hann hefur sig jafnvel í það að segjast ekki hafa túlkað yfirlýsingar hennar þannig að hún þvertæki fyrir framboð til þings yrði hún kjörin borgarstjóri. Fyrst formaður Samfylking- arinnar og flokksmenn hans sjá ekkert því til fyrirstöðu að borg- arstjóri fari í þingframboð nokkr- um mánuðum eftir borgarstjórn- arkosningar, skyldi þá ef til vill hafa leikið á því vafi fyrir borg- arstjórnarkosningarnar hver af- staða Ingibjargar Sólrúnar væri til slíks framboðs? Skyldi hún hafa skilið eftir glufu sem gerir henni kleift að fara í þingframboð án þess að verða við það ber að ósannindum? Nei, fyrir kosn- ingar lék alls enginn vafi á því að þeir sem kusu R-listann voru þar með að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra til næstu fjögurra ára, svo fremi að henni entist aldur til. Það vill nefnilega svo til að skömmu fyrir kosningar var Ingibjörg Sólrún í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún var spurð að því hvort tryggt væri að hún yrði borgarstjóri næstu fjögur árin næði hún kjöri. „Nei, það er ekki tryggt,“ sagði hún, „ég gæti náttúrlega hrokkið upp af!“ Þeir sem lesa slíka yf- irlýsingu eru varla í vafa um framhaldið, en borgarstjóri bætti reyndar um betur og tók sér- staklega fram að hann væri að bjóða sig fram til fjögurra ára og að hann væri „ekki á leið í þing- framboð að ári“. Í öðru viðtali sagðist hún „skuldbundin“ til að sitja út kjör- tímabilið, svo fullyrða má að ekki sé hægt með góðu móti að kveða fastar að orði en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hefur gert. Ekk- ert minna en svardagar og þing- lýsingarhæfar yfirlýsingar dygðu til að slá út loforð þau sem borg- arstjóri hefur gefið, svo staða þeirra sem hvetja hann til þing- framboðs er afar sérstök. Þó að formaður Samfylking- arinnar hafi ekki skilið þau orð sem Ingibjörg Sólrún lét falla fyrir kosningar skildu samstarfs- menn hennar úr Framsókn- arflokknum og Vinstrihreyfing- unni-grænu framboði þau ágætlega og þeir hafa orðið held- ur óánægðir með vangaveltur um að hún hverfi á braut. Þannig segir Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar að yfirlýsingar borgarstjóra í kosningabarátt- unni hafi verið afdráttarlausar og að hún hafi verið kosin til að vera borgarstjóri til fjögurra ára. Al- freð Þorsteinsson er sama sinnis og telur borgarstjóra hafa gefið mjög sterkar yfirlýsingar í kosn- ingabaráttunni, þótt hann telji ekki að R-listinn muni hverfa að henni genginni. Langlífi R-listans án Ingi- bjargar Sólrúnar má þó draga í efa þegar litið er til orða hennar sjálfrar í viðtali fyrir síðustu kosningar, en þar sagði hún af stakri hógværð: „Ég hef umtals- verðan stuðning meðal borg- arbúa, meiri stuðning en Reykja- víkurlistinn og meiri stuðning en Alfreð Þorsteinsson, með allri virðingu fyrir honum.“ Svo mörg voru þau orð og af þeim má ráða að það var ekki R-listinn sem rúmur helmingur kjósenda valdi til að stýra borginni, það var Ingibjörg Sólrún sem til þess var kjörin. Og það er ekki síst þess vegna sem óhugsandi er fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að fara í þingframboð án þess að tapa öll- um trúverðugleika. Þrátt fyrir þetta er nú sú furðulega staða uppi að ekki ein- ungis eru þeir menn til sem hvetja Ingibjörgu Sólrúnu í framboð, heldur er hún sjálf að íhuga möguleikann. Af orðum hennar má að vísu ráða að hún sé ekki búin að ákveða að bregðast kjósendum sínum, en jafnframt að hún sé að hugleiða það – eða fara yfir fyrri rök, eins og það heitir. Fróðlegt verður að sjá hvort þau „rök“ finnast sem þykja duga til að ljúka þeirri leiksýningu sem nú stendur yfir með framboði borgarstjóra til þings. En að vísu er enginn kom- inn til með að segja að rök þurfi til. Ef til vill verður þess í stað treyst á að kjósendurnir fyrirgefi allt og umberi allt – og gleymi öllu. Gleymist allt? „Ekkert minna en svardagar og þinglýs- ingarhæfar yfirlýsingar dygðu til að slá út loforð þau sem borgarstjóri hefur gef- ið, svo staða þeirra sem hvetja hann til þingframboðs er afar sérstök.“ VIÐHORF Haraldur Johannessen haraldurj@mbl.is AUKA þarf útgjöld til heilbrigðismála og gera þar kerfisbreyt- ingar ef koma á til móts við þær kröfur sem margir gera til heilbrigðiskerfisins. Þetta eru þær al- mennu ályktanir sem draga má af umræðu síðustu daga þegar í ljós hefur komið sá mikli vandi sem Land- spítali – háskóla- sjúkrahús (LSH) á við að glíma. Æ oftar er fólk að bera saman forgangsröðun og það fé sem við notum til margvíslegra framkvæmda á veg- um ríkisins svo sem jarðgangagerð, erlend samskipti, niðurgreiðslur til landbúnaðar, gatnagerðar, bygg- ingu opinberra húsa o.s.frv. svo nokkuð sé nefnt af því sem fólk tel- ur til. Það er m.a. almenn skoðun að ekki sé velmegandi þjóð sæm- andi að aldraðir og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða árum saman eftir plássi á dvalar- og hjúkrunar- heimili og sjúkrahús þurfi að nýta takmörkuð og dýr hjúkrunarpláss til þess að vista aldraða sem í raun þyrftu önnur og ódýrari úrræði. Frumkvæði heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur gengið fram fyrir skjöldu og sett markið hátt til þess að bæta úr þessu. Ráðherra hefur léð máls á viðræðum um sveigj- anlegt rekstrarform í heilsugæsl- unni án þess að forystumenn heilsugæslulækna hafi að því er virðist treyst sér til að ganga til slíkra við- ræðna með opnum huga. Hér er ekki átt við einkavæðingu heldur það rekstrar- fyrirkomulag sem við þekkjum víða úr rík- isrekstrinum t.d. með- ferðarheimili fyrir unglinga. Þar sjá einkaaðilar um rekst- urinn skv. skilgreind- um markmiðum um þjónustu og kostnað. Jón Kristjánsson hef- ur einnig unnið áfram að sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavík og á það eftir að skila verulegri hagræðingu. Hagræðing í þessum efnum þarf ekki að þýða beinan peningalegan sparnað frá ári til árs. Það sem tveir heilbrigðisráð- herrar framsóknarmanna hafa lagt áherslu á undanfarin misseri er að sú skýra stefna að sameina spít- alana mun draga úr sjálfvirkri út- gjaldaaukningu í þessum dýrasta rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Í allri stefnumörkun hefur grundvallaratriðið verið að allir Ís- lendingar eigi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu burtséð frá efnahag. Frá þessu megum við ekki hvika um leið og við eigum að vera tilbúin til kerfisbreytinga. Launakostnaður LSH Vert er að nefna nokkur aðal- atriði varðandi Landspítala – há- skólasjúkrahús (LSH). LSH veltir 21,5 milljörðum á ári. Á fyrstu 7 mánuðum ársins fór spítalinn 750 milljónum fram úr fjárlagaheimildum. Ástæður eru margar en athyglisvert er að launakostnaður LSH hækkaði um 6% á milli ára en það er 2,7% um- fram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þetta hefur leitt til um 190 milljóna króna viðbótarút- gjalda hjá LSH á fyrstu 6 mán- uðum ársins og verður að líkindum ekki undir 400 milljónum á árinu. Þessi framúrkeyrsla á launum get- ur ekki talist vera á ábyrgð heil- brigðisráðherra eða Alþingis og eðlilegt að þeir beri ábyrgð sem um hafa vélað. Óraunhæft er að ræða um þrengingar LSH og breytingar á grundvallarrekstri hans án þess að taka tillit til þess- ara staðreynda. Erfiðustu málin til LSH LSH er endastöð í heilbrigðis- kerfinu og þangað koma öll dýr- ustu tilfellin með tilheyrandi kostn- aði vegna lyfja og meðferðar. Ýmsum viðfangsefnum sjúkrahús- anna úti á landi er með vissum hætti velt yfir á LSH og það að vissu leyti öfugsnúið að álagið á LSH verður æ meira eftir því sem lækningaúrræðin þar verða betri. Vandi LSH er margvíslegur m.a. hefur bráðamóttakan orðið að taka Aukin útgjöld til heilbrigðismála? Ólafur Örn Haraldsson Heilsa Ég hvet Landspítala, segir Ólafur Örn Haraldsson, til að endurskoða þessa ákvörðun strax. ER skammtíma- minnið að bregðast? Muna stjórnvöld ekki ár aftur í tíma? Er það gleymt, að fjöregg efnahags þjóðarinnar, gengi gjaldmiðils okk- ar, var fyrir nokkrum mánuðum komið á ystu nöf? Á síðustu stundu var gripið til björgunarráðstafana að styrkja íslensku krónuna, þegar verð- bólga var komin á fleygiferð, erlendar skuldir að kaffæra fjölda fyrirtækja, at- vinnuleysi og versn- andi afkoma almennings stefndi þjóðarbúinu í voða og útlit fyrir að allir kjarasamningar brystu. Á síð- ustu stundu vöknuðu stjórnvöld upp við vondan draum og gripu til gagn- aðgerða til að styrkja krónuna að nýju, verðbólgan fór hríðlækkandi, og samningar héldust innan rauðu strikanna. Þarna var bjargað fyrir horn, eins og sagt er, en þessi sami háskaleikur heldur áfram. Er það gleymt að nýju, að stöðugleikinn er undirstaða velgengni á öllum svið- um? Ný gengisfelling um 6% eða leikur með gengi krónunnar? Frá 17. júlí til dagsins í dag hefur söluverð Bandaríkjadals í Lands- bankanum hækkað um 6% og aðrar helstu viðskiptamyntir í hlutfalli við það. Jafnvel stórfróðir menn um al- þjóðaviðskipti sjá enga forsendu fyrir slíkri lækkun krónunnar, sem innan skamms fer út í allt verðlagið, og sama hringavitleysan hefst upp á nýtt, ögrun við allt jafnvægi í þjóð- arbúskap og hagsmuni almennings. Það er í minnum haft að fyrir nokkrum árum fór landsþekktur pólitíkus þeim orðum um Seðla- banka Íslands að þar hefðu menn sér til dægradundurs að naga blýanta. Sú samlíking var býsna gróf, en hefur bankinn nú fundið upp nýtt tómstundagaman að leika sér með, verð- gildi krónunnar? Að undanförnu hefur gengi krónunnar veikst dag frá degi án sýnilegrar utanaðkom- andi ástæðu. Ætlast Seðlabankinn og landsfeðurnir til að al- menningur taki ekki eftir neinu? Einn góð- an veðurdag taka allir eftir því, þegar rýrnun krónunnar er farin að brenna á hagsmunum almennings og hverju heimili á landinu í stórhækkuðu verðlagi og versnandi lífskjörum. Lamandi fyrir stöðugleika og festu í þjóðfélaginu Það sem íslenskt þjóðfélag þolir sízt er óróinn, sveiflurnar, jafnvæg- isleysi og agaleysi á öllum sviðum. Hér ganga stjórnvöld á undan að grafa undan stöðugleikanum og efla óróann og sundrungaröfl í þjóð- félaginu. Er að nýju verið að und- irbúa eyðileggingarherferð og upp- lausn, þegar mest liggur við að halda áttum og sönsum? Nú þarf að byggja upp í stað þess að rýra og rífa niður, nýta meðbyrinn til að efla þjóðarhag. Ekkert réttlætir þá skerðingu á verðmætum Íslands, sem felst í þeirri gengislækkunar- hrinu, sem dunið hefur á þjóðinni að undanförnu eins og óveður. Nýbirt- ar tölur um afkomu sjávarútvegs- og útflutningsfyrirtækja sýna ágæta afkomu, svo að vart þarf að lækka gengið til að efla gróða þeirra enn frekar. Ekki verður komið auga á þróun í alþjóðavið- skiptum sem krefjist þess að verð- gildi krónunnar lækki aftur. Ætlar núverandi ríkisstjórn að reyna að halda velli í næstu kosningum, eða gefa boltann frá sér nú þegar? Krónan er partur af sögu okkar og menningu. Að höggva enn fleiri skörð í hana en þegar hefur verið gert, gæti leitt til þess, að hún verði lögð niður. Það er síðari tíma ákvörðun, hvort sjálfstæðið verði skert og landið gangi í fjölþjóða- bandalag með takmörkuð yfirráð yfir auðlindum sínum, en með sama áframhaldi flýtur krónan ekki leng- ur heldur sekkur, og dregur allt efnahagskerfið niður með sér. Veik- ing krónunnar er merki um veika stjórn landsins. Með sama áfram- haldi stefnir ekki í nýtt hagvaxt- arskeið. Gjaldeyrir landsins er mælistikan á styrk efnahagsins. Niðursveiflan var hröð og hörð fyrir andvaraleysi stjórnvalda, en brot- lendingu var forðað á síðustu stundu. Eru stjórnvöld að ögra þegnunum og kalla á umskipti að loknum kosningum að vori? Skorað er á stjórnvöld að snúa af þessari óheillabraut án tafar. Á að sökkva krónunni? Ingólfur Guðbrandsson Krónan Það sem íslenskt þjóðfélag þolir sízt er óróinn, sveiflurnar, jafn- vægisleysi og agaleysi á öllum sviðum, segir Ingólfur Guðbrandsson í opnu bréfi til ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands. Höfundur er tónlistarmaður og for- stjóri Heimsklúbbs Ingólfs – Prima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.